SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 10
10 1. ágúst 2010 M etþátttaka var í Jökuls- árhlaupinu, sem fram fór í Ásbyrgi um síðustu helgi. 338 manns hlupu vega- lengdirnar þrjár, en í fyrra voru kepp- endurnir 210. Óhætt er að segja að veðrið hafi verið með besta móti. „Það var yfir 20 stiga hiti á hlaupa- daginn,“ segir Helga Árnadóttir, heils- ársstarfsmaður í þjóðgarðinum, sem var jafnframt starfsmaður hlaupsins. „Sumir hafa bölvað norðangolunni, en þarna þökkuðu þeir fyrir hana, enda kældi hún hlauparana á lokasprett- inum.“ Hlaupið reynir töluvert á og ekki bara vegalengdin, að sögn Helgu, heldur líka það að hlaupa eftir stígunum. „Þeir eru hlykkjóttir og geta verið grýttir, þannig að fólk þarf að einbeita sér mestallan tímann. En landslagið hjálpar einnig til, því það er gríðarlega fjölbreytt og fal- legt.“ Hlaupið er meðfram stórkostleg- um gljúfrum, yfir mela, meðfram litlum lækjum, gegnum skóglendi og kjarr, og svo þarf að vaða litla á. Fólk fær laxapoka ef það vill ekki bleyta skóna, en margir fara bara beint út í og finnst gott að fá smákælingu. Það voru slegin mörg brautarmet um helgina. Fyrstu tveir karlarnir í hlaup- inu frá Dettifossi, bræðurnir Björn og Sveinn Margeirs- synir, fóru báðir undir gamla brautarmetinu. Og fyrsta konan frá Dettifossi, Rannveig Magn- úsdótt- ir, sló sitt eigið braut- armet. Svo var karlametið úr Hólmatungum einnig slegið, en það var Tómas Zoëga, sautján ára gamall strákur, sem sló sitt eigið met frá í fyrra. Reynir bróðir hans, sem er ellefu ára, varð fyrstur í stystu vegalengdinni og ekki fjarri því að setja nýtt met. Fyrsta konan frá Hljóðaklettum, Íris Anna Skúladóttir, varð fyrst kvenna og karla til að fara á undir 60 mínútum frá Hljóðaklettum niður í Ásbyrgi. Er þá ónefnd Björk Sigurðardóttir, sem varð fyrst kvenna úr Hólmatungum. „Þetta voru að mörgu leyti erfiðar aðstæður, því hitinn var mikill, en það var greinilegt að fólk lét það ekki aftra sér frá því að bæta sig. Það var gaman hversu vel tókst til og maður heyrði ekki annað en að hlauparar og þeir sem stóðu að hlaupinu hefðu verið mjög ánægðir,“ segir Helga, sem sjálf er hlaupari en tók ekki þátt. „Ég varð að vinna. Maður þarf að kunna að meta það líka að hlaupin gerast ekki sjálfkrafa. Í því felst heil- mikil vinna að halda utan um svona hlaup og allt er það í sjálfboðavinnu. Það hjálpuðu tugir manna til, til dæm- is með því að vera á drykkjarstöðvum og taka tímann, og ýmislegt fleira. Svo var grillveisla eftir hlaupið við Gljúfrastofu í Ásbyrgi.“ Þetta var stærsta helgi sumarsins í Ásbyrgi, bæði vegna hlaupsins og svo var veðrið mjög gott – og raunar enn heitara á sunnudeginum. „Það er kannski ágætt að hlaupið var ekki þá,“ segir Helga og hlær. Þökkuðu fyrir norðangoluna Ljósmyndir: Þór Gíslason Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.