SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Síða 9

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Síða 9
1. ágúst 2010 9 Á rið 1991 kom út mikill doðrantur í Bandaríkjunum, Den of Thieves (Þjófabælið) eftir bandaríska blaða- manninn James B. Stewart, blaðamann The Wall Street Journal, en hann hafði fengið Pulitzer- verðlaunin fyrir skrif sín í blaðið um hrun bandaríska hlutabréfa- markaðarins og innherjasvikahneykslið á Wall Street á níunda áratugnum. Ég man að ég las þessa tæplega 600 blaðsíðna bók á sínum tíma og fannst mikið til hennar koma og ekki síst var ég yfir mig hrifin af því hvernig Stewart hafði komið sér upp mjög svo merkilegu tengsla- og heimildaneti. En ég las bókina nánast eins og ég væri að lesa skáldsögu, svo ótrúleg voru plottin, eindreginn brotavilji og ásetningur aðalsöguhetjanna, að frásögnin varð ærið reyf- arakennd.. Ég tók mig til um daginn og las Den of Thieves aftur, en nú með allt öðru hugarfari – hugarfari blaðamannsins sem hefur horft á allt breytast frá því bankahrunið varð fyrir tæpum tveimur árum síðan. Svei mér þá, ég held að það væri hægt að færa góð rök fyrir því að helstu banka- og verðbréfaskúrkar okkar Íslendinga hafi nýtt sér Den of Thieves sem einskonar handbók, svo margt er líkt með helstu söguhetj- unum úr Wall Street svikahneykslinu á níunda áratugnum og þeim skúrk- um sem rændu íslensku bankana innan frá. Fjórmenningaklíka, sem hélt því þó ótrúlega vel leyndu að um klíku var að ræða, hagnaðist gífurlega á Wall Street á níunda áratugnum með ólöglegum viðskiptaháttum, eins og þeim að nýta í eigin þágu innherjaupplýsingar sem öðrum stóðu ekki til boða, markaðsmisnotkun, þar sem leynt var beitt áhrifum til þess að hækka verð á ákveðnum hlutabréfum með viðskiptum og þeir sem stóðu fyrir svikráðunum náðu svo yf- irleitt að selja þegar hlutabréfin voru í hæsta gildi. Hljómar kannski kunnuglega?! Níundi áratugurinn á Wall Street hefur gjarnan gengið undir nafninu áratugur græðginnar. Það er ljóst að margt er líkt með skyldum og græðgisvæðingin sem réð för hjá skúrkunum Mic- hale Milken, Ivan Boesky, Martin Siegel og Dennis Levine er full- komlega sambærileg við þá græðgi sem réð för hjá stórum eig- endum og stjórnendum íslensku bankanna. Sama máli gegnir um hið fullkomna virðingarleysi gagnvart lögum og reglu. Sömuleið- is virðingarleysi gagnvart því að allir ættu að hafa sama aðgang að upplýsingum. Virðingarleysi gagnvart því að hinn frjálsi mark- aður þyrfti að lúta ákveðnum lögmálum, sem giltu fyrir alla, ekki bara suma. Síðari hluti bókarinnar fjallar einkum um rannsóknir banda- ríska verðbréfaeftirlitsins og skrifstofu ríkissaksóknarans í New York, sem var þá stýrt af Rudolph Giuliani, sem síðar varð borg- arstjóri New York og þá tók við stjórn rannsóknarinnar Benino Romano. Það er fróðleg lesning og merkilegt að sjá á hvaða hátt bandarískir eftirlitsaðilar töldu að betra væri að ná fram ein- hverju réttlæti en engu. Það var gert með því að semja við helstu skúrkana á þann veg að þeir viðurkenndu sekt í ákveðnum fjölda brota og fallið var frá ákærum vegna annarra brota, gegn því að sakborningar ljóstruðu upp um samverkamenn sína. Vitanlega olli þetta miklum deilum í Bandaríkjunum og margir, einkum almenningur, töldu, að skúrkarnir hefðu sloppið allt of vel með því að vera dæmdir til sektargreiðslna og vægrar fangelsisvistar. Sá sem fékk þyngstu refsinguna var Michael Milken. Hann var dæmdur til þess að greiða 1,1 milljarð bandaríkjadala í sektir og skaðabætur og í tíu ára fangelsi. Hann afplánaði að vísu aðeins tæp tvö þeirra ára og var látinn laus vegna samvinnu við saksóknara í vitnisburði gegn fyrrverandi viðskiptafélaga og vegna góðrar hegðunar. Sennilega hafa bandarísk stjórnvöld miklu meira svigrúm til þess að semja við hvítflibbaglæpamenn en þau íslensku, en engu að síður finnst mér það vera forvitnileg spurning hvort sérstakur saksóknari og aðrir sem reyna nú að leiða allan sannleikann í ljós um íslenska þjófabælið munu reyna með einhverjum hætti að semja við helstu skúrkana undir þeim formerkjum að betra sé eitthvert réttlæti en ekkert. Íslenska þjófabælið Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Það væri hægt að færa góð rök fyrir því að helstu banka- og verðbréfa- skúrkar okkar Íslendinga hafi nýtt sér Den of Thieves sem einskonar handbók 7:30 Dagurinn byrjar á að vekjarinn í símanum rífur mann á fætur fyrir langan dag. HB blandaður í brúsa og heilsunæring drukkin. Svo kíkt á tölvupóst og helstu miðla til að vita hvað hafi komið fyrir á meðan maður svaf værum blundi. 9:50 Er ég mættur á Smára- hvammsvöll, æfingasvæði yngri flokka Breiðabliks í Kópavoginum, með mínum mönnum í 5. flokki drengja hjá eina stórveldinu í Kópavogi, BREIÐABLIKI! Er þar fram til 12:00 með u.þ.b. 60 drengi þar sem 45 eru í fríi þennan dag og aðrir 40 að keppa. 12:00 Mæting í Hljóm- skálagarðinn þar sem ég og fé- lagi minn, Daði Rafnsson, er- um með æfingar fyrir almenning. Þar bjóðum við upp á kennslu í knattspyrnu eða bara ef það er einhver sem vill koma og spila bolta í há- deginu. Fótbolti í garðinum á Facebook. 13:00 Bruna heim í einum grænum, hristi mér einn Herba, ét epli og banana með. Góð næring fyrir næstu átök dagsins 13:20 Þá er komið að Þróttaravellinum fagra í Laug- ardalnum þar sem eina stór- veldið í Reykjavík hefur að- setur en það mun vera Þróttur. Þar eru að hefjast leikir í 5. flokki drengja, Þróttur-Breiðablik 2. 40 drengir mættir úr Kópavog- inum að etja kappi við þá röndóttu í fjórum hörku- leikjum. Flottir drengir í báð- um liðum og framtíðin björt. 16:00 Meiri fótbolti hjá mér en nú er það Fjölnis- völlur. Stelpurnar í A2 í 3. flokki eru að fara að hefja leik gegn stöllum sínum úr Fjölni. Úr varð svakalegur leikur með fullt af mörkum og skemmtilegum töktum. Rjómablíða var á vellinum og á þessum tíma dags var kom- inn roði aftan á hálsinn hjá kallinum. 18:00 Búinn að fara hringinn í kringum Reykjavík og komið að því að fara aftur í Voginn fagra. Næsti við- komustaður er Fífuvellir, annar æfingavöllur Breiða- bliks. Nú fer í hönd leikur hjá Blikastelpum í A1 sem fá Valsstelpur í heimsókn. Enn einn hörkuleikurinn þar á ferð sem býður upp á fullt af góðum töktum. Á meðan á honum stendur hendir maður í sig næringu fyrir átök kvöldsins sem samanstendur af epli, jógúrtdrykk og Herba-næringarstykki. 20:00 Hringurinn heldur áfram og aftur er haldið á Þróttaravöll í Laugardal, ekki til að þjálfa heldur er leikur hjá mér núna. Ég verð að fá að leika mér líka. Hitti þar nokkra félaga sem leika sér í utandeildinni. 20:30 Leikur hefst, fyrsti leikurinn minn í sumar með utandeildarliðinu FC Hjörleifi. Leikurinn var fjörugur og er skemmst frá því að segja að mínir menn unnu leikinn 4-0, og þó ég segi sjálfur frá þá kom kallinn þó nokkuð við sögu, engin spjöld, því maður eldist vel og eyðir nú kröftunum sem eru til staðar í að skora mörk. 22:15 Loksins kominn í heim þar sem farið er í góða og langa sturtu. Hristur einn góður Herbi til að fá góða næringu fyrir svefninn. Svo er lagst í faðm kærustunnar, hún kysst og knúsuð fyrir það eitt að vera fallegsta og besta konan í öllum heim- inum. 23:00 Farinn í rúmið en áður set ég mynd í tækið, það er yfirleitt gott meðal til að sofna. Annar dagur fram- undan í þjálfun en ekki þó svona svakalega þéttur eins og í dagurinn í dag var. Góða nótt. Dagur í lífi Hans Sævars Sævarssonar, knattspyrnuþjálfara hjá Breiðabliki Morgunblaðið/Ernir Lífið er fótbolti!

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.