SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 22
22 1. ágúst 2010
M
inn tími fer í að skrifa bréf
og tala við lögfræðinga. Það
er vinnan mín núna. 20 ára
starf er einfaldlega orðið að
engu. Og ég fór aldrei óvarlega,“ segir
Elías Pétursson. Hann er nú í biðstöðu.
Bíður eftir dómsniðurstöðum og íhugar
sjálfur málsóknir. Og á meðan rennur
ævistarfið út úr höndunum á honum.
Jarðmótun ehf., fyrirtæki Elíasar og
eiginkonu hans, Valborgar Önnu Ólafs-
dóttur, hefur sligast af gengistryggðum
lánum og hruni í verkefnum. Það segir
hann sárt að horfa upp á, því fyrirtækið
hefði auðveldlega átt að geta setið af sér
kreppuna og fylgifisk hennar, verkleys-
ið. Staðan var orðin það góð.
Elías byrjaði í verktakabransanum árið
1988 með tvær hendur tómar. Árið 2007
var virði Jarðmótunar hins vegar orðið
hátt í fimmtíu milljónir króna umfram
skuldir. Afborganir lána námu um 10%
af veltunni og eftirstöðvarnar um þriðj-
ungi af ársveltunni. Samkvæmt áætl-
unum hans þá átti fyrirtækið að komast
yfir hjallann eftir tvö til þrjú ár og beina
brautin yrði framundan.
Sölumenn en ekki ráðgjafar
Í hruninu var Jarðmótun með ágæta
verkefnastöðu, sem entist eitthvað fram
á seinni hluta síðasta árs. Engu að síður
varð hrun í seldri vinnu og hún minnk-
aði um ríflega helming frá 2008 til 2009.
Á sama tíma fóru afborganirnar upp í
30% af veltunni og eftirstöðvar lánanna
yfir 100%. „Í bransa þar sem 5% fram-
legð þykir mjög góð er það bara óyf-
irstíganlegt,“ segir Elías.
Á húsnæði fyrirtækisins hvíla lán frá
Íslandsbanka frá árinu 2006, til helm-
inga verðtryggt krónulán og geng-
istryggt myntkörfulán. Átta tæki voru
ýmist á kaupleigu eða fjármögnunarleigu
hjá SP-fjármögnun. Engu að síður var
Elías varkár og gerði sínar áætlanir með
ákveðið svigrúm í huga. Hann segir að
venjan hafi frá upphafi verið að end-
urnýja tæki á um það bil fimm ára fresti
og komið hafi verið að því á árabilinu
2004 til 2007. Á þeim tíma voru skila-
boðin skýr úr öllum áttum. Bjart væri
framundan. Hann hafi á þeim tíma litið á
bankamenn sem ráðgjafa, en nú sjái
hann að þeir voru sölumenn. Án þess að
hann vilji firra sig allri ábyrgð á lántök-
um fyrirtækisins og rekstri, þá hafi hann
lagt þetta í hendur þeirra og gert það
sem þeir sögðu að væri best. Síðan þá
hafa skuldir vegna vélanna hjá Jarð-
mótun hækkað um 82 til 127% og hús-
næðislánið einnig rokið upp.
Selja tækin og koma svo á eftir mér
Árin 2008 og 2009 gjaldféllu 30,8 millj-
ónir af samningunum við SP og tókst að
standa í skilum fram á haustið 2009.
Eftirstöðvar samninganna voru um 32
milljónir við áramótin 2007-2008. „Eftir
sem áður skulda ég þeim 49 milljónir í
dag,“ segir Elías og blaðar í pappírum á
skrifstofunni sinni í Mosfellsbæ, því eina
sem eftir er af fyrirtækinu. Vélarnar eru
farnar og verkstæðið á neðri hæðinni er
leigt út.
„Ef tækin væru verðlögð eftir þeirri
venju sem var fyrir hrun, sem var bara
kaupverðið í evrum mínus ákveðnar af-
skriftir, þá myndi ég semsagt skulda 49
milljónir en vera með tæki fyrir 67,8
milljónir. En ég fæ ekki að halda þeirri
tölu fram við þá. Þeir halda fram þessari
tölu, 49 milljónum og selja síðan tækin
þar sem þeim sýnist, á því verði sem
þeim sýnist, og koma svo á eftir mér.“
Hann bendir á blað fyrir framan sig.
„Þennan bíl keypti ég á tíu milljónir. Ég
er búinn að borga sjö milljónir af hon-
um. En ég skuldaði, síðast þegar ég gáði,
um 15 milljónir í honum.“
Elías kveðst hafa staðið í skilum eins
lengi og hann mögulega gat, fram á síð-
asta haust. Allan tímann hafi hann reynt
að ná einhvers konar samningum um
framtíðarlausn á málum fyrirtækisins.
Það hafi aldrei verið í boði. Ekki fallist á
forsendubrest og ágæt viðskiptasaga við
fjármögnunarfyrirtækið síðan 1995 að
engu höfð. „Þetta var orðið þannig í
restina að þegar ég kom niður eftir þá
spurðu þeir hvort ég gæti ekki borgað
þeim tvær milljónir eða eitthvað slíkt. Þá
skyldu þeir sjá til hvort hægt væri að tala
við mig.“ Í lokin hafi samskiptin ekki
snúist um að búa til áætlanir og reyna
svo að fylgja þeim. „Þeir voru bara að
reyna að slíta af mér síðasta 500 þús-
undkallinn.“
Sömu sögu segir Elías af samskipt-
unum við Íslandsbanka. Hann hafi gert
þrjá framlengingarsamninga, til þriggja
mánaða hvern, vegna húsnæðislánsins
og staðið við þá alla. En raunhæf lang-
tímalausn hafi aldrei verið í boði. Þar að
auki sé bankinn að innheimta trygg-
ingabréf sem tók til sömu skuldbindinga
og húsnæðislánin, auk yfirdráttar fyr-
irtækisins. Ekkert hafi verið lánað út á
það bréf, heldur það gefið út samkvæmt
ráðgjöf bankans á sínum tíma, sem kjör-
in leið til að sleppa við stimpilgjöld af
lánunum. Bankinn rukki nú dráttarvexti
bæði af lánunum og tryggingabréfinu.
Semsagt tvöfalt. Þegar hann minnist á
þetta sé hann beðinn um að „hengja sig
ekki í smáatriði.“
Enn fremur segir Elías að starfsmenn
SP hafi lagt til að hann hætti að borga í
lífeyrissjóð fyrir starfsfólk og að hann
frestaði því eitthvað að borga stað-
greiðsluna, til að eiga frekar fyrir af-
borgunum. Jafnvel að hann frestaði því
að borga svokölluð rimlagjöld. Vanskil á
þeim varða fangelsisvist.
Elías viðurkennir þó að hann hafi
hafnað tilboði SP-fjármögnunar um að
breyta samningunum yfir í íslenskar
krónur, gegn lækkun á höfuðstól. Í því
samhengi hefur verið tekið fram að
skuldarar tapi ekki betri rétti sínum með
því að fallast á slík úrræði. SP-fjár-
mögnun hefur að sögn forstjórans,
Kjartans Georgs Gunnarssonar, ekki lát-
ið svipta neinn skuldara vörslu á bílum
eða tækjum, sem hefur fallist á slík úr-
ræði.
Rukkaður fulla ferð áfram
„Ég reiknaði það út og mér sýndist þeir
ná því til baka á tveimur til þremur ár-
um. Það er bara fásinna að skipta núna
úr erlendu yfir í íslenskt og festa þannig
á þann klafa það sem eftir er“ segir Elías.
„Ég bauð þeim á móti opinn aðgang að
bókhaldinu hérna, svo þeir gætu séð
hvað ég væri að selja, þeir fengju hverja
einustu krónu eftir laun og gjöld og þess
háttar. Við myndum taka eitt ár í einu.
Allt sem var hægt að telja raunhæft að
mínu mati, þeir höfnuðu því öllu.“
Íhugar að taka þá á
orðinu og fara í mál
F
ólki sem skuldar erlend eða
gengistryggð lán er oftar en
ekki borið á brýn að vera ein-
hvers konar áhættufíklar, óá-
byrgt fólk sem ekki kann fótum sínum
forráð. Mikill minnihluti lántakenda tók
gengistryggð lán til að festa kaup á hús-
næði og margir sem það gerðu hafa farið
illa út úr því. En alhæfingar um ábyrgð-
arleysi þessa hóps standast ekki skoðun,
frekar en aðrar alhæfingar. Þótt þess séu
dæmi að fólk hafi farið offari í slíkri lán-
töku ganga önnur dæmi í þveröfuga átt
og styðja þá skoðun að grípa þurfi inn í
til að leiðrétta lánin með almennum
hætti og raunverulegum, sem færir fólki
aftur réttmæta eign sína.
Í júní árið 2005 tók Guðrún Axels-
dóttir gengistryggt lán hjá Íslandsbanka
til að kaupa sér íbúð. Hún féllst á að
greina blaðamanni frá því láni. Hún tek-
ur það fram að starfsfólk bankans hafi
alla tíð verið liðlegt og samskiptin góð.
Árið 2005 var hún nýflutt heim frá
Þýskalandi eftir að hafa búið þar í nokk-
ur ár. „Ég átti enga íbúð á Íslandi en
hafði erft eftir móður mína töluverðan
pening. Ég ákvað að nota stóran hluta af
því til að kaupa mér íbúð en ákvað að
taka líka lán. Hjá mér var aðalatriðið að
ég ætlaði ekki að taka meira en það sem
ég vissi að ég gæti örugglega borgað,
þótt ég væri ekki á háum launum,“ segir
Guðrún, sem hefur starfað í ferðaþjón-
ustunni frá heimkomunni. Og þetta
gekk reyndar eftir. Hún stendur í fullum
skilum á láninu og er ekki með neina
lögfræðinga á hælunum.
Aðeins tíu milljónir að láni
„Ég var alltaf í vinnu, en ekki með nein
rosaleg laun. Og ég er ein og þarf að sjá
fyrir mér sjálf. Þannig að aðalatriðið var
að taka lán sem ég vissi að ég gæti borg-
að af.“ Lánið var upp á tíu milljónir
króna, en tengingin við gengi erlendra
gjaldmiðla var að þriðjungi við evrur og
í sama hlutfalli við svissneska franka og
japönsk jen. Síðar bætti hún við 700
þúsund króna láni, einnig geng-
istryggðu, þótt myntkarfan á því væri
öðruvísi saman sett.
„Ég tek það fram að mér var ekki ýtt
út í að taka gengistryggt lán, heldur
vildi ég það af því að ég hafði heyrt
mikið um það og var á móti verðtrygg-
ingunni. Ég hafði ekki áhuga á slíku láni
og fannst þetta góður hlutur. Ég var bú-
in að tala við ýmsa í fjármögnunarheim-
inum og var alveg sátt við að íslenska
krónan gæti fallið um 30%. Ég yrði samt
í góðum málum miðað við að hafa tekið
verðtryggt lán. En það bjóst enginn við
því að lánið myndi hækka um 130 pró-
sent,“ segir Guðrún.
Samanlagt tók hún því 10,7 milljónir
króna að láni og horfði svo á þá upphæð
fara í 24 milljónir hæst. Kaupverð íbúð-
arinnar á sínum tíma var 25 milljónir.
„Ég efast um að ég myndi fá meira en 21
milljón fyrir hana í dag,“ segir hún. Í
dag eru eftirstöðvar lánanna 20,1 milljón
króna. Samkvæmt upphaflegu greiðslu-
áætluninni áttu þær að vera um 8,8
milljónir um þetta leyti.
„Ég borgaði út 14 milljónir í þessa
íbúð. Fyrst keypti ég aðra á Völlunum
sem kostaði 20 milljónir. Þá greiddi ég
„Nú á ég í raun og
veru ekki neitt“
„Aðalatriðið var að
taka lán sem ég
vissi að ég gæti
borgað af,“ segir
Guðrún Axelsdóttir
og stendur í fullum
skilum.