SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 38
38 1. ágúst 2010
Ferðalög
Þ
etta var rosaleg upplifun. Ind-
land er ótrúlega fjölbreytt og
fallegt land og fólkið yndislegt.
Það sem stendur upp úr eru
kynnin af heimamönnum, maður kynnist
fólki miklu betur þegar maður kemur inn
á heimili þess heldur en þegar maður er
bara á ferðalagi,“ segir Gyða Hlín Skúla-
dóttir Jack læknanemi sem dvaldist á
fjórða mánuð í Indlandi í vor.
Gyða Hlín er Akureyringur sem numið
hefur læknisfræði í Óðinsvéum frá árinu
2006. Hún reiknar með að ljúka því námi
eftir hálft annað ár. Gyðu hafði lengi
dreymt um að koma til þróunarlandanna
og í vor lét hún verða af því, fór á vegum
alþjóðlegra læknasamtaka, IMCC, til Ind-
lands, þar sem hún starfaði á spítala um
þriggja mánaða skeið.
IMCC er í tengslum við fjölmarga spítala
í Afríku, Indlandi og víðar og Gyðu var
boðið að fara til Mungeli, þrjátíu þúsund
manna bæjar í fylkinu Chhattisgarh í Ind-
landi. Með í för var sænskur læknanemi
en IMCC sendir iðulega tvo nema saman.
Gyða viðurkennir að það hafi verið
talsvert menningarsjokk að koma til
Mungeli, samfélagið sé gjörólíkt því sem
hún á að venjast hér heima og í Danmörku
og aðstæður frumstæðar. „Fátæktin er
rosaleg í Mungeli, þetta er alls enginn
ferðamannastaður,“ segir hún. „Þegar ég
fór síðar að ferðast um landið höfðu fáir
heyrt bæjarins getið enda er þrjátíu þús-
und manna samfélag agnarsmátt á ind-
verskan mælikvarða.“
Fjölnota sprautunálar
Að sögn Gyðu var spítalinn heldur frum-
stæður og vinnubrögð um margt frá-
brugðin því sem við eigum að venjast.
Hreinlæti var áfátt og hlutir notaðir aftur
og aftur, meðal annars sprautunálar, en
slíkt þætti seint boðlegt hér heima enda
þótt þær væru sótthreinsaðar á milli. En
neyðin kennir naktri konu að spinna.
Gyða segir tækjakost spítalans á hinn
bóginn hafa komið sér á óvart. Þar hafi
verið röntgentæki, blóðþrýstings-
mónitor, öndunarvélar á gjörgæslu og
sitthvað fleira.
Um sjálfboðavinnu var að ræða þannig
að Gyða og Svíinn réðu sér svolítið sjálf.
Þó var ætlast til þess að þau mættu á
hverjum degi. Þau höfðu þann háttinn á
að koma klukkan hálfátta á morgnana
en dagurinn hófst jafnan með helgi-
stund á hindí en á spítalanum eru krist-
in gildi í hávegum höfð. Að helgistund-
inni lokinni tók við stofugangur í tvær
klukkustundir. Sá galli var á honum að
sjúklingarnir töluðu upp til hópa enga
ensku og fyrir vikið gátu norrænu
læknanemarnir haft takmörkuð sam-
skipti við þá. Gyða segir starfsfólk spít-
alans þó hafa talað ágæta ensku, eink-
um læknana.
Fjölmargar aðgerðir eru gerðar á
spítalanum á degi hverjum og hlutverk
Gyðu var fyrst og fremst að aðstoða við
þær. Voru þær af ýmsu tagi, allt frá
keisaraskurðum upp í aflimanir. Gyða
sá meðal annars stóran hluta af kjálka
fjarlægðan af manni vegna krabba-
meins og fót tekinn af við ökkla vegna
dreps.
Um hundrað rúm voru á spítalanum
sem þjónar um milljón manns í fylkinu
en margar milljónir manna búa í
Chhattisgarh. Oft er því þröng á þingi.
Gyða segir læknana í Mungeli upp til
hópa mjög ákveðna við sjúklinga sína,
jafnvel harða. Þótti henni á köflum nóg
um þegar aumingja sjúklingarnir voru
dregnir emjandi fram úr rúminu. Sinn
er siður í landi hverju.
Allir hræddir við yfirlækninn
Hún segir stigveldið áberandi á spít-
alanum. Þar voru læknarnir í efsta
þrepi og komið fram við yfirlækninn
nánast eins og yfirskilvitlega veru. „Það
voru allir logandi hræddir við hann,“
segir hún hlæjandi.
Gyðu var vel tekið af starfsfólki á
spítalanum og vingaðist sérstaklega við
tvær hjúkrunarkonur. Þær bjuggu í
þriggja klukkutíma akstursfjarlægð frá
spítalanum og sótti Gyða þær einu sinni
heim. „Það var frábært að fá tækifæri til
að kynnast indversku heimilislífi. Fá-
tæktin þarna er mikil og lítið fer fyrir
þægindum sem okkur Vesturlandabú-
um þykja sjálfsögð, til að mynda var
enginn ísskápur í húsinu. Samt kvartar
ekki nokkur maður,“ segir Gyða og
bætir við að framandi hafi verið að sjá
geitur og hænsni á hlaupum í stofunni.
Gestrisnara fólk hefur hún ekki í
annan tíma hitt. „Mér var tekið með
kostum og kynjum, gestrisnin var ótrú-
leg. Mér leið eins og ég væri prinsessa.
Indverjar eru rosalega elskulegt og gott
fólk.“
Gyða hefur verið í símasambandi við
þessar indversku vinkonur sínar eftir að
hún fór úr landinu en tregara er um sam-
skipti fyrir þær sakir að þær hafa ekki að-
gang að tölvu. „Ég ætla samt að reyna að
halda sambandi við þær áfram.“
Miklar andstæður
Meðan á dvöl hennar á Indlandi stóð fór
Gyða í tvö ferðalög. Í fyrra skiptið eftir
hálfan annan mánuð. „Við sænski lækna-
neminn tókum okkur þá stutt frí og fór-
um í þriggja vikna ferðalag ásamt Banda-
ríkjamanni sem bjó með okkur á
spítalanum. Hann var á vegum banda-
rískrar kirkju sem styrkir spítalann og
hafði það hlutverk að kenna fólki ensku.“
Héldu þau meðal annars til hinnar
helgu borgar Varanasi í norðurhluta
landsins, Agra, þar sem Taj Mahal er, og
heimbæjar Dalai lama, Mcleod Ganj, auk
þess að koma að Himalaja-fjöllunum og
fara í kamelsafarí í eyðimörkinni. „Það
kom mér mest á óvart hvað Indland er
fjölbreytt land. Eina stundina er maður í
Himalaja-fjöllunum, þar sem er ótrúlega
fallegt, og þá næstu í algjörri eyðimörk.
Þetta eru mjög skemmtilegar og heillandi
andstæður.“
Gyða fór ein í seinna ferðalagið en þá
hafði hún lokið störfum á spítalanum.
Aftur hélt hún í norður og kom meðal
Leið eins og
ég væri
prinsessa
Gyða Hlín Skúladóttir Jack læknanemi lét
drauminn rætast í vor og hélt á vit ævintýranna í
Indlandi, þar sem hún vann um þriggja mánaða
skeið á spítala og ferðaðist um landið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Indverskir fílar geta verið mannelskir.
’
Mér var tekið
með kostum
og kynjum,
gestrisnin var
ótrúleg. Mér leið
eins og ég væri
prinsessa. Indverj-
ar eru rosalega
elskulegt og gott
fólk.“