Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FORSVARSMENN lífeyrissjóða
taka vel í ályktun stjórnar Kennara-
sambands Íslands um fjárfestingar
sjóðanna. Stjórn KÍ hefur skorað á
lífeyrissjóði landsins að fjárfesta
ekki í fyrirtækjum í eigu eða undir
stjórn aðila sem áður hafa valdið
sjóðunum alvarlegu fjárhagstjóni.
Ályktun KÍ var m.a. beint til
Landssamtaka lífeyrissjóða en
stjórn samtakanna fundaði í gær og
tók þessa ályktun KÍ til umræðu.
Ákveðið var að halda sérstakan fund
um þessi mál innan skamms.
„Þetta er mjög brýnt mál og við
munum ræða það nánar á næstunni,“
segir Arnar Sigurmundsson, for-
maður landssamtakanna. Mikil um-
ræða fer fram á vettvangi lífeyris-
sjóða bæði um hvort lífeyrissjóðum
sé stætt á því að fjárfesta í fyrirtækj-
um þar sem svokallaðir útrásarvík-
ingar koma enn við sögu og hins veg-
ar og ekki síður um aðild sjóðanna að
nauðasamningum vegna fyrirtækja
sem komin eru í þrot með að mark-
miði að endurheimta sem mest af því
fé sem lífeyrissjóðir lögðu fram á sín-
um tíma.
Oftast í hópi minni kröfuhafa
Arnar segir unnið að þessum mál-
um á vettvangi samtakanna og gott
sé að fá þessa ályktun KÍ inn í þá
umræðu.
Einstakir lífeyrissjóðir móta sér
eigin fjárfestingarstefnu og verk-
lagsreglur en sjóðirnir vinna þó
einnig þétt saman. Arnar segir að
rætt verði nánar á næstunni að hve
miklu leyti sjóðirnir geta stuðst við
sameiginlegar verklagsreglur um
meginatriði slíkra reglna. Hann
bendir á að þegar um nauðasamn-
inga er að ræða séu það yfirleitt
bankarnir sem ráði ferðinni, jafnvel
erlendir bankar í einstaka tilvikum
og lífeyrissjóðirnir tilheyri oftast
hópi minni kröfuhafa. „Engu að síð-
ur finnst okkur þetta vera mál þar
sem við þurfum alltaf að horfa á
hvernig staðið er að málum út frá
siðferðislegu sjónarmiði,“ segir
hann. Sextán lífeyrissjóðir standa að
Framtakssjóði lífeyrissjóða sem hef-
ur það hlutverk að fjárfesta í fyr-
irtækjum og liggja nú fyrir drög að
fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fullyrt
er að þar séu gerðar mjög ríkar kröf-
ur um að siðferðis sé gætt við fjár-
festingar.
„Þetta er mjög brýnt“
Landssamtök lífeyrissjóða taka vel áskorun KÍ um að fjárfesta ekki í fyrirtækj-
um í eigu og undir stjórn útrásarvíkinga Fara ítarlega yfir verklagsreglur
» KÍ skoraði á lífeyrissjóði að hafa varann á sér
» Vísaði til ákvarðana Arion um Haga og Samskip
» Framtakssjóður mótar sér fjárfestingarstefnu
NÚ styttist óðum í það að landsmenn vakni í
björtu. Þegar höfuðborgarbúar halda nú til
vinnu er morgunbirta á austurhimninum og það
er órækt vitni um að styttast fari í sumarið. Sól-
arupprás í Reykjavík í gær var kl. 08:56 og sól-
arlag kl. 18:27. Sólargangurinn lengist nú um 6,6
mínútur á dag og hækkun hádegissólar nemur
tæplega 0,4° á dag, samkvæmt upplýsingum Þor-
steins Sæmundssonar, stjörnufræðings hjá raun-
vísindastofnun Háskóla Íslands. Í Almanaki HÍ
má sjá að í Reykjavík er stysti sólargangur árs-
ins 4 stundir og 9 mínútur en sá lengsti 21 stund
og 10 mínútur. Í Grímsey er stysti sólargangur 2
stundir og 15 mínútur en á sumrin er þar sól á
lofti í heilan mánuð án þess að setjast.
STYTTIST Í AÐ LANDSMENN VAKNI Í BJÖRTU
Morgunblaðið/Ernir
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÞEIM brá efalítið í brún mörgum við-
skiptavinum Eddu útgáfu er þeir
fengu innheimtuviðvörun senda í pósti
þrátt fyrir að telja sig standa að fullu í
skilum. Mikið álag hefur enda verið á
símalínum fyrirtækisins eftir að bréfið
barst, en orsök innheimtuviðvörunar-
innar skrifast á tæknileg mistök.
Að sögn Jóns Axels Ólafssonar, eins
eigenda Eddu útgáfu, sendi við-
skiptabanki fyrirtækisins, MP banki,
innheimtuviðvörunina út fyrir mistök.
„Þetta er mjög bagalegt og við getum
lítið gert nema leiðrétta þetta við okk-
ar viðskiptavini sem við höfum átt í
mjög góðu sambandi við.“ Hann segir
einhverjar þúsundir viðskiptavina
hafa fengið bréfið og eins og skilj-
anlegt sé bregðist þeir misvel við
bréfasendingunni. „Það er til fullt af
heiðvirðu fólki sem ekki vill fá inn-
heimtubréf og við skiljum það mjög
vel. Þetta hefur valdið bæði ónæði og
angist sem er óafsakanlegt.“
Fá senda afsökunarbeiðni
„Þetta eru tæknileg mistök sem
eiga sér stað og valda því að einhver
hluti viðskiptavina Eddu fékk tilkynn-
ingu um að hann væri í vanskilum með
áskrift sína þrátt fyrir að vera það
ekki,“ segir Lárus Sigurðsson, útibús-
stjóri MP banka í Borgartúni. Ekki lá
enn fyrir nákvæmlega hversu margir
fengu bréfið sent, né heldur hvað olli
sendingunni. „Við erum að vinna að
því að greina þetta núna og það verður
sent bréf á alla þá sem innheimtu-
viðvörunina fengu þar sem við biðj-
umst afsökunar á þeim óþægindum
sem viðkomandi kann að hafa orðið
fyrir og skýrum hvernig þetta gerð-
ist.“
Mistök geti því miður alltaf orðið.
„En auðvitað er alltaf reynt að lág-
marka svona mistök.“
Innheimtuviðvörun send
þúsundum áskrifenda
Andrés Önd Er vinsæll hjá áskrif-
endum Eddu en öndin hefði líklega
sjálf reiðst innheimtuviðvöruninni.
Bréfin send skuld-
lausum fyrir
tæknileg mistök
ÁKÆRA á hend-
ur hópi einstakl-
inga sem réðst
inn í Alþingis-
húsið hinn 8. des-
ember 2008 með-
an á þingfundi
stóð verður að öll-
um líkindum gefin
út í þessari viku,
að sögn Láru V.
Júlíusdóttur,
setts ríkissaksóknara í málinu. Ann-
ars strax eftir helgina.
Lára segist vera að leggja loka-
hönd á ákæruna og vill ekki upplýsa
um efnisatriði hennar fyrr en sak-
borningum verður birt ákæran. Því
er enn á huldu hvort ákæruliðir verði
þeir sömu og þegar síðast var ákært,
30. desember sl., og hvort fjöldi sak-
borninga verður sá sami.
Níu einstaklingar voru ákærðir
fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn
valdstjórninni, almannafriði og alls-
herjarreglu og húsbrot. Sé einstakl-
ingur sakfelldur fyrir brot gegn Al-
þingi skal hann sæta fangelsi ekki
skemur en eitt ár.
Málið var þingfest 21. janúar en
ákæra afturkölluð þegar í ljós kom að
þingvörður sem krafðist skaðabóta í
málinu er hálfsystir eiginkonu ríkis-
saksóknara. Taldi ríkissaksóknari sig
því vanhæfan til meðferðar málsins.
Dómsmálaráðherra setti Láru V.
Júlíusdóttur ríkissaksóknara í málinu
og hefur hún unnið að því undanfar-
inn mánuð. andri@mbl.is
Ákæra út-
gefin á ný
í vikunni
Lára V.
Júlíusdóttir
Verður aftur ákært
fyrir sömu brot?
EFTIRLITSNEFND með fjár-
málum sveitarfélaga hélt fund í gær
en nefndin hefur að undanförnu
fengið ýmis gögn frá nokkrum sveit-
arfélögum, að sögn Jóhannesar
Tómassonar, upplýsingafulltrúa
samgönguráðuneytisins. Ekki tókst
að ljúka fyllilega umfjöllun um öll
gögnin sem kallað var eftir og verð-
ur því aftur haldinn fundur í nefnd-
inni á morgun, fimmtudag.
Álftanes er eina sveitarfélag
landsins sem er í gjörgæslu nefnd-
arinnar en samið var um lausn á
vanda Bolungarvíkur í fyrra. Að
sögn Jóhannesar er talið að vel
gangi að vinna úr málum Bolvíkinga.
Athuga fleiri
sveitarfélög
www.noatun.is
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.
998
MEÐ HEIM
HEITT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott!