Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 12

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 12
Á þessum árstíma eru margir sem ætla að taka sér tak og breyta lífs- háttum sínum. Oft eru breyting- arnar á þann veg að fólk ætlar að borða minna og hollara og hreyfa sig meira. Fyrir marga getur þetta verið mjög erfitt en þá er mikilvægt að missa ekki móðinn og muna að það er alltaf ein- staklingurinn sjálfur sem er við stjórnvölinn. Oft fellur fólk í þann pytt að finnast það vera fórnar- lamb og veltir sér upp úr því af hverju illa gengur í aðhaldinu og af hverju það stendur sig ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft er það viðkomandi sem stjórnar því hvað hann setur ofan í sig og hve mikið hann hreyfir sig. Það er því mikilvægt að fara úr fórnar- lambshlutverkinu og muna hver það er sem stjórnar för. Þetta snýst um að ætla sér að gera eitt- hvað en vonast ekki eftir árangri, sama hvernig viðkomandi stend- ur sig. Sjálfsagi Það er undir sjálfum okkur komið hve vel við stöndum okkur í mataræðinu og ræktinni enda alltaf við sem sitjum í bílstjórasætinu. Að standa sig 12 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ rátt fyrir að einungis sé ný- byrjað að kenna æfinga- kerfið TRX á Íslandi hafa tímarnir þegar hlotið mjög góðar viðtökur. Kannski ekki að furða þar sem TRX er ólíkt flestum æfingakerfum sem kennd eru hér á landi og árangurinn leynir sér ekki enda finnur fólk glöggt fyrir því hve mjög þetta tekur á. TRX er til dæm- is kennt í Heilsuakademíunni og Íris Huld Guðmundsdóttir þjálfari segir þegar búið að halda tvö námskeið, þrátt fyrir að TRX sé nýtt á mark- aðnum. „Heilsuakademían gerir mjög mikið út á fjölbreytt námskeið og það tekur alltaf tíma að ná vin- sældum með ný námskeið en þetta hefur gengið þvílíkt vel.“ Mismunandi áherslur Íris talar um að hugmyndin að TRX hafi komið frá hermönnum í Navy Seals en þeir bjuggu til æfingartæki úr böndunum í fallhlíf- unum. „TRX eru bönd þar sem unn- ið er með eigin líkamsþyngd. Það geta því allir tekið þátt í þessum tím- um því hve erfiðar æfingarnar eru fer eftir því hvernig viðkomandi hallar sér inn í æfinguna eða hvernig viðkomandi er staðsettur frá bönd- unum. Með böndunum er hægt að gera styrktaræfingar, þolæfingar, sprengikraftsæfingar og liðleika- æfingar,“ segir Íris og bætir við að hægt sé að gera fleiri hundruð æf- ingar með böndunum. „Það eru því enginn tveir tímar eins því það eru mismunandi áherslur í hverjum tíma. Þjálfararnir sem kenna tím- ana eru með endalausar útgáfur og stundum eru teknar styrktaræf- ingar, stundum þolæfingar og svo framvegis. Fjölbreytnin er mikil.“ Styrkja kvið og bak Námskeiðin sem Heilsu- akademían býður upp á í TRX eru sex vikna námskeið þar sem mætt er þrisvar sinnum í viku. „Þetta eru hóptímar þar sem allir eru með frá byrjun. Ég hef tröllatrú á þessu æfingakerfi því í TRX er viðkom- andi að vinna með eigin líkams- þyngd og verið er að gera æfingar sem reyna á marga vöðvahópa í einu. Hins vegar eiga allar æfing- arnar það sameiginlegar að verið er að styrkja miðjuna, kvið og bak. Það er erfitt að útskýra virknina og fólk þarf eiginlega að prófa böndin til að finna að þau virka. Eftir fyrstu æf- ingar er maður að finna fyrir harð- sperrum á stöðum sem maður hefur aldrei fundið harðsperrur áður.“ Morgunblaðið/Kristinn Íris Huld Guðmundsdóttir: „Það geta því allir tekið þátt í þessum tímum því hve erfiðar æfingarnar eru fer eftir því hvernig viðkomandi hallar sér inn í æfinguna eða hvernig viðkomandi er staðsettur frá böndunum.“ Unnið með eigin líkamsþyngd TRX böndin eru æfingakerfi sem upprunnið er frá Navy Seals en er núna kennt í Heilsuakademíunni. TRX eru bönd þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd þannig að hver og einn getur unnið út frá sínu erfiðleikastigi. »Hins vegar eiga allar æfingarnar það sameiginlegar að verið er að styrkja miðjuna, kvið og bak. Æfingartæki Hugmyndin að TRX böndunum er komin frá hermönnum í Navy Seals sem notuðu böndin í fallhlífunum þegar þá vantaði æfingartæki. Fjölbreytileiki Það er hægt að gera fleiri hundruð æfinga með böndunum og þar á meðal styrktaræfingar, þolæfingar og liðleikaæfingar.“ - enginn viðbættur sykur - engin rotvarnarefni - engin litarefni Dreifingaraðili: Sími 562 6222, fax 562 6622, pantanir@arka.is Berry safarnir eru fullir af andoxunarefnum og vítamínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.