Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 VIÐBRÖGÐ Reykjavíkurborgar, og/eða borgarlög- manns við nýlegum úrskurði samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytis um skil á úthlutuðum lóðum og endurgreiðslu gatna- gerðargjalda, eru allr- ar athygli verð. Und- irritaður hefur starfs síns vegna kynnt sér þessa úr- skurði og fleira tengt þessum lóða- skilamálum og telur rétt að draga athygli að eftirfarandi atriðum: Þann 2. mars síðastliðinn tóku gildi breytingar á lögum um gatnagerð- argjald nr.153/2006 og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/ 1995. Í athugasemdum löggjafans við lagafrumvarpið er fjallað um til- efni og ástæður þeirra lagabreyt- inga sem lögfestar voru 2. mars sl. Í athugasemdunum segir m.a.: „Frumvarp þetta er liður í því að skapa betri rekstrarlegar forsendur fyrir sveitarfélög til að mæta þeim tímabundnu erfiðleikum sem ríkja í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með frumvarpinu fá sveitarfélögin aukið svigrúm til þess að mæta breyttum rekstrar- og fjármálaforsendum.“ Þá er í athugasemdunum fjallað um breytingu á lögum um gatnagerð- argjald nr. 153/2006 en þar segir: „Í öðru lagi er lagt til að lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 verði breytt með þeim hætti að frestur sveitarfélags til að endurgreiða gatnagerðargjald verði lengdur úr 30 dögum í 90 daga.“ Enn fremur segir í nefndum athugasemdum, m.a.: „Kröfur um verð- tryggða endurgreiðslu gatnagerðargjalda hafa þegar haft gríð- arleg áhrif á lausa- fjárstöðu margra sveitarfélaga. Þeim er því illmögulegt að standa skil á frekari endurgreiðslum innan þess knappa tíma- frests sem kveðið er á um í lögum um gatna- gerðargjald.“ Í athugasemdum um einstakar greinar frumvarpsins segir síðan, í athugasemdunum, um 2. gr. En þar er í fyrstu málsgrein fjallað um 9. gr. gildandi laga um gatnagerðargjald (sú grein þeirra laga fjallar um endurgreiðslu gatnagerðargjalds þegar lóð er skilað) og segir svo í annarri máls- grein athugasemdanna: „Ákvæði 9. gr. er afar íþyngjandi fyrir sveit- arfélögin vegna þeirra breyttu að- stæðna sem nú ríkja í rekstrar- og fjármálum sveitarfélaga landsins. Leiða má að því líkur að lausa- fjárstaða sveitarfélaga sé slík að það geti reynst þeim afar erfitt að bregðast við kröfu um endur- greiðslu gatnagerðargjalda á svo skömmum tíma sem ákvæðið kveð- ur á um eða einungis 30 dögum. Með breytingunni fá sveitarfélög rýmri tíma, 90 daga, til þess að endurgreiða gjaldið en ákvæðið á eingöngu við þegar úthlutun lóðar er afturkölluð eða ógilt, lóð er skil- að eða hætt er við framkvæmdir samkvæmt útgefnu bygging- arleyfi.“ Með þessum lagabreytingum er löggjafinn að létta sveitarfélögum endurgreiðslu til þeirra sem ákveða að skila lóðum af einum eða öðrum ástæðum. Þannig er augljóst að 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 væri í engu íþyngjandi fyrir sveitarfélögin ef þeim væri í sjálfsvald sett, og hefðu það í hendi sér, hvort þau tækju við lóðum og endurgreiddu gatnagerðargjöldin eða ekki. Sá skilningur og túlkun löggjafans, sem fram kemur í nefndum athugasemdum, sem fylgdu breytingafrumvarpinu er hverju barni skýr og glöggur og engum vafa undirorpinn. Lóða- höfum er heimilt að skila lóðum einhliða, samkvæmt ákvörðun sinni, og fá endurgreiðslu frá sveit- arfélögum. Afstaða borgarinnar vekur því furðu, svo ekki sé meira sagt. Ber e.t.v. að líta svo á að af- staða löggjafans hafi með öllu farið framhjá borgarfulltrúum og/eða þeim lögfræðingum sem borg- arstjóri segist þiggja ráð hjá? Við lestur nýlegra yfirlýsinga borg- arstjóra og borgarlögmanns vegna lóðaskilamálanna er ekki örgrannt um að manni finnist örla á hroka í garð þeirra sem málin varða. Hvað gengur Reykjavíkurborg til? Eftir Friðrik V. Þórðarson » Lóðahöfum er heim- ilt að skila lóðum einhliða, samkvæmt ákvörðun sinni, og fá endurgreiðslu frá sveit- arfélögum. Afstaða borgarinnar vekur því furðu, svo ekki sé meira sagt. Friðrik Þórðarson Höfundur er fjármálastjóri. NÍU ÁRA stóð ég á Þingvöllum 1944 við stofnun lýðveldisins. Ég man enn hughrifin hjá fólkinu. Það var djarft spilað að við, 127 þúsund sálir, gæt- um séð um okkur sjálf. Hvernig myndi ganga að eiga viðskipti við þjóðir í mörgum löndum og heims- álfum? Hvernig gætum við forðast atvinnuleysi sem er eitt mesta böl hverrar þjóðar? Hvernig myndi ganga í heilbrigðismálum og menntamálum? Spurningarnar voru margar. Núna 65 árum seinna get- um við svarað þessu, við höfum staðist prófið. Við eigum góð við- skipti um allan heim. Atvinnuleysi er ekki viðloðandi hér nema það tímabundna ástand núna, vegna al- heimskreppunnar. Heilbrigðis- og menntamál okkar eru með því besta sem gerist. Þetta hefur tekist af því að í fá- menninu njótum við margra eig- inleika sem milljónaþjóðir hafa ekki. Til dæmis er mikil samkennd hjá okkur og við finnum til hvert með öðru. Við hjálpum hvert öðru þegar stórtjón vegna nátt- úruhamfara verða eins og eldgos og snjófljóð. Annar þáttur er hvað all- ar boðleiðir eru stuttar og auðvelt fyrir fólk að hafa aðgang að stjórn- sýslunni til æðstu embætta. Síðast en ekki síst höfum við gert þetta með gömlu góðu krónunni okkar og systur hennar verðtryggðu krón- unni. Að vísu höfum við margfellt krónuna vegna aflabrests eða ann- arrar óáranar til að aðlaga hana raunveruleikanum í þjóðarbúskapn- um. Við höfum notað hana sem stýritæki til að komast hjá atvinnu- leysi, sem er það versta sem getur hent nokkra þjóð, og verð- tryggða krónan er grunnurinn að eft- irlaunakerfi okkar sem er með því besta í heiminum. Ef við gengjum í ESB gætum við ekki gert viðskiptasamn- inga við lönd í Norður- eða Suður-Ameríku, Asíu, Afríku, Ástralíu eða önnur lönd í Evr- ópu sem eru utan við ESB. Slíkir samningar yrðu á forræði ESB. Við myndum tengjast enn nánar ríkjum ESB þar sem mikið atvinnuleysi er viðvarandi í mörgum þeirra. Segj- um svo að í aðildarviðræðum við ESB fengjum við allar óskir okkar uppfylltar, við mættum ein njóta fiskimiðanna, orkunnar og vatnsins. En ég óttast að ESB mun alltaf hafa það í hendi sér að óska breyt- inga á þessum kjörum. Þá gildir bara atkvæðamagnið með eða á móti og í rauninni er líklegast að það yrði að gera það fyrr en seinna því að ESB þarf að halda ákveðnum jöfnuði milli þjóðanna innan ESB. Þá er vert að hafa í huga að við erum á flestum kvörðum sem mæla hagsæld þjóða eins og í atvinnu- málum, menntamálum, heilbrigð- ismálum og orkumálum á Saga Class miðað við flestar þjóðir ESB. Kreppan núna hefur sett strik í reikninginn en við höfum alla burði til að vinna okkur út úr henni fljótt og örugglega ef okkur auðnast að halda sjálfstæði okkar. Menn hafa líkt veru okkar utan ESB við árabát úti á rúmsjó lítinn og máttvana. Ég ætla frekar að taka samlíkingu úr fluginu því þar þekki ég til. Við skulum ímynda okkur að allir þingmennirnir okkar séu komnir um borð í Fokker 50- flugvél sem landsmenn þekkja úr innanlandsfluginu. Þetta er þraut- reynd og örugg flugvél, sem auð- veldlega má hafa í 63 sæta út- færslu. Flugvélinni má fljúga hvert á land sem er með fullu öryggi. Að vísu yrðum við að hækka eða lækka flugið eftir flugskilyrðum með öðr- um orðum að hækka eða lækka gengið eftir efnahagsástandinu hverju sinni. Stundum yrðum við að millilenda og bíða af okkur fárveður eins og í kreppunni núna. En við yrðum alltaf við stjórnina og tækj- um allar ákvarðanir sem kæmu okkur best og þingmennirnir væru alltaf í kallfæri fram í stjórnklef- ann. Hinn kosturinn er að ganga í ESB og því mætti líkja við flug í risaþotunni Airbus A-380, sem gæti tekið alla þingmenn Evrópuþings- ins 736 að tölu í ákveðinni útfærslu. Þarna myndum við fá sex þing- menn eða svona hálfa sætaröð aft- ast í flugvélinni. Ég tel að þarna hefðum við lítið sem ekkert sam- band við mennina í stjórnklefanum. Allar ákvarðanir þar yrðu teknar með hagsmuni heildarinnar í huga sem alls ekki þyrftu að vera eins og okkur kæmi best. Fámennið er okkar fjöregg Eftir Rúnar Guðbjartsson »Ef við gengjum í ESB gætum við ekki gert viðskiptasamninga við lönd í Norður- eða Suður-Ameríku, Asíu, Afríku, Ástralíu eða önnur lönd í Evrópu sem eru utan við ESB. Rúnar Guðbjartsson Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri. HINN 17. febrúar sl. var boðað til ánægju- legs fundar í Víkinga- heimum í Reykja- nesbæ. Tilefnið var ákvörðun um end- urbætur á sjúkrahús- inu á Ásbrú í samstarfi Þróunarfélags Reykja- nesbæjar og fyrirtæk- isins Iceland Healt- hcare (IH). Er ráðist í þessar framkvæmdir til að fylgja eftir hug- myndum um að skapa hérlendis að- stöðu til að bjóða erlendum sjúkling- um að koma hingað og fá bót meina sína. Hugmyndin að baki þessu hefur lengi verið í umræðu hérlendis en ekkert orðið af fyrr en núna. Við vit- um að starfsfólk íslenskrar heilbrigð- isþjónustu þykir einstaklega hæft og vel menntað. Aðstæður á Íslandi þykja góðar með hliðsjón af öryggi, hreinleika og landfræðilegri legu. Víða erlendis eru biðslistar og þeir langir eftir aðgerðum á tilteknum sviðum. Til að bregðast við þessum vanda hefur m.a. Evrópusambandið innleitt tilskipun er felur í sér að íbú- ar innan evrópska efnahagssvæðisins geta í raun valið sér land til aðgerða að uppfylltum ákveðnum kröfum (verð, gæðavottun o.s.frv.). Þúsundir Bandaríkjamanna leita sér árlega lækninga utan BNA. Þar skipta gæði Menntun – ný- sköpun – atvinna Eftir Hjálmar Árnason og Gunnhildi Vilbergsdóttur Hjálmar Árnason »Uppbygging IH mun á næstu misserum skapa hundruð starfa og afla þjóðinni allt að 3,5 milljarða króna í gjald- eyri. Menntun gegnir þar lykilhlutverki. Gunnhildur Vilbergsdóttir ÞEGAR Ísland varð fullvalda ríki 1918 kostaði ein dönsk króna það sama og ein íslenzk. Í dag hefur íslenzka krónan fallið um það bil 2.300-falt að verðgildi miðað við þá dönsku (tvö núll voru klippt aftan af íslenzku krónunni 1981). Því er einatt haldið fram að skýr- ingin á þessu verðfalli sé sú að það hafi kostað svo mikið að koma íslenzku þjóðfélagi til nútímahorfs á stuttum tíma. Því er þá jafnan sleppt að yfir nágrannalöndin gengu tvær heimsstyrjaldir á sama tíma, vitanlega með gíf- urlegri eyðileggingu og kostnaði, en sem við sluppum að langmestu leyti við og græddum frekar á heldur en hitt. Það hlýtur því að liggja nokkuð beint við að álykta, að meg- inásæðan fyrir sífelldri verðbólgu og gengisfellingum hér sé óstjórn og vankunnátta í fjármálum. Póli- tíska umræðu hefur þó ekki vant- að nema síður sé. Hún hefur dunið á okkur linnulaust í útvarpi, blöð- um og sjónvarpi auk fundahalda og fyrirlestra. Aldrei hefur heldur verið hörgull á stjórnmálamönn- um, en samt er árangurinn svona hörmulegur. Upp úr þessum jarðvegi fjár- málalegrar vankunnáttu spruttu útrásarfíflin – menn sem höfðu ekki hundsvit á því sem þeir voru að gera en létu borga sér ofurlaun fyrir að gera vitleysur. Þessi starfsemi byggðist aðallega á glæfralegum lántökum og gat að sjálfsögðu ekki endað með öðru en ósköpum. Ein verstu mistökin eru náttúrlega ísbjargið (Icesave). Enn einu sinni sýna stjórnvöld getuleysi sitt. Þau vilja að þjóðin borgi ísbjargið, rétt eins og þau séu með slæma samvizku vegna þess. Það er hart að horfa upp á að flestir málsvarar þess að þjóð- inni beri engin skylda til að borga ísbjargið hafa hingað til verið út- lendingar. Röksemdirnar eru ein- faldar og skýrar: Eftirlit Englend- inga og Hollendinga brást og til skuldanna var stofnað að einkaað- ilum – útrásarfíflunum. Sýnum samstöðu á ögurstund og kolfellum ísbjargið í atkvæða- greiðslunni 6. marz. REYNIR EYJÓLFSSON, Hafnarfirði. Kolfellum ísbjargið Frá Reyni Eyjólfssyni ÉG UNDIRRITUÐ er vistmaður á Kleppi. Ég er á deild 14 sem á að loka 1. maí. Ég mótmæli því fyrir hönd okkar sjúklinganna og starfsfólksins. Sjúkrahúsið veitir sjúklingunum vernd, sem sambýli eða aðrir staðir geta ekki veitt. Fullorðið fólk margt hér á að verða fyrir flutningunum sem það engan veginn getur þolað, og kvíð- ir fyrir. Ég tek dæmi, ein kona hér hefur dvalið hér síðan hún var átján ára, í dag er hún 56 ára. Hún gæti verið sjokkeruð að flytja út í bæ. Heilbrigðisráðherra heldur að hún sé að gera vistmönnum ein- hvern greiða, með því að flytja, þetta er mesti misskilningur hjá henni, þó að hún meini vel. Álfheiður Ingadóttir, með virðingu fyrir henni, getur því miður ekki sett sig í spor okkar sjúklinganna. Starfsfólkið vinnur af hugsjón og áhuga, en því hefur öllu verið sagt upp. Ég vona að þessi stutta grein geti haft áhrif. Ég vona að ég geti vakið fólk til umhugsunar. GÍGJA GUÐFINNA THORODDSEN. Lokun deildar 14 á Kleppsspítala Frá Gígju Guðfinnu Thoroddsen Gígja Guðfinna Thoroddsen BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.