Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 40
40 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Á
þessum árstíma er jafnan
mikið að gera í helstu líkams-
ræktarstöðvunum enda ansi
margir sem vilja byrja árið
með krafti. Í Baðhúsinu er boðið upp á
Gravity-tíma sem eru lokaðir styrktar-
þjálfunartímar sem ku vera mjög vin-
sælir. Linda Pétursdóttir, eigandi Bað-
hússins, segir Gravity-námskeiðin hafa
reynst mjög vel þar sem þar vinni kon-
ur með sína eigin þyngd. „Það eru not-
aðir sérstakir bekkir og við erum bara
með tíu bekki þannig að hver kona fær
mikla athygli frá kennaranum. Það er
legið í bekknum og unnið með sína eig-
in þyngd,“ segir Linda og tekur fram
að æfingarnar séu einmitt góðar fyrir
konur sem hafa ekki stundað líkams-
rækt lengi því það er hægt að stjórna
því hve erfið æfingin er eftir hæðinni á
bekknum. „Fyrir þá sem hafa ekki
stundað líkamsrækt lengi þá eru æf-
ingarnar mjög góðar fyrir styrkingu.
Þetta er aðallega styrking en getur
verið mjög erfitt líka. Þess vegna henta
æfingarnar líka fyrir fólk sem er í
mjög góðri þjálfun og því breiður hóp-
ur sem sækir tímana.“
Bara 45 mínútna tímar
Gravity námskeiðin eru lokuð fjög-
urra vikna námskeið en hægt er að
koma annað hvort tvisvar eða þrisvar
sinnum í viku. „Við bjóðum upp á
tíma á morgnana, í hádeginu, um
miðjan dag og á kvöldin,“ segir
Linda. „Það góða við Gravity-tímana
er að þeir eru bara í 45 mínútur.
Þetta er því mjög gott í nútímasam-
félagi þar sem allir eru að flýta sér.
Fyrir þær sem hafa lengri tíma þá er
gott að taka smá brennslu í 10-20
mínútur fyrir eða eftir tímann,“ segir
Linda og bætir við að öll námskeið
hjá Baðhúsinu byrji 11. janúar. „Það
eru ákveðin námskeið sem eru alltaf
vinsæl en ég finn að eftir að kreppan
skall á þá eru opin kort vinsælli en
lokuð námskeið. Fólk kaupir því öðru-
vísi kort og einblínir frekar á hag-
stæðasta verðið og bindur sig þá í
nokkra mánuði. Það hefur náttúrlega
verið lögð mikil áhersla á það í fjöl-
miðlum að fólk væri að huga að and-
legu og líkamlegu hliðinni. Fólk sem
var með kort fyrir fór að nýta þau bet-
ur og svo sér maður líka fullt af nýjum
andlitum sem er frábært.“
Trommusláttur og afródans
Linda talar um að í Baðhúsinu sé
lögð áhersla á fjölbreytta stundaskrá
þar sem konur geti valið tíma við sitt
hæfi. „Í haust vorum við með um 100
tíma í hverri viku og konurnar sem
kaupa ódýrari kortin hafa því í raun
mesta valið. Við erum til dæmis með
æðislega afrótíma þar sem er lifandi
trommusláttur og mæðgur sem
dansa. Þetta er meiri háttar æfing og
það rennur svitinn af fólki. Við erum
líka að byrja með meðgöngujóga sem
á eflaust eftir að slá í gegn og auk þess
erum við með tíma sem heita Móðir og
barn. Við höfum verið með þetta nám-
skeið annars slagið og það hefur alltaf
verið vinsælt. Í tímunum koma mæð-
ur með nýfædd börn sín með sér í tím-
ann. Þetta er létt styrktarleikfimi þar
sem börnin eru notuð sem lóðin,“ seg-
ir Linda og bætir við að lokum að nú
hafi konur enga afsökun til að hreyfa
sig ekki þar sem komin er ný og
glæsileg barnagæsla í Baðhúsið.
Góðar styrktaræfingar fyrir konur
Morgunblaðið/Heiddi
Linda Pétursdóttir: „Það eru ákveðin námskeið sem eru alltaf vinsæl en ég finn að eftir að kreppan skall á þá eru
opin kort vinsælli en námskeið. Fólk kaupir því öðruvísi kort og einblínir frekar á hagstæðasta verðið.“
Á Gravity-námskeiðum í
Baðhúsinu getur hver
kona stjórnað því hve erf-
ið æfingin er þar sem
hver og einn vinnur með
sína eigin þyngd. Það eru
mest tíu manns saman í
tíma og kennarinn getur
því einbeitt sér að hverj-
um og einum nemanda.
» Í tímunum koma
mæður með nýfædd
börn sín með sér í tím-
ann. Þetta er létt styrkt-
arleikfimi þar sem börn-
in eru notuð sem lóðin.
Vani og venjur eru sennilega það
sem erfiðast er að breyta þegar fólk
ákveður að breyta lífi sínu. Flestir
hafa vanið sig á allt mögulegt í
gegnum ævina og sérstaklega á það
við um alls kyns mataræði. Okkur
líður betur þegar við vitum hverju
við má búast og jafnvel þótt mat-
urinn sé ekki það spennandi þá vit-
um við að minnsta kosti hvað við er-
um að borða. Oft er það einmitt það
sem er svo ógnvekjandi við að
breyta mataræði sínu, þessi óvissa
um hvað eigi að elda og hvað eigi að
borða.
Slæmir matarsiðir
Stór hluti af því að borða hollan
mat er því að fylgjast vel með hvað
er verið að borða. Til að breytingin
verði varanleg er líka gott að byrja
hægt og rólega og þá má til dæmis
byrja á því að borða eins og venju-
lega, en fylgjast vel með hve mikið
er borðað. Þannig er gott að halda
matardagbók og skrifa niður allt
sem er borðað og drukkið, hvort
sem það er einn hamborgari eða ein
hneta. Það eru margir sem átta sig
fyrst á því hve mikið þeir borða
þegar þeir skrifa allt niður í slíka
dagbók. Þannig er líka auðvelt að
sjá slæma matarsiði sem virtust
kannski ekki svo slæmir fyrr en
þeir sjást svart á hvítu. Þegar aug-
ljóst er að einhverra breytinga er
þörf er oft auðveldara að taka
næsta skref.
Nýjar lausnir
Þegar verið er að breyta um
mataræði mun smekkurinn smátt
og smátt breytast með og til að
mynda munu langanir í alls kyns
óhollustu hverfa ef passað er upp á
að borða reglulega. Ein af helstu
áskorununum við að borða hollt er
að finna lausnir sem koma í staðinn
fyrir mat sem áður var stór hluti af
mataræðinu. Hér eru nokkrar til-
lögur:
Í stað þess að nota smjör á brauð
eða hrökkbrauð er tilvalið að nota
þunnt lag af sýrðum rjóma. Mun-
urinn er ekki mikill og ætti að venj-
Góðar breytingar
gerast hægt
MFM MIÐSTÖÐIN
Meðferðar og fræðslumiðstöð
vegna matarfíknar og átraskana
Borgarúni 3, 105 Rvk, sími 568 3868
www.matarfikn.is
Esther Helga Guðmundsdóttir B.M., M.Sc. (nemi)
Átt þú í vanda með mat/sykur
og/eða þyngd?
Vilt þú finna varanlega lausn?
Opnir fræðslufyrirlestrar:
Þriðjudagana 5. og 19. jan. kl. 20.00 í Borgartúni 3
Næstu meðferðanámskeið hefjast 15.-17. og 29.-31. janúar.
Endurkomufólk boðið sérstaklega velkomið.
Upplýsingar og skráning í síma 568 3868
eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is
Nýtt:
Námskeið fyrir unglinga sem eiga í vanda með mat og þyngd
Einstaklingsmiðuð meðferð hjá Leiðarljósi innifelur:
· Fræðslu um offitu, matarfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar.
· Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni.
· Meðferð og stuðning í 8 manna meðferðahópum og einstaklingsviðtölum.
· Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald.
· Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl.
Leiðarljós, meðferðahús
Við lýsum þér leið
Umsagnir skjólstæðinga hjá Leiðarljósi:
“Það sem mér hefur fundist best við meðferðina er jákvæðnin og fagmennska þar sem nálgunin er ávallt að
styðja einstaklinginn í því að ná árangri á öllum sviðum”
“Hvar á að byrja. Betri heilsa, betri andleg líðan, hef léttst í fyrsta skipti án þess að vera í þráhyggju. Betri
stjórn á lífi mínu”