SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Síða 24
24 1. ágúst 2010
U
ndanfarin ár hafa öðru hverju
birst fréttir af því að í Berlín
sé verið að byggja aftur upp
hið gamla Prússland. Það er
svolítið til í því. Þar munar mestu að til
stendur að endurbyggja hina gríðarstóru
prússnesku konungshöll, á sama stað og
hún stóð, við breiðgötuna frægu Unter
den Linden. Þýska ríkisstjórnin hefur
reyndar frestað byggingunni um þrjú ár.
Í þessari höll fæddist Friðrik sem kallaður
var hinn mikli eftir frækinn sigur á sam-
einuðum herjum Austurríksmanna,
Rússa og Frakka í sjö ára stríðinu sem
stóð frá 1756 til 1763. Endurbygging svo-
kallaðrar Schinkel-akademíu og tveggja
safnhúsa á safnaeyjunni frægu – allt lýtur
þetta að því að endurheimta prússneskan
menningararf. Um leið verður Unter den
Linden einhver glæsilegasta breiðgata
Evrópu, rétt eins og hún var á 18. og 19.
öld þegar Berlín var höfuðborg Prúss-
lands.
Ný miðja, gömul miðja
Ákvörðunin að gera Berlín að höfuðborg
sameinaðs Þýskalands var táknræn fyrir
miklar breytingar í Þýsklandi og raunar
Evrópu allri. Hún hafði í för með sér að
höfuðborgin fluttist frá hinni katólsku
Bonn til höfuðvígis mótmælenda í Þýska-
landi. En umfram allt þýddi hún að
þyngdarpunkturinn í Evrópu færðist til
austurs. Það eru ekki nema 60 kílómetrar
frá Berlín til núverandi landamæra Pól-
lands. Áður fyrr lágu allar leiðir frá
norðri til suðurs: London, París, Róm. En
nú hefur opnast nýr ás sem liggur frá
vestri til austurs, frá Amsterdam í gegn-
um Hamborg til Varsjár. Þessir ásar,
norður/suður – austur/vestur, skerast í
Berlín, nánar tiltekið á aðallestarstöðinni
nýju, Hauptbahnhof, einni stærstu og
glæsilegustu lestarstöð Evrópu. Berlín er
aftur orðin miðpunktur pólitísks valds,
menningar, vísinda og lista – rétt eins og
hún var árið 1832 þegar Tómas Sæ-
mundsson kom í eins konar pílagríms-
ferð til borgarinnar.
Tómas var 25 ára gamall og hafði lokið
embættisprófi í Kaupmannahöfn. Hann
langaði að vísa Íslendingum „til réttari
þekkingar á veröldinni“. Í Ferðabókinni,
sem Tómas skrifaði fáeinum misserum
síðar en var ekki gefin út fyrr en löngu
eftir ótímabært andlát hans, stendur
þetta um höfuðborgina í Prússlandi: „Fá-
ir munu þeir staðir er hafa meira til að
vera höfuðborg en Berlín; hefur hún
mikla yfirburði, ei einasta yfir alla aðra
bæi ríkisins, heldur og flesta staði á jarð-
arhnetti. Skortir þar ekkert sem þénað
getur til menntunareflingar fyrir hvörn
mann, hvaða stands sem er, og ganga
héðan í ríflegum mæli allskonar nyt-
samar íþróttir, snilld og vísindi, sem
þjóðin hefir fremstum náð, til allra
landsins takmarka og til margra fjær-
liggjandi landa. Það yrði tafningasamt að
geta um öll söfn þau og þær stiftanir í
borg þessari, sem innbúar hennar og að
miklu leyti innbúar alls Prússlands eiga
ásamt ástund sinni og námfýsi upp að
unna að þeir að menntun taka flestum
öðrum þjóðum fram.“ Tómas hrífst einna
mest af náttúrugripasafninu á efri hluta
háskólabyggingarinnar við Unter den
Linden. Og hann getur ekki stillt sig um
að benda á að ekki er til neitt slíkt safn
Íslandi. Þetta var skrifað 1835, en til að
taka upp þráðinn frá Tómasi skal áréttað
að árið 2010 er enn ekki til neitt slíkt safn
á Íslandi. Þegar Tómas kom til Berlínar
var nýlátinn í kólerufaraldri heimspek-
ingurinn Georg Wilhelm Friedrich Hegel
sem kennt hafði við Berlínarháskólann.
En Tómas sótti tíma hjá Friedrich
Schleiermacher sem er oft kallaður faðir
Prússland:
Ris og fall
járnríkis
Fyrir hundrað árum bjuggu í Prússlandi 40 millj-
ónir manna á tæplega 350 þús. ferkílómetra
landsvæði. Prússar voru samt aldrei sérstök
þjóð; þeir áttu ekki sérstakt tungumál, eða sér-
staka menningu, engar sérstakar matarhefðir,
enga sameiginlega sögu, engin landamæri frá
náttúrunnar hendi og varla nokkurn tíma skýr
pólitísk landamæri.
Hjálmar Sveinsson
Friðrik mikli Prússakeisari.Wilhelm II Prússakeisari.
Prússaher í ham á
vígstöðvunum.