SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Page 52
52 1. ágúst 2010
N
ýverið las ég bókina A Royal
Duty, þar sem einkaþjónninn
Paul Burrell rekur kynni sín af
bresku konungsfjölskyldunni
og þá sérstaklega Díönu prinsessu sem
hann kynntist þegar hún giftist Karli 1981
og fylgdi svo þar til hún lést sextán árum
seinna. Bókin er athyglisverð fyrir margar
sakir; Burrell uppljóstrar þar ýmislegu
forvitnilegu um kóngafólkið en það er
ekki síst hans eigið viðhorf til konungs-
veldisins og fólksins sem hann þjónaði
sem er heillandi. Ég hef alltaf borið sterk-
ar taugar til Bretlands, menningar lands-
ins og sögu, en að lesa um það hvernig
þjónustufólkið faldi sig inni í kústaskáp-
um til þess að hennar hátign þyrfti ekki að
líta það augum á göngunum fór alveg með
mig. Um leið og ég fletti í gegnum síð-
urnar sveiflaðist ég á milli þess að finnast
heimur konungshallanna heillandi og
hreint og beint
fyrirlitlegur.
En bókin fékk
mig líka enn og
aftur til að hugsa
um gildi slíkra
frásagna. Mér
varð hugsað til
umræðunnar um
það hvernig netið
gefur fólki tæki-
færi til að endur-
skrifa líf sitt eins og því hentar, með því
að ritskoða dagbókarfærslur sínar og
stjórna upplýsingaflæðinu á bloggsíðum
og samskiptavefjum. Um leið og við þjót-
um á ógnarhraða inn í framtíð tölvutækn-
innar og fjarlægjumst gamla og „áþreif-
anlegri“ tíma, keppast margir við að
harma allt það sem við skiljum eftir og
bölva nýjungum morgundagsins. Um-
ræður um áreiðanleika og varanleika net-
heimilda eiga fullkomlega rétt á sér en ég
er ekki viss um að allir gerir sér grein fyrir
því að í raun erum við ekkert betur sett
með innbundnar og formlega útgefnar
ævi- og sjálfsævisögur.
Paul Burrell var langt í frá sá eini sem
skrifaði um Díönu en meðal annarra hafði
blaðamaðurinn og ævisagnaritarinn And-
rew Morton gefið út bók um prinsessuna
þegar hún var á lífi. Seinna sagði hann
bókina ekki eingöngu hafa verið byggða á
samtölum þeirra tveggja, heldur hefði
Díana sjálf farið yfir drögin að bókinni til
að tryggja nákvæmni. Burrell vildi hins
vegar meina að Morton hefði víða í bók-
inni mistúlkað orð prinsessunnar og benti
einnig á að Díana hefði verið reið og bitur
á þessum tíma og því hefðu viðtölin ekki
endurspeglað raunverulegar tilfinningar
hennar, sem Burrell fullyrðir svo sjálfur
að hafa fullkomlega á hreinu. En það vill
enginn fullkomlega afhjúpa sig og þess
vegna ritskoðum við okkur sjálf og aðra.
Þess vegna eru líka allar ævisögur viðleitni
til að varpa ljósi á einstaklinga en enginn
getur haft fullkomlega rétt fyrir sér um
aðra manneskju.
Enginn
veit
fyrir víst
Orðanna
hljóðan
Hólmfríður Gísladóttir
’
… netið
gefur
fólki
tækifæri til að
endurskrifa líf
sitt eins og því
hentar
Í
slendingasögurnar eru sígildar
bókmenntir sem munu alltaf eiga
erindi við menn því þær fjalla um
siðferði og fleiri áleitnar spurn-
ingar. Það er kominn tími til að lesa
þessar sögur sem fagurbókmenntir –
ekki bara sem sögu,“ segir Jon Gunnar
Jørgensen, ritstjóri nýrrar heildarútgáfu
Íslendingasagnanna sem áætlað er að
komi út í Noregi árið 2012.
Þetta er í fyrsta sinn sem heildarútgáfa
Íslendingasagnanna kemur út í Noregi en
samhliða kemur safnið út í Svíþjóð og
Danmörku. Útgáfan í löndunum þremur
er svo samkeyrð undir stjórn bókaútgáf-
unnar Saga forlag hér á Íslandi. Við út-
gáfuna verður stuðst við heildarútgáfu
Svarts á hvítu sem kom út á níunda ára-
tugnum en fyrir utan Íslendingasög-
urnar, sem eru 40 talsins, verður úrval
Íslendingaþátta með í útgáfunni.
Hingað til hafa konungasögurnar og
sér í lagi Heimskringla hlotið mestu at-
hyglina í Noregi enda eru þær mikilvæg
heimild um sögu lands og þjóðar. Flestar
Íslendingasögurnar hafa þó komið þar út
áður, en Jon Gunnar segir fulla ástæðu til
að veita þeim hærri sess en hingað til.
„Þessar sögur hafa haft áhrif á norskar
fagurbókmenntir, s.s. norsk ljóð og
skáldskap í gegnum tíðina og við verðum
að þekkja þær til að skilja og þekkja okk-
ar eigin menningarsögu.“
Sögurnar verða þýddar frá grunni á
nútímanorsku og hefur Jon Gunnar
fengið hóp norskra þýðenda til liðs við
sig. Norskan hefur þá sérstöðu að vera
annars vegar skrifuð á bókmál og hins
vegar á nýnorsku. „Ég varð að finna
praktíska lausn á því vegna þess að það er
erfitt að þýða þessar sögur og það eru
ekki margir sem geta það. Þar fyrir utan á
þetta að gerast á tiltölulega stuttum tíma.
Ég ákvað því að láta þýðendurna ráða því
á hvort málið þeir þýddu – einfaldlega
það sem væri þeim eðlilegast og tamast.“
Þá hefur Jon Gunnar fengið tvo þekkta
rithöfunda í Noregi til að lesa yfir textann
að þýðingu lokinni, bókmálshöfundinn
Roy Jacobsen og nýnorskumanninn Edv-
ard Hoem. „Þeir eiga að tryggja að það
verði góður bókmenntalegur tónn í þýð-
ingunum.“
Karl með barn á brjósti
Sjálfur hefur Jon Gunnar, sem starfar
sem prófessor í norrænum fræðum við
Stuðst er við Íslendingasagnaútgáfu Svarts á hvítu við norrænu útgáfuna enda ætlunin að gera sögurnar aðgengilegar á nútímamáli.
Morgunblaðið/Þorkell
Heiður, morð og
innri spenna
Jon Gunnar Jørgensen, ritstjóri nýrrar heildar-
útgáfu Íslendingasagnanna í Noregi, segir tíma-
bært að endurvekja áhuga landa sinna á þeim
áleitnu fagurbókmenntum sem sögurnar eru.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Lesbók