Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Góð heilsa skiptir afar miklu máli, eins og allir sem
hafa einhvern tímann misst heilsuna vita. Það er
ekki nóg að borða vel og hreyfa sig reglulega heldur
þarf líka að huga að andlegu heilsunni. Þó hefur
hreyfing og hollt mataræði alltaf töluvert að segja
og þeim sem hreyfa sig reglulega líður gjarnan bet-
ur í sálartetrinu eftir hressandi æfingu.
Andlega hliðin hefur oft áhrif á líkamlega heilsu
líka og því má ekki gleyma að iðka og æfa hana líka.
Það er tilvalið að nýta sér hjálp fagfólks ef vanda-
málið er alvarlegt og til að mynda eru margir góðir
sálfræðingar og geðlæknar sem geta aðstoðað. Það
er líka hægt að fara á alls kyns sjálfstyrking-
arnámskeið eða önnur námskeið sem geta bætt líð-
anina. Það er um að gera að prófa allt sem getur
virkar því lífið er of stutt til að njóta þess ekki.
Lífsgleði Það er mikilvægt að gera sitt besta til að njóta lífsins.
Að njóta þess að vera til
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
M
ígreni lýsir sér með end-
urteknum höfuðverkjaköstum
sem standa oftast í nokkra
klukkutíma og jafnvel upp í þrjá
til fjóra sólarhringa. Þetta er oftast höf-
uðverkur sem er öðrum megin í höfðinu og
það fylgir honum annaðhvort ógleði og/eða
áberandi ljós- og hljóðfælni. Mígreni getur
byrjað á hvaða aldri sem er en það er algeng-
ast að það byrji á unglings- eða fullorðins-
aldri. Svokallað barnamígreni getur horfið
þegar kemur fram á fullorðinsár. Mígreni hef-
ur alltaf verið til en segja má að síðustu 10 eða
20 árin hafi meðferðarmöguleikar aukist veru-
lega og þannig hefur þetta verið meira í um-
ræðunni,“ segir Jón Hersir Elíasson, sérfræð-
ingur í taugalækningum, sem í sínu starfi
hefur unnið töluvert mikið með mígrenisjúk-
lingum.
Sértæk mígrenilyf
Jón Hersir segir þrjá algengustu höfuð-
verkjasjúkdómana vera mígreni, spennuhöf-
uðverk og lyfjahöfuðverk. Lyfjameðferð við
mígreni skiptist í tvennt, annars vegar í lyf
sem eru tekin þegar mígreniköstin koma og
geta haft áhrif á einkennin. Í öðru lagi er
hægt að nota fyrirbyggjandi lyf sem eru tekin
alla daga til að fækka mígreniköstum. Flest-
um dugar að taka bólgueyðandi lyf eða para-
cetamol við mígreniköstum en í sumum til-
fellum dugar það ekki og þá þarf að grípa til
sértækra mígrenilyfja. Þau kallast triptan-lyf
eins og til dæmis súmatriptan en til eru fimm
gerðir af sérhæfðum mígrenilyfjum á Íslandi.
Jón Hersir segir mikilvægt fyrir þá sem taka
höfuðverkjalyf að nota ekki lyf við mí-
greniköstum oftar en tvo daga í viku að jafn-
aði því annars geta lyfin farið að valda svo-
kölluðum lyfjahöfuðverk. Ef mígreniköstin
eru tíð, þrjú eða fleiri í mánuði, eru fyr-
irbyggjandi lyf notuð við þeim.
Algengara hjá konum
„Mígreni liggur oft í fjölskyldum og algengt
að þeir sem eru með mígreni eigi foreldra,
systkini eða börn með mígreni. Í erlendum
rannsóknum er algengi mígrenis um 6% hjá
körlum og 18% hjá konum. Það eru vísbend-
ingar um að þetta sé svipað hér á landi. Mí-
greni er jafnalgengt hjá kynjunum upp að 12
ára aldri, eftir það er mígreni þrisvar til fjór-
um sinnum algengara hjá konum og líklegast
að það tengist að einhverju leyti kvenhorm-
ónum eins og estrógeni. Annað er að það er
algengt að aukið stress og álag geti fjölgað
mígreniköstum,“ segir Jón Hersir.
Almennt segir Jón Hersir að ekki sé veru-
legur munur á milli árstíma hjá mígrenisjúk-
lingum. Þó séu þeir sem séu næmir fyrir birtu
og fái mígreniköst í birtu verri á sumrin og
eins geti köstin aukist í mánuðum eins og des-
ember með auknu álagi.
Mataræðið getur skipt máli
„Mígreni er algengur sjúkdómur sem getur
verið mjög slæmur og veldur fjarvistum frá
námi og starfi enda geta þetta verið mjög
svæsnir höfuðverkir. Það er mikilvægt fyrir
flesta með mígreni að sofa og borða reglulega
og takmarka álag eins og hægt er. Einnig
þarf að fara í gegnum mataræðið því ýmsar
matartegundir geta komið af stað mígreni-
köstum og þannig getur lífsstíllinn skipt
máli,“ segir Jón Hersir.
Algengir höfuðverkjasjúkdómar
Morgunblaðið/Heiddi
Slæmur höfuðverkur Jón Hersir segir að aukið stress og álag geti fjölgað mígreniköstum.
Mígreni er algengur sjúkdómur
sem herjar mun meira á konur.
Meðferðarúrræðum hefur fjölgað
síðastliðin ár og umræða um
sjúkdóminn um leið orðið meiri.
»Mígreni er jafnalgengt hjá
kynjunum upp að 12 ára
aldri, eftir það er mígreni
þrisvar til fjórum sinnum al-
gengara hjá konum.