Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25
Ís er ljúffengur og gott að nota hann í eftirrétti eða eiga í frystinum til að gæða
sér á eftir kvöldmatinn. Ísinn þarf ekki að vera fullur af rjóma. Einnig má búa
til frískandi ís úr jógúrt og hvers kyns frosnum ávöxtum. Hann má síðan bera
fram með heitri eða kaldri ávaxtasósu. Best er að taka ísinn frosinn úr forminu
og skera í sneiðar að vild en geyma hann síðan vandlega innpakkaðan eða í boxi.
Hindberjaís
50 g flórsykur
300 g frosin hindber
4 msk. hunang
500 g hrein jógúrt
75 g möndlur
Aðferð: Byrjið á því að klæða langt form með plastfilmu. Sáldrið flórsykrinum
yfir berin í skál og bætið hunanginu saman við. Hrærið vel saman og blandið
jógúrtið og möndlurnar saman við. Hellið blöndunni í formið og setjið plastfilmu
yfir. Setjið í frystinn og hafið þar yfir nótt, skerið síðan niður og skreytið hverja
sneið með hindberjum, ferskum eða frosnum. Það er líka um að gera að prófa
sig áfram með aðra frosna ávexti eins og blönduð ber, ananas eða papaja. Einn-
ig er gott að setja ferska ávexti saman við til að gera ísinn enn bragðmeiri.
Ljúffengur Hægt er að búa til léttan, hollan og frískandi ís úr frosnum
ávöxtum, til dæmis banana, hindberjum, ananas eða papaya.
Ljúffengur hindberjaís
Það verður að muna að borða
vel í dagsins önn og bæta holl-
ustu ofan á hvar sem maður
getur. Fái maður sér skyr er
til dæmis tilvalið að brytja of-
an í það banana eða bæta við
það nokkrum blá- eða jarðar-
berjum. Hrískökur eru góðar
en léttar í maga og tilvalið að
setja ofan á þær kotasælu og
grænmeti eða annað álegg til
að þær fylli betur í maga.
Þurrkaðir ávextir og hnetur
hafa líka mikið að segja og
getur munað um eins og hand-
fylli af slíku til að sefa sárasta
hungrið. Svo er að passa sig að
borða vel í hádeginu og ekki
sleppa úr miðdegishressing-
unni.
Til að borða nóg af grænmeti
og ávöxtum yfir daginn er góð
hugmynd að eiga safapressu
til að ná öllum safanum fullum
af vítamínum úr þeim. Fátt er
betri vítamínsprauta á morgn-
ana en gott safaglas og gera
má safa úr hinu ólíklegasta
hráefni til dæmis selleríi og
gulrótum. Prófaðu þig áfram
með mismunandi tegundir
saman eins og epli og gulrót
eða jafnvel rófu og appelsínu.
Þetta er líka sniðug leið til að
koma grænmeti og ávexti ofan
í yngstu kynslóðina og gera
spennandi með því að setja í
litríkt glas með röri.
Vítamínsprauta Tómatsafi
er hollur og góður en ávöxt-
um og grænmeti má blanda
saman í ljúffengan safa.
Frískandi
safar
Gott snarl Hnetur eru góðar til
að grípa með sér og líka til að
setja út á salöt eða jógúrt.
Orka á
orku ofan
Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til
að koma þér af stað á mjög árangursríkan
og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins
er að koma þér á æðra stig hvað varðar
líkamlega og andlega heilsu.
Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur
3 öflugir brennslutímar
2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara
Vikulegar mælingar
Ítarleg næringarráðgjöf
Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna
Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu
Hollustudrykkur eftir hverja æfingu
Takmarkaður fjöldi
6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku
Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi.
2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest
út úr holla matnum sem þú ert að borða.
3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun
Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun
hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.
4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi
Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja
líkamann á náttúrulegan hátt.
Ný námskeið hefjast 11. janúar
Fyrirlestur 9. janúar
Skráning er hafin í síma 444 5090 eða
nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is
Hilton Reykjavík Nordica Hotel
Suðurlandsbraut 2
Sími 444 5090
nordicaspa@nordicaspa.is
www.nordicaspa.is
fyrir konur og karla
Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur
og María Kristjánsdóttir lögmaður
Námskeiðið er frábær
leið til að auka
styrk, úthald
og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar
að takast á við krefjandi verkefni
Ég breytti um LÍFSSTÍL
og þú getur það líka.
Búinn að missa yfir 20 kíló
á tveimur og hálfum mánuði
og er enn að léttast
Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur
Ungbarnanuddnámskeið
fyrir þig og barnið þitt
Uppl. í síma 896 9653
og á www.heilsusetur.is
.