Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 23
sjá, og varst mér alltaf sem alvöru afi. Ég minnist allra stundanna sem við áttum saman, t.d. þegar ég og Katrín frænka gistum hjá ykkur ömmu þegar við vorum litlar og í prakkaraskap létum við vaselín á klósettsetuna, Katrín faldi sig bak við náttslopp en þú sást hana. Síðan þegar Lína frænka var á Íslandi og við ákváðum að selja prjónadótið ykkar ömmu út á götu, salan gekk upp og niður. Þegar ég gisti hjá ykk- ur lastu alltaf eina bók fyrir mig uppi í rúmi, en þú sofnaðir alltaf á undan mér, það versta var að þú hraust svo mikið að ég átti alltaf frekar erfitt með að sofna. Eitt sinn var ég hjá ykkur ömmu á sjómannadaginn, við fórum niður á höfn og þú sýndir mér skipin stóru sem mér fannst frekar merkileg. Ekki var síður gaman að fara upp á flugvöll og horfa á stóru flugvélarnar lenda. En, elsku afi minn, ég sakna þín og ég vil að þú vitir að ég elska þig, þótt ég hafi ekki getað verið mikið með þér seinustu daga þína. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín, þú varst allt- af svo rosalega glaður. Minningar þínar munu lifa í hjarta mínu og ég mun hitta þig þegar ég verð gömul kona og kem upp til englanna, elsku afi minn. Ég vil kveðja þig með lítilli bæn sem við sungum saman með ömmu í kirkjunni: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. (Pétur Þórarinsson.) Þín, Erla Sigríður Sigurðardóttir. Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Barnagæsla Au pair óskast í Lúxemborg Óskað er eftir traustri au pair-stúlku frá mars nk. Erum hollensk-íslensk hjón með 2 börn á aldrinum 10 mánaða og 3ja ára. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar á orn.sigurds- son@gmail.com eða í síma 897 5479. Bækur Mannlíf og saga fyrir vestan Mannlíf og saga fyrir vestan. Öll 20 heftin á 9.800 kr. Póstsending innifalin. Upplögð afmælisgjöf! Vestfirska forlagið. jons@snerpa.is, sími 456-8181. Frá Bjargtöngum að Djúpi Frá Bjargtöngum að Djúpi. Allar 10 fyrstu bækurnar á 9000 kr. Póstsending innifalin. Upplögð afmælisgjöf! Vestfirska forlagið. jons@snerpa.is, sími 456-8181. Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. Kassagítartilboð: Kr. 49.900 m. pickup, innbyggður tuner, 10w magnari, poki, snúra, ól, aukastrengjasett og eMedia kennsluforrit í tölvu. Rafmagns- gítarpakkar frá kr. 44.900. Þjóðlagagítar frá 17.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Trommusett kr. 79.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125, www.gitarinn.is Húsgögn Ódýr húsgögn til sölu: Sjónvarp, rúm, stofuborð o.fl. http://web.me.com/ingiberoskars- son/Til_solu/Welcome.html s: 8215337 Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði til leigu við Lyngháls. 188 fm, tvennar stórar dyr. Upplýsingar í síma 892 1186. Bílskúr Skráðu þinn bíl með mynd á söluskrá okkar núna. Ef það gerist þá gerist það hjá okkur. Bílfang.is. Malarhöfði 2. www.bilfang.is Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Postulín og kristall gjafavörur í úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Glæsilegir dömuskór úr leðri með skinnfóðri. Teg: K 35100. Litir: rautt og svart. Stærðir: 36 - 41. Verð: 9.685,- Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum hæl. Teg: 2907. Litir: rautt og svart. Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.685,- Þægilegir dömuskór úr leðri á lágum hæl og skinnfóðraðir. Tegund: 210353. Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.685,- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is ATH - NÝJA VARAN STREYMIR INN - SAMA GÓÐA VERÐIÐ Teg. 84009 - mjög flottur og haldgóður í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950, Teg. 1102 - flottur blúnduhaldari í CD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 3341 - haldgóður og yndislegur í CD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Laugavegi 178, sími 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bátar HANDFÆRARÚLLUR Handfærarúllur, betra verð. www.senson.is Bílar Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Opnum kl. 9.00 virka daga og 10.00 laugardaga. Bonogtvottur.is - GSM 615-9090. Ford Escape Limited, 2005 model. Ekinn 48.þ.m. leður, álfelgur, 6 diska CD, o.fl. Tilboð vegna brottflutnings 1.900 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Vinkonur Íslands- meistarar kvenna í sveitakeppni Sveit Vinkvenna varð Íslands- meistari í sveitakeppni kvenna 2010. Þær skoruðu 168 stig aðeins einu stigi meira en helsti keppinauturinn, sveitin DEMB, sem skoraði 167 stig. Í sigursveitinni spiluðu þær stöll- ur Anna Ívarsdóttir, Guðrún Ósk- arsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen. Vinkonur 168 DEMB 167 Plastprent 149 Vorboðar 142 Hrund Einarsdóttir 139 Níu sveitir kepptu um titilinn að þessu sinni. FEB Akureyri Spilaður var tvímenningur hjá bridsklúbbi Félags eldri borgara á Akureyri 18. febrúar. Efstu pör í N/S: Páll Jónsson - Jón Sverrisson 161 Svanh.Gunnarsd. - Björg Dagbjartsd. 150 Ása Jónsd. - Ólína Sigurjónsd. 145 A/V: Vera Sigurðard. - Guðrún Sigurðard. 137 Sveinbj. Sigurðss. og Gissur Jónass. 134 Helga Halldórsd. og Trausti Jóhannss. 133 Meðalskor 126 stig Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 22. febrúar. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S: Rafn Kristjánsson – Júlíus Guðmss. 404 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 347 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 334 Sigurður Jóhannss. – Siguróli Jóhannss. 325 Árangur A-V: Hilmar Valdimarss. – Óli Gíslason 379 Ragnar Björnsson – Guðjón Kristjánss. 376 Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 349 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 344 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 21.2. hófst þriggja kvölda hraðsveitarkeppni með þátt- töku 15 sveita. Staða efstu sveita eft- ir fyrsta kvöldið er þessi. Örn Einarsson, Bragi Björnsson, Magnús Ingólfsson, Sigurður Erlendsson 603 Sveinn Sveinsson, Gunnar Guðmss., Karól- ína Sveinsd., Sigurjóna Björgvinsd. 571 Þorleifur Þórarinsson, Haraldur Sverrisson, Skúli Sigursson, Rúnar Hauksson 560 Magnús Sverrisson, Halldór Þorvaldsson, Garðar V. Jónsson, Unnar A. Guðmss. 558 Lilja Kristjánsdóttir, Sigríður Gunnarsdótt- ir, Birgir Kristjánsson, Jón Jóhannsson 537 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Súgfirðingaskálin Þriðja lota í keppni um Súgfirð- ingskálina, tvímenningsmóti Súg- firðingafélagsins, er nýlokið. Heildarstaðan er svohljóðandi en alls hafa 16 pör spilað í keppninni. Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinss. 587 Björn Guðbjörnss. - Gunnar Ármannss. 585 Hlynur Antonss. - Auðunn Guðmundss. 568 Valdimar Ólafss. - Karl Bjarnason 568 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 565 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 559 Meðalskor 540 stig Hæsta skor síðasta spilakvöld: Einar Ólafss. - Þorsteinn Þorsteinss. 204 Jón Óskar Carlsson - Karl Jónsson 196 Valdimar Ólafsson - Karl Bjarnason 193 Einar og Þorsteinn skutust með þessu góða skori á toppinn og verða þar a.m.k. þangað til næsta lota verður spiluð, mánudaginn 22. mars. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Elsku afi, það er sárt að þurfa að kveðja þig og sárt að hugsa til þess að geta ekki hitt þig aftur. Ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku afi minn, sem munu alltaf lifa með mér og börnin mín munu fá að heyra. Þau eru ekki orðin nógu gömul sjálf til að eiga minn- ingar um þig en þú fékkst að hitta þau áður en þú fórst og ég er svo þakklát fyrir það. Ég kom til þín daginn áður en kallið kom og talaði við þig, á meðan biðu börnin og Ein- ar frammi en þú baðst um að fá að sjá þau. Svo við fengum öll að kveðja þig og erum svo þakklát fyrir það. Það var erfitt að fá fréttirnar af veikindum þínum og enn erfiðara að heyra af því að þú værir að kveðja. Þú vast svo ungur enn, ekki nema 68 ára gamall og við hefðum átt að geta notið tilvistar þinnar mun lengur. En þú lifir í hjörtum okkar og hugum og við munum ávallt sakna þín. Mínar helstu minningar um þig eru þegar við komum norður á Blönduós í heimsókn og við Þórir Ingi rifumst um hvort ætti að fá að Þórir Heiðmar Jóhannsson ✝ Þórir Heiðmar Jó-hannsson fæddist 23. desember 1941 í Litlu-Hlíð í Víðidal, V-Hún. Hann lést 9. febrúar 2010 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Útför Þóris Heið- mars fór fram frá Blönduóskirkju 20. febrúar 2010. fara fyrst með þér á bláa bílnum. Svo gam- an var að fara með þér. En það er skrítið að hugsa til þess núna þar sem við þurftum alltaf að vakna svo snemma til að geta komið með þér. En að fá að fara í þessar ferðir með þér var allt- af hápunkturinn á ferðinni norður. Þú varst líka dug- legur að hvetja mig áfram í tónlistarnám- inu og vildir alltaf að ég kæmi með flautuna mína norður svo við gætum spilað saman. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til að koma með flautuna og spila með þér. Við spiluðum síðast saman í afmælisveislu foreldra minna sem er eiginlega alltof langt síðan. Þú leyfðir mér líka alltaf að prófa harmonikkuna en yfirleitt var ég þá með ömmu nikku og þú með stóru nikkuna að sýna mér og kenna mér hvað ég ætti að gera. Ég elskaði að hlusta á þig spila á nikkuna, þú spil- aðir alltaf af svo mikilli innlifun og það var alltaf fjör í kringum þig. Það er svo margt annað sem hægt væri að telja upp, en nú er komið það helsta. Elsku afi við þökkum fyrir öll þau ár sem við fengum að njóta með þér og allar þær minningar sem við eig- um um þig. Við elskum þig svo mikið og söknum þín svo sárt. Kveðja, Anna Lilja og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.