Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Sudoku Frumstig 7 4 3 1 1 2 9 2 7 5 3 4 5 3 2 4 9 2 7 1 9 7 5 8 4 8 9 4 5 6 7 6 9 2 6 2 4 8 7 5 7 9 6 4 1 9 1 8 5 5 1 8 3 3 9 7 6 7 8 1 3 2 7 5 9 2 6 2 8 3 8 9 5 1 3 6 2 7 9 8 1 5 4 4 1 9 6 5 2 8 3 7 8 5 7 3 1 4 6 9 2 1 2 6 5 7 3 4 8 9 7 3 8 1 4 9 5 2 6 9 4 5 8 2 6 7 1 3 5 9 4 2 8 7 3 6 1 2 8 3 4 6 1 9 7 5 6 7 1 9 3 5 2 4 8 1 2 5 6 9 7 3 8 4 8 9 6 3 4 2 1 5 7 3 4 7 1 8 5 9 6 2 7 1 4 8 2 3 5 9 6 2 8 3 5 6 9 7 4 1 5 6 9 4 7 1 2 3 8 9 5 8 7 1 6 4 2 3 4 7 2 9 3 8 6 1 5 6 3 1 2 5 4 8 7 9 3 2 6 4 7 1 8 9 5 7 9 4 5 8 3 2 6 1 1 5 8 2 6 9 7 3 4 9 6 2 1 3 5 4 7 8 4 7 3 8 2 6 1 5 9 8 1 5 7 9 4 3 2 6 6 3 7 9 1 8 5 4 2 2 4 1 6 5 7 9 8 3 5 8 9 3 4 2 6 1 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 24. febrúar, 55. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í saman- burði við þá dýrð, sem oss mun opin- berast. (Rm. 8, 18.) Víkverji fékk nýverið kennslu-stund í samningatækni. Honum var sögð saga, sem bandaríski lög- fræðingurinn Lee Buchheit á að hafa sagt til þess að lýsa því hvernig hann hygðist nálgast viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave. Pólskur bóndi skuldaði bóndanum á næsta bæ tíu þúsund evrur og átti að borga skuldina næsta dag. Vandinn var sá að hann átti ekki fyrir skuld- inni og var því nokkuð órótt. Um nóttina gat hann ekki sofið heldur lá og bylti sér fram og tilbaka í rúminu. Á endanum var konu hans nóg boðið og hún spurði hvað gengi eiginlega á. Sagði bóndinn þá konu sinni alla sólarsöguna af því að hann skuldaði bóndanum á næsta bæ tíu þúsund evrur, skuldina ætti hann að greiða næsta dag, en hann ætti ekki pen- ingana. Konan opnaði gluggann og æpti og kallaði þar til kviknaði ljós í glugga á næsta bæ. „Bóndi minn skuldar þér tíu þúsund evrur,“ hróp- aði hún. „Hann á að borga þér á morgun. Ég ætla bara að láta þig vita það að hann á ekki tíu þúsund evrur og þess vegna mun hann ekki geta borgað þér á morgun.“ Síðan lokaði konan glugganum og fór aftur upp í rúm. „Hverju erum við nú bættari?“ spurði bóndinn forviða. „Nú getur þú farið að sofa og bónd- inn á næsta bæ bylt sér í rúminu það sem eftir lifir nætur.“ x x x Sá sem hefur sama umhverfiðdaglega fyrir augum tekur síður eftir hægfara breytingum en sá sem sjaldnar er á ferðinni. Víkverji ræddi í vikunni við blaðamann frá Evrópu, sem nokkrum sinnum hefur komið til Íslands á undanförnum ár- um. Hann upplifði Ísland á meðan allt lék í lyndi, kom til landsins í hruninu og nú var hann hér enn á ferð. Hans tilfinning var sú að nú væri mun meira að gerast en rétt eftir hrunið, Reykjavík væri ekki lengur eins og framkvæmd, sem allir iðnaðarmennirnir hefðu hlaupið frá í skyndingu, og í miðbænum mætti sjá nýja veitingastaði. Glöggt er gests augað, segir orðtakið og það er ástæða fyrir því. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vinna, 4 girð- ing, 7 þjálfun, 8 megnar, 9 beita, 11 sleif, 13 skít- ur, 14 brjóstnál, 15 himna, 17 jörð, 20 bók- stafur, 22 aldursskeiðið, 23 mannsnafn, 24 áma, 25 á næsta leiti. Lóðrétt | 1 grenja, 2 ljóma, 3 smáalda, 4 not, 5 valska, 6 sér eftir, 10 spil, 12 elska, 13 gyðja, 15 stinn, 16 hakan, 18 snákar, 19 blundi, 20 ljúka, 21 úrkoma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gjafmildi, 8 sóðar, 9 uggur, 10 iðn, 11 akrar, 13 nýrun, 15 skömm, 18 hatur, 21 aka, 22 siðug, 23 linna, 24 frelsaður. Lóðrétt: 2 Júðar, 3 fyrir, 4 Iðunn, 5 dugur, 6 Esja, 7 hrun, 12 aum, 14 ýsa, 15 síst, 16 örður, 17 magál, 18 halda, 19 týndu, 20 róar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3 Bf5 11. a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1 He8 14. cxd5 Dxd5 15. Bf4 Hac8 16. h3 h6 17. Rd2 Ra5 18. Rf1 Db3 19. Dd2 Rc4 20. Bxc4 Dxc4 21. Re3 Db5 22. c4 Dd7 23. c5 Bg6 24. Hac1 c6 25. Rc4 f6 26. Bxh6 gxh6 27. Dxh6 Bh7 28. He3 Bf8 29. Hg3+ Kh8 30. Dxf6+ Bg7 31. Dg5 Bxd4 32. Hd1 Hf8 33. Kh2 Hcd8 34. Re5 Dc7 Staðan kom upp í A-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Alexey Shirov (2.723) hafði hvítt gegn heimamanninum Jan Smeets (2.657). 35. Hxd4! Hxd4 36. Rg6+ Kg7 37. Rxf8+ og svartur gafst upp enda fátt sem gleður augað í stöðu hans. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tvöfaldur öfugur blindur. Norður ♠ÁK1085 ♥G106 ♦ÁK4 ♣Á9 Vestur Austur ♠DG764 ♠932 ♥973 ♥52 ♦G5 ♦9876 ♣K104 ♣D732 Suður ♠ – ♥ÁKD84 ♦D1032 ♣G865 Suður spilar 7♥. „Ég get ekki horft á þetta,“ sagði norður um leið og hann lagði niður spil- in sín. Hann hafði hækkað sex hjörtu í sjö „upp á von og óvon“ og vissi upp á sig skömmina. „Snúðu þér þá við í sæt- inu,“ sagði makker hans og tók til óspilltra málanna. Útspilið var tromp og sexa blinds átti slaginn. Fyrsta áætlun sagnhafa var að fría fimmta spaðann. Hann henti tveimur laufum í ♠Á-K og stakk spaða hátt. Fór inn í borð á ♥10 og stakk aft- ur spaða með hátrompi, en ekki féll lit- urinn. „Ekki snúa þér við, makker minn,“ sagði suður eftir nokkra íhug- un. Fór svo inn í borð á ♦Á og tromp- aði fimmta spaðann með síðasta hjart- anu heima. Spilaði laufi á ásinn, tók ♥G og henti laufi. Þegar ♦G skilaði sér í kónginn var málið leyst – þrettán slag- ir með öfugum blindum. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest í því sem hugur þinn stendur til. Bíddu með öll stórinnkaup eitthvað lengur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Afköst þín vekja undrun og aðdáun samstarfsmanna þinna. Afbrýðisemi skýt- ur upp kollinum. Mundu að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Einhver hefur sýnt þér góð- mennsku alveg að ástæðulausu. Ef þú lifir of hratt færðu að kenna á því seinna meir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú vilt geta trúað á betri framtíð. Vandaðu því vel mál þitt svo að ekki þurfi að koma upp misskilningur að ástæðu- lausu. Kauptu bara brýnustu nauðsynjar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þín bíða svo mörg verkefni að það er ljóst að þú ræður ekki við þau öll í einu. Trúfesta þín gagnvart vini er aðdáun- arverð. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú nýtur þess að vera í einrúmi í dag. Fólk undrast þennan áhuga þinn á góðgerðarmálum. Batnandi manni er best að lifa. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú sér loksins fyrir endann á þeim erfiðleikum sem þú hefur átt við að stríða. Tíminn vinnur með þér svo vertu bara ró- leg/ur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur yndi af skáldsögum og lætur þig dreyma um að skrifa eina sjálf/ur. Gefðu þér góðan tíma til und- irbúnings (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sannleikurinn er sá að þú ert ringluð/ringlaður af því þú ert óvenju við- kvæm/ur fyrir öllu sem fram fer í kring- um þig. Taktu þér tíma fyrir þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú getur komist að einhverju nýju um sjálfa/n þig í samræðum við ein- hvern náinn þér í dag. Haltu þig á jörðinni í vissu máli. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það hjálpar manni oft að finna sinn innri mann með því hjálpa öðrum á einhvern hátt. Þú smitar aðra með gleði þinni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er ekki auðvelt að umgangast fólk árekstralaust en ef þú telur upp að tíu þá ertu nokkuð örugg/ur með að ná ár- angri. Stjörnuspá 24. febrúar 1630 Skálholtsstaður brann til kaldra kola. Í eldinum eyði- lögðust þrettán hús og mikið af verðmætum munum. 24. febrúar 1847 Bæjarfógetinn í Reykjavík varaði borgarana við óreglu og auglýsti: „Þeir sem drekka og drabba, samt styðja dag- lega krambúðarborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk úr fátækrasjóði.“ 24. febrúar 1863 Forngripasafn Íslands var stofnað. Helsti hvatamaðurinn var Sigurður Guðmundsson málari. Á fimmtíu ára afmæli safnsins var nafni þess breytt í Þjóðminjasafn Íslands. 24. febrúar 1993 Flugskýli Flugleiða hf. á Keflavíkurflugvelli var form- lega tekið í notkun. Það var þá talið stærsta hús í eigu Íslend- inga, 12.500 fermetrar. 24. febrúar 2006 Framkvæmdir hófust við hæstu byggingu landsins, Turninn við Smáratorg í Kópavogi. Húsið er 20 hæðir og 78 metra hátt. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Björgvin Haf- steinn Kristins- son er sjötugur á morgun, 25. febr- úar. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn milli kl. 17 og 20 í safnaðarheimili Áskirkju við Vest- urbrún. 70 ára INGI Hans Jónsson, ferðamálafrömuður í Grund- arfirði, er 55 ára í dag. Hann ætlar að gera sér dagamun og bjóða eiginkonunni Sigurborgu Kristínu Hannesdóttur á kaffihús í Reykjavík. „Við fáum okkur væntanlega góða gulrótarköku,“ segir hann og bætir við að nauðsynlegt sé að heim- sækja höfuðborgarsvæðið öðru hverju. Ingi Hans veitir meðal annars Sögumiðstöðinni í Grundarfirði forstöðu, ljósmyndasafni Bærings og leikfangasafni. Ferðamálafrömuðurinn segir að hann hafi nóg að gera í vinnunni við að taka á móti fólki. „Svo er ég með James Bond „showin“ öðru hverju,“ segir hann og vísar í vinsæla fyrirlestra sína um Vestur- Íslendinginn William Stevenson, fyrirmynd James Bond, en fyrir ný- liðin jól kom út diskur, Íslendingurinn óttalausi, sem inniheldur kanadíska heimildarmynd um kappann og fyrirlestur Inga. Hann seg- ir að þau hjón þurfi að sinna ýmsum erindum í bænum í dag og svo haldi hann upp á afmælið með bílnum sínum, þegar hann taki hann út í vor. „Við erum jafnaldrar og Jagúarinn minn er einn af örfáum í heiminum. Þetta er djásn sem gaman er að leika sér á á sumrin og með hækkandi sól fer ég út að aka á jafnaldranum.“ steinthor@mbl.is Ingi Hans Jónsson ferðamálafrömuður 55 ára Úti að aka á jafnaldranum Nýirborgarar Reykjavík Kári fæddist 26. desember kl. 23.24. Hann vó 4.350 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigurð- ardóttir og Ásmundur Ás- mundsson. Reykjavík Alexander Hafn- fjörð fæddist 27. desember kl. 15.49. Hann vó 13 merk- ur og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Elísa Ýr Sigurðardóttir og Haf- steinn Hafnfjörð Jónsson. Reykjavík Kristrún Naomi fæddist 9. nóvember kl. 2.56. Hún vó 3.465 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Lillý Ösp Sig- urjónsdóttir og Sævar Mikael Mendes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.