Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
Gamli tíminn Ekki er vitað hversu margir alla jafna nýta sér þennan símaklefa sem stendur í Vaglaskógi en eflaust hefur hann komið einhverjum villtum göngugörpum að góðum notum.
Árni Sæberg
HEILBRIGÐIS-
YFIRVÖLD hafa á
undanförnum mán-
uðum útilokað fjölda
lyfja úr greiðsluþátt-
töku og þar með gert
aðgengi þeirra erfitt
eða ekkert.
Um er að ræða
hjartalyf, magalyf,
beinþynningarlyf og
astmalyf og búist er
við að fleiri lyfjaflokkar bætist í
þessa upptalningu. Hafa þar floga-
veikilyf og geðlyf verið nefnd.
Fjárfesting ríkisins í lyfjum var
um 7% af heilbrigðisfjárfestingunni
árið 2008. Þetta hlutfall er hliðstætt
því sem er í löndunum í kringum
okkur og lægra ef eitthvað er.
Heilbrigðisfjárfesting einkaaðila,
það er útlagður kostnaður heim-
ilanna og fyrirtækja, hefur verið
hlutfallslega mjög lág gegnum tíðina
á Íslandi og við erum vön því að
greiðsluþátttaka ríkisins sé fremur
há bæði í lyfjum og annarri heil-
brigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag
er hins vegar ekki sérlega sann-
gjarnt, þar sem þeim er lenda í veik-
indum til skemmri tíma er gert jafn
hátt undir höfði og þeim langveiku,
það vill segja að ríkið borgar alltaf
nær allt og það strax. Rétt væri að
hér væri einhver þröskuldur settur.
Tillögu svokallaðrar Péturs-
nefndar um greiðsluþátttöku rík-
isins í heilbrigðisþjónustu var tekið
fagnandi af sanngjörnu fólki á sínum
tíma því flestir sáu í hendi sér að ef
þær næðu fram að ganga myndu
þær auka á jöfnuð landsmanna. Þar
var sjúklingum ekki mismunað eftir
búsetu eða hvaða sjúkdóma þeir
fengu.
Nú þegar heldur hefur minnkað
fjárstreymið í ríkiskassann er mik-
ilvægt að skoða hvernig að heilbrigð-
isfjárfestingu er staðið og hvort fénu
sé varið á sanngjarnan máta.
Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda til
að minnka endurgreiðslu lyfja hafa
ekki verið sanngjarnar gagnvart
neinum, hvorki sjúklingum né lækn-
um þeirra sem verða fyrir takmörk-
un á úrræðum. Heldur ekki gagn-
vart fyrirtækjunum
sem verða fyrir sam-
keppnishindrun þegar
lína er dregin í sandinn
og allt sem kostar
meira en eitthvað er
tekið úr greiðsluþátt-
töku án nokkurs tillits
til virkni, gæða eða því
virði sem lyfin hafa
fyrir heilbrigðisþjón-
ustuna. Aðgerðirnar
eru heldur ekki sann-
gjarnar gagnvart rík-
issjóði til lengri tíma litið vegna þess
að þegar svona er gengið fram má
reikna með bakreikningi sem numið
gæti margfalt þeirri upphæð sem
spöruð var. Ef breytingar þær sem
gerðar hafa verið á meðferð sjúk-
linga munu valda því að meðferð-
arheldni þeirra dalar eða fólk hættir
jafnvel alveg á meðferð sem fyr-
irbyggir alvarlegri veikindi. Hér
gætum við því verið að spara aurinn
en kasta krónunni.
Öll erum við sammála um að við
verðum að spara við okkur þegar
kemur að heilbrigðisfjárfestingunni,
ráðdeild er ávallt mikilvæg. Þegar
farið er í niðurskurð er hins vegar
mikilvægt að ganga ekki of nærri sér
því hættan á bakreikningi er handan
við hornið og er þá verr af stað farið
en heima setið.
Við skulum notfæra okkur fræðin
hvort heldur sem er læknisfræði eða
heilsuhagfræði því þannig náum við
mestu virði fyrir skattfé okkar sem
ekki verður gert með blindum nið-
urskurði. Skynsemin verður að ráða.
Við viljum ekki bakreikninga, sann-
reynd fræði gefa okkur besta nið-
urstöðu.
Eftir Svein
Guðmundsson
»Mikið hefur gengið á
í íslensku þjóðfélagi
og ekki að ófyrirsynju.
Notendur lyfja hafa
ekki farið varhluta af
því.
Sveinn Guðmundsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
er formaður Hjartaheilla á höfuð-
borgarsvæðinu.
Vandi
FURÐULEGT hef-
ur verið að hlýða á og
sjá fyrrverandi og nú-
verandi ráðherra í iðn-
aðaráðuneyti teygja úr
þeirri blekkingu að við
Íslendingar gætum bú-
ist við jákvæðri nið-
urstöðu af rann-
sóknum og vinnslu
kolvetnis á hinu svo-
nefnda Drekasvæði við
Jan Mayen-hrygginn, langt norður af
Íslandi.
Orkustofnun hefur lengi rann-
sakað mikið gasuppstreymi í Flatey á
Skjálfandaflóa og sérfræðingar
hennar hafa skrifað um málið og
hugsanlega olíuvinnslu úr hinum 5
km þykku setlögum sem Shell Int-
ernational fann á þessu svæði árið
1970.
Einnig lögðu nokkrir þingmenn,
undir forystu Guðmundar Hallvarðs-
sonar þáv. alþm. fram þingsályktun-
artillögu á Alþingi árið 1996 þess efn-
is, að ríkisstjórnin léti fullkanna þann
möguleika, að olíu væri í raun að
finna í þessum setlögum. – Tillagan
var „lögð til hliðar“.
Það er einkar furðulegt að Orku-
stofnun og iðnaðarráðherra skuli
ekki vilja láta reyna á þessa mögu-
leika, í næsta nágrenni Íslands, í stað
þess að leita langt yfir skammt – alla
leið norður til Jan Mayen, en vís-
indamenn hafa staðhæft að vegna
mikils dýpis, strauma og þrálátrar
þoku, sé mjög erfitt að standa að
rannsóknum. Eru ekki hægari
heimatökin í þessu efni að fullkanna
þau setlög sem sannarlega eru til
staðar hér við land?
Rannsóknir og fyrirspurnir
Eins og að ofan greinir var það
Shell Intl. sem uppgötvaði setlögin á
Skjálfandaflóa en fékk synjun um að
gera frekari rannsóknir á þeim tíma.
Fyrsta fyrirspurn um leyfi til leitar
að olíu og gasi hér við land mun hafa
borist til íslenskra stjórnvalda árið
1970 og á næstu fjórum árum bárust
íslenskum stjórnvöldum sams konar
óskir frá 25 erlendum aðilum að því
er fram kemur í pistli Guðmundar
Hallvarðssonar alþm. í
tímaritinu Ísafold.
Íslenskum stjórnvöld-
um fannst ekki rétt að
veita þessum erlendu fé-
lögum jákvæða af-
greiðslu, með einni und-
antekningu þó. Það var
einmitt fyrirspurn frá
Shell sem lagði fram
umsókn um vísindalega
leit að olíu og gasi á
hafsbotninum umhverfis
Ísland. Þessar rann-
sóknir fóru fram 6.-8.
sept. 1971. Árið 1981 fóru svo fram
enn frekari rannsóknir Orkustofn-
unar með sérstökum rannsóknarbor-
unum og voru niðurstöðurnar stað-
festing á tilvist setlaga á
norðausturhorni landsins.
Árið 1982 tók hins vegar gildi
samningur milli Íslands og Noregs
um landgrunnið á svæðinu milli Ís-
lands og Jan Mayen um að löndin
myndu láta fara fram rannsóknir á
ákveðnum svæðum og hvernig hátta
skyldi olíuleit á þeim ef til kæmi.
Það er einmitt þessi samningur
sem byggt var á varðandi sérleyfi til
rannsókna og vinnslu kotvetnis á
Drekasæðinu. Þau tvö fyrirtæki sem
sérleyfi fengu til rannsókna þar
drógu umsóknir sínar til baka og
sögðu ástæðuna vera of íþyngjandi
skatta á Íslandi og að auki fjár-
málakreppu. Þeir sem gleggst til
þekkja telja þó að „skattaáþjánin“ á
Íslandi sé yfirvarp – jafnvel með vel-
þóknun stjórnvalda – til þess að fela
þá staðreynd að Drekasvæðið er ein-
faldlega engan veginn fallið til þeirra
rannsókna sem stefnt var að.
Ný þingsályktunartillaga
Enn á ný hefur hópur þingmanna
undir forystu Kristjáns Þórs Júl-
íussonar, þingmanns Norðaust-
urkjördæmis, lagt til að Alþingi
álykti að fela iðnaðarráðherra að
tryggja að nú þegar verði hafnar
markvissar rannsóknir á því hvort ol-
ía eða gas finnist á landgrunni Ís-
lands undan Norðausturlandi.
Í greinargerð með þingsályktun-
artillögunni segir að fyrri rannsóknir
hafi gefið til kynna, að olíu eða gas sé
að finna í setlögum á svæðinu, m.a. á
Tjörnesbeltinu, og því sé eingöngu
horft til þess svæðis í tillögunni. Eðli-
legt verði að telja að stuðst verði við
fyrri rannsóknir við staðarval og
byggt á þeim grunni sem nú þegar er
til svo að ekki sé stofnað til ónauðsyn-
legra rannsókna eða tíma og fé sóað.
Mikilvægt sé að fá sem fyrst full-
nægjandi niðurstöður um setlögin og
lagt til að leitað verði samstarfs við
erlenda aðila um rannsóknir eftir því
sem við á.
Blekking eða þekking?
Það hefur teygst úr þeirri blekk-
ingu stjórnvalda – bæði núverandi og
fyrri – sem felst í því að telja sveit-
arstjórnarmönnum á Norðaust-
urlandi trú um að mikil umsvif og
framkvæmdir fylgdu olíuleit á
Drekasvæðinu; samgöngubætur,
hafnargerð, jafnvel aðstaða fyrir
þyrlur, sem myndu verða samgöngu-
tækin milli Íslands og Drekasvæð-
isins.
Þingmenn Norðausturkjördæmis
kepptust um að upphefja mögu-
leikana sem kjördæmið nyti með til-
komu rannsóknanna á Drekasvæð-
inu. – Allir nema þingmenn Vinstri
grænna. Þeir snertu ekki á málinu,
gera ekki enn, og munu vísast ekki
gera.
Það er löngu kominn tími til að af-
létta þeirri blekkingu sem verið hef-
ur í gangi hjá stjórnvöldum í auð-
lindamálunum í heildina. Olíuleit í
setlögum Skjálfandaflóa svo og á gas-
magni á Tjörnesbeltinu öllu, hlýtur
að vera næsta skref til að afla þekk-
ingar til fulls á þessu svæði.
Á að geyma málið til að tefla fram í
væntanlegum viðræðum við ESB? –
Hafa það sem tromp skuldugrar
þjóðar eða aðgöngumiða að ESB-
aðild?
Eftir Geir R.
Andersen » Olíuleit í setlögum
Skjálfandaflóa svo
og á gasmagni á Tjör-
nesbeltinu öllu hlýtur að
vera næsta skref til að
afla þekkingar til fulls á
þessu svæði.
Geir R. Andersen
Höfundur er blaðamaður.
Skjálfandaflóinn og setlögin