SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 26

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 26
26 1. ágúst 2010 S taðan í umræðum um Ísland og Evrópusambandið er hagstæð andstæðingum aðildar. Mál- efnalegt undanhald aðildarsinna er algert. Í kjölfar hrunsins var evran haldreipið. Efnahagslegar ófarir nokkurra ríkja á evrusvæðinu hafa hins vegar sýnt að evran hentar okkur ekki. Hún þjónar hagsmunum kjarnaríkja á evrusvæðinu, Þýzkalands og Frakklands, en ekki jaðar- ríkja á borð við Grikkland, Spán, Portúgal og Írland. Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefán Füle, sá ástæðu til að minna Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á það á blaðamannafundi í Brussel sl. þriðjudag, að það er ekkert til, sem heitir varanlegar undanþágur frá lögum og reglum Evrópu- sambandsins. Það þýðir, að verði Ísland aðili að ESB færast formleg yfirráð yfir fiskveiðilögsögu Íslands til Brussel. Tals- menn aðildar halda því fram, að þetta skipti engu máli í raun, reglan um hlut- fallslegan stöðugleika tryggi, að erlend fiskiskip komi aldrei í íslenzka fiskveiði- lögsögu. Þeir neita að ræða þá staðreynd, að í grænni skýrslu ESB um sjávarútvegs- mál, sem út kom snemma árs 2009 er sér- staklega tekið fram, að reglan um hlut- fallslegan stöðugleika sé ekki lengur trygging fyrir því, að fiskveiðiréttindi haldist í viðkomandi landi (fishing communities). Aðild Íslands að ESB þýddi að við hefð- um ekki lengur forræði í viðræðum við aðrar þjóðir um fiskistofna í Norður- Atlantshafi, sem ganga inn og út úr lög- sögum margra þjóða. Forræði í slíkum viðræðum færist til Brussel. Hverra hags- muna telja menn að Brussel muni gæta í slíkum viðræðum? Okkar Íslendinga eða Íra og nokkurra annarra þjóða, sem hafa tekið höndum saman um að mótmæla makrílveiðum Íslendinga?! Vefmiðillinn Euobserver, sem fylgist daglega með því, sem gerist á vettvangi ESB sagði sl. miðvikudag, að leiðtoga- fundur Evrópusambandsins 17. júní sl. hefði gert Icesave-málið að sameiginlegu máli ESB-blokkarinnar en utanríkis- ráðherra Íslands og embættismenn hans hafa haldið því fram, að svo væri ekki. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB tekið undir það sjónarmið meirihluta Íslend- inga, að ríki á EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á bankainnistæðum eins og fram kom í frétt á mbl.is sl. miðvikudag um svar framkvæmdastjórnarinnar við fyrir- spurn norska vefmiðilsins ABC Nyheter. Þótt framkvæmdastjórnin reyni að halda því fram, að íslenzkir skattgreiðendur beri slíka ábyrgð af öðrum ástæðum hefur þetta svar hennar grundvallarþýðingu. Yfirlýsing framkvæmdastjórnarinnar er staðfesting á því, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur ítrekað gert samninga við Breta og Hollendinga um að borga þeim nokkur hundruð millj- arða á þeirri forsendu, að íslenzka ríkið bæri slíka ábyrgð hefur haft rangt fyrir sér. Að undanförnu hefur borið meira en áð- ur á þeim málflutningi aðildarsinna, að við séum og höfum alltaf verið hluti af Evrópu og þess vegna eigum við heima í Evrópu- sambandinu. Össur Skarphéðinsson hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að þá hafi okkur vegnað bezt, þegar við höfum átt nánust samskipti við Evrópu. Um þessa staðhæfingu má margt segja. Vegnaði okkur bezt, þegar Bretar, Þjóð- verjar og Hollendingar fyrr á öldum fóru ránshendi um fiskimið okkar? Eða þegar við vorum undir nýlendustjórn norskra og danskra konunga? Hverjir reyndu að koma í veg fyrir að við næðum yfirráðum yfir fiskimiðunum á síðari hluta 20. aldarinnar? Bretar og að nokkru leyti Þjóðverjar. Hverjir veittu okkur lykilstuðning í þeirri baráttu? Bandaríkjamenn. Kjarni málsins er sá, að við erum hluti af hinum vestræna heimi og eigum heima þar. Skipting þess vestræna heims á milli Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar er röng hugsun eins og skýrt kemur fram í hinni athyglisverðu bók Samuels P. Huntingtons, The Clash of Civi- lizations and the remaking of world order, þótt Atlantshafið sé þar á milli. Íbúar Bandaríkjanna og Kanada eiga að meg- instofni rætur að rekja til Evrópu. Málefnastaða Samfylkingarinnar, ríkis- stjórnarinnar og annarra aðildarsinna í ESB-málinu og Icesave-málinu er rjúkandi rúst – en það er engu að síður hætta á ferð- um. Evrópusambandið leggur mikla áherzlu á að fá Ísland inn af tveimur ástæðum. Lega landsins, sem getur haft þýðingu í framtíðinni vegna væntanlegrar opnunar norðurskautssvæðanna. Náttúruauðlindir okkar, sem ESB-ríkin vilja komast í. Þess vegna er Evrópusambandið að undirbúa mikla áróðursherferð á Íslandi, sem hefst í haust með opnun svonefndra upplýsingamiðstöðva í Reykjavík og á Ak- ureyri. Nú þegar er ljóst að íslenzka utan- ríkisráðuneytið mun taka þátt í þeirri áróðursherferð og samræma aðgerðir eins og í ljós kom fyrir nokkrum vikum, þegar Evrópusambandið bauð hópi blaðamanna til Brussel en utanríkisráðuneytið bauð síðan sömu blaðamönnum til fundar til þess að „ræða framhaldið“. Þáttur í þessari herferð ESB verður að veifa peningum framan í Íslendinga. Þeir segjast ætla að greiða kostnað íslenzkra stofnana og ráðuneyta af aðlögunarferl- inu. Ef mið er tekið af þeim fullyrðingum íslenzkra stjórnvalda að um samninga- viðræður sé að ræða en ekki aðlög- unarferli er erfitt að skilja hvernig hægt er að taka við peningum af mótaðilanum í því skyni áður en niðurstaða samninga liggur fyrir! Mundum við samþykkja þegjandi og hljóðalaust að Kínverjar hæfu áróðurs- herferð á Íslandi til þess að sannfæra Ís- lendinga um kosti þess að tengjast Kín- verjum nánari böndum? Að sjálfsögðu ekki. Þess vegna eigum við heldur ekki að láta áróðursherferð Evrópusambandsins yfir okkur ganga mótmælalaust. Áróðursherferð Evrópusambandsins Af innlendum vettvangi ... Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is É g veit ekki alveg hvað knýr mig til að rita þetta bréf. Hugsanlega er tilgangurinn að gefa ein- hverja óljósa skýringu á verknaðinum sem ég hef rétt framið. Ég skil sjálfan mig í raun ekki lengur. Ég á að vera í meðallagi skynsamur og vel gefinn ungur maður. Samt sem áður hef ég að undanförnu (átta mig ekki á því hvenær það byrjaði) verið fórnarlamb margra óvenjulegra og órökréttra hugsana.“ Ljóst má vera að hér heldur ekki heilbrigður maður á penna. Hinn 25 ára gamli hermaður og háskólanemi Charles Whitman hafði raunar ekkert gert af sér þegar hann ritaði bréfið en í því gengst hann við morðunum á eiginkonu sinni og móður – sem hann framdi um nótt- ina. Ekki nóg með það, þaðan lá leið Whitmans í húsa- kynni Texasháskóla í Austin, þar sem hann gekk af göfl- unum, banaði fjórtán manns og særði 32 á þessum degi fyrir 44 árum. Whitman minntist raunar ekki einu orði á fjöldavígin í téðu bréfi en þrátt fyrir að efast sjálfur um ástæðuna taldi hann sig vera að leysa móður sína og eiginkonu undan þjáningum heimsins. Laust eftir miðnætti myrti Whitman móður sína, Margaret, með því að stinga hana í hjartað. Á handskrif- uðum miða við hlið líksins stóð: „Til þeirra sem málið varðar: Ég var að myrða móður mína. Ég er í miklu uppnámi af þessum sökum, ef himnaríki er til þá er hún þegar komin þangað … Ég iðr- ast gjörða minna ... Enginn þarf að velkjast í vafa um að ég unni þessari konu af öllu mínu hjarta.“ Að því búnu sneri Whitman aftur heim og stakk eig- inkonu sína, Kathy, í þrígang í hjartað meðan hún svaf. Annað handskrifað bréf fannst þar: „Ég ímynda mér að fólki þyki ég hafa drepið mann- eskjurnar tvær sem stóðu mér næst með hrottafengnum hætti. Ég var aðeins að reyna ganga hratt og rækilega til verks. Vinsamlega borgið skuldir mínar ef tryggingin mín er í gildi ... Gefið einhverri geðheilbrigðisstofnun afganginn. Kannski rannsóknir geti komið í veg fyrir frekari harmleiki af þessu tagi.“ Undir hádegi lagði Whitman leið sína í Texasháskóla, þar sem hann stundaði nám í arkitektúr. Hann var drekkhlaðinn vopnum, meðal annars með afsagaða haglabyssu og fjölda annarra skotvopna. Þegar örygg- isvörður stöðvaði Whitman við komuna ýtti hann vopn- unum á undan sér í vagni. Hann kvaðst vera að aðstoða við rannsóknir í skólanum og dró í rólegheitunum upp passa sem veitti honum aðgang að húsakynnunum. Ör- yggisvörðurinn tók það gott og gilt. Leið Whitmans lá upp í turn skólans, fyrsta fórnar- lambið var móttökudama á 27. hæð. Hann sló hana niður með byssuskeftinu, þau sár drógu hana síðar til dauða. Því næst kom Whitman upp vegartálma í stigagang- inum. Fyrsta fórnarlambið sem hann skaut til bana var í sakleysi sínu að gægjast framhjá tálmanum. Alls týndu þrír lífi á 27. hæðinni. Whitman hélt för sinni áfram upp á útsýnispall á 29. hæð byggingarinnar. Þar hóf hann skothríðina fyrir al- vöru, skaut á nánasta umhverfi skólans. Lögreglu var strax gert viðvart en illa gekk að komast að árásarmann- inum. Skytta var send á loft með flugvél en ókyrrð kom í veg fyrir að hún kæmi höggi á Whitman. Það var ekki fyrr en tveir lögreglumenn, Houston McCoy og Ramiro Martinez, brutu sér leið upp á útsýn- ispallinn að Whitman var stöðvaður. McCoy komst í tæri við hann og skaut hann til bana. Lík Whitmans var krufið, eins og hann hafði óskað eftir í sjálfsvígsbréfi sínu, og þá fannst æxli við heila sem læknar gátu ekki útilokað að hefði haft áhrif á atburða- rásina. Alltént hafði Whitman lengi þjáðst af miklum höfuðverkjum og gengið milli lækna án þess að fá bót meina sinna. Hann var grafinn við hlið móður sinnar. orri@mbl.is Morðæði í Texas- háskóla Charles Whitman myrti móður sína, eiginkonu og 14 aðra. ’ Ég iðrast gjörða minna ... Enginn þarf að velkjast í vafa um að ég unni þessari konu af öllu mínu hjarta. Texasháskóli í Austin, þar sem voðaverkin voru framin. Á þessum degi 1. ágúst 1966

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.