SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 34
34 1. ágúst 2010 R ithöfundurinn Janni Lee Simn- er var stödd ein á Þingvöllum með velkt eintak af Njálu í bakpokanum þegar hún fann fortíðina anda niður um hálsmálið á sér. „Skyndilega varð hulan milli nútíðar og fortíðar örþunn. Ég gekk á sömu grundu og persónur Íslendingasagnanna höfðu gert, og þær virtust meira lifandi en fýlu- legu ferðamennirnir í kringum mig. Þeg- ar ég heyrði Hallgerði tala við mig settist ég og skrifaði niður orð hennar. Það varð seinna opnunarkafli bókarinnar „Thief Eyes“,“ segir Janni í samtali við blaða- mann. Þennan dag á Þingvöllum árið 2002 vissi Janni að hún yrði að skrifa bók byggða á Íslendingasögu. Það var hins vegar ekki fyrr en fimm árum seinna að hún ákvað að hún væri tilbúin að skrifa afganginn af bókinni. Hún kom því aftur til Íslands, ferðaðist á slóðir Hallgerðar og kynnti sér íslenska galdra, jarðfræði landsins og fleira sem lesa má um í bók- inni sem kom út í Bandaríkjunum seint í apríl. Hallgerður beitir göldrum „Thief Eyes“ segir frá unglingsstúlkunni Haley sem kemur til Íslands ásamt föður sínum jarðfræðingnum til að leita að móður hennar sem hvarf á Þingvöllum árið áður. Þegar Haley finnur gamla silfurmynt með galdrastaf á tekst formóður þeirra mæðgna, Hallgerði langbrók, að hneppa Haley í álög. Hallgerður, sem er óham- ingjusöm í hjónabandi sínu við fyrsta eig- inmann sinn, Þorvald, beitir göldrum til að reyna að skipta um stað í tíma, fyrst við móður Haley, og síðan við Haley. Til að losna úr galdraálögum Hallgerðar leggur Haley af stað í för ásamt íslenska ungmenninu Ara, sem reynist afkomandi Skallagríms Kveldúlfssonar. Þau komast að því að galdrar Hallgerðar eru tengdir mun kraftmeiri öflum og að afleiðing- arnar yrðu hrikalegar ef þau öfl næðu að leysast úr læðingi. Bókin er fantasía þótt Janni noti að hluta til raunverulegt sögusvið og nokkr- ar persónur úr Njálu. Þar má nefna Þor- gerði dóttur Hallgerðar og Glúms, en hún á að hafa ritað niður leiðbeiningar um hvernig má verjast göldrum móður sinn- ar. Einnig kemur Höskuldur faðir Hall- gerðar fyrir, bróðir hans Hrútur, sem og móðurbróðir Hallgerðar Svanur, en hann á að hafa kennt Hallgerði galdrakúnstina. Stór hluti bókarinnar gerist í ímynd- uðum samhliða heimi, í svokölluðu minningafjalli Munins, þar sem raddir fortíðar íslensku þjóðarinnar óma í berg- inu. Þar hitta lesendur fyrir hrafninn Munin, refinn Freka og Svan, en fyr- irmynd fjallsins er Kaldbakshorn á Vest- fjörðum, sem Njála hermir að Svanur hafi horfið til eftir dauða sinn. Hápunktur bókarinnar er svo þegar Hallgerður neitar Gunnari um hárlokkinn, engan skyldi því undra að bæði eldur og hár eru sterkt þema í bókinni. Eldinn tengir Janni svo aftur á ævintýralegan hátt við galdur Hallgerðar, skjálftavirkni landsins og fornnorræna eldjötna. Skemmtilegast að lesa um sterkar konur Eftir að Janni kom aftur heim til Arizona þar sem hún býr í Bandaríkjunum tók hún til við lestur annarra Íslendinga- sagna. „Ég varð háð þeim! Ég las Grett- issögu, Laxdælu, Gísla sögu Súrssonar, Egilssögu, Eyrbyggjasögu, Gunnlaugs sögu Ormstungu, Völsungasögu, Græn- lendinga sögu, Eiríks sögu rauða og örugglega fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Í hvert skipti sem ég las „Maður er nefndur …“ fór um mig sælu- hrollur og ég var tilbúin að gleypa í mig nýja sögu.“ Janni segir að á eftir Njálu sé Laxdæla uppáhalds Íslendingasagan sín. „Í seinni ferð minni til Íslands sumarið 2007 heim- sóttum við maðurinn minn, Larry Ham- mer, sem einnig er rithöfundur, Laugar og Helgafell þar sem Guðrún Ósvíf- ursdóttir ólst upp og bjó síðan sem gömul kona. Hún fór þá einnig að vekja veru- legan áhuga minn. Mér fannst líka mjög gaman að lesa um Auði djúpúðgu og þeg- ar hún settist að í dalnum. Mér þykja skemmtilegastar Íslendingasögurnar sem fjalla um sterkar konur.“ Janni segir að eftir að hún gerði sér grein fyrir að hún yrði að vinna með sagnaarfinn hafi ekki annað komið til greina en að vinna með Njálssögu. „Hún hreinlega togaði mig til sín alveg frá fyrstu síðu. Þegar ég kom að því, að Hrút- ur segir Hallgerði hafa þjófsaugu, varð ekki aftur snúið. Fyrst voru það stemn- ingin og frásagnarhátturinn sem heilluðu mig. Ég hef lesið fantasíur allt mitt líf, og þótt það sé ekki mikið um galdra í Njálu, fyrir utan Svan og þokuna hans, þá fannst mér hún eiga margt sameiginlegt með fantasíubókmenntum. Reyndar eru allir staðir Njálu til, þótt auðvitað sé óvíst hvaða atburðir hafi átt sér stað. Þessi fantasíuhlið hefði reyndar ekki átt að koma mér á óvart þar sem ég vissi að Tol- kien byggði á Íslendingasögunum og Eddukvæðunum í sínum verkum,“ segir Janni. „Njálssaga er líka svo margslungin saga. Í hvert skipti sem ég les hana aftur sé ég eitthvað nýtt. Plottið í henni er líka mjög þétt. Eftir þriðja lestur gerði ég mér grein fyrir að atburðir sem ég áleit tilvilj- anakennda við fyrsta lestur voru í raun þétt hnýttir inn í atburðarásina og leiddu allir að brunanum. Ég rakti mig því aftur til að sjá hverjum mátti „kenna um“ brunann og var ótrúlega hissa á því hversu margar persónur höfðu átt hlut að máli, þ.e. komið að brunanum með ein- um eða öðrum hætti.“ Hver skrifaði sögu Hallgerðar? Hallgerður heillaði Janni líka meira og meira við hvern lestur. „Í fyrsta sinn sem ég las Njálu þoldi ég ekki Hallgerði, og býst við að ég sé ekki ein um það. En smám saman varð allt flóknara. Á vissum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að þar sem Hallgerður neitaði Gunnari um hár- lokkinn kennum við henni meira um dauða hans en mönnunum sem í raun drápu hann með öxunum. Þá fór mér að verða ljóst að hér væru mjög áhugaverðir hlutir í gangi. Það eru líka fjölmargar aðr- ar persónur í Njálssögu sem haga sér alveg jafnilla og Hallgerður, samt umberum við þær en ekki hana.“ Í seinni ferð sinni hingað til lands bar Janni Hallgerði undir Íslendinga og spurði landsmenn hvað þeim fyndist um hana. „Ég fékk mjög misjöfn svör. Karlar dæmdu hana sem illkvendi án umhugs- unar, en konur hikuðu iðulega og sögðu svo að hún hefði verið sterk kona, jafnvel einstök kona. Þegar ég segi fólki söguna hér í Bandaríkjunum eru viðbrögðin yf- irleitt svipuð og hjá Íslendingum. Sumar konur hryllir við henni en aðrar dá hana fyrir að þora að neita Gunnari um hár- lokkinn. Til að reyna að skilja betur hver Hallgerður var ferðaðist ég til staða sem hún hafði dvalist á. Ég held hún hafi verið sterk kona en erfið, og þótt ég geti ekki sagt að mér líki beint við hana, þá ber ég virðingu fyrir henni. Ég velti líka stundum fyrir mér hver skrifaði sögu Hallgerðar, og hvað sá höf- undur hafði í huga. Í lok bókarinnar „Thief Eyes“ ímynda ég mér að morð- ingjar Gunnars séu þegar byrjaðir að end- ursegja söguna, breyta henni og rangfæra atburði sér í hag. Ég veit ekki hver sagði þessa sögu, en það var án efa ekki Hall- gerður sjálf.“ – Þú tileinkar bókina sterkum konum í fjölskyldu þinni. Er mikilvægt fyrir þig sem höfund að draga upp mynd af sterk- um konum? „Það er mikilvægt fyrir mig því mér þykja konur mjög sterkar, og ég vil að sögur komi því til skila. Mér finnst einnig áríðandi að konur séu minntar á það, því sumar af sögunum sem við sem samfélag segjum grafa undan þessum styrk, oft jafnvel ómeðvitað. Þegar ég kom heim úr seinni ferðinni, þar sem ég hafði eytt tveimur vikum í að hugsa um Íslend- ingasögurnar, og sá fyrstu bíómyndina mína fannst mér mjög erfitt að njóta hennar því að aðalkvenpersónan, þrátt fyrir að vera kraftmikil og ákveðin, hafði þegar allt kom til alls engin áhrif á fram- vindu mála. Hún var dugleg að tjá sig um hana, en það voru karlarnir sem gerðu eitthvað í málunum. Kvenpersónur eiga ekki bara að vera til staðar og hafa skoð- anir, heldur hafa áhrif á gang mála. Það sem er áberandi við konur í Íslendinga- sögunum er að þótt þær grípi aldrei til Njála togaði mig til sín Hallgerður langbrók er ein aðalpersónan í bandarísku barna- og unglingabókinni „Thief Eyes“ eftir Janni Lee Simner. Hug- myndin kviknaði á Þingvöllum og í sögunni bregður fyrir ýmsum persónum sem eru Ís- lendingum að góðu kunnar. Hildur Loftsdóttir Rithöfundurinn Janni Lee Simner á Galdrasafninu á Ströndum, en hún byggir nýjustu skáld- sögu sína á íslenska sagnaarfinum. ’ Til að búa til trúan- legan galdur hafði ég augun opin fyrir þeim hlutum sem notaðir voru við galdraiðkanir. Surtar- brandur var nefndur nokkrum sinnum og hann notaði ég, einnig silfurmynt – reyndar stolna frá fátækri ekkju – og alla vega einu sinni var minnst á hrafnskló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.