SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 42

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 42
42 1. ágúst 2010 I nhale mun vera spennudrama um hjón sem leggja líf sitt í hættu við að finna líffæragjafa sem getur bjargað dóttur þeirra sem er dauðvona sökum lungnasjúkdóms. Berst atburðarásin m.a. suður fyrir landamærin, til Mexíkó. Með hlutverk foreldranna fara Diane Kruger og Dermot Mulroney, auk þess sem nokkrir skapgerðarleikarar koma við sögu eins og og Ros- anna Arquette, Sam Shepard og David Selby. Þess má geta að Baltasar er með fleiri járn í eldinum þar vestra. Af þeim sem gert hafa garðinn frægastan af leikstjórum frá Norðurlöndum síðustu áratugina er Finninn Renny Harlin sjálfsagt frægastur, en hann vakti á sér athygli í Hollywood fyrir Born American, snaggaralega B- spennumynd (gerða í Finnlandi), um Bandaríkjamenn sem villast austur fyrir járntjald á vetrarfreranum. Harlin þáði boð um vesturför og byrjaði á Prison, smámynd með Viggo Mortensen. Meiri athygli vakti Nightmare on Elm Street 2., sem þótti það röggsamleg að Fox fékk hann til að gera aðra myndina í Die Hard-bálknum. Þar með var Harlin komin út í alvöruna, myndin kostaði stórfé, var feikivinsæl og tók inn hátt í 300 milljónir dala árið 1990 (kostnaðurinn var 70 m.). Harlin gerði einnig Cliffhanger, ágæta spennumynd með Sylvester Stallone árið 1993, en tveim árum síðar harðnaði á dalnum, hin gjörsamlega mislukkaða sjóræn- ingjamynd, Cutthroat Island, kom og fór án þess að nokkur gæfi þessari fokdýru mynd gaum. Hún var greini- lega á undan tímanum, með eiginkonu Harlins, Geenu Davis, og hinum löngu gleymda Matthew Modine. Ekki tók betra við, árið eftir (́95) var frumsýnd spennumyndin The Long Kiss Goodnight, sem státaði af Davis og Samuel L. Jackson. Þó aðsóknin brygðist er um góða mynd að ræðs, njósnatrylli úr dulheimum CIA, og nú tók að syrta í álinn hjá Harlin. Á meðal þeirra verka sem áttu að koma fótunum undir Finnann á nýjan leik var The Excorsist: The Beginning (́04), hún hélt manni við efnið fyrstu 15 mínúturnar. Harlin hefur haft ærinn starfa þrátt fyrir allt og er að gera tvær myndir um þessar mundir: Georgia, sem verður frumsýnd í haust með fyrrverandi stjörnunum Val Kil- mer og Andy Garcia, og Mannerheim, sem fjallar um finnsku stríðshetjuna og verð- ur tekin í vetur og er alþjóðleg framleiðsla. Stórfengleg og fyndin Sá norræni leikstjóri sem hefur gert bestu myndina í Vesturheimi er hins vegar Svíinn Lasse Hallström, höf- undur hinnar sígildu What́s Eating Gilbert Grape, sem fyrir utan að vera stórfengleg, fyndin og hádramatísk, var veigamikill stökkpallur fyrir tvo af stærstu stjörnum sam- tímans, Leonardo Di Caprio og Johnny Depp. Farseðill Hallströms vestur yfir Atlansála var hin snjalla Mit liv som hund, sem færði Hallström Óskarstilnefningu bæði fyrir leikstjórn og handrit (byggt á áður birtu efni). Fyrsta myndin sem Svíinn lauk við í Hollywood var hin stjörnum prýdda (Richard Dreyfuss, Holly Hunter, Danny Aiello, Gena Rowlands, o.fl.), en auðgleymda Once Around. Háskandinavískt drama í Hollywood- pakkningu. Það gekk ekki í fjöldann. Þá var röðin komin að meistaraverkinu What́s Eating Gilbert Grape, og hefur Hallström haft nóg á sinni könnu æ síðan, þó árangurinn sé upp og ofan. Með bestu verkum leikstjórans eru tvímælalaust The Cider House Rules, byggð á margslunginni bók Johns Irv- ings. Hún fjallar fyrst og fremst um yndisleg vináttubönd munaðarleysingja (Tobey Maguire), sem komið er fyrir á hæli í Maine. Yfirlæknirinn (Michael Caine) sér hvað drengurinn er ríkulega kostum búinn og kemur honum í gegnum læknanám. Dökkir fletir eru einnig á myndinni, sifjaspell, einelti, o.fl., en hlýjan og manngæskan skyggir á kalblettina. The Cider House Rules hlaut gnótt Ósk- arstilnefninga, en þeir sem stóðu uppi með verðlaunin voru Caine og handritshöfundurinn Irving. Næsta verk Hallströms, Chocolat (́00), gerist í frönsk- um smábæ og segir af ástum sælgætisgerðarkonu og þorpshöfðingjans. Hin hrífandi eiginkona Hallströms og landi, Lena Olin, og Alfred Molina fóru myndarlega með aðalhlutverkin í vandaðri afþreyingarmynd sem hlaut fjölda tilnefninga. Þá var komið að stóra skellinum, The Shipping News (́01), byggð á rómaðri metsölubók Annie Proulx, með gæðaleikurunum Julianne Moore, Kevin Spacey, Judi Dench, Cate Blanchett, Pete Postlethwait, ofl. Allt kom fyrir ekki og gengi Hallströms hríðféll eins og krónan okkar á krepputímum. Casanova, The Hoax, Dear John o.fl. hafa komið og farið mjög hljóðlega. Engu að síður er Hallström með margt forvitnilegt á prjónunum Daninn Bille August hlaut heimsfrægð fyrir sjöundu mynd sína, Pelle erobreren (́87), og Hús andanna (́93), byggð á metsölubók Isabelle Allende, Casa De Los Espiri- tus, kom honum á alheimskortið. Stóra tækifærið kom 1997, þegar August var valinn til að leikstýra aðlögun Les- ið í snjóinn – Fröken Smillas fornemmelse for sne, en þessi danska skáldsaga seldist eins og heitar lummur um allan heim. Myndin fékk dapra dóma og dræma aðsókn. Val hinnar hæfileikasnauðu Juliu Ormond í titilhlutverkið þótti óbætanlegt tjón. Alþjóðleg gerð Vesalinganna, Les misérables (́98), þótti takast mun betur. Þó svo að alþjóðlegt gengi Augusts hafi verið upp og of- an, þykir hann bráðflinkur leikstjóri sem hefur jafnan í nógu að snúast. Þess má til gamans geta að ein þeirra mynda sem eru á dagskrá leikstjórans er The Journey Home, sem fjallar um íslenska stúlku sem verður frægur matargerðarmeistari á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar í Bretlandi. Hún snýr aftur heim til að flýja hrylling stríðsins en þá mætir henni nýtt og breytt Ísland. Hand- ritið er skrifað af Leifi B. Dagfinnssyni. Finnski leikstjór- inn Renny Harlin bregður á leik ásamt Samuel L. Jackson, Saffron Burrows og fleiri leikurum í Deep Blue Sea. Reuters Norður- landabúar í Hollywood Baltasar Kormákur frumsýnir Inhale í næsta mánuði, fyrstu kvikmynd íslensks leikstjóra í Hollywood. Hún leiðir hugann að þætti nokkurra norrænna leikstjóra þar vestra. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Lasse Hallström Bille August Þar sem undirritaður er ekki áskrifandi að stöðvum 365 eða Skjá einum, er þessum pistli beint að RÚV, þó mér skiljist að ástandið sé lítið skárra á öðrum sjónvarps- rásum landsmanna. Sanngjarnt er að taka fram í upphafi að fjármagnsskorturinn á einhvern þátt í þeim vesaldómi sem einkennt hefur kvik- mynda- og annað efnisval RÚV und- anfarin ár og var það þó ekki beysið fyrir kreppu. Að undanförnu hefur það flokkast undir kraftaverk ef RÚV hefur boðið nauðbeygðum sem kampakátum áskrif- endum sínum upp á annað en linnulausar endursýningar og eru bíómyndir ekki undanskildar. Til heiðarlegra undantekn- inga teljast margar af hinum fersku „sunnudagsmyndum“ RÚV, þær eru sótt- ar að miklu leyti til meginlandsins og af nógu að taka úr þeirri áttinni þar sem aðr- ar myndir en engilsaxneskar eru harla sjaldgæfar í bíóunum. Að mynd sé und- antekningarlaust góð ef hún kemur úr austri er hins vegar mesti misskilningur sem ákveðnir aðilar vilja halda á lofti, þeir um það. RÚV hefur hinsvegar borið gæfu til að skilja hismið frá kjarnanum í lofsam- legum mæli hvað þetta varðar. Það er bersýnilega enginn barnaleikur að halda úti slarkfærri dagskrá í núverandi árferði, þegar við bætist að engu er líkara en stjórnendur geri sér litla rellu þó end- ursýningum sé dembt yfir neytendur, en þar sem afnotagjaldið er hirt með hinum langa armi laganna ofan í mjóslegin veski landsmanna, dökknar útlitið til muna. Það hlýtur að vera möguleiki á að setja saman dagskrá á RÚV af meiri metnaði en raun ber vitni, þó ekki væri nema um helgar. Svo dæmi sé tekið má nefna að dönsku sprelligosarnir eru einnota sam- setningur, svo er um flest sjónvarpsefni. Ég er ekki að gagnrýna það að margur hafi yndi af þessari afþreyingu, það hefur hver sinn smekk. Og það veit Herrra minn trúr og góður að obbi kvikmynda er ekki beysnari en svo að það er í lagi að sjá þær einu sinni á lífsleiðinni en aldrei meir. Endursýningar eru samt sem áður algengt efni í öllum heimshornum, en má ekki leita víðar en í þessu daglega meðalmoði sem yfirgnæfir alla jafna framboðið? Þá er ég kominn að kjarna málsins. Því er ekki leitað fanga í kvikmyndavali til gullald- aráranna sem ríktu frá því á sjöunda ára- tug síðustu aldar, allt fram á þann níunda? Þetta var sannkallaður gósentími vestan hafs sem austan sem ég tel að sé mikið að þakka öllum þeim frábæru handritshöf- undum sem gátu vandalítið sett saman efnisþráð sem hélt frá upphafi til enda. Handritshöfundarnir og leikstjórarnir voru sögumenn af stærðargráðu sem virð- ist í bráðri útrýmingarhættu á 21. öldinni. Ég er þess fullviss að brúnin myndi lyftast á mörgum RÚV-neytandanum ef hann fengi, þó ekki væri nema einn gullmola um helgi frá ofanverðri síðustu öld. Ég ætla ekki að fara út í nánari upptalningar, en það er vansalaust að forvitnast, hvað með allar perlurnar frá því á fyrri hluta aldarinnar? Sá spyr sem ekki veit. Það væri ánægjulegt að fá svör við þess- um spurningum, það má vel vera að þær séu dýrari í innkaupum en okkur leik- menn grunar, eða tiltækar aðrar skýringar sem fróðlegt væri að vera upplýstur um. saebjorn@heimsnet.is Endursýningar og almenn leiðindi ohf. RÚV: Mikið um endursýningar. Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.