SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Page 30

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Page 30
30 1. ágúst 2010 Þ ví var lofað í kjölfar hruns, að þjóðin yrði upplýst um það án undanbragða hverjir hefðu fengið óvenjulega fyrirgreiðslu í hinum föllnu bönkum. Brot af slíku kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en fjarri því allt. Það sanna þau dæmi sem öðru hvoru skjóta upp kollinum. Nýjasta dæmið vekur spurn- ingar. Gæðingasýning Af hverju fær skólastjóri á Bifröst risalán án þess að þurfa að setja fyrir því tryggingu? Við vitum nú- orðið að hinar föllnu bankastofnanir höfðu í tölu- verðum mæli búið til kerfi fyrir suma starfsmenn og vildarvini, sem hefði gert þá alla að stórauð- ugum mönnum, ef dregist hefði að bankarnir hryndu. Nokkrir voru reyndar búnir að koma sér í hlé með auð sinn. Iðulega var helsti kostur þeirra „kjara“ sem þessir menn nutu, að færi fjársjóðs- myndunin illa myndi skellurinn lenda á eigna- lausu einkahlutafélagi, sem enginn bæri ábyrgð á. Í dæmi skólastjórans fékkst lánið úr sparisjóði á Suðurnesjum. Meginlán þess sparisjóðs sem hann endurlánaði voru ekki erlend lán heldur innlán, sem ríkissjóður tók takmarkalausa ábyrgð á með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis. Skuld skólastjórans mun því ekki færast sem tap er- lendra kröfuhafa, heldur mun lenda á ríkissjóði, þar sem það átti að standa undir endurgreiðslu innlána sjóðsins, sem ríkið verður nú að greiða. Hinn venjulegi skattborgari, sem er að fá kveðj- urnar frá hinu opinbera þessa dagana, mun því draga skólastjórann að landi um leið og það skipar hann til ábyrgðarstarfa, sem flest bendir til að aðr- ir umsækendur hafi átt meiri rétt á að hljóta. Á sama tíma er ríkisstjórnin með stýringu Íbúðalánasjóðs í uppnámi vegna þess að sami ráð- herra, Árni Páll Árnason, hefur ekki náð að þröngva ævintýramanni úr gamla Landsbanka Ís- lands í gegnum stjórn sjóðsins og í forstjórastólinn. Hefur ráðherrann ákveðið að taka sér allan þann tíma sem þarf til að koma gæðingnum í stólinn eft- irsótta. Öfugmælirinn fullur? Núverandi ríkisstjórn er öfugmæla-ríkisstjórn. Fólkið þekkir þau helstu orðið alltof vel. „Skjald- borgin“ er alþekkt aðhlátursefni. „Gagnsæi“ er tískuorðið yfir leynd, pukur og blekkingar. „Jafn- rétti“ hefur nú þá merkingu að flokksdindlar Samfylkingar og Vinstri grænna skuli „jafnan“ hafa allan „rétt“ umfram aðra. Eftir ekki tveggja ára valdatíð er spilling og spuni það sem fyrst kemur upp í hugann þegar núverandi stjórn er nefnd. Þegar upp kemst um aðstoðarmann menntamálaráðherrans að hann hafi átt banda- mann á fjölmiðlum sem hafi aðstoðað hann við að afvegaleiða almenning og jafnframt skín í forkast- anlegt orðbragð er látið nægja að beðist hafi verið afsökunar á að upp komst um strákinn Elías. En ekki er hafin rannsókn á tölvupóstum viðkom- andi, sem hefur þó stundað iðju sína um hríð, eins og ætti að vera sjálfsagt. Hvar er opna stjórnsýsl- an? Hvar er gagnsæið? Hvar er heiðarleikinn? Hvar er loforðið um að hafa allt upp á borðinu? Nú er svo komið að almenningur í landinu fær ekki einu sinni að sjá borðið, hvað þá allt sem átti að vera uppi á því. Baugsblaðamenn enn að Og þeir eru því miður margir doddarnir í blaða- mannastétt. Arnþrúður Karlsdóttir fullyrðir að Jó- hann Hauksson „verðlaunablaðamaður“ sé á launum hjá Baugsmönnum. Það hafi hann einnig verið sem útvarpsmaður hjá sér, án þess að frá því hafi verið skýrt. Skrif hans gera fullyrðinguna því miður mjög trúverðuga. Vonandi hafa þeir Baugs- menn einnig greitt verðlaunin hans. Og sama er sagt um Pressuna. Vitað er að tiltekinn óreiðu- maður í fjármálum er í heiðurssessi þar með for- sætisráðherralaun, sem neitað er að gefa upp hver greiðir fyrir að stunda ógeðslega ófræging- arherferð, á milli þess sem hann er kallaður í Silfur Egils sem „hlutlaus“ álitsgjafi, rétt eins og saga- klassfréttamaðurinn sem stundar álíka áreiðanleg skrif hjá þeim Baugsmönnum fyrir greiðslur. Og allir vita að Jóhann Hauksson er einnig tíður gest- ur og í sérstakri náð hjá Agli Helgasyni. Engu er líkara en þessi spjallkóngur RÚV fái einn manna að skoða launaskrána þeirra Baugsmanna áður en hann velur „hlutlausa“ álitsgjafa í þáttinn sinn. Óhreinindi í skjóli bankastjóra Og það hlálega er að köngulóin í þessum vef er hinn nýi banki Arion. Hann hefur ekki getað gefið neina frambærilega skýringu á því að langstærstu svindlarar íslensks efnahagslífs fyrr og síðar fá að ganga um þann banka á skítugum skónum, eins og þeir gengu um alla bankana fyrir hrun, og höfðu raunar mest að segja um hrun þeirra. Engar við- skiptalegar forsendur eru fyrir þessari misnotkun á bankanum. Því fyrr sem rétt yfirvöld láta fara fram alvarlega rannsókn á því hvað þarna er að gerast, því skárri líkur eru á að stórslysi verði af- stýrt. Fátt bendir til að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í hinum endurreista banka standist neina skoðun. Bankinn býr því við sívaxandi vantrú á heiðarleika sínum og að þar á bæ ráði ekki annarleg sjónarmið för. Banki, sem ekki nýtur trausts, stendur í raun á brauðfótum. Bankinn virðist setja viðskiptasamband sitt við sögufræg- ustu svindlara landsins ofar öllu, þótt það kosti að hann nái ekki að byggja upp traust á sér eða stjórnendum sínum. Hvernig í ósköpunum má þetta vera? Andrés Magnússon blaðamaður skrifar íhugunarverðan pistil í Viðskiptablaðið hinn 22. júlí s.l. Hann rekur þar hvernig Jón Ásgeir misnot- Reykjavíkurbréf 30.07.10 Málaliðar enn á ferð

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.