Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 35
» Á mataræðis-átaksnám-skeiði er ákveðnum mat-
seðlum fylgt og eru þeir settir
upp þannig að konurnar geti
haldið áfram að fylgja þeim að
námskeiði loknu.
C
urves líkamsræktarstöð hefur nú
flutt í nýtt og stærra húsnæði í
Mjódd. Stöðin er í sama húsnæði
og meðferðar- og snyrtistofur
þannig að viðskiptavinir stöðvarinnar geta
gert vel við sig að lokinni heilsurækt.
Sérhönnuð tæki fyrir konur
Curves kerfið er bandarískt og byggist
upp á tækjahring með pöllum en tækin eru
sérhönnuð fyrir konur og eru mjög einföld í
notkun. Aðeins tekur 30 mínútur að fara
hringinn og einkaþjálfarar eru ætíð til staðar
í æfingasalnum til að aðstoða þá sem þurfa.
Líkamsræktin hentar konum á öllum aldri
hvort sem þær vilja styrkja sig eða léttast en
reknar eru 10.000 Curves líkamsræktar-
stöðvar víða um heim.
Mataræðis-átaksnámskeið
„Í janúar hefst sérstakt sex vikna Curves
mataræðis-átaksnámskeið hjá okkur. Nám-
skeiðið er haldið árlega en hefur nú verið
vandlega yfirfarið og breytt frá því sem áður
var. Það miðar að því að þátttakendur borði
til að grennast. Fylgt er ákveðnum matseðl-
um sem nú hafa verið gerðir bæði ódýrari og
aðgengilegri og settir upp þannig að kon-
urnar geti haldið áfram að fylgja þeim að
námskeiði loknu. Þá hittist hópurinn einu
sinni í viku þar sem er spjallað og farið yfir
árangur vikunnar og næsta vika rædd. Einn-
ig eru konurnar fitumældar og svo æfa þær
hér samhliða þessu þrisvar til sex sinnum í
viku. Sú sem stjórnar námskeiðinu er líka
með opinn síma þangað sem konurnar geta
hringt og leitað ráða. Þetta námskeið hefur
reynst mjög vel frá fyrsta degi og margar
konur hafa tekið þátt í því,“ segir Ólafur
Víðir Ólafsson hjá Curves líkamsræktarstöð.
Öndunaræfingar og hugleiðsla
Kundalini jóga er nú einnig kennt í stöð-
inni en þar er fléttað saman líkamlegum æf-
ingum, öndunaræfingum og hugleiðslu.
Ástundunin heldur líkamanum í formi og
þjálfar hugann, eykur súrefnisupptöku og
blóðflæði, styrkir innkirtlakerfið og tauga-
kerfið en dregur jafnframt úr framleiðslu á
streituhormónum. Kundalini eru aldagömul
vísindi sem gengið hafa í arf frá háþróuðum
jógum sem kortlögðu líkamann og bentu á
leiðir til að koma jafnvægi á hið innra,
hækka orkutíðni og vitund. Hver tími er
helgaður einhverjum ákveðnum þætti líkams-
starfseminnar. Þessi æfingasett eru kölluð
krýur og eru sumar sérstaklega fyrir melt-
ingina, aðrar fyrir lungun, innkirtlastarfsem-
ina eða nýrun og svo mætti lengi telja. Kun-
dalini hentar allri líkamsgetu og fólki á öllum
aldri.
maria@mbl.is
Mataræðis- átaksnámskeið
Bætt aðstaða Curves líkamsræktarstöðin hefur nú flutt sig um set í rýmra húsnæði með stærri tækjasal.
MORGUNBLAÐIÐ | 35
Hólmfríður Magnúsdóttir
atvinnumaður og landsliðskona
í knattspyrnu mælir með NOW FJÖLBREITT ÚRVAL AF LÍFRÆNUM
VÖRUM FRÁ HIMNESKRI HOLLUSTU
NÝTT ÁR,
NÝ OG BETRI LÍÐAN …
BYGGÐU ÞIG UPP!
Úrval af vítamínum og bætiefnum. Fæst í matvöruverslunum um land allt