SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Síða 48
48 1. ágúst 2010
H
ermann Pálsson kenndi ís-
lensk fræði við Edinborgar-
háskóla áratugum saman.
Þekktastur er hann sennilega
fyrir enskar þýðingar á vegum Penguin
Classics á fornsögunum en þær skreyta
enn hillur bókabúða um víða veröld. Her-
mann benti mér eitt sinn á að hann væri
ósáttur við þýðingu ensks félaga síns á
orðinu „sækonungur“: viking king. Það
truflaði hann þetta „king – king“.
Hermann hafði næma tilfinningu fyrir
móðurmáli sínu. Hann var t.d. ekki alls
kostar ánægður með málfar íslensku kon-
unnar sem sagðist vera „opin fyrir Ed-
inborg“. Í stórsnjallri hugvekju um tungu
og stíl í Lesbók Morgunblaðsins 15. febr-
úar 1992 minnist Hermann meðal annars
á orð Jóhannesarguðspjalls, „sjá Guðs
lamb er ber synd heimsins“. Hann bendir
á að í fornri hómilíu standi „guðs gimbill
er á braut tók mein heimsins“ og finnst
honum sú þýðing bæði fallegri og skáld-
legri. Hann vekur m.a. athygli á að „gim-
bill“ sé karlkynsorð og því heppilegra að
nota það um Krist en hvorugkynsorðið
„lamb“. Auk þess stuðli „gimbill“ við
guð. Orðið „synd“ fannst Hermanni
„heldur leiðinlegt tökuorð úr útlendri
tungu“. En „um orðið mein gegnir allt
öðru máli: í því eru ekki einungis fólgnar
afgerðir fólks heldur einnig þjáningar
hins hrösula og langhrjáða heims.“ Þann-
ig var Hermann: síleitandi og síhugsandi
um málfar, stíl og menningu.
Menn takast á í fjölmiðlum þessa dag-
ana um málfar og málstefnu. Hættan er sú
að umræðan verði leiðigjörn ef ekki fylgir
gleði og húmor. Ég man eftir mönnum
sem skrifuðu annað slagið af innlifun um
málfar í blöðum. Einn þeirra er Halldór
Þorsteinsson skólastjóri. Ég held ég fari
rétt með að hann hafi lagt til að við not-
uðum orðið „nostrari“ yfir „perfeksjón-
ista“. Mér finnst þetta snjöll hugmynd.
Pétur Pétursson þulur var strangari mál-
farsgagnrýnandi. Hann leiðrétti einu
sinni prófessor sem sagði á málþingi að
Símon Jóh. Ágústsson hefði látið son sinn
„heita í höfuðið á“ Baldri Sveinssyni.
„Hann var skírður eftir Baldri Sveins-
syni,“ kallaði Pétur framan úr sal, „því að
Baldur var látinn þegar þetta var.“ Ég
man að okkur var kennt þetta í gamla
daga. Þess vegna brá mér í brún þegar ég
áttaði mig á að ég hafði sjálfur farið
„rangt“ með þetta í bók sem ég ritstýrði.
Ég sagði að Stephan G. hefði nefnt son
sinn „í höfuðið á Gesti Pálssyni.“ Mér
fannst nefnilega í hita leiksins að Gestur
Pálsson hefði verið á lífi þegar sonur
Stephans G. fæddist en það var ekki rétt.
Þannig var Gestur Stephansson nefndur
„eftir Gesti Pálssyni“ en ekki „í höfuðið
á“ honum. Ég ætla að leiðrétta þetta í
næstu prentun.
Ég hitti reyndan blaðamann í sund-
lauginni um daginn og hann fór að ræða
um málfar íþróttafréttamanna. Þetta var
á þeim tíma þegar sundstaðir tæmdust af
fólki upp úr klukkan 18 vegna heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu.
Blaðamaðurinn tók nokkur dæmi um of-
notkun fréttamanna á tilteknum orða-
tiltækjum: „gerir þetta vel“/ „heilt yfir“/
„fjarri góðu gamni“/ „að sjálfsögðu“/
„mikil gæði inni á vellinum“. Hér þyrfti
meiri tilbreytingu í orðavali. Ég tek undir
það með sundfélaga mínum.
Ofnotkun orða dregur úr þeim kraft.
Þannig verður orðið „innilega“ vand-
ræðalegt ef þakkað er innilega fyrir eitt-
hvert lítilræði, t.d. kaffibolla. Orðin
„ágætt“ og „sæmilegt“ (sem áður var
„sómi“ að) virðast hafa orðið ofnotkun að
bráð. „Ég skemmti mér ágætlega,“ sagði
unglingurinn en augljóst var á tónfallinu
að honum hafði leiðst. Enn er þó talað um
ágætiseinkunn nemenda sem fá einkunn
á bilinu 9 til 10.
Að lokum gátuvísa eftir Þórð Helgason,
fengin að láni úr nýju námsefni í íslensku
sem Skólavefurinn gefur út. Sama orðið
má lesa úr hverri braglínu.
Ég er lína löng og bein,
líka hrekkir illir.
Stefna mín er aðeins ein,
erlend gata er skjóður fyllir.
Vísbending: Síðasta línan átti enn betur
við fyrir bankahrunið en nú.
„Gerir þetta vel“
’
Orðið „synd“ fannst
Hermanni „heldur
leiðinlegt tökuorð úr
útlendri tungu“.
Sturla Friðriksson veitir Hermanni Pálssyni prófessor viðurkenningu Ásusjóðsins 1999.
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
É
g hef komið til Íslands og man
ótrúlega vel eftir þeirri ferð,“
segir Anne Holt og skellir inni-
lega upp úr. Hún kom hingað til
lands 8. febrúar 1998 í þeim tilgangi að
kynna skáldsögur sínar. Holt vakti síður
en svo athygli þar sem annar rithöfundur
átti hug og hjörtu landsmanna á þessum
tíma. Einn ástkærasti rihöfundur þjóð-
arinnar, Halldór Laxness, lést nefnilega á
þessum fyrrnefnda degi.
„Það voru nokkrar bækur úr Hanne
Wilhelmsen-bókaflokknum mínum gefn-
ar út á Íslandi á 10. áratugnum. Ég fór til
Íslands í kynningarferð og var heldur bet-
ur óheppin með tímasetningu. Laxness
lést nefnilega á þeim degi sem ég kom til
Reykjavíkur. Útför hans var svo haldin á
þeim degi sem ég mætti í Norræna húsið
til að kynna bækurnar. Ég held að íslenska
þjóðin hafi verið með hugann við Laxness,
en ekki kynninguna mína. Þetta var svo
sannarlega ekki góður dagur til að kynna
nýjan rithöfund á Íslandi,“ segir Holt og
bætir við að hún myndi glöð vilja koma
aftur til landsins.
Reynslumikil kona
Anne Holt er fædd í Larvik í Suður-Noregi
árið 1958 en ólst upp í Lillestrøm og
Tromsø. Hún flutti til höfuðborgarinnar
Oslóar árið 1978 þar sem hún býr enn
þann dag í dag ásamt unnustu sinni, Anne
Christine Kjær, og dóttur þeirra, Iohanne.
Hún er lögfræðingur að mennt og hefur
meðal annars unnið sem fréttakona á
norsku sjónvarpsstöðinni NRK og á lög-
reglustöðinni í Osló. Árið 1994 setti Holt á
fót sína eigin lögfræðistofu og var þar að
auki dómsmálaráðherra í afleysingum á
árunum 1996-1997.
Holt kemur blaðamanni fyrir sjónir líkt
og skáldsagnapersóna úr góðri bók, enda
er hér á ferðinni kona með bein í nefinu.
Hún hefur áorkað meira en flestir geta á
heilli lífstíð og svo virðist sem hún ætli að
halda sínu striki áfram. Hún segist alltaf
hafa haft gaman af því að skrifa og því hafi
rithöfundarstarfið legið einstaklega vel
við.
„Ég starfaði lengi sem blaðamaður og
skrifaði mikið í því starfi. Hugmyndin
kom eiginlega bara eins og þruma úr heið-
skíru lofti, mig langaði að skrifa skáldsög-
ur og „the rest is history“ eins og þeir
segja. Ég las mjög mikið sem barn. Ég held
að það sé ekki til sá rithöfundur sem ekki
hefur lesið mikið í æsku. Ég reyni að lesa
eins mikið af fjölbreyttu efni og ég get.
Það hef ég gert alveg síðan ég var krakki.“
Hugmyndin fengin frá vini
Bækur Holt hafa verið gefnar út í tuttugu
og fimm löndum og selst í meira en fimm
milljónum eintaka. Þrátt fyrir þessar gíf-
urlegu vinsældir er nafn hennar ekki mjög
þekkt hér á landi. Það verður þó vænt-
anlega breyting á því áður en langt um
líður þar sem forlagið Salka gaf nýverið út
glæpasögu hennar Það sem mér ber í ís-
lenskri þýðingu. Bókin hefur hlotið frá-
bærar viðtökur og stefnir forlagið á að gefa
út fleiri bækur eftir Holt á næstunni. Það
sem mér ber er fyrsta bókin í bókaflokkn-
um um lög- og sálfræðinginn Inger Jo-
hann Vik og er efniviður sögunnar allt
annað en léttmeti: Lögreglan í Osló stend-
ur frammi fyrir einum óhugnanlegasta
glæp sem nokkur getur ímyndað sér,
barnaráni. Yfirmaður hennar reynir að fá
Vik til liðs við sig sem þykir ekki ráðlegt
að blanda sér í málið. Þegar fleiri börn
hverfa sporlaust ákveður Vik þó að ljá lög-
reglunni hjálparhönd.
Aðspurð segir Holt starfsreynslu sína
hjá lögreglunni hafa hjálpað sér í skrifum
sínum upp að vissu marki. „Það er svo
langt síðan ég hætti í lögreglunni. Það var
árið 1991, fyrir tæpum tuttugu ár. Í raun-
inni kemur reynslan ekki að gagni lengur.
Hún gerði það samt sem áður þegar ég var
að byrja að skrifa.“
Holt leitar innblásturs frá öllu mögu-
legu, meðal annars dagblaðalestri og sam-
tölum fólks. Hugmyndin að bókinni Það
sem mér ber fékk hún þó frá vini
„Vinur minn sagði mér sannsögulega
sögu sem átti sér stað fyrir fyrri heim-
styrjöldina. Mér fannst hún mjög áhuga-
verð og ákvað að rannsaka hana betur.
Svo rann upp fyrir mér að það yrði ef til
vill betra að nota hana sem innblástur fyr-
ir skáldsögu í staðinn fyrir að skrifa sögu
byggða á heimildum.“ Sagan sem Holt var
sögð fjallaði um mann að nafni Ingvald
Hansen, sem dæmdur var í lífstíðarfang-
elsi árið 1938. Í eftirmála bókarinnar fjallar
Holt um málið í nokkrum orðum, en svo
virðist sem Hansen hafi orðið fórnarlamb
réttarmorðs. Söguflétta Það sem mér ber
svipar til sögu Hansens, en Holt segist
samt sem áður hafa byggt á hreinni
Sögur myrkra
heima norð-
ursins
Norski rithöfundurinn Anne Holt hefur skipað
sér sess á meðal fremstu krimmahöfunda Norð-
urlandanna. Hún hefur skrifað sautján bækur á
jafnmörgum árum og segir agann besta verkfær-
ið sem rithöfundur geti búið yfir.
Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is
Lesbók