SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 21

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 21
1. ágúst 2010 21 var sóknin í að veita góða og þægi- lega fjármálaþjónustu. Í daglegum viðskiptum þótti ótækt að gera kröfu um að viðskiptavinurinn veitti ákveðinni tegund peninga mót- töku, til þess eins að skipta þeim pen- ingum í aðra, þegar bankinn gat gert þetta fyrir viðkomandi samstundis. Oftar en ekki var lánsféð líka ætlað í viðskipti innanlands með krónur og bankinn vilj- ugur til að millifæra lánsféð til seljanda hússins eða fyrirtækisins sem um ræddi, í stað þess að leggja það inn á einhvern reikning lántakandans. Enda var lánið tekið í ákveðnum tilgangi og engin ástæða fyrir lántak- ann að sitja með allar milljónirnar inni á reikningi. „Svo bara gleymdu menn sér og urðu kærulausir með hvernig þetta var gert,“ segir hann. Aðrir lögfræðingar sem rætt hefur ver- ið við – en þess má geta að enginn þeirra vildi gefa viðtal undir nafni ýmist vegna hagsmunatengsla eða annarra atriða – telja ekki stein standa yfir steini í þeirri viðleitni fjármögnunarfyrirtækjanna að halda öllum lánaformum sínum til streitu. Einn þeirra hefur til skoðunar einkaleigusamning sem lánveitandi heldur fram að heyri ekki undir dóm Hæstaréttar. Í samningnum stendur hins vegar hann sé „í eðli sínu“ kaup- leigusamningur. En slíkan kaupleigu- samning var m.a. dæmt um. Ætti að grípa inn í Talað er um að svona lán til neytenda nemi um 100 milljörðum króna en um áttfalt meira hafi farið til fyrirtækja. Annar málsmetandi lögfræðingur segir óskiljanlegt að ekki sé búið að grípa inn í nú þegar. Það eigi að vera búið að losa neytendur úr snörunni og taka af skarið hvað þeirra lán varðar. Það sé vel hægt að gera og í lok sumars eigi stjórnvöld að vera tilbúin með afgerandi frumvarp þess efnis. Í samtali við Morgunblaðið vill Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ekki taka af skarið um að svo verði. Boltinn sé hjá dómstólum, en hann geri alls ekki ráð fyrir því að versta mögulega niður- staðan, fyrir fjármálakerfið, komi upp. „Ég vil ekki gefa neitt út um það,“ segir Gylfi um hvort hægt verði að draga einhverja línu á milli neytendalána og fyrirtækjalána. „Það er einhver eðlis- munur á slíkum lánum og hvernig ann- ars vegar hagsmunir heimila og hins vegar fyrirtækja eru verndaðir að lögum. Þannig að það er ekki augljóst að nið- urstaðan verði sú sama þegar upp er staðið.“ Málaferli um lögmæti lána- og fjár- mögnunarsamninga verða umfangsmikil en annað sem kemur í kjölfarið eru svo skaðabótamál. Fjármálastofnanir hafa yfirtekið bæði hús fólks og fyrirtæki og jafnvel selt aft- ur, í einu lagi eða fyrirtækin hlutuð í sundur. Íslandsbanki hefur í sex tilvikum eignast hluti í óskyldum fyrirtækjum vegna skuldauppgjörs. Fyrirtæki í rekstri, sem nú eru í eigu Arion banka eru á annan tug. Hann á um 170 fast- eignir og þar af um 110 íbúðir. Tíu fyr- irtæki og fasteignafélög eru nú í eigu dótturfyrirtækja Landsbankans. Frá hruni hefur Landsbankinn tekið yfir 205 íbúðir, þar af 17 vegna erlendra lána. Um helmingur þeirra eigna hefur verið seld- ur aftur. Það er semsagt talsverð og áframhaldandi yfirtaka og tilfærsla á eignum í gangi. Haft var samband við nokkra fyrrver- andi eigendur fyrirtækja sem yfirtekin hafa verið af bönkum og nokkrir þeirra sögðust vera að undirbúa skaðabótamál. Fyrst og fremst voru þeir þó að bíða fleiri niðurstaðna um lögmæti lána. Einn þeirra kvaðst ekki vilja tjá sig þar sem gerður hefði verið starfslokasamn- ingur við hann við yfirtöku fyrirtækis hans, með þagnarskylduákvæði. Annar sagði að í slíkum skaðabóta- málum gæti orðið um talsvert hærri upphæðir að tefla en sem nemur tjóninu af hinum ólögmætu lánum. „Þá geta menn jafnvel farið að vísa í rekstrarvirði fyrirtækjanna fyrir hrun,“ sagði hann. Ekkert þýði að biðja um fyrirtækið sitt aftur. Það sé ónýtt, samningar rofnir, af- slættir hjá birgjum eftir áratugasamstarf horfnir og mikið tjón orðið til viðbótar við hækkun lánanna. ember 2009 Janúar 2010 Júní 2010 36.432.151.- 134.441.- 36.463.665.- 102.927.- 37.484.636.- 102.927.- 37.484.636.- 135.982.- 37.857.810.- 102.927.- 37.245.430.- 82.500.- 36.463.665.- 102.927.- 37.905.218.- 55.519.- Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert Höfuðstólslækkun Gera ekkert 25.521.929.- 140.496.- 35.547.769.- 133.617.- 25.543.942.- 140.617.- 35.608.219.- 104.002.- 36.576.992.- 135.190.- 36.640.525.- 104.002.- 26.259.229.- 144.554.- 36.576.992.- 135.190.- 26.078.002.- 143.557.- 36.354.196.- 104.002.- 26.092.323.- 143.636.- 36.395.709.- 82.500.- 26.522.003.- 146.001.- 36.974.281.- 104.002.- 26.555.279.- 146.001.- 37.068.098.- 56.646.- Gera ekkert 5000kr. á milljón Gera ekkert 5000kr. á milljón Gera ekkert 5000kr. á milljón Gera ekkert 5000kr. á milljón Gera ekkert 5000kr. á milljón Gera ekkert 5000kr. á milljón 34.758.865.- 129.771.- 34.813.636.- 75.000.- 35.993.675.- 103.355.- 36.022.029.- 75.000.- 35.776.580.- 131.275.- 35.832.854.- 75.000.- 35.707.044.- 103.355.- 35.735.398.- 75.000.- 35.849.106.- 82.500.- 35.856.606.- 75.000.- 36.323.412.- 103.355.- 36.351.766.- 75.000.- Gera ekkert 5000kr. á milljón 36.337.724.- 132.106.- 36.394.830.- 75.000.- Gera ekkert 5000kr. á milljón 36.323.412.- 103.355.- 36.351.766.- 75.000.- D óm ur H æ st ar ét ta r G en gi st ry gg in g ól ög le g og sa m ni ng sv ex tir gæ tu gi lt R ét ta ró vi ss a Af bo rg un kr .6 9. 25 7. - H öf uð st ól lk r. 13 .8 75 .0 0 0. - Sa m kv æ m tu pp ha fle gr ig re ið sl uá æ tlu n

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.