Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 15
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ að eru engin geimvísindi að búa til feit smyrsl. Ég býð fólki upp á námskeið þar sem ég kenni hvern- ig það getur sjálft búið til sín eigin smyrsl úr jurtum og það hefur vakið mikla lukku,“ segir Anna Rósa Róberts- dóttir grasalæknir sem undir lok síðasta árs setti á markað nýja vörulínu þar sem finna má krem, smyrsl og tinktúrur. Hún þvertekur fyr- ir að það vinni gegn henni að kenna fólki að búa til jurtasmyrsl þó að hún selji sjálf slík smyrsl. „Ég kenni fólki einföldu útgáfuna að smyrsl- uppskriftinni, sú sem ég nota í Önnu Rósu- smyrslin er að sjálfsögðu miklu flóknari. Að kenna fólki að búa til smyrsl úr jurtum vinnur aldrei gegn mér, vegna þess að fólk kann að meta þetta og það er ákveðin kynning á þeim vörum sem ég er með á markaði. Það er mun flóknara að búa til hvít krem og ég kenni það ekki,“ segir Anna Rósa sem býður upp á hin ýmsu námskeið en hún var nýlega með hundr- að manna námskeið hjá Endurmenntun þar sem hún kenndi fólki hvar og hvernig það get- ur tínt algengustu jurtirnar. Kreppan kallar á ódýrari vöru „Ég fór meðal annars út í framleiðslu á þess- ari vörulínu vegna þess að mér fannst vanta hvít íslensk lífræn krem sem almenningur hefði efni á. Fólk vill ekki þurfa að borga sjö til tíu þúsund fyrir krukku af andlistkremi, það er bara allt of mikið. Mér finnst það skipta öllu máli núna í kreppunni og mér tekst að halda verðinu niðri með því að gera þetta allt sjálf,“ segir Anna Rósa sem er mikill vinnuþjarkur og hún neitar því ekki að það sé þó nokkuð starf að sjá um alla þætti fyrirtækisins sjálf, hvort sem það er bókhald, framleiðsla, markaðs- setning, pökkun, námskeiðahald eða annað. „En það vill svo til að ég er óhemju skipulögð, annars væri þetta ekki hægt,“ segir Anna Rósa og hlær að öllu saman. Ætlar að rækta sjálf „Ég vil sjá sjálf um framleiðsluna frá grunni, þannig er ég með gæðin alveg á hreinu og veit hvað ég er að gera. Mér finnst líka rosalega gaman að standa í þessu, veit fátt skemmti- legra en tína grös og ekki er síður gaman að hræra í tveimur risastórum pottum í einu þeg- ar heim er komið.“ Hún segir það koma sér vel að vera með menntun á tveimur ólíkum sviðum en hún lauk fjögurra ára háskólanámi í grasa- lækningum árið 1992 í Bretlandi og starfaði hér heima til nokkurra ára sem grasalæknir. ana fyrir mig, af því að ég hef ekki tíma til þess sjálf.“ Önnu Rósu finnst skipta miklu máli að hafa gagnsæi og því er hægt að finna á heima- síðu hennar allar upplýsingar um vörurnar og þar er hægt að lesa sér til um öll þau efni sem eru í vörunum. Eins eru þar almennar upplýs- ingar um lækningajurtir, grasalækningar og fleira. „Ég er með 9.000 manns á Facebook og inni á þeim vef er ég með ráðgjöf á kvöldin. Svo er ég líka með stofu í Heilsuhvoli þar sem ég fæ til mín fólk einu sinni í viku í viðtöl, sem er að leita ráða vegna ýmissa kvilla.“ Gaman að hræra í jurtapottum Hún segir Ísland vera gósenland þegar kemur að jurtum og veit fátt skemmtilegra en að tína blómstur og grös á sumrin til að nota í kremin sín og tinkt- úrurnar. Morgunblaðið/Ernir Fullar hendur jurta Anna Rósa kát í vinnu sinni með þurrkuð fjallagrös, morgunfrú og kamillu. Seinna lauk hún BS-gráðu í viðskiptafræðum og tók sér þá fimm ára pásu frá grösunum og vann sem viðskiptafræðingur. Fyrir um ári sneri hún sér aftur að jurtunum. Innan vörulínu Önnu Rósu eru svokallaðar tinktúrur en það eru jurtablöndur sem taldar eru góðar við ýmsum kvillum eins og kvefi og flensum, exemi og ýmsu fleiru. „Þær eru búnar þannig til að ákveðnar jurtir eru lagðar í vín- anda og þá fara virku efnin yfir í vínandann. Mín sérstaða í tinktúrunum er sú að ég geri þær úr ferskum jurtum. Ég tíní allar jurtir sjálf hér heima og legg þær í vínanda sama dag og ég tíni þær,“ segir Anna Rósa og bætir við að Ísland sé mikið gósenland þegar kemur að jurtum. „En það eru ekki einvörðungu íslensk- ar jurtir í vörunum mínum, vegna þess að sum- ar vaxa alls ekki hér. Til dæmis þarf ég að flytja inn kamillu og sólhatt en ég stefni á að rækta hvort tveggja sjálf.“ Núna vill fólk styðja íslenskt Anna Rósa hefur fengið mjög góðar við- tökur, vörurnar hennar eru komnar á 25 út- sölustaði bæði í bænum og úti á landi. „Það virðist vera meiri áhugi hjá Íslendingum núna en áður að kaupa íslenskar vörur og styðja sitt heimafólk. Ég hef til dæmis átt einstaklega skemmtilegt samstarf við Bókabúðina Eskju á Eskifirði sem selur vörurnar mínar en starfs- fólkið þar hefur verið mjög áhugasamt og þau hafa séð um að flytja þetta út fyrir landstein- annarosa@annarosa.is facebook: Anna Rósa grasalæknir www.annarosa.is Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010  Sólhattur og hvönn – Taldar góðar gegn hálsbólgu, kvefi og flensu.  Maríustakkur og melissa – Taldar góðar fyrir breytingaskeiðið.  Hvönn og klóelfting – Taldar góðar fyrir blöðruhálskirtil.  Fíflablöð og birki – Talin vatnslosandi.  Rauðsmári og gulmaðra – Taldar góðar fyrir exem og sóríasis.  Fjallagrös og fíflarót – Talin hreinsa meltingu. Morgunblaðið/Ernir Tinktúrurnar Vörulína Önnu Rósu inniheldur 14 vöruteg- undir:  Snyrtivörulína (dagkrem, 24 stunda krem, handáburður, fótakrem, græði- krem fyrir exem og sóríasis)  Smyrsli (feitt sárasmyrsl, barnasmyrsl og mæðrasmyrsl (vegna slits á maga)  Tinktúrur Morgunblaðið/Ernir Krem, smyrsl og jurtablöndur KEÐJUDEIG, sambærilegt við keðjubréf – hljómar undarlega en er engu að síður til á eldhúsbekkj- um fjölda landsmanna um þessar mundir. Undanfarnar vikur hafa margir tekið við súrdeigi sem gjöf frá vinum og vandamönnum. Hér er á ferðinni hann Hermann sem að ákveðnum tíma liðnum er bak- aður og verður að úrvalsköku. Keðjan er þannig að þú færð deig að gjöf. Þú sinnir því í tíu daga, flesta daga þarf aðeins að hræra í því en þegar Hermann svengir fær hann mjólk, hveiti og sykur að „borða“. Á tíunda degi er deiginu skipt í fimm hluta. Einum er haldið eftir en fjórir eru boðnir vinum og vandamönnum að gjöf og þar með eru þeir orðnir hlekkir í keðjunni. Deiginu fylgja leiðbein- ingar um aðhlynningu og upp- skrift. Úr þeim hluta sem eftir er hald- ið er kakan bökuð. Út í súrdegið er bætt hráefnum á borð við epli, kanil og suðusúkkulaði en mörg af- brigði eru til af Hermanni. Hermann vinsæll víða Hermann, sem þýðir flakkari, á sér langa sögu og þekkist víða um heiminn. Uppruni hans er nokkuð óljós en þó er líklegt að hug- myndin sé komin frá Amish- samfélaginu í Bandaríkjunum. Þar hefur í áratugi tíðkast að gera vin- áttubrauð og útdeila því meðal sjúkra og aldraðra. Uppskrift að kanilbrauði eða kanilköku, sem kennd er við Am- ish-samfélagið, hefur verið þekkt sem keðjubréf á netinu frá því um 1990 þó að uppskriftin sé mun eldri. Hermann hefur t.d. notið mikilla vinsælda í Noregi og Bandaríkj- unum og margar uppskriftir eru aðgengilegar á netinu til að krydda Hermann. Hann gengur ýmist undir enska heitinu „Herman Cof- fee Cake“ eða „Amish Friendship Cake“. Hér fylgir ein: Vináttukakan Hermann 5 dl af súrdeiginu Hermanni 2,5 dl sykur 2 stór egg 1½ dl matarolía 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. natron ½ tsk. múskat ½ tsk. kanill 5 dl hveiti 2 dl heslihnetur 2 dl rúsínur púðursykur saman í litlum potti. Hrærðu hveitið, kanilinn og hökkuðum hnetum saman við. Dreifðu bræðingnum svo jafnt yfir Hermann í bökunarform- inu. Bakaðu kökuna, með bræð- ingnum, neðst í ofni við 180°C hita í u.þ.b. 40 mín. Krem/glassúr 75 g smjör 2 dl púðursykur ½ dl mjólk Bræddu smjör í potti saman við mjólk og púðursykur. Hrærðu allan tímann. Helltu kreminu strax yfir Hermann er hann kemur úr ofninum. Láttu kökuna standa í forminu þar til hún kólnar. Verði þér að góðu! Blandaðu sykri, eggjum (laus- lega þeyttum) og matarolíu sam- an við Hermann. Hærðu vel. Bættu þurrefnunum út í og hrærðu þar til deigið verður jafnt. Blandaðu hökkuðum hesli- hnetum og rúsínum með 2 mat- skeiðum af hveiti saman við. Settu Hermann í bökunarform. Bræðingur 100 g smjör 2 dl púð- ursykur 1 msk. hveiti 2 tsk. kanill 1½ dl heslihnetur Bræddu smjör og Vináttukakan Hermann flakkar manna á milli Vináttukaka Hermann í sparifötunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.