Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 36

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. )-+,// )**,00 */,/1 *),2+0 )+,+1. ))1,+) ),.30- )-0,1. )+.,3.  456  4 */" 7 58 5 *3)3 )*1,*0 )-+,1) )**,-) */,..1 *),+/- )+,1/2 ))-,3. ),.) )-2,.* )+.,0/ */3,*-3* %  9: )*1,02 )-1,*- )*/,*+ */,0)2 *),13/ )+,111 ))-,/+ ),.).) )-+ )+0,3* Heitast -2°C | Kaldast -14°C NA 5-13 m/s en all- hvasst NV-lands. Áfram ofankoma á N- verðu landinu og einn- ig sums staðar S-lands. »10 Nokkrar tilnefn- ingar sem gleymd- ust á Eddunni eru tilkynntar í blaðinu, m.a. fyrir krútt árs- ins. »32 FÓLK» Nokkrar til- nefningar LEIKHÚS» Clockwork Orange að hætti Þorleifs. »28 Tríó Nordica fær 3½ stjörnu hjá Ríkarði Erni Pálssyni fyrir kammertónleika sína í Bústaðakirkju 21. febrúar. »29 TÓNLIST» Faglegur glæsibragur KVIKMYNDIR» Die Hard 5 í pípunum hjá naglanum Willis. »31 FÓLK» Winslet er með Óskar á salerninu. »34 Menning VEÐUR» 1. Lentu á rangri Kanaríeyju 2. Opna tvær nýjar … 3. Konu bjargað frá pyntingum 4. Vilja að Íslendingar fallist á …  Íslenska krónan hélst óbreytt »MEST LESIÐ Á mbl.is  Björgvin Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík endaði í 43. sæti af 102 keppendum í stór- svigi karla á vetr- arólympíuleik- unum í Vancouver í gær. Carlo Janka frá Sviss fagnaði gull- verðlaununum og Norðmaðurinn Kjetil Jansrud kom verulega á óvart með því að ná silfrinu. Aksel Lund Svindal frá Noregi varð þriðji og eru þetta þriðju verðlaun hans á ÓL. Björgvin keppir í svigi á laugardag. VETRARÓLYMPÍULEIKAR Björgvin endaði í 43. sæti í stórsviginu í Vancouver  Nýsköpun í leik- húsi er yfirskrift fyrirlesturs sem Gísli Örn Garð- arsson leikari og frumkvöðull flytur í Háskóla Íslands í dag. Gísli Örn og samstarfsfólk hans í Vesturporti hefur getið sér gott orð fyrir frum- leika og nýsköpun í leikhúsi og hefur Gísli Örn leikstýrt og leikið í fjölda kvikmynda. Í fyrirlestrinum, sem fram fer í stofu 101 á Háskólatorgi, mun Gísli Örn miðla af reynslu sinni og ljóstra upp leyndarmálinu að baki árang- ursríkri nýsköpun. NÝSKÖPUN Gísli Örn ræðir nýsköpun í leikhúsi á Háskólatorgi  Bókin Harðskafi eftir Arnald Ind- riðason fór í efsta sæti heildarmet- sölulista franska blaðsins L’Express í liðinni viku, að því er fram kemur í til- kynningu fra útgefanda Arnaldar hér á landi, Forlaginu. Franski út- gefandinn er sagður svífa skýjum of- ar yfir þessu en metsölulisti L’Ex- press er talinn sá virtasti í landinu. Harðskafi kom út í Frakklandi 8. febrúar og hefur fengið ágætisgagn- rýni, m.a. í Le Point og L‘Hebdo. BÓKMENNTIR Harðskafi á toppi metsölulista L’Express Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞETTA eru ofboðslega falleg tré sem veita okkur mikið skjól og mikið prívat. Nú þurfum við bara að fara að draga fyrir gluggana því það verður hægt að horfa beint inn til okkar,“ segir Halla Þorsteinsdóttir, íbúi við Selvogsgrunn í Reykjavík. Íbúar í hverfinu eru ósáttir við framkvæmd á nágrannalóðinni við Hrafnistu í gær, en þar var röð um 10 metra hárra aspartrjáa höggvin niður án samráðs við íbúa. „Þetta er svæði sem Hrafnista á en íbúar við Selvogsgrunn hafa allt- af hugsað um, við plöntuðum þess- um trjám á sínum tíma og það hefur alltaf verið samkomulag um að það fengi að vera gróður á þessu svæði því það er svo nálægt okkar bak- görðum.“ Byrgðu íbúum Hrafnistu sýn Halla segir að trjábeltið sé nánast orðið hluti af garðinum við sum hús þar sem engin girðing er. Nágrann- ar hafi séð um umhirðu á svæðinu, s.s. að tína rusl og dauðar greinar og slá grasið á meðan þess þurfti. Mikil eftirsjá verði að öspunum í heild- armynd hverfisins. „Þessar aspir eru hátt í 30 ára gamlar, þeim var plantað eitthvað fyrir 1980. Svo vöknum við bara upp við það núna að það er verið að fella þær og enginn hefur talað við neinn.“ Eins og áður segir tilheyra aspirnar lóð Hrafnistu sem telst því hafa fulla heimild til að saga trén niður þrátt fyrir óánægju nágranna. Guðmundur Hallvarðsson, stjórn- arformaður Hrafnistu, segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja aspirnar vegna þess að þær byrgðu íbúum Hrafnistuheimilanna sýn. „Við erum bara að hugsa um okk- ar skjólstæðinga hér á Hrafnistu og að þeir njóti þessa glæsilega, fagra útsýnis yfir Örfirisey og Engey og út á flóann,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að ekki sé ein- hugur meðal íbúa hverfisins um ágæti aspanna, því frá íbúum Brúna- vegar hafi Hrafnistu borist kvart- anir yfir öspunum á lóðinni þar sem þær byrgi sýn. „Þetta er bara lóð Hrafnistu og við unum því ekki að þar standi hálfgert illgresi,“ segir Guðmundur. Því hafi ekki komið til greina að grisja trén, en hinsvegar sé stjórn Hrafnistu opin fyrir því að planta einhverju í staðinn. „Við erum alveg tilbúin að ræða við íbúana um að fegra þetta bil sem að þeim snýr og planta einhverju aðeins lágvaxnara.“ „Nú þurfum við að fara að draga fyrir gluggana“ 30 ára gamlar aspir fjarlægðar við Hrafnistu Morgunblaðið/Ernir Skjólbelti Íbúum Selvogsgrunns brá við þegar stórvirkar vinnuvélar fjarlægðu hin 30 ára gömlu aspartré í gær. ÍSLENSKT framleiðslufyrirtæki á sviði sjón- varpsþáttagerðar, Icelandic Cowboys Entertain- ment, hefur öðlast rétt á því að endurgera fjölda erlendra og vinsælla sjónvarpsþátta fyrir ís- lenskan markað, með samstarfi við belgískt fyr- irtæki í sömu grein, BgoodMedia. Í sjónvarpsheimum er talað um „formöt“ að þáttum og má sem dæmi um slíkt nefna Viltu vinna milljón? og X-Factor, þ.e. vinsæla þætti sem verður að framleiða eftir ákveðinni forskrift frá upphaflegum höfundum. Heimir Jónasson, stofnandi og framkvæmda- stjóri Icelandic Cowboys, segir ákveðinn sparn- að fólginn í því að vera í samskiptum við fram- leiðendur formatþátta sem hafi verið sendir út á öðrum mörkuðum og dýrmætt að fá leiðbein- ingar frá þeim við þáttagerð hér á landi. | 28 Sparnaður í „formötum“ ÍSLENSKA hljóðlistakonan Gunnlaug Þorvalds- dóttir vann hljóð og tónlist fyrir stuttmyndina I Do Air sem valin var besta stuttmynd bresku kvikmyndaverðlaunanna, Bafta. Leikstjóri mynd- arinnar er vinkona Gunnlaugar, Martina Amati. „Myndin er aðeins sjö mínútur og því var þetta aðallega að búa til réttu stemninguna undir ákveðnum senum. En lokalagið, „I Do Wish“, dreymdi mig á Íslandi áður en myndin fór í tök- ur,“ segir Gunnlaug um verkefnið. Gunnlaug segist taka Bafta-verðlaunin sem hrós til sín þar sem heildarmyndin, hljóð jafnt sem annað, verði að vera góð til að stuttmynd vinni til slíkra stórverðlauna. | 33 Bafta-verðlaun gott hrós  Vann hljóð og tónlist við verðlaunastuttmynd I Do Air Í stuttmyndinni segir frá lítilli stelpu og ó́tta hennar við að hoppa út í sundlaug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.