SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 23
1. ágúst 2010 23
Síðasta haust kom svo að þeim tíma-
punkti að Jarðmótun gat ekki lengur
staðið í skilum. Þá var haldið áfram að
reka fyrirtækið með sparifé þeirra hjóna
að hluta til og þau voru hætt að greiða
sér laun. „Þá vildu þeir fá tækin, en ég
krafðist þess þá á móti að þeir segðu upp
samningunum. Þeir gerðu það með bréfi
11. febrúar. Í millitíðinni var aðeins arg-
ast eitthvað og reynt að semja. Svo líður
smá tími sem ég nota til að þrífa tækin
og gera þau eins verðmæt og hægt er.
Svo skila ég þeim 22. mars. Þeir hafa all-
an tímann síðan sent mér gíróseðla. Þótt
ég sé með uppsögn á samningi og kvitt-
un fyrir að ég sé búinn að skila tækj-
unum. En þeir rukka mig eins og ég sé
með tækin og sé að vinna á þeim.“
Elías segist hafa róast nokkuð eftir
dóm Hæstaréttar 16. júní þegar fjár-
mögnunarfyrirtækin tilkynntu í fjöl-
miðlum að þau myndu fresta inn-
heimtuaðgerðum um sinn. En þá barst
honum bréf með tilkynningu um að
áfram yrði innheimt af samningunum
þar sem þeir heyri ekki undir dóminn.
„Það er enginn slaki. Þeir eru ekki hætt-
ir og þegar ég talaði við þá út af þessu
bréfi þá sagði starfsmaður SP við mig í
síma – þú verður bara að fara í mál.“
Elías býst frekar við því að taka þá á
orðinu. „En það er erfitt reyndar þegar
maður á orðið enga peninga og það er
búið að taka af manni allt sem getur búið
til peninga. Það er verið að skoða hvort
Samtök iðnaðarins ætli að bakka ein-
hverja upp. Maður er bara þakklátur
fyrir að geta gefið fólkinu sínu að borða.
Mín heppni er að ég fór alltaf varlega og
hef þess vegna getað tórað þetta lengi.“
Hann er líka að minnstu leyti í persónu-
legri ábyrgð fyrir lánum fyrirtækisins.
Í apríl kom að þeim tímapunkti að þau
hjónin voru alfarið hætt að borga. Nú
tala lögfræðingar bara við lánadrottnana.
„Eins og þetta lítur út núna ætla þeir að
fara hús úr húsi og láta hrekja sig áfram í
að láta dæma um hverja einustu samn-
ingstegund. Á meðan innheimta þeir al-
veg fulla ferð sem þýðir að þeir munu í
raun ná að ljúka fleiri samningum,“ seg-
ir Elías.
Hann segir að Jarðmótun sé bara á
einni leið, í gjaldþrot. En í ljósri langrar
sögu sé það sáralítið sem menn úti í bæ
tapi á fyrirtækinu, fyrir utan fjár-
málastofnanirnar. „Ég ætla að geta
heilsað hverjum sem er,“ segir hann.
„Ég er þekktur fyrir að borga.“
Tekur býsna mikið í
Spurður hvort hann íhugi skaðabótamál
vegna þess hvernig farið hefur fyrir
Jarðmótun, ef gerðir samningar reynast
ólöglegir, segir Elías það í skoðun. En
það kosti mikið að reka slíkt mál og
mótaðilarnir hafi meiri slagkraft. Hann
býst við að þurfa að bíða í mánuði eða ár
eftir að réttarstaðan skýrist að fullu.
„Þú getur alveg ímyndað þér það,“
segir hann, spurður hvaða áhrif þetta
hafi á sálarlífið. „Í tvö ár hefur mér liðið
eins og ég hafi orðið fyrir snjóflóði. Og
það er dagamunur á því hvort mér finnst
ég vera undir því eða með nasirnar upp
úr. Reyndu bara að ímynda þér ævi-
starfið, að berjast úr því að eiga ekkert, í
það að eiga svolítið, ekki mikið, og svo
aftur í að eiga ekkert. Það tekur býsna
mikið í.“„Ég ætla að geta heilsað hverjum sem er eftir þetta,“ segir Elías Pétursson
Morgunblaðið/Jakob Fannar
’
Eins og þetta lítur út núna ætla þeir að fara hús úr
húsi og láta hrekja sig áfram í að láta dæma um
hverja einustu samningstegund. Á meðan inn-
heimta þeir alveg fulla ferð sem þýðir að þeir munu í raun
ná að ljúka fleiri samningum,“ segir Elías.
út tíu milljónir og tók lánið fyrir af-
gangnum. Svo keypti ég þessa því ég
vildi ekki vera á Völlunum. Þá þurfti ég
að bæta við fjórum milljónum og það
gerði ég með reiðufé því ég átti það til.
Svo á ég allt í einu ekkert. Þetta var
fjárfestingin mín, þannig að þegar ég
yrði eldri gæti ég selt íbúðina, minnkað
við mig og átt peninga. Nú á ég í raun
og veru ekki neitt. En þetta átti að vera
lífeyrissjóðurinn minn,“ segir Guðrún.
Hjálpin hefði sett hana á hausinn
Eftir hrun hefur hún staðið frammi fyrir
ýmsum möguleikum. Hún þáði
greiðslujöfnun þótt það breytti reyndar
litlu í hennar tilviki og núna síðast fór
hún að borga fimm þúsund krónur á
hverja milljón upphaflega höfuðstólsins.
Þar á milli var henni boðin niðurfærsla á
höfuðstól um fjórðung gegn því að
breyta láninu í hefðbundið verðtryggt
lán. „Ég bað þá um að reikna út hvað ég
þyrfti þá að borga á mánuði. Ég var að
borga rétt ríflega 70 þúsund á mánuði.
En hefði ég breytt láninu hefði ég þurft
að borga 103 þúsund.“ Það var meira en
hún réð við.
Þetta var jafngreiðslulán, tilgreint í
krónum og greiðsluáætlun og greiðslu-
seðlar alla tíð tilgreindir í krónum.
Aldrei fékk hún gjaldeyri afhentan
vegna lánsins, en sú undantekning ein
varð á að um hálfu ári eftir hrun fóru að
berast greiðsluseðlar tilgreindir í er-
lendri mynt vegna eins hluta lánsins.
Það hætti svo eftir ákveðinn tíma.
Það eina sem Guðrún vill er að fá leið-
réttingu sem gerir það að verkum að
hún eigi eitthvað í íbúðinni sinni.
„Ég er bara að borga leigu til bankans.
Ég á ekkert í þessu húsi. Ef það kæmi
upp að ég gæti ekki borgað, ef það ætti
til dæmis að breyta láninu þannig að af-
borganir myndu hækka mikið, þá hugsa
ég að ég myndi bara hætta. Mér yrði
sama. Þá mættu þeir hirða kofann. Þá
gæti ég ekki meir því ég er ekki ein af
þeim sem tóku áhættu. Engin VISA-lán,
engan yfirdrátt. Bara þetta. Þess vegna
finnst manni að verið sé að hegna manni
ansi illilega,“ segir hún að lokum.Morgunblaðið/Eggert
’
Ég borgaði út 14 milljónir í þessa íbúð. Svo á ég allt í
einu ekkert. Þetta var fjárfestingin mín, þannig að
þegar ég yrði eldri gæti ég selt íbúðina, minnkað við
mig og átt peninga. Nú á ég í raun og veru ekki neitt. En
þetta átti að vera lífeyrissjóðurinn minn.“