SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 6
6 1. ágúst 2010
Jorge Valdano
1994-1996
Vicente del
Bosque 1996 og
1999-2003
Á ýmsu hefur gengið hjá Real Madrid í tíð
Raúls enda forsetar verið fljótir að láta þjálfara
fjúka við minnsta mótbyr. Alls hafa 15 mismun-
andi þjálfarar þjálfað Raúl á 16 árum en tveir
þeirra tvisvar, þeir del Bosque og Capello.
15 þjálfarar
Arsenio
Iglesias 1996
Jupp Heynckes
1997-1998
Guus Hiddink
1998-1999
Mariano García
Remón 2004
Manuel Pellegrini
2009-2010
Juande Ramos
2008-2009
Carlos Queiroz
2003-2004
José Antonio
Camacho 2004
John Toshack
1994-1996
Vanderlei Luxemb-
urgo 2004-2005
Juan Ramón López
Caro 2005-2006
Bernd Schuster
2007-2008
Fabio Capello
1996-1997 og
2006-2007
R
aúl Madrid“ var fyrirsögnin á
vefútgáfu spænska íþrótta-
dagblaðsins Marca þegar gull-
drengurinn Raúl González til-
kynnti að hann hefði leikið sinn síðasta leik
fyrir Real Madrid. Þeir eru enda fáir knatt-
spyrnumennirnir í dag sem eru jafn sam-
ofnir liðum sínum og hinn 33 ára gamli Raúl
sem batt í vikunni enda á 16 ára vist sína á
Santiago Bernabéu, heimavelli Madridinga.
„Að vera leikmaður Real Madridar er stærsti
draumur sem ég get ímyndað mér. Í dag vil
ég umfram allt að allir viti að í hverri leik-
fléttu, hverju hlaupi og hverri hreyfingu
innan vallar reyndi ég alltaf að gefa allt sem
ég átti,“ sagði Raúl tárvotur á blaðamanna-
fundi þar sem hundruð manns kvöddu
þessa goðsögn þeirra hvítklæddu.
Örlögin höguðu því þannig að þessi tákn-
mynd Real-manna hóf ferilinn í unglinga-
liði erkifjendanna í Atlético Madrid við
bakka Manzanares-árinnar í suðurhluta
borgarinnar. Hinn alræmdi forseti Atlético,
Jesús Gil, ákvað hins vegar að það væri pen-
ingaeyðsla að halda úti unglingastarfi og
lagði það niður. Í kjölfarið færði Raúl sig
norður til Real þar sem hann átti eftir að
móta sögu liðsins næstu tvo áratugina.
Það var núverandi framkvæmdastjóri
Real Madrid sem þá var þjálfari liðsins sem
gaf hinum 17 ára gamla Raúl sitt fyrsta tæki-
færi með aðalliðinu tímabilið 1994/95 í úti-
leik gegn Real Zaragoza og varð hann þar
með yngsti maður sögunnar til að leika með
því. Næsti leikur unglingsins var nágranna-
slagurinn við „Atleti“, hið fullkomna svið til
þess að skora fyrsta markið af 323 fyrir liðið
í því sem urðu 741 leikur fyrir Madridinga.
Tók hann fram úr argentísku goðsögninni
Alfredo di Stéfano sem markahæsti leik-
maður í sögu liðsins
Real Madrid vann spænsku deildina á
fyrsta tímabili Raúls og aragrúi titla fylgdi í
kjölfarið. Alls vann hann sex deildartitla,
þann síðasta tímabilið 2007/08, varð
markakóngur deildarinnar tvisvar og vann
þrjá meistaradeildartitla. Þrátt fyrir alla
þessa velgengni yfirgefur Raúl liðið án þess
að hafa hampað spænska konungsbik-
arnum. Annað lýti á annars fullkomnum
ferli Raúl var landsliðið sem olli ítrekað
vonbrigðum á meðan það naut enn krafta
framherja síns og fyrirliða. Luis Aragonés
tók þá ákvörðun að skilja Raúl útundan í
forkeppni Evrópukeppninnar árið 2008 og
átti hann ekki afturkvæmt í liðið eftir það
þrátt fyrir mikla fjölmiðlaherferð af hálfu
Madridarpressunnar. Árangur spænska
landsliðsins eftir brotthvarf Raúls hlýtur því
að vekja með honum ljúfsárar kenndir.
Þrátt fyrir að hetjur Real, gamlar og nýjar
hafi verið einróma í lofi sínu um Raúl; fyrr-
um liðsfélagi hans Fernando Hierro sagði að
treyja Real Madridar væri samofin húð
hans, veitir útskúfunin frá landsliðinu
ákveðna innsýn inn í aðra hlið á fyrirlið-
anum. Hann þótti drottna yfir búningsklefa
landsliðsins, einum of að mati Aragonésar,
og hið sama var uppi á teningnum hjá Real.
Raúl var þeirrar skoðunar að lið hans stæði
fyrir ákveðin gildi innan og utan vallar,
vinnusemi og sjálfsfórn, en svo heppilega
vildi til að sjálfur var hann holdgervingur
þeirra gilda. Þeir sem ekki uppfylltu þau
áttu ekki von á góðu frá fyrirliðanum eins
og Ronaldo hinn breiðari fékk að reyna.
Raúl lék sinn síðasta leik í hvítu treyjunni
á útivelli gegn Real Zaragoza, hringnum var
lokað. Eftir glæsilegan feril hafði mikilvægi
fyrirliðans dvínað hægt og bítandi hjá liðinu
og ljóst var að hann yrði að leita annað til
þess að fá að spila reglulega. Þýska liðið
Schalke bauð honum að halda ferlinum þar
áfram næstu tvö árin. Í kolaborginni
Schalke stendur hann eflaust upp úr sem
slípaður demantur.
Holdgervingur
Real Madrid
Raúl yfirgefur spænsku
risana eftir 16 ára veru
Raúl grætur og gnístir tönnum á kveðjustundinni í Madrid.
Reuters
Vikuspegill
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Raúl González Blanco fæddist ár-
ið 1977 í Madrid, höfuðborg
Spánar, þar sem hann hefur alið
manninn alla tíð síðan - þar til nú.
Í vikunni skrifaði hann undir
tveggja ára samning við þýska lið-
ið Schalke undir stjórn Felixar
Magaths sem hefur verið í tit-
ilbaráttu síðustu ár. Schalke
verður aðeins annað liðið sem
Raúl spilar fyrir á löngum ferli.
Síðbúin
vistaskipti