SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 37
1. ágúst 2010 37 T alsverðverðar umræður hafa verið um hinn nýstofnaða Vatnajökulsþjóðgarð. Meðal annars hafa skotveiðimenn mótmælt kröftuglega hugmyndum um takmarkaðar veiðar í þjóðgarðinum. Áður en lengra er haldið er áhugavert að skoða breytt viðhorf landsmanna til náttúrunnar og nýtingar hennar. Um- hverfisvernd er tiltölulega nýtt hugtak í íslensku máli, orðið sást fyrst á prenti 1971. Raunar er ekki ýkja langt síðan farið var að setja á stofn þjóðgarða. Fyrsti þjóðgarðurinn var settur á stofn 1832 og voru það 4 ferkílómetrar umhverfis laug- arnar Hot springs í Arkansas í Bandaríkj- unum. Æ síðan hafa Bandaríkjamenn verið í fararbroddi hvað varðar rekstur og stofnun þjóðgarða. Lengi framan af var takmarkaður áhugi hér á landi á náttúruvernd. Íslendingar hafa þó jafnan haft mikla ást á landi sínu eins og sjá má í fjölmörgum ljóðum, en náttúran var til þess að nýta hana enda er stutt síðan öll afkoma þjóðarinnar byggð- ist á landbúnaði og sjávarútvegi. Segja má að verulegar breytingar hafi orðið í við- horfum Íslendinga til náttúruverndar þegar framkvæmdir hófust við Kára- hnjúka enda var hér um að ræða mestu verklegu framkvæmdir Íslandssögunnar. Nú var eins og stjórnmálamenn vöknuðu af vondum draumi því nú var „inni“ að friða og stofna þjóðgarða. Vissulega var full þörf á að friða ýmsar náttúruperlur hér á landi. Hinsvegar er út í hött að vernda náttúruna hennar sjálfrar vegna eins og maðurinn sé ekki til. Friðanir seinustu árin virðast fyrst og fremst vera til að varðveita óspillta náttúru eða jarð- myndanir af ýmsum toga. Friðunin geng- ur þá út á það að ekki sé virkjað á svæð- inu, lagðir vegir eða önnur mannvirki. Hvernig sem á því stendur þá eru þess- ar friðanir gerðar með meira kappi en forsjá. Bannað er að stunda fuglaveiðar þó engin ástæða sé til þess. Gæsaveiðar eru bannaðar í friðlandinu sem kallast Guð- laugstungur, sömuleiðis á að banna gæsaveiðar í stækkuðu friðlandi við Þjórsárver og nú síðast eru uppi hug- myndir að takmarka gæsaveiðar í Vatna- jökulsþjóðgarði sem raunar er tæp 13% af flatarmáli Íslands. Á þessum svæðum sem hafa verið friðuð eða stendur til að friða eru nær eingöngu stundaðar heiðagæsa- veiðar. Heiðagæsastofninn er um þessar mundir gríðarlega sterkur, sennilega um 400.000 fuglar að hausti. Íslendingar veiða árlega um 18.000 heiðagæsir og Bretar sennilega um 24.000 fugla. Það er því lítið veitt úr þessum sterka stofni. Hinsvegar er grágæsin ein vinsælasta bráð íslenskra veiðimanna, í fyrra veidd- um við 47.000 fugla og Bretar veiða sennilega um 20.000 grágæsir. Sam- kvæmt talningum í Bretlandi á grágæsa- stofninn að vera 100.000 fuglar að hausti, það getur hinsvegar ekki verið eins og veiðitölur sýna. Líklegast er grágæsa- stofninn rétt innan við 200.000 fuglar. Þó svo að við göngum út frá því að í grá- gæsastofninum séu, segjum 180.000 fuglar að hausti, þá er 67.000 fugla veiði ansi hátt veiðiálag. Stjórnvöld ættu því að hvetja íslenska veiðimenn til að veiða heiðagæsir fremur en grágæsir enda eru heiðagæsaveiðar einstök náttúru- upplifun. Að takmarka og banna heiðagæsaveið- ar á hálendi Íslands eða eins og nú virðist vera á prjónunum að takmarka veiðarnar í Vatnajökulsþjóðgarði er rökleysa sem ekkert hefur að gera með náttúruvernd. Skotveiðar eru stundaðar í mörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og raunar víðar eins og til dæmis í Svíþjóð. Þegar gæsaveiðimenn eru á ferli, í lok ágúst og í september, er lítið um annað útivist- arfólk á hálendi Íslands. Ég vil ljúka þess- um pistli með orðum Vilhjálms Lúðvíks- sonar, veiðimanns, fagurkera og náttúruunnanda: „Við verðum að viðurkenna hið rétta eðli mannsins og fyrir suma er veiðiskap- ur mikilvægt form á tjáningu, sem ekki á að afneita eða útiloka, heldur leiða inn á jákvæðar og eðlilegar brautir.“ Þjóðgarðar - fyrir hverja? Gæsaveiðar eru sumstaðar bannaðar eða takmarkaðar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gæsir Sigmar B. Hauksson B andaríkjamanninn Carlton Dou- glas Ridenhour kannast líklega fáir við undir hans raunverulega nafni. Fleiri kveikja hins vegar á perunni þegar listamannsnafn hans, Chuck D, ber á góma. Hann er unnendum rapptónlistar að góðu kunnur sem einn forsprakka hljómsveitarinnar Public Enemy sem spratt fram á sjónarsviðið á ní- unda áratugnum með lögum eins og „Don’t believe the hype“ og „Fight the Power“. Lög sveitarinnar, sem gefin voru út af plötufyrirtæki ofurútsetjarans Ricks Rubins, voru þekkt fyrir að vera hápólitísk og fjölluðu mörg hver á gagnrýninn hátt um samskipti kynþáttanna í Bandaríkj- unum enda ólst Chuck sjálfur upp á blómatíma „Svörtu pardusanna“ og „Na- tion of Islam“. Chuck D ber ásamt félögum sínum í Pu- blic Enemy ábyrgð á að skapa hinn svo- kallaða nýmetal sem átti eftir að kvelja hlustir tónlistarunnenda á tíunda áratugn- um. Árið 1991 nálgaðist þrassmetal- hljómsveitin Anthrax þá félaga um að endurgera lagið „Bring the noise“ sem þeir almannaóvinir höfðu gefið út á plötunni „It takes a Nation of Millions to Hold us Back“ þremur árum fyrr. Í laginu samein- uðu sveitirnar tvær krafta sína og ólíkar tónlistarstefnur og útkoman var eitt fyrsta rappmetallag sögunnar. Í kjölfar útkomu lagsins á Anthrax-plötunni „Attack of the Killer B’s“ fóru sveitirnar tvær á tónleika- ferðalag saman og enduðu þær yfirleitt hverja tónleika á að taka lagið saman. Sjálfur sagði Chuck að þessir tónleikar hafi verið einhverjir þeir hörðustu sem þeir hefðu upplifað en þegar sveitirnar tvær sameinuðust á sviði til að taka Bring the noise hafi það verið „eins og sprengjufl- ísar“. Vegur Public Enemy hefur ekki verið mikill í seinni tíð þó að sveitin sé enn starfandi. Síðasta plata hennar, „How You Sell Soul to a Soulless People Who Sold Their Soul?“ kom út árið 2007 við tak- markaðar undirtektir. Árið 1999 stofnaði Chuck D vefinn Rapstation.com sem hann ætlaði sem nokkurs konar heimahöfn fyrir rapp- heiminn. Þar starfrækti hann eigin sjón- varps- og útvarpsstöð og bauð upp á ókeypis niðurhal á hiphoplögum en hann hefur verið málsvari þess að deila tónlist á netinu. Rapparinn knái, sem er grænmetisæta og iðkar íslam, er mikill áhugamaður um stjórnmál eins og textar Public Enemy báru gjarnan vitni um. Í viðtölum hefur hann sagt að hlutskipti svartra í Banda- ríkjunum sé engu betra nú en þegar hljómsveitin hóf ferilinn og að stjórn Bar- acks Obama sé ágæt þó hann efist um hverju hún geti í raun komið í verk. Þá er hann gagnrýninn á rappgeirann sem hann segir gegnsýrðan af markaðshyggju og karlrembur, sem sé ástæða þess hve fólki sé illa við bransann. Í lok apríl á þessu ári skrifaði hann grein ásamt eiginkonu sinni, sem er prófessor í afrísk-amerískum fræðum, í The Huff- ington Post þar sem hann kallaði eftir að lista-, íþrótta- og fræðimenn sniðgengju Arizona-ríki vegna harkalegrar innflytj- endalöggjafar sem nýlega var staðfest þar. Samkvæmt henni er það glæpur að geta ekki framvísað búsetuleyfi og lögregla fær rúmar heimildir til þess að stöðva hvern sem hana grunar um að vera ólöglega í landinu. „[Frumvarpið] er rasískt, misvís- andi og stendur fyrir einhverja rætnustu pólitík gegn innflytjendum sem þetta land hefur nokkru sinni orðið vitni að.“ Fremstur félaganna í Public Enemy. Hvað varð um … …Chuck D? Chuck D hefur að- eins bætt á sig.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.