Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ | 37
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
F
yrirtækið Ávaxtabíllinn var
stofnað árið 2004 og er því
fimm ára á þessu ári.
Þrátt fyrir að flestir tengi
fyrirtækið við ferskar ávaxtakörfur
þá er margt fleira sem það sinnir.
„Í raun má segja að við séum með
hollar matarlausnir fyrir fyrirtæki
og við reynum að nálgast það
þannig að hvert fyrirtæki er með
sína sérstöðu, allt eftir því hvernig
mannskapurinn er settur saman,
hvernig vinnutíminn er, hvað fólk
er mikið í húsi og svo framvegis.
Við köllum þetta matarlausnir því
vitanlega eru þetta lausnir. Það er
oft flókið fyrir fólk að skipuleggja
vinnudaginn og hvernig það eigi að
nærast og það á að eyða sem
minnstum tíma í að þurfa að velta
því fyrir sér. Lausnirnar eiga að
vera við höndina því þannig fást
mestu afköstin, besta nýtingin og
fólki líður best,“ segir Haukur
Magnússon, eigandi Ávaxtabílsins.
„Þannig búum við til prógramm
sem hentar hverju fyrirtæki fyrir
sig en öll prógrömmin samanstanda
af okkar réttum og okkar léttu
nálgun.“
Heitur matur og kalt borð
Haukur talar um að fyrirtækið
sé með ákveðinn matseðil sem það
býður fólki upp á og fyrirtæki velji
hvaða daga þau vilji kaupa þjón-
ustuna. „Fólk þekkir orðið hvað við
bjóðum upp á en til að mynda er
alltaf fiskur á mánudögum, græn-
meti á þriðjudögum, pasta á mið-
vikudögum, kjúklinga- og svína-
kjötsréttir á fimmtudögum og súpa
á föstudögum. Þetta er allt í léttari
kantinum enda mikið til skrif-
stofufólk sem verslar af okkur og
það hefur ekkert að gera við bjúgu
í hvert mál. Sum fyrirtæki vilja
ekkert endilega hafa heitan mat í
hádeginu alla fimm dagana og þess
á milli bjóðum við upp á brauð, holl
salöt, síldarsalöt, kalt pasta, skyr-
hristing og svo framvegis. Úr
þessu setja fyrirtæki saman sinn
matseðil og eru kannski með heitan
mat 2-3 daga og kalt borð 2-3
daga.“
Hollt allan daginn
Ávaxtabíllinn getur líka séð al-
veg um mataræðið í ákveðnum
fyrirtækjum að sögn Hauks en þá
sér Ávaxtabíllinn um ísskápinn.
„Við komum hvort eð er með mat-
inn í fyrirtækið og þá getum við
sett holla bita í ísskápinn þannig að
fólk hafi aðgang að hollum og nær-
ingarríkum mat allan daginn. Inni í
þessum hollustubörum geta hæg-
lega verið ávextir líka.“
Sigur hjá fyrirtækjum
Samt sem áður eru það ávaxta-
körfurnar sem Ávaxtabíllinn er
þekktastur fyrir að sögn Hauks.
„Við förum með körfurnar í fyrir-
tæki sem eru með ávexti í áskrift
þar sem fyrirtæki fær sömu pönt-
unina viku eftir viku. Ávaxtakörf-
urnar fóru ofboðslega vel af stað og
það er mikill sigur hjá íslenskum
fyrirtækjum að bjóða upp á svona
ávexti. Reyndar hefur aðeins dreg-
ið úr eftirspurninni í kreppunni en
ég hef trú á að fyrirtæki komi til
baka þegar þau sjá að það þarf að
bjóða fólki upp á eitthvað. Þótt það
séu erfiðir tímar þarf að eiga sér
stað einhver hvatning í fyr-
irtækjum.“
Lausnir sem eiga að vera við höndina
Morgunblaðið/RAX
Haukur Magnússon: „Það er oft flókið fyrir fólk að skipuleggja vinnudaginn og hvernig það eigi að nærast og það á
að eyða sem minnstum tíma í að þurfa að velta því fyrir sér. Lausnirnar eiga að vera við höndina.“
» Lausnirnar eiga að
vera við höndina því
þannig fást mestu af-
köstin, besta nýtingin
og fólki líður best.
Starfsfólk á ekki að þurfa
að eyða miklum tíma í að
velta fyrir sér hvað það
eigi að borða og hvar, að
sögn Hauks Magnús-
sonar, eiganda Ávaxta-
bílsins, sem býður fyrir-
tækjum upp á
matarlausnir.
Undanfarin ár og áratugi
virðist sem matarskammt-
arnir hjá flestum hafi stækk-
að töluvert. Það má sjá þeg-
ar farið er út að borða þar
sem hver skammtur hefur
nær tvöfaldast. Hefðbundin
brauðsneið er líka orðin
stærri en hún var fyrir
nokkrum árum. Meira að
segja matardiskarnir sjálfir
eru stærri. Það er því
kannski ekki að furða að
flestir borði mun meira en
þeir þurfa í hvert mál. Það
er talað um að við þurfum í
raun aldrei að borða okkur
södd, betra sé að vera bara
mettur og þannig er passað
upp á að borða ekki of stóra
skammta.
Veitingastaður Skammtar á
veitingahúsum eru orðnir mun
stærri nú orðið en þeir voru
fyrir nokkrum árum.
Of stórir
skammtar
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100