SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Side 22

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Side 22
22 19. september 2010 G uðbjörg Magnúsdóttir hefur reynt meira en flestir en kvartar ekki yfir því. Hún er kraft- mikil og notar reynslu sína til góðs. Hún fagnaði 36 ára afmæli sínu sama dag og blaða- maður hitti hana á heimili hennar í fallegu húsi í Selja- hverfi. „Hver einasti dagur er kraftaverk og afmælið er ekkert frábrugðið öðrum dögum, kannski aðeins meiri gleðidagur,“ segir Guðbjörg. Það er vigt að baki þessum orðum því hún þekkir bæði sorg og gleði í lífinu, hún sigraðist á krabbameini, eignaðist fjölfatlaðan og mikið veikan dreng þegar hún var rúmlega tvítug en hann er nú látinn. Guðbjörg á samhenta fjölskyldu, mann, tvær dætur og stjúpson, og veit mikilvægi þess að vera með gott stuðningsnet á bak við sig. Eitt slíkt stuðningsnet er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðin Ljósið og stend- ur Guðbjörg ásamt fleiru góðu fólki fyrir stuðnings- og hátíðartónleikum fyrir Ljósið í Háskólabíói á miðviku- daginn. „Ljósið er einfaldlega stórkostlegt fyrirbæri,“ segir Guðbjörg. „Við erum með þessa tónleika til að fagna fimm ára afmælinu. Markmiðið er að allir Íslend- ingar viti hvað Ljósið er og hvað það stendur fyrir. Þetta litla félag er búið að vaxa svo mikið á svona stuttum tíma því það er einfaldlega ómissandi.“ Greindist með krabbamein á meðgöngu Guðbjörg greindist með krabbamein á meðgöngu yngri dóttur sinnar. Í fyrstu var talið að æxlið væri góðkynja en þegar dóttir hennar var örfárra vikna kom í ljós að svo var ekki og þegar hún var sex vikna gömul fór Guð- björg í sína fyrstu lyfjameðferð. „Krabbameinið var við olnbogann og ég var búin að ganga með þetta í langan tíma og búin að vera með mikil óþægindi. Ég er með gigt og var búin að upplifa erfiða tíma þannig að líkami minn var mjög þreyttur. Það var haldið að þetta væri gigt eða tennisolnbogi,“ segir hún en krabbameinið sem hún glímdi við heitir einsleitt slímhimnusarkmein. „Mig langaði að láta gott af mér leiða inn í Ljósið. Þarna er tekið á málefnum allrar fjölskyldunnar,“ segir hún og útskýrir að krabbamein sé ekki einstaklingsmál. „Það er svo mikilvægt að fá meðferðarúrræði sem felst í einhverju jákvæðu eins og list, leikfimi, spjalli eða góð- um mat. Þarna fær fólk skjól. Það veit enginn hvað það er að ganga í gegnum þetta fyrr en reynir á. Skjólið er stundum hjá fólki í sömu sporum.“ Guðbjörg syngur tvö lög á tónleikunum með hljóm- sveit sinni, sem skipuð er þekktum tónlistarmönnum, og verður hún með gospelkór sér til halds og stuðnings. Hún ætlar að syngja „Over the Rainbow“, sem er eitt af hennar uppáhaldslögum. „Textinn er um drauma, að horfa til himins og óska sér alls hins besta.“ Svo segist hún „ætla að taka svolitla áhættu og syngja „Purple Rain“ með gospelkór“ en í þessu átta mínútna tónverki fá tónlistarmenn kvöldsins að njóta sín. Hún er þakklát þeim sem taka þátt, hljómsveitina sína kallar hún „eðaltónlistarmenn og eðalmenn með hjartað á réttum stað“ og segir íslenska tónlistarmenn vera „einfaldlega frábæra. Ég er mjög þakklát fyrir þátttöku þeirra“. Lífsreynslan dýpkar hana sem tónlistarmann Hún segir að lífsreynslan sem hún búi að auðgi sig sem tónlistarmann. „Þetta snýst um tilfinningar og að þú náir sambandi við tónlistina og textann. Galdurinn ligg- ur í því að ná tengslum við fólkið í kringum þig.“ Guðbjörg kennir í Söngskóla Maríu Bjarkar og segir það yndislegt starf. „Það jafnast ekkert á við það að vinna með börnum og vera með börnum.“ Söngferill Guðbjargar byrjaði þegar hún var tæplega tvítug og fór til Þýskalands til að starfa sem heimilishjálp og barnfóstra, eins og margar ungar stúlkur gera. Dvölin hafði afgerandi áhrif á líf hennar, bæði hvað söngferilinn varðar og líka að hún kynntist þar íslenskum manni og varð ófrísk. Meðgangan gekk vel að því leyti til að Guð- björgu leið vel en snemma varð ljóst að líklega væri eitt- hvað að barninu. Hún kom heim til Íslands til að eiga drenginn, hann var tekinn með keisaraskurði og þegar hann var átta daga gamall fékk hann heiftarlegt floga- veikikast. Hún er þakklát fyrir að hafa verið ennþá á spítalanum en drengurinn, Magnús Óli Guðbjargarson, var færður á vökudeildina og var í stöðugum rann- sóknum næstu vikurnar. „Ég þakka Guði fyrir að hafa sett mig í þessar aðstæður svona unga. Ég var full orku og það skipti mig engu máli þótt ég missti úr svefn. Við bjuggum á spítölum fyrstu árin. Eftir að hann fæðist legg ég allt annað á hilluna, framadraumarnir skipta mig engu máli lengur,“ segir Guðbjörg en hún hafði sungið með hljómsveitum í Þýskalandi, gefið út plötu og ferilinn lofaði góðu. Magnús Óli fæddist mikið fjölfatlaður. „Ég fékk al- gjört áfall en einhvern veginn heldur maður alltaf í vonina,“ segir hún um þessar fyrstu vikur. „Þetta var rosalegt basl fyrstu mánuðina og á endanum ákvað ég að fara með hann til Þýskalands og þar erum við nánast tvö ár á spítala,“ segir hún en þetta var í háskólasjúkra- húsinu í Kiel. „Það voru hundruð manna um allan heim sem unnu í teymisvinnu til að reyna að finna hvað væri að honum. Við eignuðumst strax frábæran lækni hér heima, sem gekk í gegnum súrt og sætt með okkur alla tíð og hann fylgdist með því sem gerðist úti. En hjarta mitt var í Þýskalandi á þessum tíma,“ segir hún og bæt- ir við að aðstæður fyrir foreldra veikra barna hafi líka verið mjög góðar á sjúkrahúsinu í Þýskalandi. Ætlaði ekki að bugast „Auðvitað var þetta erfitt og að sjálfsögðu hefði ég getað bugast. En ég var ung og ég tamdi mér það strax að ég Guðbjörg Magnúsdóttir er kraftmikil og lífsglöð ung kona sem veit að lífið hefur bæði upp á sætt og súrt að bjóða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífsneistinn er sterkur Söngkonan Guðbjörg Magnús- dóttir þekkir bæði gleði og djúpa sorg. Hún glímdi við krabba- mein og átti fjölfatlaðan og mikið veikan dreng. Guðbjörg syngur á hátíðartónleikum til styrktar stuðningsmiðstöðinni Ljósinu á miðvikudagskvöldið. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Ég get sagt það að í gegnum allt það sem ég hef gengið í gegnum hef ég aldrei misst vonina. Ég hef aldrei átt dag þar sem mig langar til að gefast upp eða deyja.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.