SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 50
50 1. ágúst 2010
Lesbók
N
ú fyrir helgina lét Helga Hjörvar af störfum sem
forstjóri menningarhússins Bryggjunnar, eða
Norðurbryggju, í Kaupmannahöfn eftir rúm-
lega fimm ára starf. Árið 2005 tók hún að sér að
stýra þessu menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands
í nýuppgerðu og glæsilegu pakkhúsi frá 18. öld í Kristjáns-
höfn, gegnt Nýhöfninni. Helga hefur nú kvatt samstarfs-
fólk sitt og er á leiðinni heim, akandi þessa dagana á milli
vina í Danmörku; eftir helgi ekur hún síðan um borð í Nor-
rænu og siglir til Seyðisfjarðar. Á síðustu átján árum hefur
Helga starfað fyrir norrænar menningastofnanir í Kaup-
mannahöfn og í Þórshöfn í Færeyjum, en áður stýrði hún
Leiklistarskóla Íslands.
„Þetta er orðinn góður tími erlendis, ég fór árið 1992 frá
Íslandi,“ sagði Helga fyrr í mánuðinum þar sem við sátum
á skrifstofu hennar á Norðurbryggju, í brakandi danskri
blíðu. „Fyrst var ég í sex ár hér í Kaupamannahöfn, hjá
Norrænu leiklistarnefndinni. Þaðan fór ég til Færeyja og
var forstjóri Norræna hússins þar í sex ár. Hér hef ég verið
rétt rúm fimm ár. Ég varð 67 ára annan júlí og var búin að
lofa sjálfri mér því fyrir þó nokku að hætta í föstu starfi á
þeim tímamótum.
Ég er búin að vera útivinnandi síðan ég var sextán ára,“
segir hún og brosir.
Menningarhús þarf að ná til fólks
Menningarstofnunin Bryggjan hefur á liðnum árum verið
að öðlast sess í dönsku menningarlífi, sem vettvangur
skapandi listar eyþjóðanna þriggja í Atlantshafinu, en
stofnunin tók til starfa árið 2003. Settar eru upp mynd-
listar- og sögusýningar í húsinu, auk þess sem reglulega er
boðið upp á tónleika. Þá eru sendiráð Íslands og sendi-
stofur Færeyja og Grænlands í húsinu, og ráðstefnuað-
staða. Veitingastaðinn NOMA er einnig þar að finna en
hann státar af tveimur Michelin-stjörnum og var á dög-
unum valinn hvorki meira né minna en besti veitinga-
staður á jarðarkringlunni.
Við Helga erum að ræða um norrænar menningarstofn-
anir og hún segir að þessar þrjár sem hún hefur stýrt séu
afar mismunandi en sú sem hún kveður nú, Norður-
bryggja, hafi hvað skýrastan megintilgang.
„Okkur er ætlað að kynna list landanna þriggja, á jafn-
réttisgrundvelli,“ segir hún. „Því þurfum við sem hér
störfum að setja okkur vel inn í aðstæður í löndunum, vita
hvar styrkleikinn liggur í menningarlífinu, en það þarf líka
að setja sig vel inn í aðstæðurnar í fjórða landinu, hér í
Danmörku þar sem stofnunin er. Það er nefnilega ekki til
neins að hafa svona menningarhús ef það nær ekki til fólks.
Þegar ég var ráðin hingað árið 2005 hafði öll áherslan
verið á að innrétta húsið og koma starfseminni af stað. Ég
þurfti að byrja á því að móta stefnu og ákveða hvað yrði
kjölfestan í starfinu. Ákveðið var að einbeita sér að starf-
semi í húsinu sjálfu og á bryggjunni fyrir utan, og reyna
að vinna með þau langtímasjónarmið í huga að húsið yrði
hluti af þeirri menningu sem Kaupmannahafnarbúum og
nágrönnum okkar hér stendur til boða.
Það hefur verið mikil vinna við að koma okkur á kortið
en það verður að segjast eins og er, að það hefur tekist
ansi vel. Hér er valinn maður í hverju rúmi og það skiptir
gríðarlegu máli. Varðandi myndlistarsýningar hefur það
verið meðvituð stefna að reyna að ná eyrum gagnrýn-
enda dönsku dagblaðanna. Ekkert jafnast á við þá, við að
ná til fólks. Þrátt fyrir alla þessa nýju miðla, þá er blaða-
umfjöllunin enn svo mikilvæg. Framboðið er svo mikið
að það skiptir miklu máli ef virtur gagnrýnandi lætur álit
sitt í ljós.
Þá hefur líka hjálpað okkur að vera með fjölbreytilegar
sýningar sem koma fólki oftar en ekki á óvart.“
Helga segir að Bryggjan eigi sér tryggan hóp stuðn-
ingsmanna, fólk sem sækir stofnunina reglulega, og það
fólk þekkir löndin þrjú gjarnan af eigin raun, ekki síst
Grænland og Færeyjar. Þetta fólk hefur yfirleitt fortíð-
artengsl við löndin og vill gjarnan sjá sýningar á ein-
hverju sem það þekkir. Þurfa starfsmenn ekki að taka til-
lit til þeirra óska, um leið og þeir reyna að víkka heim
gesta út með innsýn í nýja listsköpun í löndunum?
„Jú, vissulega,“ segir Helga. „Það er meiri áhugi í
löndunum á að sýna hér framsækna list, það nýjasta sem
er að gerast; list sem sýnir að þetta séu framsækin sam-
félög. En vandinn við það er að slík list sker sig ekki alltaf
svo mikið frá listinni hér í Danmörku, þannig að það get-
ur verið örðugra að fá gesti á slíkar sýningar. Það er þó
auðvitað grundvallaratriði í rekstrinum að sýna hvort
tveggja.“
Á síðustu misserum hafa m.a. verið settar upp á
Bryggjunni sýningar á verkum íslensku listamannanna
Helga Þorgils Friðjónssonar, Eggerts Péturssonar, Karls
Einarssonar Dunganons og þá var fyrr í mánuðinum opn-
uð sýningin Úrvalið - Íslensk ljósmyndun 1866-2009.
Um þessar mundir stendur einnig yfir á Bryggjunni yf-
irlitssýning á verkum færeysku grafíklistakonunnar El-
inborgar Lützen.
„Auk sýninganna í húsinu bjóðum við upp á tónleika
og þá einkum fyrir yngra fólk,“ segir Helga. „Hér hafa
margar helstu hljómsveitir Íslands, Færeyja og Græn-
lands leikið og við erum orðin allþekkt fyrir það. Þetta
eru oftast einir tónleikar í mánuði. Fólk frá þessum lönd-
um er oft stór hluti gesta og svo vinir þeirra og kunn-
ingjar, en við merkjum nú meiri áhuga frá dönskum
miðlum og áheyrendum.“
Talsvert mál að reka stofnun í nýju landi
Þegar Helga er spurð að því hvort starf hennar sem for-
stjóra á þessum fyrstu árum Bryggjunnar hafi gengið eins
og hún vonaðist til, þá brosir hún og segist í raun aldrei
hafa vitað alveg í hverju hvert starf væri fólgið. „Ég hef
bara tekist á við verkefnin. Ég vissi hver markmiðin væru
og ég vissi hvað ég vildi gera, en ég vissi svo sem ekki
alltaf fyrirfram hvernig ætti að fara að því …
Vitaskuld er talsvert mál að setja sig inn í það að reka
stofnun í nýju landi og í mismunandi kerfi. Nú hef ég
unnið tvisvar hjá Norrænu ráðherranefndinni og svo hér,
þar sem fulltrúar forsætisráðuneyta landanna fjögurra
sitja í stjórn. Það hefur á vissan hátt orðið auðveldara eft-
ir því sem ég hef reynt það oftar, að „lesa“ stofnanirnar
þegar ég kem til starfa; að sjá hvernig stofnunin er í stakk
búin, hvernig starfsmennirnir eru, hversu mikinn áhuga
þeir hafa á að vera hluti af lifandi starfi.“
- Hefur mikil orka og tími farið í að útvega rekstrarfé í
þessum stofnunum?
„Þegar ég vann hjá Norrænu leiklistarnefndinni var
hlutverkið fyrst og fremst að úthluta peningum og standa
fyrir námskeiðum. Í Færeyjum þurfti ég einkum að
standa að fjáröflun vegna þess að ég stofnaði til alþjóð-
legrar listahátíðar. Það var stærra skref en hafði verið
tekið þar áður; það var þetta íslenska snitti að reyna að fá
það allra besta í listinni frekar en að fá kannski þá sem
hefðu tíma eða gætu komið í sumarfríinu sínu. Lista-
stefnan var alþjóðleg og Norræna húsið er norræn stofn-
un, þannig að það þurfti að útvega færeyska peninga. En
það var gert af metnaði, til dæmis tókst að fá Írsku óp-
eruna með La Bohemé til Færeyja því Færeyjabanki
keypti heila sýningu og gerði uppfærsluna þar með
mögulega. Það var mjög ánægjulegt.“
Menning
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Hef tekist á
við verkefnin“
„Ég er ekki að hætta núna vegna þess að þetta er strögl eða slít-
andi vinna, heldur vegna þess að nú er þessu tímabili í lífi mínu
lokið,“ segir Helga Hjörvar sem hætti í vikunni sem forstjóri
Norðurbryggju. Helga stýrði áður Leiklistarskóla Íslands en hef-
ur í 18 ár starfað við norrænar menningarstofnanir.