Morgunblaðið - 16.02.2010, Side 30

Morgunblaðið - 16.02.2010, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 ✝ Ólafur Alexand-ersson fæddist í Reykjavík 5. október 1919 og lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 4. febrúar sl. Hann var sonur Al- exanders Jóhann- essonar skipstjóra, f. 17. mars 1884, d. 8. september 1974, og Halldóru Ólafsdóttur, húsfreyju, f. 13. des- ember 1895, d. 28. desember 1982. Systkini Ólafs voru a) Óli Viggó, f. 19. júní 1918, d. 5. apr- íl 1919, b) Bergljót Edda, f. 2. febr- úar 1927, d. 7. janúar 2009, c) Guð- mundur Kristjánsson (uppeldis- bróðir). Eiginkona Guðmundar er Helga Zoëga, f. 24. mars 1945. Eiginkona Ólafs var Esther Har- aldsdóttir, f. 2. október 1923, d. 30. júní 2000. Sonur þeirra er Har- aldur Viggó, f. 24. nóvember 1956. Fyrir átti Ólafur son- inn Ólaf, f. 8. maí 1948, móðir hans var Málfríður Ólafsdóttir, f. 28. mars 1921, d. 21. október 1997. Eiginkona Ólafs er Erna Jónsdóttir, f. 2. maí 1948. Börn þeirra eru a) Hall- dóra, í sambúð með Sveini Bergmann Rúnarssyni og þeirra börn eru Bertha Þyrí og Ólafur Ingi, b) Jón, í sambúð með Lilju Dóru Jóhannesdóttur, börn þeirra eru Íris Katla, Tinna Rún og Axel Óli, c) Íris, í sambúð með Þór Gunnlaugssyni, barn þeirra er Freyja. Ólafur lærði flugvirkjun í Banda- ríkjunum og starfaði við það alla sína starfsævi, lengst af hjá Flug- leiðum og Flugmálastjórn. Útför Ólafs hefur farið fram. Hávaxinn, glaðlegur og hrókur alls fagnaðar. Öðruvísi er ekki hægt að minnast afa. Hann bar árin 90 ótrúlega vel. Snaggaralegur og flottur þótt flugvélar hafi ekki leng- ur borið hann á milli staða, reistur og grallaralegur. Afi var einn af stofnendum Flugvirkjafélags Ís- lands og óbilandi talsmaður þess. Flug, flugvélar og framandi stað- ir áttu vel við hann og bar heimili hans vel þess merki. Óteljandi grímur þöktu veggina og risastórir gylltir plattar. Algjör ævintýra- heimur fyrir lítil afabörn og alltaf tók Halli létt trommusóló í þessum heimsóknum okkar. Halli er sonur afa og Estherar eiginkonu afa sem lést árið 2000. Ólafur faðir minn, sonur afa og Málfríðar Ólafsdóttur sem lést árið 1997, ólst ekki upp á heimili afa þannig að heimsóknirnar voru kannski ekki margar á upp- vaxtarárum okkar systkinanna en þrátt fyrir það og kannski þess vegna þeim mun eftirminnilegri. Afi þreyttist aldrei á að segja manni sögur úr fluginu, og merkilegt nokk, þá sagði hann nýja sögu í hverri heimsókn. Afi ólst upp á Grettisgötu 26 í Reykjavík hjá foreldrum sínum, Halldóru Ólafsdóttur og Alexander Jóhannessyni, og sögur hans og frásagnir frá þeim tíma voru ansi skemmtilegar. Prakkarastrik og sendiferðir mundi hann eins og gerst hefði í gær. Greinilega skemmtilegur og fjörlegur tími. Afi var ofsalega montinn af afa- börnunum þremur og sérstaklega þó af langafabörnunum sjö og skreytti hann herbergið sitt á Hrafnistu með myndum af þeim öll- um. Spurði hann iðulega frétta af þeim og vissi því alltaf af öllum þeim sigrum og áföngum sem þau unnu. Þín verður sárt saknað afi minn og verst þykir mér að börnin mín, Bertha Þyrí og Ólafur Ingi, skuli ekki hafa fengið miklu fleiri ár með þér. Góða ferð afi minn og takk fyrir allt. Halldóra Ólafsdóttir, Sveinn Bergmann, Bertha Þyrí Bergmann og Ólafur Ingi Bergmann. Ólafur Alexandersson „Nú eru þeir allir farnir,“ hljómaði rödd bróður míns er hann tilkynnti mér að föður- bróðir minn, Sigurður Haukur Eiríksson, væri látinn á 88. aldursári. Hann var annar í röðinni af fjórum bræðrum, sonur Eiríks Kristjánssonar kaupmanns, ættaður frá Sauðárkróki og konu hans frú Maríu Þorvarðardóttur. Bræður Sigurðar voru: Kristján, lögfræðing- ur, Örn, siglingafræðingur og Þor- varður Áki, framkvæmdastjóri. Auk þess áttu þeir bræður systur sam- feðra, Ernu verslunarkonu í Reykja- vík sem lifir bræður sína. Minningin um hann Sigga frænda er falleg og ljúf. Hann hafði allt það til að bera sem einn karlmann gat prýtt. Hann var sérstaklega glæsi- legur, traustur og heiðarlegur mað- ur. Ég man að þegar ég fékk að gista Sigurður Haukur Eiríksson ✝ Sigurður HaukurEiríksson fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1922. Hann lést í Reykjavík 1. febrúar 2010. Sigurður var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni 11. febrúar 2010. heima hjá Ranný frænku, vaknaði ég við það oftar en einu sinni að hann var að sippa frammi á gangi áður en hann fór í vinnuna. Það var hans morgun- leikfimi. Ég minnist allra ferðanna með þeim feðginum niður á tjörn að gefa öndunum á sunnudagsmorgn- um. Hann að koma gangandi heim úr vinnunni og við krakk- arnir úti að hoppa í parís í Engihlíðinni, fagnandi yfir að sjá hann og var þá amerísku kúlu- tyggjói oft laumað í litla lófa. Hann sýndi mér meira að segja svo mikið traust að ráða mig þrettán ára gamla í mánaðarvinnu sem síma- stúlku hjá I. Pálmason. Þá má ekki gleyma öllum skemmtilegu ferðun- um norður í Skagafjörð og til Ak- ureyrar eftir sumardvöl okkar frændsystkinanna hjá Hebu og Ósk- ari á Brekku. Algengt var að stórfjölskyldan hittist á sunnudögum á heimili Maju ömmu og Eiríks afa. Þar var því oft margt um manninn enda voru barnabörnin þrettán. Amma bjó til heimsins besta fiskigratin og danska eplaköku og hann afi var svo ljúfur og skemmtilegur. Minningar frá þessum tíma eru umfram allt gleði- blandnar því mikið var rabbað og oft hlegið dátt. Það var einstaklega gaman að heyra þá bræðurna rifja upp gamlar minningar að norðan. Þá heyrði maður alls kyns skemmtileg viðurnefni eins og Úlli bakkadæ og Halifax og þegar hlátrasköllin hljómuðu á Víðimel 62 barst okkur oftar en ekki tilkynning sem hljóm- aði þannig: „Þeir eru byrjaðir“. Þá hópuðumst við barnabörnin inn í stofu til að hlusta á bræðurna hlæja! Það var alveg kapítuli út af fyrir sig. Þó undarlegt sé, hitti ég hann Sigga frænda síðast í jarðarför mannsins míns heitins í ágúst sl. Hann kom til mín og sagði við mig: „Dóra mín, mundu eftir að þakka fyrir öll árin sem þú áttir með hon- um Grétari þínum“. Auðvitað meg- um við gera miklu meira af því að þakka. Þakka fyrir börnin okkar, hvort annað, heilsuna og lífið sjálft. Ekkert er öruggt í þessum heimi nema að öll erum við á einn eða ann- an hátt á leiðinni heim, þó við séum misjafnlega langt komin á þeirri leið. Mig langar því að þakka Sigga frænda mínum fyrir ánægjulega samfylgd í ölduróti lífsins. Hans er nú sárt saknað. Elsku Didda mín, Ranný, Her- mann, Nanna, Freyr, Helga og Hlynur ykkar er söknuðurinn mest- ur. Góður Guð gefi ykkur styrk og blessi minningu Sigurðar Hauks Ei- ríkssonar. Dóra G. Þorvarðardóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR INGI SIGURÐSSON fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, Sóleyjarima 15, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 7. febrúar, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Katrín Sigurjónsdóttir, Sigurjón Einarsson, Kristín Einarsdóttir, Örn Erlingsson, Aron Arnarson, Karen Arnardóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK S. VÍDALÍN JÓNSSON, Suðurvangi 15, Hafnarfirði, lést á deild 14 G Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Hulda Magnúsdóttir, Jón V. Hinriksson, Guðrún Júlíusdóttir, Magnús J. Hinriksson, Guðríður Aadnegard, Margrét Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis Lyngholti 9, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstudaginn 12. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Björgvin Halldórsson, Rebekka Dagbjört Jónsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Hulda Árnadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Þorgeir Ver Halldórsson, Inga Sjöfn Kristinsdóttir, Óskar Halldórsson, Hildur Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og stjúpsonur, BÖÐVAR ODDSSON, Ölduslóð 11, Hafnarfirði, lést mánudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 18. febrúar kl. 13.00. Oddur Halldórsson, Ásta Margrét Gunnarsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, Ásta Sigríður Oddsdóttir, Sigríður Þorleifsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLÍNA J. SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjuvegi 7, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku fimmtudaginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 20. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hornbrekku Ólafsfirði. Hannes Kristmundsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Elley Kristmundsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Guðlaug Kristmundsdóttir, Úlf Bergmann, Birna Sveinbjörnsdóttir og ömmubörn. 116 þátttakendur í bridsmóti Föstudaginn 9. febrúar fór fram tví- menningskeppni hjá félögum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og var spilað á 29 borðum. Er það nán- ast sami fjöldi og spilaði í tvímenn- ingnum á Bridshátíð. Úrslit urðu þessi: Jón Hallgrímss. – Helgi Hallgrímss. 63.3% Örn Ísebarn – Örn Ingólfsson 62.9% Pétur R. Antonss. – Ragnar Björnss. 60.0 % Þorsteinn Sveinss. – Matthías Helgas. 59.4% Kristófer Magnúss. – Guðl. Sveinss. 59.1% Ólafur Ingvarss. – Sigurb. Elentínuss. 59.0% BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Tólf borð í Gullsmára Spilað var á 12 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 11. febrúar. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 212 Ernst Backman - Hermann Guðmss. 190 Jón Jóhannss. - Haukur Guðbjartss. 186 Guðrún Gestsd. - Lilja Kristjánsd. 182 A/V Samúel Guðmss. - Kjartan Sigurjónsson 202 Þorsteinn Laufdal - Jón Stefánsson 196 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 196 Elís Kristjánss. - Páll Ólason 192 Aðaltvímenningur vetrarins hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Aðaltvímenningur BR hófst 9/2 og nær yfir 4 kvöld. Að loknu fyrsta kvöldi er staðan þessi: Vignir Haukss. - Stefán G Stefánsson 59,4% Helgi Bogas. - Gunnlaugur Karlsson 59,4% Rúnar Einarsson - Skúli Skúlason 58,1% Stefán Jóhannss. - Sverrir Kristinss. 57,9% Hallgr. Hallgrímss. - Hjálmar S. Pálss. 57,1% Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningsseppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 8. febrúar. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N - S: Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 391 Pétur Antonsson - Magnús Halldórss. 357 Björn E. Pétursson - Gíslu Hafliðason. 356 Svava Ásgeirsd. - Þorv. Matthíasson 344 Árangur A - V: Haukur Leósson - Ólafur B Theodórs 389 Hilmar Valdimarsson - Óli Gíslason 373 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 366 Guðjón Kristjánss. - Ragnar Björnss. 346 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 5. febrúar var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi í N/S Sæmundur Björnss. – Örn Einarsson 388 Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 378 Pétur Antonss. – Ragnar Björnsson 353 A/V Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 380 Sigurður Sigurðss. – Guðbjörg Gíslad. 377 Nanna Eiríksd. – Sigríður Gunnarsd. 359

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.