Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 39
Margir hafa líklegast strengt áramótaheit um nýliðin áramót og ákveðið að nú skyldi farið á fullt í líkamsrækt. Það þarf ekki endi- lega að þýða að skrá sig hjá næstu líkams- ræktarstöð því ýmsar æfingar má líka gera heima. Þetta finnst mörgum þægilegra og ódýrara eða vilja byrja á því að æfa heima og færa sig síðan yfir á líkamsræktarstöð. Hér má sjá nokkra hluti sem hentugt er að eiga heima fyrir til að stunda þar líkamsrækt. maria@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ | 39 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is G unnar Páll Jóakimsson hefur hlaupið í tæplega 40 ár, hann var landsliðsmaður í hlaupum áð- ur fyrr en hefur síðan verið þjálfari. Hann hefur í mörg ár verið þjálfari Skokkhóps ÍR en þjálfar einnig keppnisfólk. Gengið og skokkað til skiptis „Það geta eiginlega allir náð framförum í hlaupi og skokki en ef fólk er í mjög slæmu formi borgar sig að byrja á því að ganga og flestir blanda saman göngu og skokki þar til þeir fara eingöngu að skokka. Ég mæli með því að byrja mjög rólega en setja skokkið samt strax inn í stundaskrána og skokka eða ganga þrisvar til fjór- um sinnum í viku. Framfarirnar koma misfljótt en með þessu fyrirkomulagi ætti fólk í flestum tilvikum að vera farið að sjá mun á átta til tólf vikum. Menn þurfa að hafa þolinmæði og ætlast ekki til að þetta gerist á nokkrum æfingum. En með þolinmæði er þetta það form af líkamsrækt þar sem langflestir sjá mjög mikinn árangur eftir nokkurra vikna þjálfun,“ segir Gunnar Páll. Hlaupið í öllum veðrum Gunnar Páll segir skokkið hafa það framyfir aðra líkamsrækt hvað búnaðurinn sé einfaldur og í raun þurfi fólk eingöngu að passa upp á að vera í alvöru og góðum hlaupaskóm. Þar að auki sé til svo góður útivistar- fatnaður í dag að fólk eigi að geta hlaupið úti í öllum veðrum þótt auðvitað kjósi sumir að vera inni á líkams- ræktarstöðvunum á veturna. Gunnar Páll segir mikla aukningu hafa orðið í skokki hér á Íslandi á áttunda ára- tugnum, kannski heldur seinna en í Bandaríkjunum. Síð- an hafi verið dálitlar sveiflur á tímabili eins og þegar eró- bikk varð vinsælt. Á síðari árum sjáist þó greinileg aukning aftur, bæði í mikilli þátttöku í hlaupum og fjölg- un skokkhópa. Mjög margir skokkhópar eru nú starf- andi á höfuðborgarsvæðinu og víða út um land og hefur fjölgað frá því sem áður var. Léttar æfingar með „Mér finnst Laugavegshlaupið langskemmtilegast en ég myndi segja að það væri miklu skemmtilegra að tak- ast á við það þegar menn eru búnir að æfa í nokkur ár. Það er geysilega skemmtilegt viðfangsefni og ut- anvegahlaup sem við köllum stundum hafa notið vaxandi vinsælda núna á síðustu árum eins og Laugavegshlaupið, Jökulsárhlaupið, sem er frá Dettifoss niður í Ásbyrgi, og fleiri hlaup. Í mínum huga er það eitt skemmtilegasta hlaupið en ýmis götuhlaup eru mjög vinsæl líka. Reykja- víkurmaraþonið er náttúrlega alltaf hápunkturinn hjá hlaupurum og skokkurum á Íslandi. Það fara langflestir í það og margir fara af stað á vorin og ætla sér að hlaupa í því og velja sér síðan vegalengd eftir því hvernig gengur að æfa. Það er mjög æskilegt að stunda einhverja styrkt- arþjálfun með hlaupunum og líka að teygja vel á eftir, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja,“ segir Gunnar Páll. Morgunblaðið/Sverrir Þolinmæði Gunnar Páll segir mikilvægt að muna að hlaupaþolið komi ekki á nokkrum æfingum. Árangur eftir nokkrar vikur Skokk er þægileg líkamsrækt til að stunda heiman frá sér. Best er að fara ró- lega af stað en samt setja sér markmið. Fyrir snúruna Magneat, segull til að festa iPod eða aðra snúru við æfingafötin. Útilíf, Kringlan, 1.590 kr. Léttur jakki Hlaupa- jakki frá Adidas. Adidas Concept Store, Kringl- an, 39.990 kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Notadrjúg Heima fyrir er gott að eiga æfingadýnu. Nike dýna, Intersport, Bíldshöfða, 6.990 kr. Sætur Bleikur hlaupabolur frá Adidas. Adidas Concept Store, Kringlan, 9.990 kr. Fyrir hendur Æfingaband frá Nike til að þjálfa hendur. Intersport, Bíldshöfða, 3.490 kr. Hlutir til heima- þjálfunar Hlaupabuxur Adidas bux- ur fyrir þá sem vilja vera smart á hlaupum. Adidas Concept Store, Kringlan, 15.990 kr. Faxafeni 14 • Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Bakleikfimi með mjúku sambaívafi Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Hádegis- og eftirmiðdagstímar Námskeið hefst 7. janúar Upplýsingar og skráning í síma 897-2896 og á www.bakleikfimi.is Heilsulausnir Sérsniðnar lausnir til að fyrirbyggja heilsubrest Heilsumat, fræðsla og hreyfing Námskeið hefjast 11. janúar Reykleysisnámskeið „Já, en ég fitna ef ég hætti að reykja“ er engin afsökun lengur! Fræðsla, stuðningur, ráðgjöf og hreyfing. Námskeið hefst 11. janúar Heilsuhópur 60+ Námskeið fyrir 60 ára og eldri Markviss hreyfing í góðum félagsskap Námskeið hefst 11. janúar BETRI HEILSA BORGAR SIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.