Morgunblaðið - 16.02.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.02.2010, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 38. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF KRUMMINN OG FLEIRI FUGLAR Í ÞJÓÐTRÚ «MENNINGFÓLK Svífandi sæl í Bollywood-dansi 6 Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ERLENDUR banki, sem er á meðal kröfuhafa gömlu bankanna, segir að kröfuhafarnir hafi ekki verið hafðir í ráðum við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. Ekki hafi farið fram sjálfstætt mat á eignum þeim sem færðar voru úr þeim gömlu yfir í þá nýju. Í desember kynnti fjármálaráðuneytið „end- urreisn bankanna“ og uppgjör vegna þeirra eigna sem færðar voru úr gömlu bönkunum, Landsbanka, Kaupþingi og Glitni, yfir í Nýja Landsbanka, Nýja Kaupþing (nú Arion banka) og Íslandsbanka. Ríkið að semja við sjálft sig Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru kröfuhafar nú ósáttir við gjörning þennan, sem þeir segja að hafi einungis byggst á samninga- viðræðum íslenska ríkisins við sjálft sig. Skila- nefndir, skipaðar af Fjármálaeftirlitinu, og ís- lenska ríkið, hafi komist að þessu samkomulagi og erlendir kröfuhafar ekki fengið að koma sjónarmiðum sínum að eða taka þátt í viðræð- unum. Einn af erlendu kröfuhöfunum heldur því fram að ekkert samráð hafi verið haft við kröfuhafa og að þeir hafi ekki gefið samþykki sitt fyrir samningunum. Einkavæðing í óþökk kröfuhafa  Erlendur kröfuhafi segir ríkisvaldið í raun hafa samið við sjálft sig um einkavæðingu endurreistu bankanna  Komu ekki að ákvörðunum  Segir ríkið hafa samið | 14 SALTKJÖTIÐ rýkur út hjá Pétri Alan Guðmundssyni í Melabúðinni. Hann á líka von á að það seljist upp eins og undanfarin ár, þrátt fyrir að söltuð séu 3-4 tonn af kjöti. „Þetta er saltað eins og pabbi gerði alltaf,“ segir hann. Faðir hans, Guðmundur Júlíusson, raðaði kjöti og salti lagskipt með gamla laginu og lagði í saltpækil. Það skilar léttsöltuðu kjöti sem þeir sem reynt hafa kunna vel að meta. „Fólk kemur alls staðar af höfuðborgarsvæðinu, jafnvel úr Hafnarfirði og Mosfellsbæ, til að kaupa saltkjötið,“ segir Pétur sem mun líka gæða sér á herlegheitunum ásamt fjölskyldu og starfsfólki. Morgunblaðið/Golli Saltkjöt eins og pabbi gerði það Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is FYRSTI fundur íslensku Icesave- samninganefndarinnar með fulltrú- um breskra og hollenskra yfirvalda, sem fram fór í London í gær gefur tilefni til hóflegrar bjartsýni að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra. Fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu áttu langan síma- fund með nefndinni í gær að loknum fundarhöldunum. Ekki lá hins vegar fyrir er blaðið fór í prentun hvort fundað yrði áfram í dag. „Nefndin hittir þá vonandi á morg- un [í dag], en ég geri mér alveg grein fyrir að það er ekkert í hendi að við komum þessu yfir í eiginlegar samn- ingaviðræður,“ sagði Steingrímur. Ekki væri hægt að segja að tillög- unum að lausn á deilunni sem stjórn og stjórnarandstaða hefðu sameinast um hefði verið tekið fagnandi. „En við teljum mikilvægt að menn geti haldið áfram og rætt þetta betur og það slitnaði ekki upp úr þannig að við skulum vona að það geti orðið fram- hald á.“ Töluvert hefði enda verið spurt út í þær lausnir sem þar voru kynntar. „Síðan eru menn að meta stöðuna í fram- haldinu,“ segir Steingrímur. Engin endan- leg svör liggja þó fyrir um það frá Bretum og Hol- lendingum hvort þeir séu tilbúnir til frekari viðræðna. Johnston meðal ráðgjafa Fyrir íslensku samninganefndinni fer bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjár- málaráðuneytis og utanríkisráðu- neytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blön- dal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameig- inlega. Þeim til ráðgjafar eru Don John- ston, fyrrverandi framkvæmdastjóri OECD, auk sérfræðinga ráðgjafar- fyrirtækisins Hawkpoint og lög- fræðistofunnar Ashurst. Mikilvægt að haldið verði áfram  Vonar að fundað verði áfram í dag  Spurðu mikið út í tillögur Íslands Steingrímur J. Sigfússon  FULLTRÚAR Orkuveitu Reykjavíkur og kísilverksmiðju, sem til stendur að reisa í Þor- lákshöfn, eru bjartsýnir um framgang og fjármögnun verkefnisins. Línur eiga að vera orðnar skýrar í apríl og fram- kvæmdir gætu hafist næsta vor. OR hefur fengið lán frá Evrópska fjár- festingabankanum til byggingar Hverahlíðarvirkjunar sem sjá á iðjuverinu fyrir orku. »2 Bjartsýnir á fjármögnun virkjunar og verksmiðju  Hagar telja að þrotabú Baugs hafi ekki haft heimild til að gjald- fella lán til fyrirtækisins sem Baug- ur veitti Högum árið 2004. Um mitt sumar 2009 gjaldfelldi þrotabú Baugs lán upp á einn milljarð króna með vísan í heimild í lánasamning þess efnis að slíkt væri heimilt ef Hagar vanræktu að skila inn árs- reikningi fyrir árið 2009. Í greinargerð Haga um málið telja Hagar sig hafa átt munnlegt samkomulag við forsvarsmenn Baugs um að gjaldfellingarheim- ildin sem um ræðir yrði ekki nýtt. Hagar hafa ekki ennþá skilað inn ársreikningi fyrir uppgjörsárið sem endaði 28. febrúar 2009. Deilan snýst ekki um hvort Hagar telji sig geta borgað eða ekki. »14 Hagar og Baugur deila um milljarð sem var gjaldfelldur  Meðal karlmanna eru þjónar og veitingamenn áberandi líklegri til að fá krabbamein en aðrar starfs- stéttir. Tíðni krabbameins hjá læknum, kennurum og há- skólamönnum var undir meðaltali en minnst var tíðnin meðal garð- yrkjumanna og bænda. Þetta er meðal niðurstaðna í um- fangsmikilli norrænni rannsókn á krabbameini. »13 Þjónar og veitingamenn þurfa að gæta að heilsunni SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, telur tillögurnar sem íslenska samn- inganefndin kynnti Bretum og Hollendingum mjög sann- gjarnar í þeirra garð. „Ég held að við ættum að gefa þeim tækifæri á að líta á þær,“ segir hann og kveðst hissa á fjármálaráðherra að tjá sig um málið á þessum tíma- punkti. „Mér finnst uppleggið hjá honum hafa meira með pólitíkina hér heima að gera en þennan fund.“ Spurður hvernig honum lítist á samninganefndina seg- ir hann:. „Við lögðum áherslu á að þetta væri alveg ný nefnd og með sem mest af sérfræðingum á meðan ríkis- stjórnin lagði áherslu á embættismennina. Þetta varð niðurstaðan og við verðum bara að vona að þeir nái að stilla saman strengi.“ Furðar sig á ummælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson MÆLIR sem mæla átti súrefnis- innihald í andrúmslofti í lest Hof- fellsins SU var bilaður og í viðgerð þegar slys varð um borð í skipinu þar sem það lá við bryggju á Fá- skrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. „Slys lík þessu eru ekki einsdæmi. Við verðum að taka á vandanum,“ segir Jón Ingólfsson, for- stöðumaður Rannsóknarnefndar sjóslysa. Slys líkt því sem varð á Fá- skrúðsfirði varð á Akranesi í fyrra. Þá mynduðust gufur og súrefnis- skortur í lest uppsjávarveiðiskips þar sem um borð var gulldepla. |4 Súrefnis- mælir bilaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.