Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010
Leikfélag Akureyrar hefur
ákveðið að fresta sýningum á
söngleiknum Rocky Horror og
frumsýnir verkið 3. september í
menningarhúsinu Hofi. Þetta er
vegna velgengni 39 þrepa sem
gengur enn fyrir fullu húsi og svo
vegna kostnaðar við að búa sýn-
ingunni viðeigandi umgjörð í öðru
húsnæði.
LA frestar sýningum
á Rocky Horror
Fólk
Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur
kristrun@mbl.is
„VIÐ erum að endurútgefa þrjú hefti sem
komu út 1973,“ segir Rúnar Birgisson, umboðs-
maður Megasar. „Þau þóttu nokkuð merkileg,
þetta voru ýmsir textar eftir Megas ásamt nótum
og myndskreytingarnar í bókinni eru einnig eftir
meistarann. Það eru ekki til mörg eintök af þessu
í dag, ætli það séu ekki einhverjir tugir, það er
erfitt að segja þar sem sum af þeim eru illa með
farin eða jafnvel ónýt. En þessi hefti hafa gengið á
uppsprengdu verði á milli manna. Því ákváðum
við að gefa fleirum tækifæri til að eignast þau.“
Heftin eru gefin út í samstarfi við Háskóla-
útgáfuna og verður salan í höndum Rúnars. „Ég
verð með þetta í Kolaportinu, það heitir Bóka-
bankinn, þar verður þetta aðallega til sölu. Þetta
verður gefið út í takmörkuðu upplagi.“
Síðar á árinu verður textabók með textum Meg-
asar gefin út. „Síðar á árinu kemur út ný textabók
Megsar, að vísu án nótna. En þar munu allir
textar Megasar birtast frá uppahafi til enda. Al-
menna bókafélagið gaf út samskonar textabók
1994, sú bók er löngu uppseld og hefur verið seld,
líkt og heftin, á uppsprengdu verði manna á milli.
Þessi textabók er mjög vegleg, þar verða allir
textar sem voru í bókinni frá 1994, ásamt öllum
textum sem hafa komið eftir það. Ég myndi halda
að þetta yrði í kringum 600 blaðsíður. Víða er vís-
að í textana hans og sumstaðar er farið að nota þá
til kennslu, svona textabók kemur að góðum not-
um víða. “
Heftin þrjú eru tileinkuð Moby Dick, hvað er á
bak við það?
„Það er í sjálfu sér að hægt að segja sögu á bak
við hvert einasta atriði og hvert einasta lag Meg-
asar, hann hefur alltaf eitthvað ákveðið í huga.
Það má eiginlega segja að þetta sé hans leið til að
fá útrás og mörg lögin eru samin um hina og þess
aðila og dulbúin það vel að viðkomandi aðili veit
það ekki sjálfur, það er ákveðin snilld. Það er ekk-
ert gert til að særa neinn, hann gerir þetta sér til
gamans.“
Heftin verða gefin út næstkomandi laugardag.
„Þetta verður á mjög viðráðanlegu verði, 3.000-
4.000 kr. heftið. Þetta er örlítill vorboði í hjörtu
þeirra sem hefur langað að eignast þessi hefti en
hafa ekki náð því. Þau verða gefin út á þorraþræl,
því þetta er svo þrælgott efni,“ segir Rúnar að
lokum.
Megasarheftin endurútgefin
Megasarheftin Þrjú talsins.
Morgunblaðið/Ernir
Nýtt samfélagsforrit, Google
Buzz, hefur hafið innreið sína í
netheima, en um er að ræða fés-
bók að hætti Google. Enn um sinn
tengjast eingöngu „suðinu“ þeir
sem eru með póstfang hjá Gmail.
Fésbókarnotendur sem eru með
Gmail eru skiljanlega ringlaðir því
ekki gengur að vera á forritunum
báðum – er það ekki eins og að
eiga tvo bíla og reyna að keyra þá
samtímis? Og ekki er hægt að
samtvinna Fésið við Suðið, greini-
lega af samkeppnisástæðum.
Spurning hvenær Steve gamli
Jobs fær nóg og kynnir útgáfu
Apple af samskonar forriti – hvað
segiði um iBabble?
Að bössa eða búkka –
þar er vandinn
Sérkennilega færslu er að finna
á vefnum www.landoverbapt-
ist.net, skjóli fyrir öfgatrúarmenn.
Þar er hinn orkuríki og upp-
byggilegi Latibær kallaður til og
sakaður um að innræta börnum
allt hið versta, þar sé t.d. í lagi
fyrir ungar stúlkur að dansa við
hálfnakta menn. Annað eins rugl
hefur ekki sést síðan örninn Sám-
ur var upp á sitt besta í Prúðu-
leikurunum.
Kristnir öfgamenn fara
mikinn gegn Latabæ
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
HVERNIG stendur á því að tveir
ungir Íslendingar, rétt skriðnir yfir
tvítugt, eru að leggja fyrir sig
delta-blús, tónlistarform sem var
hvað vinsælast á þriðja áratug síð-
ustu aldar og varð til á Deltasvæði
Mississippifylkisins í Bandaríkj-
unum? Drengirnir heita Johnny
Stronghands (Jóhann Páll Hreins-
son, fæddur 1987) og ET Tumason
(Elliði Tumason, fæddur 1984). Það
merkilega er að þeir höfðu ekkert
heyrt hvor af öðrum þegar þeir
hófu að leika þessa tónlist, en það
var um svipað leyti, Elliði kannski
örlítið fyrr. Elliði hefur þannig gef-
ið út plötu og spilað innanlands
sem utan og fór m.a. í túr um Pól-
land fyrir stuttu. Johnny hefur ver-
ið iðinn við tónleikakolana að und-
anförnu og er með sína fyrstu plötu
í smíðum. En fáum nú piltana til að
standa fyrir máli sínu.
Johnny saga Stronghands
„Ég byrjaði að hlusta á blús þeg-
ar ég var tíu ára, og þá var það
þessi hefðbundni Chicago-blús. Ég
fór svo að spila hann en fékk fljót-
lega leið á honum og fór alltaf
lengra og lengra inn í þennan ein-
falda og hráa delta-blús. Það var
eitthvað „edge“ sem heillaði mig og
ég ákvað að reyna að spila þetta.
Það er eitthvað hreint við þetta,
þetta er meiri blús einhvern veginn
og textarnir heilla þá líka, fjalla um
kvennavandræði og fyllirí – eitt-
hvað sem maður er að stríða við á
þessum aldri!
Ég var hræddur um að geta ekki
sungið en einu sinni var ég að
hlusta á Skip James og þá prófaði
ég að syngja í falsettu – og það
gekk svona líka glimrandi vel.
Fyrst um sinn spilaði ég bara fyrir
vini og kunningja, datt ekki í hug
að fara með þetta inn á staði. Ég
kynntist Elliða svo fyrir algjöra til-
viljun. Við hittumst heima hjá hon-
um í því skyni að djamma saman
og þá kom í ljós að við erum tveir
mismunandi pólar á mjög lítilli
plánetu. Við fórum þess í stað bara
að spjalla og horfa á youtube-
myndbönd og með okkur tókst góð-
ur vinskapur. Sumir hlutir sem El-
liði gerir eru gjörsamlega fárán-
legir, t.a.m. notar hann gítarnögl á
klassískan gítar. Við förum þannig
ólíkar leiðir að sama markmiði. Við
spilum svipaða tónlist, og erum
með u.þ.b. fjögur lög sem eru sam-
eiginleg í prógramminu. Ég er ekki
mikið að safna einhverjum upp-
runalegum plötum en geri það
stundum ef ég er erlendis. Þá er ég
búinn að taka upp plötu, gerði það
á einni nóttu í Sýrlandi en ég á eft-
ir að finna útgefanda. Spurning
hvort einhver vilji gefa svona nokk-
uð út.“
ET saga Tumasonar
„Þessi tegund af blús hefur alltaf
verið í kringum mig, alveg frá því
að ég man eftir mér. En ég fattaði
ekki að þetta væri það sem ég vildi
gera fyrr en ég var svona um rúm-
lega tvítugt. Mamma og pabbi eiga
myndarlegt blússafn á vínyl. Til-
finningin í þessari tónlist er rosa-
leg, mikil og þrúgandi. Sársaukinn
skín svo vel í gegn og það heillar.
Það er ekki erfitt að spila þetta,
tæknilega, en það er miklu erfiðara
að ná tilfinningu og sál í blús en í
einhverju gítarrúnki. Minn maður
er svo Mississippi Fred McDowell,
ekki jafn súperfrægur og Robert
Johnson en þekktur í blúskreðsum.
Ég veit ekki til þess að það sé ein-
hver delta-blúsbylgja í gangi hjá
ungu fólki. Reyndar rakst ég á einn
í Póllandi sem var kannski um þrí-
tugt og kallar sig Hellhound
Brown! Ég reyni að vera með sem
mest af frumsömdu efni en svo er
auðvitað gaman að spila lög eftir
gömlu meistarana. En það er eng-
inn munur á þessum lögum mínum
og þeirra, stíllega séð. Nema að
þessi frumsömdu eru í mesta lagi
3-4 ára á meðan gömlu lögin eru 80
ára. Og svo getur maður nú heldur
ekki sagt að maður hafi gengið í
gegnum þennan sama eld og þeir
svörtu í gamla daga!“
Tveir mismunandi pólar
á mjög lítilli plánetu
Tveir ungir drengir spila delta-blús af mikilli sál og tilfinningu „Það er eitt-
hvað hreint við þetta, þetta er meira blús einhvern veginn,“ segir einn þeirra
Blúsbræður Johnny Stronghands og ET Tumason, einhvers staðar í Reykjavík, veturinn 2010.
– ET Tumason er nú staddur á sín-
um þriðja Póllandsstúr, þar sem
hann spilar sautján tónleika á
sautján dögum.
-www.myspace.com/ettumason
-www.myspace.com/johnnys-
tronghands
DELTABLÚSINN er eitt elsta blús-
formið og á upptök sín á Delta-
svæði Mississippi. Svæðið er frægt
fyrir frjósaman jarðveg sinn en um
leið er þar mikil fátækt. Meginhljóð-
færi formsins eru gítar og munn-
harpa og söngröddin fer frá því að
vera inni í sér og leitandi yfir í það
að vera ástríðufullt öskur. Fyrstu
hljóðritanirnar voru gerðar á þriðja
áratugnum. Af frægum delta-
blúsmönnum má nefna Son House,
Big Joe Williams, Charley Patton og
Robert Johnson, sem er líkast til
þeirra frægastur. Johnson varð að-
eins 27 ára gamall og tiltölulega lít-
ið er vitað um ævi hans en tónlist
hans hefur haft gríðarleg áhrif á
seinni tíma tónlistarmenn, einkum
þá sem eru rokkkyns og er Eric
Clapton einn þeirra sem tilbiðja
Johnson. Sagan segir að Johnson
hafi selt sál sína djöflinum fyrir
tónlistarsnillina en hann skildi eftir
sig aðeins 29 hljóðrituð lög, sem
voru tekin upp í tveimur upp-
tökutörnum árin 1936 og 1937. Þær
er hægt að nálgast á tvöföldum
hljómdiski, The Complete Recor-
dings, sem kom út árið 1990.
Hvað er deltablús?
Konungurinn Robert Johnson.
Sagt er frá sýningu á verkinu
Fresh Meat í London (Sigríður
Soffía Níelsdóttir, Snædís Lilja
Ingadóttir) á baksíðu. Öryggis-
kröfur í Rose Theater, þar sem
verkið verður sýnt, eru gríðarlegar
og leist stjórnendum þar ekkert á
sellófanvegg sem aðskilur áhorf-
endur frá sviðinu. Reyndu sviðs-
menn t.a.m. að kveikja í flestöllum
leikmunum, bara til að ganga úr
skugga um eldhættu. Alvörudæmi!
Ferskt kjöt í London
alveg logandi heitt