Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UTANRÍKISRÁÐHERRA fékk á Alþingi í gær tæki-
færi til að svara fyrir minnisblað Steves Watsons, sendi-
fulltrúa Bandaríkjanna hér á landi, sem lak til fjölmiðla í
síðustu viku. Össur bað þingmenn að vara sig á því að
taka of mikið mark á fundargerðum af þessu tagi, sem
skrifuð væru upp einhliða eftir minni. Margt væri ekki
rétt sem þar kæmi fram og hefði það komið fram í sam-
ræðum við þá fulltrúa sem voru viðstaddir fundinn.
Minnisblaðið var af fundi með fulltrúum utanríkisráðu-
neytis frá því 12. janúar sl. og í því segir að rætt hafi verið
um að Norðmenn tækju fjárhagslega ábyrgð á Icesave-
skuldinni og myndu svo lána Íslendingum fyrir skuldinni,
og einnig að ráðuneytisstjóri hafi greint frá því að Ísland
stefndi allt eins í greiðsluþrot ef Icesave-málið yrði ekki
leyst. Össur sagði á þingi í gær að ráðuneytisstjórinn
hefði sagt það fráleitt að hann hefði lýst yfir greiðslufalli
íslensku þjóðarinnnar. Hins vegar hefði verið farið yfir
þau mál sem hæst bar í samfélaginu, m.a. bréfið sem sent
var forseta fyrir ákvörðun hans um að synja Icesave-
lögunum staðfestingar. Þar var minnst á hugsanlegt
greiðslufall yrði samningurinn felldur í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ekki náðist í Sam Watson í gær til að fá við-
brögð við ummælum utanríkisráðherra á þingi.
Túlkun sendifulltrúa Banda-
ríkjanna einhliða og röng
Ekkert sagt á fundinum sem
áður hafði ekki komið fram
Stuðningur
Íslands
óbreyttur
ÖSSUR Skarp-
héðinsson utan-
ríkisráðherra
þakkaði á Alþingi
í gær fyrir að tek-
in væri upp um-
ræða um stuðning
Íslands við Fær-
eyjar, þegar kem-
ur að hugsanlegri
aðildarumsókn
þeirra að EFTA. Össur sagði alveg
ljóst að allir þingmenn, sama í hvaða
flokki, stæðu sameinaðir að baki
Færeyingum og myndu taka á með
þeim í hverju sem þeir vildu.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, spurði út í
málið og vísaði til fréttar Morgun-
blaðsins í gær. Í henni segir að frá því
að Ísland sótti um aðild að Evrópu-
sambandinu hafi umræður um hugs-
anlega aðild Færeyinga að EFTA
verið lagðar til hliðar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, tjáði sig
einnig um málið og minnti á að Fær-
eyjar hefðu ekki lagt inn formlega að-
ildarumsókn. Einnig virtist sem þeir
hefðu sjálfir lagt málið á ís, og það
vegna þess að beðið væri eftir skýrslu
þar sem gerð er úttekt á sambandi og
samskiptum Færeyinga við EFTA og
ESB. andri@mbl.is
Össur
Skarphéðinsson
Þingmenn allir að
baki Færeyingum
FYRIRTÆKIN Hagkaup og Bónus
auglýsa mun meira á sjónvarps-
stöðvum 365 en á RÚV eða Skjá ein-
um. Munurinn jókst á árunum 2008
og 2009. Á síðasta ári voru um 80%
af öllum sjónvarpsauglýsingum sem
fyrirtækin birtu birt á stöðvum 365.
Aðeins 5-6% fóru til RÚV.
Samantekt upp úr gögnum Capa-
cent sýnir að árið 2005 fóru um 50%
auglýsinga Bónuss og Hagkaupa til
Stöðvar 2 og Stöðvar 2 sports. Um
24% fóru til RÚV og um 26% til
Skjás 1. Á síðasta ári hafði þessi
skipting breyst þannig að um 80%
fóru til sjónvarpsstöðva 365, en að-
eins um 5% fóru til RÚV og 14% til
Skjás 1. Bónus og Hagkaup eru í
eigu Haga, en eigendur fyrirtæk-
isins hafa verið Jóhannes Jónsson og
Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir
er langstærsti eigandi 365.
Meira áhorf á RÚV en Stöð 2
Samkvæmt nýjustu áhorfstölum
er hlutdeild RÚV í heildaráhorfi
48,3%, en áhorf á fjórar rásir 365,
þ.e. Stöð 2, Stöð 2 extra, Stöð 2 sport
og Stöð 2 sport 2 er samtals 34,2%
(þar af 29,6% á Stöð 2).
Á síðasta ári fóru 22-24% af sjón-
varpsauglýsingum Hagkaups og
Bónuss til Stöðvar 2 extra og 41-45%
fóru til Stöðvar 2. Áhorf á Stöð 2
extra er 1,8% samkvæmt tölum frá
Capacent.
Tölur frá Capacent sýna einnig að
stærstu fyrirtæki Haga auglýstu
nær eingöngu í Fréttablaðinu á
árinu 2009, þegar litið er til auglýs-
inga í tveimur útbreiddustu dag-
blöðum landsins. Heilsíðuauglýs-
ingar Haga í Fréttablaðinu voru
1.131 talsins, en 49 í Morgunblaðinu.
96% auglýsinga Haga birtust því í
Fréttablaðinu, en 4% í Morg-
unblaðinu. Sambærilegt hlutfall fyr-
ir 50 stærstu auglýsendurna var 62/
38, Fréttablaðinu í vil, en inni í þeirri
tölu eru fyrirtæki Haga.
egol@mbl.is
80% auglýsinga fara til 365-miðla
Hagkaup og Bónus beina langmestu af sínu auglýsingafé
til sjónvarpsstöðva í eigu 365 Aðeins um 5% fóru til RÚV
*Samanlagðar sekúndur hjá Stöð 2, Stöð 2 extra, Stöð 2 sport og Stöð 2 sport 2
Hagkaup RÚV Skjáreinn Stöðvar 365*
2005 24,04% 25,36% 50,59%
2006 19,52% 14,45% 66,02%
2007 23,08% 27,8% 49,12%
2008 16,46% 35,03% 48,51%
2009 4,67% 14,33% 80,99%
Bónus RÚV Skjáreinn Stöðvar 365*
2005 23,9% 26,83% 49,26%
2006 19,97% 27,79% 52,24%
2007 22,99% 28,24% 48,78%
2008 20,60% 27,21% 52,18%
2009 6,02% 13,93% 80,06%
Auglýsingar í sjónvarpi
Hlutfall af keyptum sekúndum í auglýsingatímum
Á
r
Á
r
HJÓNUM sem pantað höfðu ferð til
Tenerife í lok apríl hjá Úrval-Útsýn
var nýlega tjáð að ferðin félli niður
vegna ónógrar þátttöku. En þegar
þau könnuðu málið í bókunarvél fé-
lagins stóð eftir sem áður að ferðin
væri uppseld. Fannst þeim að fyr-
irtækið væri þannig að veita almenn-
ingi villandi upplýsingar.
Steinunn Tryggvadóttir, þjón-
ustustjóri hjá Úrval-Útsýn, segir að
skýringin sé að enn sé ekki búið að
hringja í alla sem pantað höfðu ferð-
ina og bjóða þeim annaðhvort endur-
greiðslu eða aðra ferð.
„Kerfið er þannig að ekki er hægt
að breyta úr „uppseld“ í „felld niður“
fyrr en búið er að ná í alla,“ segir
hún og bætti við að þannig væri
þetta líka hjá öðrum ferðskrif-
stofum. kjon@mbl.is
Uppseldri
ferð aflýst
MYND sem tekin var úr gervihnetti í fyrradag sýnir Ís-
land mjög skýrt. Snjór er yfir meginhluta landsins en
snjólaust var víða á Suðurlandi og suðvesturhorninu.
Veðurfræðingar spá því að það byrji að snjóa á þessu
svæði í kvöld og jafnfallinn snjór geti orðið 10 til 20 sm
á morgun. Samkvæmt athugunum var tiltölulega
hvasst í Vestmannaeyjum en á sama tíma var nánast
logn á Steinum undir Eyjafjöllum. Sandfok var frá
Landeyjum og út í eyjar og einnig á söndunum milli
Skaftafells og Mýrdalsjökuls, eins og myndin sýnir.
Gervihnattamynd/Bandaríska geimvísindastofnunin
SNJÓR GÆTI LAGST YFIR SUÐURLAND
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna,
kom starfsmönnum utanríkisráðuneytis til varnar
við sömu umræðu á Alþingi í gær. Sagðist hann ekki
þekkja Sam Watson, sendirráðsritara, og væri hann
eflaust ágætur maður en fengi varla Nóbelsverð-
launin í sagnfræði.
„Þeir véfengja hans vitnisburð og ég ætla að láta
starfsmenn íslenska utanríkisráðuneytisins og
sendirherrann [íslenska í Bandaríkjunum] njóta vaf-
ans. Og ég vil þakka utanríkisráðherra fyrir að taka
upp hanskann fyrir þá,“ sagði Ögmundur og tóku
fleiri þingmenn undir.
Fær ekki Nóbelinn í sagnfræði
BROTIST var inn í vinnubúðir við
Herdísarvík í fyrrinótt sem eru á veg-
um verktaka við Suðurstrandarveg. Úr
vinnubúðunum var stolið mörgum
tækjum svo sem stórri uppþvottavél,
þremur frystikistum, tveimur þvotta-
vélum, tveimur þurrkurum, gaseldavél,
gufuofni, iðnaðarhrærivél, örbylgju-
ofni, flatskjá og fjöldanum öllum af
pottum, pönnum og ýmsum bús-
áhöldum og iðnaðarvélum. Í þetta verk
hefur þurft stóran vöruflutningabíl.
Lögreglan biður þá sem veitt geta upp-
lýsingar um þjófnaðinn í síma 480 1010.
Miklu stolið úr
vinnubúðum
ódýrt & gott!
Núðlur með
kjúkling og
chinese wo
k með grísa
kjöti898kr.kg