Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 NÍU AF hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innlands á síðasta ári samkvæmt nýrri könnun Ferða- málastofu um ferðalög Íslendinga innanlands. Í könnuninni, sem framkvæmd var í janúar síðast- liðnum af MMR, kemur fram að tveir af hverjum þremur (67%) fóru í þrjár eða fleiri ferðir innanlands og þrír af hverjum fjórum (74%) gistu sjö nætur eða lengur en á heildina litið gistu landsmenn að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innanlands árið 2009. Flestir ferðuðust innlands í fyrra Morgunblaðið/Heiddi ALLS voru 129 kandídatar braut- skráðir af fimm námsbrautum hjá Endurmennt Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á föstudag sl. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra hélt þar ræðu í tilefni þess að í fyrsta sinn voru leiðsögumenn brautskráðir af námsbrautinni Leiðsögunám á háskólastigi. Hún sagði í ræðu sinni að framtíðin væri vissulega björt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Að ræðum loknum fengu kandí- datar afhent skírteini. Námsbraut- irnar fimm sem um ræðir eru gæða- stjórnun, leiðsögunám á háskóla- stigi, mannauðsstjórnun, rekstrar- og viðskiptafræði og verkstjórnun – leiðtogaþjálfun. Brautskráning frá Endurmenntun SIÐMENNT, félag siðrænna húm- anista á Íslandi, fagnaði í gær 20 ára afmæli sínu. Félagið var stofn- að í kjölfar fyrstu borgaralegu „fermingarinnar“ frá árinu áður og var meginhlutverk þess í upphafi að standa að borgaralegum athöfn- um fyrir fólk sem vill fagna tíma- mótum í lífi sínu án trúarlegs inni- halds. Félagið hefur verið áberandi í baráttu fyrir mannréttindum á Ís- landi og beitt sér m.a. fyrir rétt- indum samkynhneigðra, aðskilnaði ríkis og kirkju og verndun verald- legs fyrirkomulags grunnskólanna. Siðmennt fagnar 20 ára afmæli NÝLEGA fór fram ritgerða- samkeppni meðal efstu bekkja grunnskóla þar sem umfjöllunar- efnið var hvernig heimabyggðin gæti verið betri staður til að búa á. Verkefnið var á vegum Lands- byggðarvina í Reykjavík og tóku um 400 nemendur víðs vegar um landið þátt í því. Fyrstu verðlaun hlaut Elísabet Ósk Magnúsdóttir í 9. bekk í Grunn- skóla Önundarfjarðar, önnur verð- laun hlaut Davíð Arnar Ágústsson í 8. bekk Grunnskóla Þorlákshafnar og þriðju verðlaun hlaut Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir í 10. bekk Auðarskóla í Dalabyggð. Morgunblaðið/Sverrir Sveitin Heimahagarnir heilla. Unga fólkið og heimabyggðin STUTT Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SÓTT hefur verið um leyfi til að byggja tólf hús á gamla fótboltavell- inum í hjarta Siglufjarðarbæjar. Það er Stefán Einarsson frá Siglu- nesi og fyrirtæki hans, Reisum byggingafélag, sem standa að þess- ari umsókn. Umsókn Stefáns hefur verið sett í deiliskipulagsferli, en hann vonast til að geta hafið jarð- vinnu sem allra fyrst og helst að hægt verði að flytja inn í fyrstu hús- in í haust. Hugmyndin er að þarna verði sex íbúðir í parhúsum og átta íbúðir í raðhúsum, en bílskúrar skilja húsin að þannig að í raun er nánast um einbýli að ræða. Húsin eru svonefnd Kanadahús úr timbri, en auk teikn- inga eru það aðeins klæðning að ut- an, hurðar og gluggar, sem koma frá Kanada. Fyrirtækið hefur byggt 15 slík hús á Akureyri. Stefán segist telja að markaður sé fyrir húsin og nú þegar hafi nokkrir líklegir kaupendur haft samband við hann. „Hér á Siglufirði er margt eldra fólk, sem situr uppi með stór og oft óhentug hús. Þessi hús gætu verið lausn fyrir þetta fólk því gamli malarvöllurinn er mjög miðsvæðis, með auðveldu aðgengi að allri þjón- ustu; sjúkrahús öðrum megin og verslanir og bankar hinum megin. Ég hefði viljað byrja jarðvinnu og undirbúning í næsta mánuði. Deili- skipulagsferlið verður þó að hafa sinn gang, en vonandi getum við byrjað sem allra fyrst,“ segir Stef- án. Hugmyndin var að nota veturinn til að búa í haginn og vonast Stefán enn til að það gangi eftir. „Ég ætlaði að vera klár með átta íbúðir í haust,“ segir Stefán. Góðærið kom ekkert sérstaklega til Siglufjarðar Aðspurður um kreppuna segir Stefán að staðan sé allt öðru vísi á landsbyggðinni heldur en á suðvest- urhorninu. „Góðærið kom ekkert sérstaklega til Siglufjarðar og það má því segja að staðan sé svipuð hér og verið hef- ur síðustu 50 árin. Nú er hins vegar eitt og annað í gangi hér. Það geng- ur betur í rækjunni, göngin verða tekin í notkun seinna í ár og vonandi fylgja þeim jákvæðir straumar. Svo tekur framhaldsskóli til starfa í Ólafsfirði í haust, en eftir göngin tekur ekki nema um 15 mínútur að keyra á milli bæjarhlutanna Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar,“ segir Stef- án Einarsson. Þórir Kr. Þórðarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að verkefnið sé í skoðun og fari í deiliskipulagsferli á næstunni. Breyting Húsaþyrpingin sem Reisum byggingafélag hyggst byggja á gamla fótboltavellinum á Siglufirði, en staðurinn er í hjarta bæjarins. Vill reisa 14 hús á fótboltavelli  Húsin gætu verið lausn fyrir eldra fólk á Siglufirði  Gamli malarvöllurinn mjög miðsvæðis  Ætlaði að vera klár með átta íbúðir í haust, segir verktakinn RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir verktakagreiðslur Háskóla Íslands til fastráðinna starfsmanna hans fyrir kennslu sem skilgreind er sem endurmenntun. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um þókn- anir fyrir verktöku sem Háskóli Íslands hefur undanfarin ár greitt nokkrum fastráðnum akademískum starfs- mönnum sínum í fullu starfi. Um er að ræða greiðslur fyrir kennslu sem skilgreind er sem endurmenntun og fer fram utan venjulegs vinnutíma. Á liðnu ári námu slíkar greiðslur til þeirra 23 aðila sem hæstar þóknanir fengu alls um 84 milljónum króna. Þar af nam hæsta greiðsla til sama aðila um 18,5 millj- ónum króna. Um margt óeðlilegt Ríkisendurskoðun segist telja að fyrir- komulag þessara verk- takagreiðslna sé um margt óeðlilegt og seg- ir að Háskólinn hafi lýst vilja til að taka það til skoðunar. „Svo virð- ist sem nokkurs konar „gerviverktaka“ tíðkist innan skól- ans, þ.e. greitt sé fyrir tiltekin kennslustörf sem verktaka- vinnu þó að þeir sem sinni störfunum fái endurgjaldslausa vinnuaðstöðu og auk þess öll nauðsynleg aðföng, verkfæri, tæki og aðstoð frá launuðum starfsmönnum Háskólans. Starfsemin ber með öðrum orðum öll einkenni venjulegrar launþegavinnu,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Allir sitji við sama borð Í skýrslunni er skólinn hvattur til að fylgja reglum skattyfirvalda um mun verktakavinnu og launþegavinnu. Tekið er fram að Ríkisendurskoðun dragi ekki í efa hæfni þeirra starfsmanna sem skólinn hefur valið til að kenna í endurmenntunarnáminu. Að mati Ríkis- endurskoðunar þarf þó skólinn að tryggja gagnsæi og jafnræði við val á kennurum sem sinna verkefninu. Stofn- unin telur eðlilegt að jafn viðamikil störf og hér um ræðir séu auglýst svo að allir sem hafa getu og vilja til að sinna þeim sitji við sama borð. Þá telur Ríkisendurskoðun að Háskóli Íslands þurfi að herða á reglum um „helgun í starfi“ til að tryggja að viða- mikil aukastörf akademískra starfsmanna, jafnt innan sem utan skólans, komi ekki niður á vinnu þeirra fyrir hann. Sá annmarki sé á þessum reglum að þær beinist ein- göngu að aukastörfum „utan Háskólans“. Ríkisendur- skoðun telur að reglurnar eigi einnig að ná til umfangs- mikilla aukastarfa innan skólans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um verktakagreiðslur við HÍ er önnur í röðinni af nokkrum sem stofnunin vinnur að og greina frá niðurstöðum úttektar á innkaupamálum ríkisins. Áður kom út skýrsla um innkaupastefnu ráðu- neytanna. Um 84 milljónir til 23 fastra starfsmanna Ríkisendurskoðun gagnrýnir verktakagreiðslur HÍ Morgunblaðið/Kristinn Í HNOTSKURN » Ríkisendurskoðun segirað svo virðist sem nokk- urs konar „gerviverktaka“ tíðkist innan Háskóla Íslands. Verktakavinnan, sem greitt sé fyrir, beri öll einkenni venjulegrar laun- þegavinnu. » Í skýrslunni kemur framað hæsta verktöku- greiðslan til fastráðins starfsmanns háskólans hafi numið 18,5 milljónum króna á liðnu ári. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo karlmenn, annan í tveggja mánaða fangelsi og hinn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að klifra yfir girðingu við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og hlaupa út á flugvallarsvæðið. Mennirnir sögðust hafa ætlað að reyna að koma í veg fyrir að Kenía- maður, sem vísað var úr landi, yrði sendur heim. Þetta gerðist snemma að morgni í júlí 2008. Verið var að ræsa hreyfla flugvélar þegar menn- irnir hlupu fram með henni í nokk- urri fjarlægð og fram fyrir hana. Flugmenn á vélinni hættu við að aka af stað þegar þeir sáu til mannanna og varð nokkur töf á umferð um völl- inn af þessum sökum. Mennirnir báru það fyrir sig í málinu að þeir hefðu farið inn á flugvallarsvæðið í krafti borgaralegs réttar og skyldu, enda hefðu þeir með þessu verið að reyna að koma í veg fyrir að lög og mannréttindi væru brotin á Kenía- manninum Paul Ramses og fjöl- skyldu hans með því að flytja hann úr landi til Ítalíu. Það tókst ekki. Mennirnir voru dæmdir fyrir hús- brot og fyrir að valda almannahættu. Ramses fékk að koma til Íslands aftur í ágúst sl. Ollu almanna- hættu á flugvelli Mótmæltu brott- vísun Pauls Ramses Plata sem tónlistarmaðurinn Ram- ses, eða Guðjón Örn Ingólfsson, gef- ur út á eigin vegum í vikunni heitir Virtu það, en ekki Viltu það eins og misfórst í Morgunblaðinu á föstu- dag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ramses spilar á Hverf- isbarnum annað kvöld og á Prikinu á fimmtudaginn í tilefni útgáfunnar. Virtu það með Ramses LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.