Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Forsvars-mennBaugs
Group og tengdra
félaga voru árið
2006 ósáttir við
fjárfesting-
arstefnu lífeyrissjóðanna og
töldu þá ekki nægilega auð-
sveipa sér. Þetta varð til þess
að þeir höfðu í hótunum um að
stofna eigin lífeyrissjóð fyrir
starfsmenn fyrirtækja sinna.
Andstaða var við þetta innan
lífeyrissjóðanna, en hefði
þetta tekist þarf ekki að velta
fyrir sér afleiðingunum fyrir
starfsmenn fyrirtækjanna.
Lífeyrissjóðirnir fjárfestu
engu að síður í þessum fyrir-
tækjum og töpuðu miklu þó
að áfallið hefði orðið mun
meira ef fjárfestingarstefnan
hefði verið sniðin að hags-
munum þessarar viðskipta-
blokkar.
Sjóðirnir standa nú aftur
frammi fyrir ákvörðunum um
fjárfestingar í félögum undir
stjórn þessara sömu manna.
Arion banki hefur til að
mynda stillt málum þannig
upp hvað snertir Haga, að
einn af forsvarsmönnum
Baugs, Jóhannes Jónsson, fái
sérstakan rétt til að kaupa
10% í félaginu og stjórnendur
fái önnur 5%.
Ekki þarf að undra að and-
staða skuli þegar hafa skap-
ast innan raða lífeyrissjóð-
anna við að taka þátt í þessu.
Kennarasamband Íslands
hefur til að mynda hvatt líf-
eyrissjóði „til þess að fjár-
festa ekki í fyrirtækjum sem
eru í eigu eða undir stjórn að-
ila sem áður hafa valdið sjóð-
unum alvarlegu fjárhags-
tjóni“ og vísar sérstaklega til
Haga og Arion
banka í þessu
sambandi.
Lífeyrissjóð-
irnir eru ekki ein-
ir um að hafa efa-
semdir um þá leið
sem Arion banki hefur kosið
að fara. Í nýrri könnun Mark-
aðs- og miðlarannsókna,
MMR, kemur fram að 80%
landsmanna eru andvíg því að
Jóhannes Jónsson fái þann
forkaupsrétt sem Arion banki
hyggst bjóða honum. Engu
skiptir hvort horft er á könn-
unina eftir kyni, búsetu, aldri
eða tekjum, alger samstaða er
um það meðal almennings að
sú leið sem Arion banki hefur
valið sé röng.
Þetta er staðfesting á fyrri
könnun sem gerð var í desem-
ber sl. þar sem 96% töldu ekki
réttlætanlegt að samið yrði
við fyrri eigendur Haga ef
það fæli í sér afskriftir
skulda. Í nýju könnuninni var
ekki spurt út í afstöðu fólks
með hliðsjón af afskriftum
skulda, en ætla má að and-
staðan hefði orðið enn meiri
ef svo hefði verið.
Lífeyrissjóðirnir eiga að
fara að ráðum Kennarasam-
bands Íslands og læra af
reynslunni. Þeir hafa tapað
gríðarlegum fjármunum á
fjárfestingum í félögum undir
stjórn tiltekinna manna, sem
fóru vægast sagt afar ógæti-
lega. Nú hlýtur að vera komið
að því að lífeyrissjóðirnir sýni
meiri varúð en áður. Í raun
sætir furðu að það skuli yf-
irleitt koma til álita að stjórn-
ir lífeyrissjóðanna haldi
áfram að setja fjármuni sjóðs-
félaga sinna í hendur þessara
sömu manna.
Lífeyrissjóðirnir
ættu að fara að ráð-
um kennara og læra
af reynslunni }
Lífeyrissjóðirnir þurfa
að sýna aukna varúð
Heimsbyggðinbrást vel við
hryllingnum sem
reið yfir Haítí
hinn 12. janúar
síðastliðinn. Mik-
ið hjálparlið var sent á stað-
inn og hjálpargögn streymdu
inn. Engu að síður er
ástandið enn skelfilegt og
gæti átt eftir að versna á
næstunni.
Friðbjörn Sigurðsson
læknir er nýkominn frá Haítí
þar sem hann hefur starfað
við hjálparstarf í um mánuð.
Í viðtali við Morgunblaðið í
gær lýsti Friðbjörn ástand-
inu, hve þörfin er mikil, hve
þakklátir íbúarnir eru og hve
útlitið er dökkt. Hann bendir
á að hamfarirnar
á Haítí séu eins-
dæmi að því leyti
að allir innviðir
landsins hafi
hrunið til grunna
og þar séu því engar inn-
lendar stofnanir sem geti
tekið á vandamálunum.
Nú fer regntímabilið í
hönd á Haítí og af því hefur
Friðbjörn miklar áhyggjur.
„Þegar regntíminn byrjar
fyrir alvöru verða vanda-
málin gríðarleg,“ segir hann.
Orð íslenska læknisins eru
þörf áminning um að vandi
Haítíbúa er ekki að baki.
Þeir þurfa á því að halda að
sú hjálp sem Íslendingar
hafa veitt berist þeim áfram.
Hjálparstarf Íslend-
inga gagnvart Haítí
þarf að halda áfram}
Gleymum ekki Haítíbúum É
g er svo heppin að vera umkringd
útlendingum þar sem ég bý, því
beggja vegna við heimili mitt eru
hótel sem á veturna eru einnig
nýtt sem íbúðir fyrir erlenda há-
skólastúdenta. Í nánd við fólk sem er á ferðalagi
er alltaf einhver skemmtileg spenna í andrúms-
loftinu sem einkennist af forvitni, áhuga fyrir
umhverfinu og hreinni lífsgleði.
Utan við heimili mitt rekst ég daglega á hóp
spenntra útlendinga sem stara opinmynntir á
risastóra fjallajeppann sem er kominn að sækja
þá og flytja þá upp á fjöll. Mér finnst alltaf gam-
an að ganga hjá og skynja spenninginn í fasi
þeirra og eftirvæntinguna eftir að upplifa eitt-
hvað nýtt. Það gleður mig að vera á hverjum
degi umkringd fólki sem finnst mitt nánasta um-
hverfi spennandi og þess virði að taka myndir af.
Þannig verður það aldrei hversdagsleikanum að bráð í mín-
um augum heldur.
Stundum sé ég túrista taka myndir af furðulegustu hlut-
um sem mér hefðu aldrei dottið í hug að líta tvisvar á, en það
fær mig til að staldra við og minnir mig á að ég hef sjálf
fengið skrýtnar augngotur frá heimamönnum í fjarlægum
löndum þar sem ég hef gleymt mér við að taka myndir af
fyndnum skiltum, skrýtnum farartækjum og fallegum
trjám. Oft er sagt að gestsaugað sé glöggt og það upplifi ég
reglulega í götunni minni. Um daginn var ég t.d. að koma úr
bíó með vinkonum mínum þegar við tókum eftir trylltum
norðurljósadansi á himninum. Það er óvenjulegt að sjá svo
skýr og falleg norðurljós í miðri mengun borg-
arljósanna. Ég yppti samt sem áður öxlum og
dreif mig heim að sofa.
Í götunni minni gekk ég hinsvegar í flasið á
hóp erlendra stúdenta sem stóð á náttbuxunum
í dúnúlpum og störðu upp í himininn með
myndavélarnar á lofti. Á svölum hótelíbúðanna
fyrir ofan húsið mitt stóð líka hópur útlendinga
sem kæfði aðdáunaróp yfir hverju dansspori
norðurljósanna. Ég hálfskammaðist mín að
vera svona skeytingarlaus um það sem öllu
þessu fólki fannst greinilega stórkostleg sjón,
svo ég gekk inn á nærliggjandi róló og horfði á
norðurljósin eins og ég væri að sjá þau í fyrsta
skipti.
Hugurinn hvarflaði aftur til erfiðs ferðalags í
næturrútu í Kína. Þar lá ég klukkutimum sam-
an í loftlausu rými á svo þröngu fleti að liggjandi
á bakinu gat ég ekki haft handleggina niður með síðunum.
Ég hugsaði með mér að þessi nótt virtist ætla að verða
endalaus þegar ég klöngraðist út á miðri leið til að aðstoða
ferðafélaga minn sem var með magakveisu í vegkantinum.
Þá varð mér það á að líta upp til stjörnubjartasta himins ævi
minnar yfir kínverskri hásléttu og missti andann um stund.
Sömu hughrifum hef ég fundið fyrir í botni Hjaltadals þar
sem myrkrið verður ansi svart, undir Jarlhettum, á Þing-
völlum og stjörnubjartri Mosfellsheiðinni og nú síðast
heima í götunni minni. Það getur þurft augu gestsins til að
leiða manni í ljós að oft er nóg að líta aðeins upp til að heim-
urinn skipti um svip. una@mbl.is
Una
Sighvatsdóttir
Pistill
Með stjörnur í augum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
D
eiluaðilar gefa ekki upp
kröfur sínar eða mót-
tilboð. Ástæðan er sú að
þar sem deilan er hjá
ríkissáttasemjara ríkir
trúnaður um þær upplýsingar. Það er
þó hægt að geta örlítið í eyðurnar með
því að lesa í það sem forsvarsmenn
flugumferðastjóra og formaður samn-
inganefndar SA gátu þó sagt, í sam-
tölum við Morgunblaðið.
Flugumferðarstjórar benda m.a. á
að um tugur félagsmanna þeirra hefur
farið til starfa í útlöndum og að í heim-
inum sé skortur á flugumferð-
arstjórum. Af hálfu SA er bent á að
gerð sé krafa um að félög í opinberri
eigu spari fjármuni. Deilan virðist í
hnút og leysist hún ekki kemur til ann-
ars verkfalls flugumferðarstjóra á inn-
an við tveimur árum.
Hógværar kröfur
Ottó Einarsson, formaður Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra (FÍF),
sagði að launakröfurnar væru hógvær-
ar. Deilan snerist að mestu um
ákveðnar skipulagsbreytingar, s.s.
breytingar á yfirvinnugreiðslum. Að-
spurður játti Ottó því að viðsemjendur
hefðu bent á að ástandið í efnahags-
málum væri með þeim hætti að nú væri
ekki rétti tíminn til að sækja launa-
hækkanir. Þetta væri þó yfirleitt við-
kvæðið í öllum samningum.
Ottó benti á að tekjur ríkisins af flug-
umferð kæmu að mestu frá erlendum
aðilum. „Við erum eins og fiskurinn í
sjónum. Tekjurnar koma frá útlöndum
og launahækkun kostar ríkið ekki
neitt,“ sagði hann.
Formaður samninganefndar flug-
umferðarstjóra er Loftur Jóhannsson,
sem var formaður félagsins um árabil.
Líkt og Ottó þá benti Loftur á að tekj-
urnar sem ríkið fengi af störfum flug-
umferðarstjóra kæmu að mestu frá
útlöndum. Frá því gjaldmiðilinn
hrundi hefðu tekjur Flugstoða og
Keflavíkurflugvallar, reiknaðar í er-
lendum gjaldeyri, dregist mjög sam-
an. Í þessu fælist í raun afsláttur til
flugfélaga. „Það datt engum í hug að
lækka verðið á fisknum eða álinu þó
að kostnaður hér á landi hefði lækk-
að,“ sagði hann.
Rukka fyrir kostnaði
Málið er þó ekki endilega svo ein-
falt að hægt sé að hækka laun flug-
umferðarstjóra og rukka síðan meira
fyrir flug um íslenska flugstjórn-
arsvæðið.
Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri
flugumferðarsviðs Flugstoða, benti á
að samkvæmt samningi um al-
þjóðlega flugleiðsögu gætu Íslend-
ingar aðeins rukkað fyrir þann kostn-
að sem félli til vegna flugs um íslenska
svæðið. Ríkisendurskoðun og alþjóð-
legir endurskoðendur færu yfir reikn-
ingana og hefðu gjöld verið innheimt
umfram kostnað yrðu gjöld lækkuð á
móti síðar. Jafnvel þótt sá kostnaður
sem hlytist af kauphækkun flug-
umferðarstjóra fengist samþykktur
fyrir alþjóða flugþjónustuna, yrði að
líta til þess að um helmingur flug-
umferðarstjóra starfaði við innan-
landsflug eða við flugturna. Stór hluti
af þeim kostnaði væri greiddur beint
úr ríkissjóð og af flugfélögum sem
fljúgja um íslenska flugvelli.
Ókyrrð í lofti vegna
deilu um launakjör
Morgunblaðið/RAX
Hnútur Flugumferðarstjórar sömdu síðast um kjör sín í júní 2008. Þá nam
launahækkunin um 11%. Aftur er deilt um launakjörin og stefnir í verkfall.
Mikið ber á milli í kjaradeilu flug-
umferðarstjóra við Samtök at-
vinnulífsins sem fara með samn-
ingsumboð fyrir opinberu
hlutfélögin Flugstoðir og Kefla-
víkurflugvöll.
Kjaradeilur hafa verið tíðar í
flugheiminum undanfarið og
samið hefur verið til skamms
tíma í senn. Oft hefur verið boð-
að til verkfalla sem oft er frest-
að - þó ekki alltaf.
Verkfall flugvirkja hjá Ice-
landair hófst á miðnætti sl.
sunnudag og stóð fram til átta
á mánudagsmorgun.
Í lok janúar sl. boðuðu flug-
menn í Félagi íslenskra atvinnu-
flugmanna til tveggja sólar-
hringa verkfalls í febrúar og
síðan annars ótímabundins
verkfalls frá stuttu síðar. Verk-
fallinu var aflýst þegar samn-
ingar við Icelandair náðust.
Í desember sl. samþykkti
Flugfreyjufélagið að boða til
verkfalls 2. janúar 2010. Sam-
komulag í deilunni náðist á Þor-
láksmessu.
27. júní 2008 hófu flug-
umferðarstjórar verkfall sem
stóð í um það bil tvær klukku-
stundir.
Vorið 2008 samþykktu bæði
flugfreyjur og flugmenn að
hefja undirbúning fyrir verk-
fallsboðun en féllu frá því þegar
samningar tókust.
Oftast afboðað