Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 38

Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is F jarþjálfun er þjálfun í gegnum tölvukerfi þar sem sett er upp sér- hannað æfingaprógramm fyrir hvern og einn samkvæmt þeim markmiðum sem fólk stefnir að. Þessu prógrammi má fram- fylgja bæði heima við og í æfinga- stöðvum og það veitir fólki aðhald í að gera hlutina sem settir eru fyrir þar sem þjálfarinn fylgist með kerfinu. Aðhald á ódýran hátt „Það má segja að fólk stimpli sig inn í kerfið og þannig get ég fylgst með árangrinum. Svo er ég líka í góðu póstsambandi við fólk. Það er mjög vinsælt að fólk byrji hjá manni í einkaþjálfun í þrjá til níu mánuði og skipti síðan yfir í fjarþjálfun. Þá finnst því það miklu meira tilbúið að gera þetta sjálft en vill samt hafa aðhaldið svona til hliðar. Það er vinsæl leið að þessu en aðrir vilja líka geta verið í vissu aðhaldi á ódýran hátt og þá er fjarþjálfun kjörin til þess. Ég legg mikið upp úr því að fólk hitti mig áður en ég set kerfið upp þannig að ég fái tilfinningu fyrir því hvað henti því og hvaða mark- miðum það vilji ná. Síðan hitti ég það aftur eftir um mánaðartíma og þá er tekin mæling og skoðað hvernig gengur að ná markmið- unum en þar á milli býð ég ótak- markað tölvupóstsamband. Ég hef fundið fyrir aukningu í fjarþjálfun þar sem fólk vill spara aðeins við sig en finnur um leið að það þarf aðhaldið sem er alveg eðlilegt. Við þurfum öll aðhald og hvatningu til að breyta lifnaðarháttum sem við erum svolítið föst í. Oftast snýst þetta allt um að breyta hægt og rólega þeim venjum sem ekki þjóna góðum tilgangi yfir í það að þróa og þroska með sér venjur sem hjálpa manni að ná fram því sem maður vill,“ segir Kristján Jónsson, eigandi Þjálfun.is. Æfingarbolti og lóð Kristján segir að heima fyrir sé hægt að gera töluvert af æfingum ef fólk eigi æfingabolta og sett af lóðum. Á boltanum má gera mikið af góðum kvið- og bakæfingum og nota lóðin til að gera bak- og brjóstvöðvaæfingar á boltanum, svo og fótaæfingar. Slíkan útbúnað segir Kristján duga fyrir þá sem vilji stunda venjulega líkamsrækt. Boltinn hefur það fram yfir æfing- ar á gólfi að þjálfa líka djúpvöðva- kerfi líkamans þar sem hann býr til óstöðugt undirlag sem veldur vissri hreyfing á hryggnum. Krist- ján leggur þó áherslu á að fara verði varlega með bakið í kviðæf- ingum á bolta og þeir sem glími við bakvandamál þurfi að fara mjög varlega í slíkar æfingar og fá góða tilsögn. Til að hita upp mælir Kristján með röskum göngutúr í um tíu mínútur og best sé að fara aftur í göngutúr að loknum æfing- um og þjálfa sig upp í að geta gengið í allt upp undir klukkutíma. Æfingarnar sjálfar eiga að vara í um 20 til 25 mínútur. Meira vellíðunarhormón „Það er viss kúnst að finna út hvað hentar hverjum og einum og hluti af aðhaldi fjarþjálfunarinnar er að geta haldið utan um hreyf- ingu fólks og gefið því ráðlegg- ingar um næsta skref í sínu þjálfunarferli. Mig langar að hvetja fólk til að vera duglegt að hreyfa sig. Það eru geysileg lífs- gæði sem fylgja því að vera í góðu formi og hreyfingu fylgir fram- leiðsla á vellíðunarhormónum sem allir eru að leita að. Hreyfingin skapar meira jafnvægi og nærri allir upplifa það að um leið og þeir sleppa líkamsræktinni þá byrjar einhvers konar óhollusta annars staðar, til dæmis í mataræði,“ seg- ir Kristján. Hvatning og aðhald Morgunblaðið/Heiddi Aðhald Fyrir þá sem vilja æfa heima er fjarþjálfun góður kostur. Fyrir þá sem kjósa frekar að stunda sína líkams- rækt heima fyrir getur ver- ið ráð að gera svo undir styrkri handleiðslu fjar- þjálfara. » Boltinn hefur þaðfram yfir æfingar á gólfi að þjálfa líka djúp- vöðvakerfi líkamans þar sem hann skapar vissa- hreyfingu á hryggnum. Hlýir Notalegir hlaupahanskar frá Nike. Útilíf, Kringlan, 4.490 kr. Hentugur Heima fyrir má gera ýmsar æfingar á Energe- tics æfingabolta. Intersport, Bíldshöfða, 3.990 kr. Æfingabolti Power grip ball til að gera léttar æfingar fyrir hendur. Útilíf, Kringlan, 1.790 kr. Vel skóuð Mikilvægt er að vera á góðum hlaupaskóm, Adidas skór. Adidas Concept Store, Kringlan, 28.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.