Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Þ
að getur verið erfitt að finna líkams-
rækt sem viðkomandi hefur gaman af
þótt ljóst sé að margt er í boði. Mar-
grét Erla Maack útvarpskona hefur þó
fundið heilsurækt sem hún hefur gaman af því
hún kennir bæði magadans og Bollywood í
Kramhúsinu. „Ég þarf því mjög lítið að pæla í
því að halda mér í formi því það er vinnan mín
og þetta er heilsurækt sem ég hef gaman af. Ég
get ekki farið á hlaupabrettið því ég verð líka að
gera eitthvað með höfðinu, eða eins og móður-
bróðir minn segir: Maður verður ekki bara
grannur á kroppinn ef maður hleypur, maður
verður að gera eitthvað fyrir höfuðið líka.“
Er stöðugt að
Margrét hefur kennt magadans í nokkur ár
en hún kennir magadans tvisvar í viku og
Bollywood tvisvar í viku, hvort tveggja í einn og
hálfan tíma í senn. „Svo er ég allar helgar að
kenna í gæsapartíum eða troða upp þannig að
ég er stöðugt að. Ef ég er svo ekki að dansa þá
er ég að hlusta á tónlistina heima hjá mér,
semja dansa og fá hugmyndir þannig að þetta
er mjög stöðugt og skemmtilegt,“ segir Mar-
grét og hlær. „Þetta er líka mjög góð brennsla
en maður tekur jafnan ekki eftir því þar sem
maður er að læra tæknina og svo fattar maður
ekki fyrr en maður leggst niður til að teygja á
eftir að maður er alveg löðrandi sveittur. Tón-
listin er þannig að maður kemst ekkert upp
með að gera þetta rólega því þetta kveikir svo í
manni.“
Gott fyrir bakið
Margrét byrjaði upphaflega í magadansi
samkvæmt læknisráði því hún var bakveik.
„Síðan þá hef ég ekki hætt að dansa. Með
magadansinum er allur efri líkaminn styrktur
sem og allt stoðkerfið og maður fer að bera sig
öðruvísi. Um leið og maður byrjar í dansi verð-
ur maður ósjálfrátt betri í baki þannig að þetta
lagar ótrúlega mikið. Til að mynda er hægt að
dansa af sér túrverki. Vinkona mín gerði líka
dansæfingu í gegnum hríðar og náði þannig að
halda sársaukanum niðri. Þetta er því alvöru
líkamsrækt fyrir konur,“ segir Margrét og tek-
ur fram að svo sé sérstaklega gaman að mæta í
magadans eftir jólin. „Aðrir dansarar mæta í
tíma eftir jólahátíðina og hafa áhyggjur af því
að hafa fitnað en í magadansinum er það mikil
guðsgjöf að hafa eitthvað að hrista. Ég var í
ballett í mörg ár þar sem var ekki í boði að vera
svona í laginu en í magadansi er öllum líkömum
fagnað. Þetta er því líka mjög styrkjandi fyrir
sjálfstraustið.“
Guðsgjöf að hafa eitthvað til að hrista
Morgunblaðið/Golli
Margrét Erla Maack: „Um leið og maður byrjar í dansi þá verður maður ósjálfrátt betri í baki.“
Magadans Margrét Erla kennir magadans
nokkrum sinnum í viku og segir það vera
guðsgjöf að hafa eitthvað til að hrista.
Margrét Erla Maack segir að öll-
um líkömum sé fagnað í maga-
dansi en hún hefur kennt maga-
dans í Kramhúsinu í nokkur ár.
Hún segir dansinn vera mjög
skemmtilegan auk þess sem
brennslan sé mikil.
Langar þig að breyta lífsvenjum þínum
og bæta heilsu en veist ekki hvar þú átt
að byrja?
Borgartúni 24 Hæðasmára 6 Hafnarborg s: 58 58 700 www.madurlifandi.is
Maður Lifandi
kynnir ný
lífsstílsnámskeið
6 vikna þjálfun í bættum
lífsvenjum með áherslu á fræðslu
um heilsusamlega næringu og
hugarfar
Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar
www.madurlifandi.is
Námskeiðin eru undir
handleiðslu Ingibjargar
Stefánsdóttur,
jógakennara, markþjálfa og
heilsuráðgjafa