Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 ✝ Magnea ÞóraGuðjónsdóttir var fædd í Reykjavík 22. maí 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Guð- finna Baldvinsdóttir, f. 4. maí 1894, d. 15. mars 1980, og Guð- jón Marías Sigurðs- son, f. 26. maí 1893, d. 18. febrúar 1959. Systkini Magneu sammæðra eru Baldvin Hermann Júlíusson, f. 14. nóvember 1922, d. 8. júní 1992, og Sigurlaug Júl- íusdóttir, f. 29. mars 1924. Systkini hennar samfeðra eru Gunnar Guð- jónsson, f. 9. nóvember 1921, d. 24. desember 1982, og Guðmundur Guðjónsson, f. 22. júlí 1926. Magnea ólst upp í Skorhaga í Brynjudal í Kjós hjá móður sinni og fósturföður, Júlíusi Þórðarsyni, f. 4. janúar 1888, d. 23. september 1966. Magnea giftist 12. júní 1942 Birnu Björnsdóttur. Börn Ingvars eru þrjú, Jónína Björk, Óskar Magni og Halldóra Íris, barna- börnin eru níu og eitt barna- barnabarn. 4) Eyrún Sigurbjörg, f. 5. október 1944, gift Guðmundi Haraldssyni. Börnin eru tvær dæt- ur, Valgerður og Magnea, og barnabörn eru þrjú. 5) Már Óskar, f. 21. nóvember 1945, kvæntur Ingunni Ragnarsdóttur. Börnin eru fjögur, Kristín, Ragna Heið- björt, Harpa Sólbjört og Ingimar Óskar, og barnabörnin eru ellefu. 6) Sigurður Baldvin, f. 4. maí 1947, kvæntur Guðrúnu Leifs- dóttur. Börnin eru þrjú, Þórunn, Sigurður og Haukur, og barna- börnin eru fimm. 7) Birgir, f. 15. mars 1951, kvæntur Guðrúnu Þ. Kristjánsdóttur. Börnin eru þrír synir, Kjartan, Magni Þór og Kristján, og barnabörnin eru tvö. 8) Kornína Björg, f. 10. júní 1956, gift Hlöðveri Pétri Hlöðverssyni. Þau eiga þrjár dætur, Ástu Ósk, Jónu Björgu og Þóru Magneu. 9) Erla Þóra, f. 13. mars 1959, gift Karli Valdemarssyni. Börnin eru þrjú, Magnea Guðrún, Ingibjörg og Guðfinnur, og barnabörnin eru fjögur. Magnea og Óskar eignuðust eina dóttur er lést í fæðingu. Útför Magneu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Óskari B. Benedikts- syni, f. 17. október 1918, d. 17. júlí 1996. Þau hófu búskap á Seltjarnarnesi og síð- ar í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Sambýlismaður Magneu til 30 ára var Gunnar Hálfdán- arson, f. 2. apríl 1909, d. 24. maí 2001. Börn Magneu og Óskars eru: 1) Eygló Bryndal, f. 28. júní 1940, d. 23. mars 2008, gift Steinólfi Jóhannessyni, f. 27. september 1914, d. 11. jan- úar 2008. Þau eignuðust þrjú börn, Jóhannes Klemens, Ástríði Björgu og Eystein Þór, barnabörn- in eru tólf og fjögur barna- barnabörn. Seinni maður Eyglóar var Kristinn T. Holm. 2) Birna Guðlaug, f. 13. maí 1942, gift Ingv- ari Elíssyni. Þau eignuðust tvö börn, Jón Trausta, sem er látinn, og Svövu Margréti, og barnabörn- in eru þrjú. 3) Ingvar Júlíus, f. 13. september 1943, í sambúð með Nú þegar Magnea tengdamóðir mín er látin á 89. aldursári fara margar minningar í gegnum hug- ann. Ég man það vel þegar ég hitti hana fyrst fyrir tæpum 40 árum. Svo sannarlega bar ég kvíðboga fyrir þessari heimsókn en það var óþarfi. Á Réttarholtsvegi 51 tók á móti mér há og grönn, glæsileg kona með ljóst, uppsett hár og bauð mig innilega velkomna og ég fann svo vel að hugur fylgdi máli. Eins var fimm ára dóttur minni ákaflega vel tekið. Magnea hafði alltaf haft um stórt heimili að hugsa þar sem þau hjónin eign- uðust níu börn og enn voru þrjú heima þegar ég kynnist tengda- fólkinu. Um þetta leyti slitu þau hjón, Magnea og Óskar, samvist- um eftir um það bil þrjátíu ára hjónaband. En það var alltaf gott samband milli þeirra og Óskar kom oft á heimilið. Mér fannst það sérstakt í fyrstu en svo fann ég hvað þetta var átakalítið og sam- skipti þeirra þægileg og góð þó þessi breyting hefði orðið á þeirra högum og sambúð. Óskar tengda- faðir minn lést 17. júlí 1996. Það hefur nú ekki alltaf verið létt verk í þeirra búskap að reka svo mannmargt heimili en Magnea vann einnig oft, eins og aðstæður leyfðu, utan heimilis þó það sé ekki alveg skiljanlegt hvernig það var hægt. Ég fann það alltaf betur og bet- ur að Magnea var ekki bara glæsi- leg, hún var líka mjög sterk kona og átti mikil ítök í öllum sínum börnum og oft var mannmargt hjá henni á sunnudögum og glatt á hjalla. Mörg fyrstu árin okkar Más var farið á Réttarholtsveginn seint á aðfangadagskvöld í súkkulaðið og jólabakkelsið og þá var oft þröngt setinn bekkurinn. Magnea var ákaflega flink í mat- argerð og kaffiboðin hennar eru ógleymanleg, og stóru þriggja hæða terturnar sem voru flottast- ar af öllu í fermingum og gift- ingum áttu engan sinn líka. Í mörg ár vann hún í eldhúsi Sjálfsbjargar og hún minntist þess oft með gleði og ánægju hvað það starf og sam- vinnan þar veitti henni mikið. Ferðalög og útilegur innanlands voru hennar líf og yndi eftir því sem hægt var að koma því við en eftir að ég kynnist henni og sam- býlismanni hennar, Gunnari, þá voru það einnig útlöndin sem heill- uðu. Þær voru ófáar ferðirnar sem þau fóru saman um landið, síðan lengra, sjö landa sýn hét það einu sinni, svo var það Kanarí og fleiri staðir en ég kann að nefna. Þau Magnea og Gunnar áttu góða daga saman, höfðu bæði gaman af gömlu dönsunum og góðum fé- lagsskap. Fyrir tæpum þrjátíu árum fluttu þau í Lerkihlíðina, í góða íbúð og þægilega, og bjuggu þar vel um sig. Gunnar lést árið 2001 en Magnea bjó áfram í Lerkihlíðinni og þar voru áfram hlýjar og góðar móttökur, heitt á könnunni og kök- ur á borðum. Dagur er kominn að kvöldi í lífi Magneu tengdamóður minnar, langt og viðburðaríkt og oft erfitt líf að baki, en hún stóð alltaf fyrir sínu, glæsilegur kvenskörungur sem kom fjölda barna til manns, hin sterka kona til hinsta dags. Ég kveð Magneu með þakklæti fyrir hennar góðvild og vinarþel í minn garð og okkar allra. Magnea heilsar nú nýjum degi og nýrri vídd, þar vinir standa í varpa og ljósið breiðist yfir og umvefur hana í geislum sínum. Ég vil kveðja hana með kær- leika og kvöldbæninni fallegu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ingunn Ragnarsdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauð- ann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran/Úr Spámanninum) Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu hennar. Guðrún Leifsdóttir. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund en ég veit að þú tekur vel á móti mér þegar við hittumst á ný. Ég varð þeirra for- réttinda aðnjótandi að fá að alast upp fyrstu æviárin hjá Möggu ömmu og Gunnari afa. Sá tími er mér ómetanlegur enda var ég um- vafin ást og alúð. Væntumþykja, þakklæti og virðing eru þær til- finningar sem ég finn fyrir þegar ég hugsa til ömmu. Mér fannst amma alltaf svo virðuleg og glæsi- leg kona. Ég man svo vel þegar ég fékk að fara með henni að kjósa. Þá voru sparifötin og pelsinn dreg- inn fram, þú varst svo glæsileg. Amma reyndist mér alltaf ákaf- lega vel og það var alltaf gott að vita af henni rétt hjá mér. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem ég varð fyrir því að finna dauða mús fyrir utan húsið okkar á Melholtinu, og ég með mitt litla hjarta þorði ekki að fara út úr húsi. Það fyrsta sem ég hugsaði var að hringja í Möggu ömmu, og það stóð ekki á því, þú varst tilbúin að henda öllu frá þér til þess að koma og „bjarga“ mér. Þetta er mjög lýsandi fyrir ömmu, alltaf tilbúin að rétta út hjálparhönd og passaði vel upp á sitt fólk. Það var svo bara nú síðast á fimmtudaginn sem ég fann fyrir því hversu öflug kona hún amma er. Ég varð fyrir síður en svo skemmtilegri lífreynslu þegar ég var að fljúga heim frá Sauðár- króki úr vinnuferð, þar sem flug- vélin var eins og skopparakringla í loftinu. Með hjartað í hálsinum fór ég að hugsa til ömmu og þá fann ég svo greinilega fyrir því að hún mun alltaf vaka yfir mér. Amma var einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Fátt þótti henni skemmtilegra en að taka á móti gestum og veita þeim vel í mat og drykk. Á Lerkihlíðinni svignaði borðið jafnan undan kaffi, lagkökum og öðrum kræs- ingum. Fyrir yngstu kynslóðina lumaði Magga amma svo á forláta dóti sem gat fangað athygli barna svo tímum skipti. Þótt hún væri að nálgast nírætt var hún létt á fæti að hamast við að leggja á borð kökur og annað góðgæti og fylgdi því vel eftir að allir borð- uðu. Eitt af því sem einkenndi ömmu var virðing og væntum- þykja, enda var amma hlý og ynd- isleg kona sem breiddi sig út yfir fjölskylduna. Þrátt fyrir mikinn fjölda afkomenda kom það sjaldan fyrir að amma gleymdi afmælum eða öðrum merkisatburðum í lífi þeirra, öll áttum við sérstakan stað í hennar stóra hjarta. Já- kvæðni var ömmu í blóð borin. Hún átti auðvelt með að sjá björtu hliðar lífsins og kvartaði sjaldan þótt hún hefði upplifað ýmsa erfiðleika á langri ævi. Hún var ákveðin og hreinskilin, en jafnframt hjálpsöm og hjartahlý. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um, en efst er mér þó í huga þakklæti fyrir þau ár sem ég naut samvista við Möggu ömmu. Minningarnar ylja mér um hjartarætur og gera kveðjustundina léttbærari. Þakka þér, elsku amma, fyrir allt sem þú gafst mér. Margar aðrar minn- ingar á ég um þig og geymi í hjarta mínu. Með ást og virðingu kveð ég þig og bið guð um að varðveita þig. Magnea Guðrún Karls- dóttir og fjölskylda. Það voru miklar gleðistundir hjá okkur systrum á Björgum þegar Magg-amma, eins og hún hét alltaf hjá okkur, og Gunnar afi komu í heimsókn í sveitina. Spenningurinn var líka mikill þegar við fórum í heimsókn í Lerkihlíðina til ömmu, að þurfa að skrölta í bíl í sjö tíma fyr- irgafst fljótt þegar við hlupum upp tröppurnar og amma tók á móti okkur. Það skipti ekki máli að við sæjum hana ekki oft, þegar við komum til hennar var það alltaf jafn gaman. Fyrir sveita- börnin var ævintýri að koma í heimsókn til ömmu. Hún spillti okkur líka endalaust með Honey Nut Cheerios, kóki og ís. Ég var alltaf stolt af því að eiga svona mikla hetju fyrir ömmu sem lét ekkert buga sig og gerði það sem hún taldi rétt. Hjá ömmu í Lerkihlíðinni var griða- staður sem tók ætíð vel á móti manni, sama hvað gekk á. Þegar ég bjó hjá henni í nokkra mánuði fyrir um fimm árum kynntist ég ömmu minni á nýjan hátt og mun ég hugsa til þess tíma með hlýju. Hún var kona með sterkar skoð- anir og hafði gengið í gegnum tíma sem láta raunir okkar hinna virðast lítilvægar. Hún er fyr- irmynd sem ég mun ávallt líta upp til og læra af. Ég hugsaði oft með sjálfri mér hvað ég ætti magnaða ömmu, hún var á sínum tíma útivinnandi níu barna móðir en kunni jafnframt að njóta lífs- ins. Það eru ekki margir sem eiga ömmu sem fór til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina að hlusta á brekkusönginn þegar hún var á níræðisaldri, ungling- urinn ég hef aldrei orðið svo fræg. Hún var líka alltaf svo glöð og það var gaman að sitja með henni við eldhúsborðið í Lerki- hlíðinni og hlusta á sögurnar, hvort sem það var frá árlegu sól- arlandaferðinni eða þegar hún var ung stelpa í Kjósinni. Hún gerði óspart gys að hlutunum og stundum manni sjálfum. En eftir því sem ég kynntist henni betur þegar ég fullorðnaðist þá fór ég að gera mér grein fyrir því að það var ekki sjálfsagt að hún væri svona lífsglöð, hún ákvað sjálf að sjá lífið í því ljósi. Það er lífsskoðun sem ég vil temja mér. Fyrir hönd okkar systra, Jóna Björg Hlöðversdóttir. Magnea Þóra Guðjónsdóttir ✝ Guðlaugur Sæ-mundsson fæddist 31. ágúst 1923 að Bessatungu í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu. Hann lést á Dval- arheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 5. febrúar 2010. Foreldrar hans voru Sæmundur Lár- usson og Guðrún Guð- laugsdóttir. Alsystir hans var Hulda Sæ- mundsdóttir Olsen, dáin 2008. Hálfsystkin voru Kristján Sæmundsson og Anna Markrún Sæmundsdóttir. Guðlaugur giftist Ingibjörgu Að- alsteinsdóttur 28. júní 1946 og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru: Sæ- mundur Guðlaugsson, f. 31.8. 1945. Kona hans er Karólína Benedikts- dóttir, f. 12.10. 1948. Dóttir þeirra er Díana Dögg. Arnar Steinn Guð- laugsson, f. 12.10. 1948. Kona hans er Bergþóra Ásmundsdóttir, f. 5.11. 1951. Börn þeirra eru Ásmundur, Guðlaugur og Elva Björg. Halldór Guð- laugsson, f. 28.8. 1953. Kona hans er Hafdís Hafliðadóttir, f. 3.5. 1954. Börn Halldórs eru Einar Guðmar, Freyr og Daði. Rúnar Guðlaugsson, f. 27.11. 1956. Kona hans er Valgerður Sigurð- ardóttir, f. 23.8. 1955. Börn þeirra eru Hilm- ar Ingi, Tinna og Orri. Guðlaugur flutti til Reykjavíkur 1946 og starfaði fyrstu árin hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson hf. Seint á sjötta ártugnum hóf hann leigubíla- akstur á eigin bíl og starfaði við það þar til hann hætti störfum rúmlega sjötugur. Guðlaugur bjó lengst af á Langholtsvegi 200, í Reykjavík, en dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík síð- ustu 5 árin. Útför Guðlaugs fer fram frá Langholtskirkju í dag, 16. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku afi Lulli. Nú hefur þú kvatt þennan heim. Þegar við lítum til baka þá koma margar góðar stundir upp í hugann sem við áttum saman. Það var oft sem við komum suður í heimsókn til ykkar ömmu Ingu og alltaf var höfðinglega tekið á móti okkur. Þú varst alltaf til í að skutla okkur eða sækja og í ófá skipti var hringt á Bæjarleiðir og beðið um bíl 85 – þá varst þú mættur innan skamms. Það var alltaf gaman að fá ykkur ömmu norður í heimsókn og ofar- lega í huga er þegar við fórum að veiða í Reykjadalsá, seint munu gleymast allir þeir stóru sem rétt sluppu frá okkur. Þú varst mikill spilamaður og í brids varstu fær- astur, vannst til ótal verðlauna og okkur þótti gaman þegar þú gafst þér tíma og spilaðir við okkur. Þú fylgdist vel með því hvernig okkur gekk í boltanum og það var okkur mikil hvatning. Þó svo að það hafi verið farið að draga verulega af þér undir það síðasta þá varst þú samt alltaf með á nótunum hvað var að gerast hjá okkur. Amma hefur ef- laust verið dugleg að segja þér frá því helsta. Þessar og margar fleiri yndisleg- ar minningar geymum við í hjörtum okkar og þú munt lifa með okkur í þeim um ókomin ár. Þegar við kveðjum þig nú í hinsta sinn eftir langa baráttu við veikindin, þá huggum við okkur við að nú sért þú kominn á betri stað og að þér líði betur. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og við lofum að passa vel upp á ömmu Ingu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ásmundur, Guðlaugur og Elva Björg. Guðlaugur Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.