Morgunblaðið - 24.02.2010, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.02.2010, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Hvað varðar hitt atriðiðsem snýr að magni að-keypts íslensks efnis þá er gagnrýni á þann þátt hlutur sem menn hafa kannski farið of fljótt af stað með vegna þess að það liggur ekki fyrir hvernig það verður útfært,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, varaformaður í Útvarpsráði, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í lok jan- úarmánaðar, spurð að því hvað henni fyndist um þá hörðu gagn- rýni sem beinst hefði að Páli Magnússyni útvarpsstjóra, að hann væri ekki „maður menning- arinnar“. Er þar vísað í þær yf- irlýsingar Páls að skorið yrði nið- ur í innkaupum á íslenskum kvikmyndum og framleiðslu á leiknu, íslensku sjónvarpsefni hjá RÚV. Kvikmyndagerðarmenn hafa tekið þessu afar illa og eng- in furða, þó svo að ekki liggi enn fyrir hversu harður þessi nið- urskurður verður.    Einn þeirra sem gagnrýnt hafaPál harðlega fyrir þetta er Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann mætti í þátt Sölva Tryggva- sonar á SkjáEinum í síðustu viku og sagðist mjög ósáttur við yf- irlýsingu Páls. Það væri fáránlegt að Páll liti ekki á það sem skyldu sína að sýna íslenskar kvikmyndir og jafnframt dapurlegt að sjá hvernig Sjónvarpið stæði sig í framleiðslu á innlendu efni, í samanburði við Stöð 2, og þá sér- staklega leiknu efni. ,,Þetta er stofnun sem er með hátt í fimm milljarða í tekjur, þrjá komma eitthvað í gegnum styrki og annað í gegnum auglýsingar, og þeir geta ekki aulast til að koma með almennilega dagskrá,“ sagði Baltasar. „Þetta er stríð sem er búið að vera milli íslenskra kvikmyndagerðarmanna og RÚV, sem er eiginlega alveg fáránlegt,“ sagði hann einnig og benti á að danska ríkisútvarpið tæki virkan þátt í danskri kvikmyndagerð. RÚV ætti að einhverju leyti að gegna því hlutverki að breiða út íslenska menningu. Stöð 2 og SkjárEinn hefðu gert sér grein fyrir því að mesta virðið væri í ís- lenskri dagskrárgerð.    Þetta eru athyglisverðir punkt-ar hjá Baltasar. Afskaplega lítið hefur komið af leiknu sjón- varpsefni frá RÚV seinasta árið eða svo og ef svo fer að RÚV hættir að kaupa íslenskar kvik- myndir og framleiða leikna, ís- lenska þætti þá hafa Stöð 2 og SkjárEinn vissulega öll vopn á hendi. Stöð 2 hefur framleitt vin- sælustu leiknu þætti seinustu missera, Vakta-þættina og einnig Rétt, að ekki sé minnst á gam- anþætti eins og Stelpurnar. Reyndar hefur Sjónvarpið haldið sínu striki með hinni sívinsælu Spaugstofu en gamanþættirnir Marteinn hafa ekki notið mikilla vinsælda að því er undirritaður best veit. Því er eðlilegt að spyrja hvort Stöð 2 haldi ekki á lofti leiknu, íslensku sjónvarpsefni eða muni gera það næstu misseri eða jafn- vel ár. Og SkjárEinn hefur verið býsna ferskur í sinni innlendu þáttagerð, m.a. framleitt vinsæla þætti Karls Berndsen, Nýtt útlit, sinnt tölvuleikjaspilurum með Game tíví og nú síðast end- urvakið hinn vinsæla stefnumóta- þátt Djúpu laugina. Hver veit nema SkjárEinn fari nú að fram- leiða leikið, íslenskt efni af kappi, þ.e. ef peningur er til þess? SkjárEinn er orðinn að áskriftarstöð líkt og Stöð 2 og ef hann hefur rétt úr kútnum ætti það að vera hægt, ef vilji er fyrir hendi.    Geta Íslendingar sætt sig viðþað, kreppa eða ekki kreppa, að hætt verði að sýna ís- lenskar kvikmyndir og leikna sjónvarpsþætti í Sjónvarpinu, stöð sem allir fullorðnir lands- menn borga háan nefskatt fyrir? Er ekki eitthvað bogið við það að ríkisstöð sýni ekki slíkt efni? Menn túlka skyldur RÚV vissu- lega misjafnlega en maður þarf varla að vera löglærður til að sjá að þetta er eitt af hlutverkum RÚV eða ætti a.m.k. að vera það.    Getur verið að með þessu út-spili hafi RÚV aukið áskrift- artekjur hinna stöðvanna, eða muni auka þær? Hefur fólk efni á því í kreppunni? Jú, fólk flykkist í bíó sem aldrei fyrr þannig að einhver er peningurinn til fyrir afþreyingunni. Þannig að yfirlýs- ing RÚV gæti hugsanlega aukið framleiðslu á leiknu efni hjá hin- um stöðvunum. Það gæti því ver- ið eitthvað ferskt á leiðinni. Eða ekki. helgisnaer@mbl.is Tækifæri fyrir SkjáEinn og Stöð 2 AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » Getur veriðað með þessu útspili hafi RÚV aukið áskriftartekjur hinna stöðvanna, eða muni auka þær? Fangavaktin Síðasta þáttaröðin um Georg Bjarnfreðarson, Daníel og Ólaf Ragnar naut mikilla vinsælda. Hún var sýnd á Stöð 2 í fyrra. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÍMINGU GUÐANNA! HHH „Kom mér þægilega á óvart... Stórfín fjöl- skylduafþreying.” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI ÞRIÐJA OG SÍÐASTA MYNDIN Í MILLENNIUM ÞRÍLEIKNUM HHH „Flottur endir á skemmtileg- um þríleik. Lisbeth Salander er ein af minnisstæðari kvik- myndapersónum síðari ára.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH Noomi Rapace er sem fyrr æðisleg í hlutverki Lisbeth Salander. Stund hefndarinnar er runnin upp hjá henni og þegar hún kemst loks í svarta leðurjakann klárar hún þenn- an magnaða þríleik með stæl. ÞÞ Fbl HHHH „Percy er fyrst og fremst skemmtun, afþreying. Og sem slík virkar hún afskaplega vel.“ -H.S.S., MBL Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Fráskilin... með fríðindum SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM HHH -H.S.S., MBL HHH T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH E. E. - DV HHH H.S.S. - MBL HHH Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 8 - 10:30 B.i. 10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Nine kl. 8 - 10:30 LEYFÐ Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 5 - 8 - 11 B.i.14 ára The Wolfman kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára Percy Jackson / The Ligtning Thief kl. 5:30 B.i.10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ Avatar 3D kl. 6 - 9:20 B.i.10 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára The Wolfman kl. 10:10 B.i. 16 ára PJ: The Lightning Thief kl. 8 B.i. 10 ára Artúr 2 kl. 6 LEYFÐ HHHHH „Frábær! 5 stjörnur af fimm. Noomi Rapace gerir Lisbeth Salander endanlega ódauðlega. Maður gleymir Lisbeth aldrei!” H.K. Bítið á Bylgjunni Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR VINSÆLASTA MYNDINÁ ÍSLANDI Í DAG!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.