Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 ✝ Guðlaugur Borg-arsson fæddist á Skarði í Bjarnarfirði 23. mars 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 14. febrúar 2010. Foreldrar hans voru Soffía Bjarna- dóttir, f. 1906, d. 1981, og Borgar Sveinsson, f. 1896, d. 1966. Bræður Guð- laugs eru: 1) Valgeir Bjarni, f. 1935, gift- ur Sólveigu, f. 1944, þau skildu. Synir þeirra eru: a) Borgar, b) Pétur Gauti, c) Jón, d) Gísli. 2) Pétur Trausti, f. 1940, giftur Steinunni, f. 1941. Börn þeirra eru a) Pálmi, b) Anna Margrét. Guðlaugur giftist Guðbjörgu Svav- arsdóttir, þau skildu. Þeirra dætur eru: 1) Soffía, f. 1960, gift Gylfa Vilberg, börn a) Karl Guðni, b) Val- dís Nína, c) Andri Freyr. 2) Sigurbjörg, f. 1962, gift Sig- mundi, þeirra dóttir er Linda. Þau búa í Sydney í Ástralíu. 3) Sædís, f. 1963, gift Þráni Ómar synir þeirra eru a) Aron Ingi, b) Arnór Uni. Guðlaugur giftist Katrínu Sig- urðardóttir 1968. Þeirra börn eru 1) Magnea Rán, f. 1969, dóttir hennar er Katrín Arndís, f. 1992. 2) Dofri Örn, f. 1972. Synir Katr- ínar af fyrra hjónabandi: 1) Sig- urður Óskar Lárusson, giftur Guð- björgu, þeirra dóttir er Erla Sigríður, börn Sigurðar eru a) Jón Ingi, b) Ingi Björn, c) Katrín Anna, d) Leifur. 2) Lárus Ingi Lár- usson, giftur Trinu Ören, þeirra dætur eru a) Lína, b) Jóhanna. Þau eru búsett í Stavanger Nor- egi. Útför Guðlaugs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 24. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Laugi minn, takk fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal.) Sérstakar þakkir til dóttur og son- ar okkar fyrir góða umhyggju og einnig sonar míns, Lárusar Inga. Hvíl í friði. Eiginkona. Mig langar með fáum orðum að minnast föður míns, Guðlaugs Borg- arssonar. Guðlaugur eða Laugi eins og flestir kölluðu hann fæddist árið 1932 og ólst upp á Ströndunum. Hann byrjaði 13 ára til sjós og var ætíð stoltur af stuttri skólagöngu sinni. Pabbi lauk námi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og átti sjómennska og sjósókn hug hans all- an, enda starfaði hann alla tíð við sjó- mennsku og síðar fiskvinnslu þegar í land var komið. Pabbi var tvígiftur og átti þrjár stúlkur með fyrri konu sinni, en með móður minni átti hann Magneu Rán og svo mig, hún á einn- ig tvö börn af fyrra hjónabandi. Lífs- viska og reynsla pabba var mikil og þegar vel lá á honum miðlaði hann af reynslu sinni til okkar systkinanna. Þar sem mikill aldursmunur var á okkur feðgunum átti ég oft erfitt með að setja mig inn í aðstæður hans á yngri árum. Er það fyrst núna á síðustu árum sem ég skil líf pabba og get sett það í samhengi, enda fjöru- tíu ár sem skildu okkur feðgana að. Þegar ég var að komast til vits og ára bað pabbi mig um að skoða a.m.k. hálfan heiminn áður en ég gifti mig. Þá var það eindregin ósk hans að ég aflaði mér góðrar mennt- unar. Síðast þegar þessi mál bar á góma vorum við enn sammála um að þessi tími væri líklega ekki enn runninn upp þrátt fyrir að ég hefði ferðast mikið, og skólagangan orðin alllöng. Þegar pabbi var um sextugt fór að segja til sín sú erfiðisvinna sem hann hafði stundað frá unga aldri, og eitt og annað í útslitnum skrokknum fór að gefa sig. Þá kom sér vel að eiga góða að. Í heimsóknum til hans á þessum tíma var gerð krafa um bíl- túr og oftast lá leiðin niður að höfn til að skoða bátana sem þar lágu við festar. Áttum við þar okkar bestu stundir saman. Það eina sem pabbi lét mig vita að hann óttaðist var að enda ævidaga sína eins og faðir hans hafði gert, en hann var í 11 ár rúm- liggjandi eftir að hafa fengið ítrekað heilablóðfall. Þegar pabbi fékk heila- blóðfall fyrir um ári starði hann á mig í smátíma áður en hann sagði, að þetta væri eins og hjá pabba sínum. Hann ætlaði sér að berjast gegn þessum vágesti og lagði mikið upp úr því að þjálfa sig og reyndi það við hvert tækifæri, hvort heldur sem all- ir í kringum hann voru tilbúnir að grípa hann eða ekki. Það var ekki annað hægt en að vera hreykinn af viljastyrknum sem var einstakur. Þegar hjartað fór að láta undan og pabbi fór á spítalann var ljóst að senn tæki jarðvist hans enda. Pabbi kvaddi þennan heim sunnudags- kvöldið 14. febrúar sl. með Valgeir bróður sinn og mömmu sér við hlið. Hann kvaddi jarðvistina með þeim tveimur einstaklingum sem lengst höfðu fylgt honum. Ég er þess full- viss að pabbi hefur verið skipstjóri í meðbyr allt sitt líf. Mig langar að enda þessi minningarorð á orðum Kahlil Gibran í þýðingu Gunnars Dal: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Dofri Örn. Elsku afi minn. Það var hrikalega vont að heyra að þú værir farinn upp til himna, mamma kom og sagði mér frá því, og ég brast í grát. Það er samt gott að vita að þú ert kominn á góðan stað og að þú þurfir ekki að þjást meira. Þú komst í stað alvöru föðurafa míns sem ég fékk aldrei að Guðlaugur Borgarsson • Kransar • Krossar • KistuskreytingarHverafold 1-3 • Sími 567 0760 Fallegar útfararskreytingar Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR, Amtmannsstíg 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 E á Landspítalanum og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Hilmar Þór og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 16. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 25. febrúar kl. 13.00. Birna Björnsdóttir, Bragi Gíslason, Rannveig Björnsdóttir, Þórarinn Flosi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, ANNA KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR, Alicante, Spáni, sem lést á heimili sínu laugardaginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Guðný Ragnarsdóttir, Þórdís Ragnarsdóttir, Jónas Ragnarsson. ✝ Ástkær frændi okkar, GUÐMUNDUR E. JÓHANNSSON, Hátúni 12, áður Kleppsvegi 90, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Hörður Óskarsson, Steinn Ragnarsson. ✝ Ástkær dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og vin- kona, ÞORBJÖRG DANÍELSDÓTTIR frá Þórshöfn á Langanesi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vinsamlega beðnir að láta Hjálparstarf kirkjunnar eða Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna njóta þess. Hulda Guðjónsdóttir, Haraldur Arnar Ingþórsson, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Daníel Örn Ingþórsson, Sólveig Skúladóttir, Gréta Ingþórsdóttir, Gísli Hjartarson, Halldóra Ingthors Cabrera, Carlos Cabrera, Eiríkur Þorbjarnarson, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, ÞÓRIR BJARNASON, Efri-Ey l, Meðallandi, Skaftárhreppi, andaðist á gjörgæslu Landspítalans föstudaginn 19. febrúar. Jarðsungið verður frá Langholtskirkju Skaftárhreppi laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Sara Karlsdóttir, Guðgeir Bjarnason, Arndís Eva Bjarnadóttir, Runólfur Rúnar Bjarnason, Gunnhildur Bjarnadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN GUÐLAUG BÁRÐARDÓTTIR, Stífluseli 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 25. febrúar kl. 13.00. Símon V. Gunnarsson, Eygló Andrésdóttir, Jóna Guðrún Gunnarsdóttir, Jón Sveinn Friðriksson, Matthías Gunnarsson, Katrín Eiríksdóttir, Dagný D. Gunnarsdóttir, Halldór D. Guðbergsson, Kristín Gunný og Gunnar Magnús, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.