SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Side 35
19. september 2010 35
Ingvar kom að undibúningi nýs hjólagarðs í
Skálafelli, sem opnaði í ágústbyrjun en þar
hefur jafnframt verið haldin keppni í fjalla-
bruni. „Þar er sérstaklega lögð áhersla á að
það geti hver sem er komist niður brautina.
Sá sem er góður kemst hratt niður en aðrir
geta komist niður án þess að setja sig í sér-
staka lífshættu.“
Hann segir braut eins og þá í Skálafelli
geta opnað íþróttina fyrir almenningi. „Ein-
mitt þetta stækkar íþróttina. Fjallabrunið hef-
ur verið lokuð íþrótt, þú þarft að hafa nógu
mikinn áhuga til að kaupa þér rándýrt hjól og
byrja að stunda það á þessum örfáu brautum
sem við höfum á Íslandi. Það er ekki hver
sem er sem tekur þetta stökk. Skálafell er
staður sem þú getur kynnst íþróttinni, prufað
og séð hvort þér líki þetta,“ útskýrir hann.
Hann segir þá sem standa að hjólagarð-
inum í Skálafelli hafa „risastórar hugmyndir“
um svæðið. „Það getur þróast og stækkað
með tímanum með fleiri brautum og betri
lyftu. Hjólaleiga gæti líka gert mikið fyrir
svona svæði,“ segir Ingvar, sem hefur heim-
sótt stærsta hjólasvæði í Evrópu, í Les Gets í
Frakklandi, og segir það hafa verið magnaða
upplifun.
Vantar fjármagn
Stefnan var að hafa hjólagarðinn í Skálafelli
opinn fram eftir hausti en það gekk ekki eftir
þó Ingvar og félagar voni að það breytist.
„Stólalyftan í Skálafelli þolir ekki álagið við
það að láta slökkva á sér og starta aftur eins
oft og þarf við flutninga á reiðhjólum,“ segir í
tilkynningu starfsfólks Skálafells. „Eini
möguleikinn til að geta haldið verkefninu
áfram er að veitt sé frekara fjármagn í verk-
efnið svo hægt sé að laga þetta. Það liggur
ekki fyrir að svo stöddu og því verðum við að
taka þá ákvörðun að keyra ekki lyftuna. Ef að-
stæður breytast munum við kynna það á
heimasíðunni og símsvaranum og á Facebo-
ok,“ segir þar ennfremur.
Hjólagarður í Skálafelli
Ingvar mætti að sjálfsögðu á hjóli í við-
talið í höfuðstöðvum Morgunblaðsins í
Hádegismóum. „Síðan ég byrjaði í
þessu hef ég farið allar mínar ferðir á
hjóli og hef gaman af því. Ég sé þetta
sem góðan ferðamáta og held mér í
formi á saman tíma,“ segir hann en
reyndar mætti hann ekki á fjallabruns-
hjólinu, heldur á hjóli sem hann festi
kaup á í sumar og hentar betur til
götuhjólreiða og er sambland af fjalla-
hjóli og götuhjóli. Það er með mjóum
dekkjum, sem eru rákalaus og mikið
er pumpað í en stýrið er þó beint eins
og á fjallahjóli og með diskabremsum.
Sparnaðarráð og líkamsrækt
„Mér finnst þetta miklu skemmtilegra
en að keyra á milli staða. Kosturinn
við að vera í góðu formi og á góðu
hjóli er að maður er fljótur að koma
sér milli staða.“
Á veturna er hann síðan á nagla-
dekkjum og klæðir sig eftir veðri.
„Þetta er einhver besta líkamsrækt
sem þú kemst í og er nánast ókeypis.
Startgjaldið er hjólið og svo ferðu bara
út að hjóla þegar þér sýnist og þarft
ekki að stimpla þig inn í líkamsrækt-
arstöð.“
Ingvar gefur þeim sem eru að byrja
að nota hjól sem samgöngutæki það
ráð að gefa sér nógan tíma til ferða-
lagsins í fyrstu. Hann bendir þó á að
þegar umferð er mikil sé hægt að vera
fljótari í ferðum á hjóli en bíl.
„Síðustu tvö ár hefur fólk farið að
hjóla meira, þá frekar sem sparnaðar-
ráð en það hefur alltaf verið þessi
tenging milli efnahags og hjólreiða,“
segir hann en útskýrir að það hætti
auðvitað ekkert allir að hjóla þó fjár-
ráðin aukist.
Vantar fleiri hjólastíga
Hann myndi þó kjósa að það væri bor-
in meiri virðing fyrir hjólreiðafólki í um-
ferðinni almennt en finnst viðhorfið til
hjólamenningar vera að batna með
nýrri borgastjórn.
Hann vildi gjarnan að hjólreiða-
stígum væri fjölgað, bæði þá sér-
stígum og stígum sem liggja samhliða
umferðargötum. Hann notar Portland í
Oregon-ríki í Bandaríkjunum sem dæmi
um vel heppnaða hjólaborg. „Þar tóku
borgaryfirvöld markvissa ákvörðun um
uppbyggingu hjólreiðastíga og það skil-
aði sér í notkun,“ segir hann en sam-
kvæmt Wikipediu hjóla 8% íbúa til og
frá vinnu, sem er tíu sinnum meira en
meðaltalið í Bandaríkjunum. Þykir Port-
land vera á meðal hjólreiðavænustu
borga í heimi.
Á líka götuhjól
íþróttarinnar. Hann fékk þessa hugmynd sumarið
2008 og opnaði síðuna í nóvember það ár. „Þetta
gengur bara vel, það er stöðugt flæði af myndum og
myndböndum og spjallið er ágætlega virkt,“ segir
Ingvar, sem ætlar að fá fleiri í lið með sér til að stýra
vefnum. Grafísk hönnun er nokkuð sem Ingvar hefur
áhuga á að starfa við en þess má geta að hann hannaði
nýjan vef Laugarásbíós og setti upp veglegt skólablað
Borgarholtsskóla.
Ingvar byrjaði líka að taka ljósmyndir skömmu eftir
að hann fór á fullt í hjólreiðarnar og hefur því komið
sér upp góðu safni af myndum af hjólreiðafólki í
keppni og leik eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Farið úr hnjálið nokkrum sinnum
En skyldi Ingvar ekki hafa slasað sig í öllum hama-
ganginum á hjólinu?
„Ég er búinn að vera heppinn með það, hef ekki
brotið mig, frekar lent í einhverju svona,“ segir hann
og sýnir skrámaðan handlegg. „Ég hef að vísu farið úr
hnjálið nokkrum sinnum ...“
Hann bendir á að víða sé hægt að slasa sig. „Menn
slasa sig meira í mörgum öðrum íþróttum. Það góða
við fjallabrunið er að þú ræður því algjörlega hversu
langt þú gengur. Ef þú ert til dæmis í fótbolta hefurðu
ekki stjórn á því hvernig 22 manneskjur spila. Í fjalla-
bruninu ertu einn á hjólinu og að keppa við klukkuna
og hefur stjórn á því hversu langt þú vilt ganga. Það
er alltaf hægt að taka meira í bremsuna og hjóla hæg-
ar.“
Samsett mynd sem sýnir stökk á BMX-hjóli.
Ljósmynd/Ingvar Ómarsson
Fjallabrunskeppni snýst um að komast eins
hratt og mögulegt er niður ákveðna braut.
Það kemur sér vel í fjallabruni að geta farið upp á topp með skíðalyftu.
Ljósmynd/Ingvar Ómarsson
’
Þetta er lítið og nýtt
sport og við erum
alltaf að berjast fyrir
betri aðstöðu.
Ingvar Ómarsson sýnir manninn á bak við hjálminn, sem er svo oft á höfði.
Morgunblaðið/Ómar
Verið að leika sér með hjól í moldinni.
Ljósmynd/Ingvar Ómarsson
Ljósmynd/Ingvar Ómarsson