Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010
SIGRÍÐUR Laufey
Einarsdóttir er ósátt
við bæjarstjórn Kópa-
vogs (Mbl. 28. jan.) Að
hennar mati hefur
bæjarstjórnin veist að
réttindum eldri borg-
ara, rýrt lífsgæði og
jafnvel dregið úr lífs-
líkum þeirra með því
að leggja á þá lág-
marksgjald (svonefnt
barnagjald) í sund-
laugar bæjarins. Hvetur hún af því
tilefni Ragnheiði Kristínu Guð-
mundsdóttur, formann íþrótta- og
tómstundaráðs Kópavogs, til að
íhuga þau samfélagslegu siðferð-
isgildi sem þessi rangláta aðgerð
felur í sér.
Áður en lengra er haldið er rétt
að halda til haga Morgunblaðsgrein
Ragnheiðar Kristínar frá 15. janúar
sl. um málið, en lækka má þetta 120
kr. lágmarksgjald niður í allt að 29
kr. skiptið með árskorti, sem kostar
eldri borgara 7.500 kr. og er þá
miðað við fimm heimsóknir í viku.
Hafi ég enda skilið þessa ágætu
félagskonu eldri borgara hér í
Kópavogi rétt gerir hún sér vel
grein fyrir að umrædd gjaldtaka
fær vart staðið ein og sér undir
ávirðingum hennar í garð bæj-
arstjórnarinnar. Sigríður Laufey
sér í það minnsta ástæðu til að taka
sérstaklega fram að málið snúist
ekki um gjaldtökuna sem slíka,
heldur sé um prinsipp-
mál að ræða.
Ég get vel skilið
óánægju greinar-
höfundar. Hver er
sáttur, eins og um-
horfs er í þjóðfélaginu
okkar nú þegar krepp-
an sverfur að óvægin
og óréttlát? Án þess
að ég vilji gera lítið úr
stöðu (h)eldri borgara
í Kópavogi er mér hins
vegar ekki alveg ljóst
hvert verið er að fara
með þessum skrifum.
Er verið að halda því fram af
prinsippástæðum, að það standi öll-
um öðrum nær en eldri borgurum
að axla byrðarnar á erfiðum tím-
um? Og ef svo er, hverjum þá?
Ungum barnafjölskyldum, ein-
stæðum foreldrum eða atvinnulaus-
um? Hvernig reiðir samfélagslegum
siðferðisgildum okkar af, ef umræð-
an fer að snúast um „meting“ af
þessu tagi?
Þá virðist Sigríður Laufey sann-
færð um að árshátíð bæjarstarfs-
manna hafi verið felld niður í ár
fyrir nirfilshátt eða skort á útsjón-
arsemi. Vel hefði mátt halda gleð-
skapinn með því einu að draga úr
tilkostnaði eða eins og það er orð-
að: „Flestir þekkja söguna um
naglasúpuna er varð að dýrindis
máltíð, viðkomandi til mikillar gleði
eftir að hafa yfirstigið nískuna er
kom í veg fyrir að gleðjast saman.“
Hér hlýtur einhver misskilningur
að vera á ferð eða trúir greinarhöf-
undur því í raun, að árshátíð bæj-
arfélagsins hafi verið felld niður
fyrir skort á útsjónarsemi hjá öllum
þeim starfsmönnum bæjarins og
bæjarfulltrúum sem komu að þess-
ari ákvörðun?
Í óbreyttri mynd hefði árshátíðin
kostað bæjarsjóð vel á annan tug
milljóna kr. Gæti staðreyndin verið
sú, að jafnvel naglasúpa væri of
dýru verði keypt, með hliðsjón af
þeim niðurskurði í mannaráðn-
ingum eða þjónustu sem bæj-
arfélagið þyrfti ella að ráðast í?
Greinarhöfundur lýkur svo máli
sínum með þeirri ósk, að Gunnar
Birgisson fái að ríkja áfram í Kópa-
vogi og segja má að þá fyrst komi
eiginlegur tilgangur skrifanna ljós.
Óneitanlega hefði þó farið betur á
því, að Sigríður Laufey hefði látið
sér nægja stuðningsskrif við odd-
vitann. Eins og nú háttar til er
Gunnari vini mínum enginn greiði
gerður með ómálefnalegri gagnrýni
á bæjarstjórn Kópavogs.
Nánar um naglasúpu
Sigríðar
Eftir Helgu Guð-
rúnu Jónasdóttur »Eins og nú háttar til
er Gunnari Birgis-
syni enginn greiði gerð-
ur með ómálefnalegri
gagnrýni á bæjarstjórn
Kópavogs.
Helga Guðrún
Jónasdóttir
Greinarhöfundur er stjórnmálafræð-
ingur, sjálfstæðiskona og býr í Kópa-
vogi.
UM EÐA eftir 900
nam land í Skagafirði
ágætur maður er Þórð-
ur hét, sonur „Bjarnar
byrðusmjörs, Hróalds-
sonar Hryggs, Bjarna-
sonar járnsíðu, Ragn-
arssonar Loðbrókar“
eins og Landnáma
orðar það. Þórður nam
land austan megin í
Skagafirði og bjó að
Höfða, og er sá Höfði jafnan nefndur
Þórðarhöfði.
Viðurnefni manna í Landnámu
hafa iðulega verið túlkuð á þann
hátt, að af þeim mætti draga fram
útlit manna, skaphöfn, gáfnafar og
andlega eiginleika. Sum þessara
nafna vitna líka um hagleik manna,
störf og atvinnu. Þannig hygg ég að
Björn, faðir Þórðar landnámsmanns
í Skagafirði, hafi í Noregi stundað
skipasmíðar á 9. öld. Til þess bendir
viðurnefni hans í Landnámu; byr-
ðusmjör. Að Björn hafi líka hugs-
anlega verið kominn af smiðum,
bendir líka viðurnefni afa hans til, er
Landnáma kallar Björn járnsíðu. Að
hann hafi stundað járnsmíði og járn-
gerð snemma á 9. öld heima í Noregi
er ekki óhugsandi. Ekki er útilokað
að Höfða-Þórður hafi einmitt farið
til Íslands vegna skipasmíða föður
síns, en hvort þarna má e.t.v. finna
tengingu við utanferðir manna, Þor-
finns Karlsefnis og fleiri síðar, úr
Skagafirði til Vesturheims um árið
1000, svo sem vegna kunnáttu
heimamanna í Skagafirði í skipa-
smíðum og siglingum, skal ósagt lát-
ið, en ekki er það óhugsandi, enda
var Þorfinnur afkomandi Höfða-
Þórðar.
Viðurnefnið byrðusmjör
Var smjör notað við smíði báta og
skipa í Noregi á 9. öld, áður en Ís-
land var numið? Til
þess bendir forliðurinn
byrða í viðurnefninu
byrðusmjör. Líklega
merkir orðið hér byrðu
á bát, þ.e. úr tré, þ.e.
síðu á skipi, fremur en
ílátið byrðu, sem var
kista eða kassi úr tré.
Varla var smjör á 9. öld
og síðar geymt í slíkum
ílátum því ílát af slíku
tagi hefðu lekið smjör-
inu út. Venja var að
geyma smjör í belgjum
til forna eins og kæfu.
Ég sé því ekki betur en að við-
urnefnið „byrðusmjör“ í Landnámu
merki smjör sem roðið var utan og
innan á borð í byrðingi báta og skipa
um leið og þeir voru smíðaðir. Vænt-
anlega hefur þetta verið þekkt þar í
landi á 9. öld, þ.e. á árunum á milli
800 og 900.
Smjörið var sem sé notað á viðinn
til að þétta hann gegn leka og seltu.
Tjara var notuð á víkingaöld í
Noregi á skip og báta, og á árabáta
hér á landi frá upphafi landnáms allt
fram á 19. og 20. öld, er farið var al-
mennt að mála báta hér á landi.
Hvenær Norðmenn hófu að bika
eða tjarga skip sín í upphafi og hvar
þeir kynntust tjörunni fyrst til
skipasmíða veit ég ekki. E.t.v. eftir
að þeir hófu víkingaferðir til Bret-
landseyja og Frakklands um 800.
Það er hugsanlegt því tjara var inn-
flutt í upphafi til Noregs. Hugs-
anlega var sú aðferð að nota heima-
gert smjör við skipasmíðar þar í
landi eldri og upprunalegri við að
þétta viði í skipum og e.t.v. húsum í
landi, en notkun tjöru, sem var inn-
flutt.
Íslenskt smjör notað
á möstur danskra skipa
Hvergi hef ég þó séð í norskum
heimildum né gömlum íslenskum, að
smjör hafi verið notað á skipsbyrð-
inga, en þó hef ég séð þess getið að
danskir skipasmiðir, sem smíðuðu
dönsk herskip á Hólminum í Kaup-
mannahöfn, hafi roðið möstur á skip-
um með íslensku smjöri og að það
hafi verið borið reglulega á möstur
seglskipanna til varnar seltu og
bleytu. Þetta bendir til að skipa-
smiðir á 17. og 18. öld hafi þekkt til
notkunar smjörs til varnar fúa og
seltu í tréskipum. Þetta styður því
tilgátu mína um að heimagert smjör
hafi hugsanlega fyrr á öldum verið
notað við smíði skipa. E.t.v. áður en
norrænir sæfarar fóru að nota tjöru.
Í Íslendingasögum er aðeins getið
um smjör til matar og hæpið að
smjör hafi nokkurn tíma verið notað
á skip á Íslandi, þar sem alltaf var
matarskortur og smjör afar verð-
mætt öldum saman.
Tólg var hins vegar notuð til að
þétta með báta á Íslandi, eins og sést
af Sjávarháttum Lúðvíks Kristjáns-
sonar, tíðkaðist slíkt fram á fyrri
hluta 20. aldar, t.d. við Ísafjarð-
ardjúp, hefur sagt mér Tómas
Helgason frá Hnífsdal.
Hvað segir fornleifafræðin?
Aðeins norskir fornleifafræðingar
geta hugsanlega svarað spurningu
minni um hvort skipasmiðir í Noregi
á 9. öld og fyrr notuðu heimaunnið
smjör við þéttingu byrðinga á bátum
sem þeir smíðuðu.
Var smjör notað við skipa-
smíðar í Noregi á 9. öld?
Eftir Skúla
Magnússon »Ég sé því ekki betur
en að viðurnefnið
„byrðusmjör“ í Land-
námu merki smjör sem
roðið var utan og innan
á borð í byrðingi báta og
skipa um leið og þeir
voru smíðaðir.
Skúli Magnússon
Höfundur er sagnfræðingur.
Í NÓVEMBER 2008
birtist grein eftir mig í
Morgunblaðinu um
meðferð félagsþjón-
ustufulltrúa á þroska-
heftum og flogaveikum
manni og nefndi ég
hann Svein og enn er
meðferðin á þessum
manni umdeilanleg.
Þessi maður var vist-
aður hjá félagsþjónustu
en undi sér ekki og strauk sífellt til for-
eldranna. Ástæðan fyrir því var ein-
föld. Flogaveikir, sem missa meðvit-
und í köstunum, eru með
undirliggjandi kvíða og jafnvel ótta um
að þeir geti slasast er þeir detta með-
vitundarlausir, þess vegna vilja þeir
aldrei vera einir, og að einhver heyri til
þeirra, fái þeir kast að næturlagi.
Þar sem Sveinn er metinn með
greind átta ára barns er hann haldinn
barnslegum ótta við það að vera einn
með ókunnugum. Þess vegna sótti
hann svo fast að komast til móðurinnar
þar sem hann hafði notið nærveru
hennar í köstunum, bæði nótt og dag,
því hún vaknaði alltaf ef eitthvert hljóð
kom frá hans herbergi.
Þetta skilgreindi félagsþjónustan
sem alvarlega þráhyggju. Foreldrarnir
vildu taka Svein heim, en fengu ekki. Í
framhaldi af þessari skilgreiningu fé-
lagsþjónustunnar ákvað hún að láta
svipta Svein sjálfræði svo hægt væri að
fara með hann hvert sem þeim sýndist,
eins og hvert annað heimilisdýr. Svipt-
ingin var byggð á því að móðirin væri
ekki fær um að gefa honum flogaveiki-
lyfin, þó hafði hún gefið honum lyfin í
tæp 40 ár og lengst af tekið til skammt
hvers dags eftir tímasetningu, en nú
eru lyfin í sérumbúðum og merkt dag-
og tímasetningu svo ekki þarf annað
en rétta Sveini skammtinn og horfa á
hann taka hann. Báðir foreldrar eru
fullfærir um þetta. Sérstaka athygli
vekur að móðirin fékk ekki að verja
mannorð sitt fyrir dómi, þótt rudda-
lega væri að því vegið.
Sviptingin breytti engu um hegðan
Sveins því hann hélt áfram að strjúka
heim. Þá var lögreglunni sigað á hann
og hún sótti hann jafnvel inn í íbúð til
foreldranna. Þetta ferli hófst í október
og lauk í desember með því að lög-
reglan handjárnaði Svein, við heimili
foreldranna, vegna mótþróa. Eftir að
lögreglan gafst upp á því að elta Svein
var hann hjá foreldrunum. Þá tók
fulltrúi félagsþjónustunnar upp á því
að halda flogaveikilyfjunum og krafðist
þess að Sveinn kæmi til fulltrúans og
tæki lyfin en hann var ófáanlegur til
þess. Setti fulltrúinn þá það skilyrði að
faðir hans sækti lyfin daglega og stóð
þetta ástand alllangan tíma og raskaði
mjög tímasetningu töku lyfjanna sem
getur haft slæm áhrif á þann floga-
veika og reyndar fór það svo að Sveinn
fór að fá alvarleg flogaköst sem ollu
honum slæmum höfuðáverkum. Um
þetta ástand var móðurinni kennt, en
var mjög óheiðarlegt.
Síðan var Sveinn
sendur vestur í Dali. Þótt
móðirin væri ekki sátt
við heimilið sem hann
var vistaður á sætti hún
sig við það til bráða-
birgða en óskaði eftir því
að fundinn yrði staður
sem hentaði honum bet-
ur. Jafnframt krafðist
hún þess að hann fengi
að hafa samband við for-
eldra sína símleiðis og
jafnframt að Sveinn fengi að koma í
heimsókn einu sinni í mánuði. Þessu
var svarað með því að tilkynna henni
að hún væri aðeins móðir Sveins, og
ekkert annað, hann væri fullorðinn
maður, því ætti hún ekki að skipta sér
af honum. Rétt er að geta þess að
Sveinn hafði margoft, áður en hann fór
í Dalina, beðið móðurina að hjálpa sér
að losna frá félagsþjónustunni í áheyrn
lögreglu.
Á sextugsafmæli móðurinnar bað
hún um að Sveinn fengi að koma í af-
mælið, því var alfarið hafnað af full-
trúa félagsþjónustunnar. Þetta sýnir
vel þann valdhroka sem einkennir
þennan þjónustufulltrúa og lýsir vel
mannfyrirlitningunni. Hinn 10. okt.
2009 féll úr gildi sjálfræðissviptingin
frá 10. okt. 2008. Hinn 14. okt. 2009 var
Sveinn svo aftur sviptur sjálfræði
ótímabundið, sem þýðir ævilangt ef fé-
lagsþjónustunni sýnist svo. Móðirin
vildi fá að velja verjanda fyrir Svein en
fékk ekki. Hún vildi einnig vísa dómn-
um til hæstaréttar en fékk ekki. Svona
vinnubrögð eiga ekki að geta viðgeng-
ist í lýðræðisríki og lögmönnum ekki
sæmandi. Allir eiga að hafa tækifæri
til að verja rétt sinn og mannorð.
Ég er ekki að mótmæla því að
Sveinn væri vistaður á þjónustuheim-
ili, heldur vinnubrögðunum, sem sýna
allgreinilega ofríkisvinnubrögð sem
beitt er vegna þess að þroskaheftur
aðili og fátækt fólk á í hlut. Það er líka
rétt að hafa það í huga að Sveinn á rétt
á því að vera heima og fá aðstoð frá fé-
lagsþjónustu. Þroskahjálp og önnur
félög og fulltrúar, sem telja sig gæta
réttar þessa fólks, eru einskis virði í
svona tilvikum. Sjálfræðissviptingin á
Sveini var algjörlega tilefnislaus. Fé-
lagsmálaráðherra hlýtur að geta haft
sérstakan fulltrúa sem fólk getur leit-
að til í svona tilvikum því hann ber
ábyrgð á því að réttur þess sé virtur.
Breiðavík á ekki að vera endalaust fyr-
irmynd fulltrúa félagsþjónustunnar.
Hver er réttur
þroskahamlaðra?
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður Jónsson
» Þroskahamlaður
maður var handjárn-
aður fyrir að vilja vera
heima hjá foreldrum,
sviptur eignarrétti lyfja
og dæmt af honum sjálf-
ræði.
Höfundur er bifreiðastjóri.
HÖFUNDUR þess-
arar greinar átti nokk-
uð endasleppar við-
ræður árin 1999 og
2000 við þá Guðmund
Víði Guðmundsson og
dr. Þorkel Jóhannesson
um framangreint ör-
nefni á síðum lesbókar
Mbl. þ.e. að ég skuldaði
þeim báðum svar við
þeirra greinum.
Reyndar fóru þeir
báðir dálítið um víðari völl en ég og
ræddu allmikið um þingstað Kjal-
arnesþings við Elliðavatn og eru
þær umræður að mestu utan við efni
míns fyrsta máls og læt ég þær því
að mestu liggja milli
hluta.
Mitt svar snýst um
örnefnið Norðlingaholt
og er þessi grein-
arstúfur aðeins til að
benda á að síðbúið svar
mitt við greinum
þeirra frá árinu 2000
er nú farið á síðu að-
sendra greina Mbl.is
og þar með skýring á
þessu seinlæti ásamt
og með rökstuðningi
mínum fyrir hinni
réttu staðsetningu örnefnisins.
Meira: mbl.is/greinar
Með góðri kveðju.
Norðlingaholt
Eftir Einar Birnir
Einar Birnir
Höfundur er fv. heildsali.