Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 29
Menning 29FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Mbl., GB
Mbl., IÞ
Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200
GERPLA
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Góðir Íslendingar HHHH GB, Mbl
Faust (Stóra svið)
Fim 25/2 kl. 20:00 Lau 13/3 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka
Fös 26/2 kl. 20:00 Sun 14/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka
Fös 5/3 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka
Lau 6/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00
Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 síð. sýn
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Sýningin snýr aftur næsta haust.
Góðir íslendingar (Nýja svið)
Fös 26/2 kl. 20:00 síð. sýn
Snarpur sýningartími, sýningum líkur 26. febrúar
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 27/2 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 12:00 Lau 20/3 kl. 12:00
Lau 27/2 kl. 14:00 Sun 7/3 kl. 14:00 Lau 20/3 kl. 14:00
Sun 28/2 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 12:00 Sun 21/3 kl. 12:00
Sun 28/2 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 14:00 Sun 21/3 kl. 14:00
Lau 6/3 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 12:00 Sun 28/3 kl. 12:00
Lau 6/3 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 14:00 Sun 28/3 kl. 14:00
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Lau 20/3 kl. 20:00
Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 20:00 síð. sýn
Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 22:00
Sýningum lýkur í mars
Forsalan hefst
á morgun!
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fim 25/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Ný sýn
Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Ný sýn
Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 22:00 Aukas.
Horn á höfði (Rýmið)
Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn
Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn
Margir kammerkerar beranánast botnlausa virð-ingu fyrir tríósónötunniog kalla kjarnagrein
kammertónlistar, jafnvel umfram
strokkvartettinn.
Sjálfur er ég á báðum áttum. Fyrir
mér verkar þessi áhafnargrein fiðlu,
sellós og píanós oft hálfþurrpumpu-
leg og úr akústísku jafnvægi, a.m.k.
borin saman við píanókvartettinn [að
víólu viðbættri] sem Mozart virðist
hafa fundið upp en nýtti því miður að-
eins í tveim verkum. Einkum í
skugga krafts og bassadýptar nú-
tímaflygla er stórjukust um miðja 19.
öld.
Má sumpart taka undir með Tsjæ-
kovskíj er þótti tónmyndun slag-
hörpu og strokfæra of ólík til að
hljóma vel saman, eins og Valdemar
Pálsson raunar hermdi í tónleikaskrá
Kammermúsíkklúbbsins, og var með-
al ástæðna þess að Pjotr Ílitsj samdi
aðeins eitt píanótríó um ævina, nefni-
lega það sem síðast hljómaði s.l.
sunnudagskvöld. Ofurafl 20. aldar
flygla, einkum gagnvart sellói, er
nefnilega hartnær yfirþyrmandi hjá
því sem var á dögum Haydns og
Beethovens. Væri því nú drjúg
ástæða til að nota minnstu „baby
grand“ flygilstærð í tríósamleik, og
jafnvel aðeins á hálfopnu loki – sé pí-
anistinn ekki því nærgætnari í sam-
spili og sparari á fortepedal. Því meir
sem staðarheyrð er ríkari.
Að vísu virtist varla sérstök ástæða
til að væna hinn snjalla sænska pían-
ista Trio nordica [réttara: nordico?]
um slíkt aðgæzluleysi. Hitt stóð þó
eftir, að meðalstór flygillinn var á
fullopnu loki og heyrð Bústaðakirkju
að auki í vænna lagi hjá þurrustu söl-
um. Jafnvægið var eftir því; s.s. oft á
meiri kostnað strengjanna en æski-
legt hefði verið.
Að því slepptu var ánægja að túlk-
un þeirra félaga á þrem úrvals-
dæmum úr greininni. Tveim frá loka-
skeiði Vínarklassíkur (1795 og 1808)
og – sérstaklega – á 46 mín. perlu
Tsjækovskíjs handa bréfamúsu hans
Nadesjdu von Meck í minningu pí-
anósnillingsins Nikolais Rubinstein.
Tríó Haydns í C-dúr Hob. XV:21 var
dæmigerð heimilistónlist, ljúf og
elskuleg, þótt píanóið væri þar enn í
óskoruðu aðalhlutverki. Op. 70,2 í Es,
systurverk Beethovens við hið kunna
„Geister“-tríó hans Op. 70,1 [tileinkað
hinni ungversku Marie Erdödy greif-
ynju (leikinni af Isabellu Rosallini í
kvikmyndinni Immortal Beloved
(1994)) sem enn ku meðal kandídata
að nafnlausri ástkonu tónskáldsins í
frægu bréfi hans fundnu að honum
látnum] lét minna yfir sig en vænta
mátti; e.t.v. fyrir of daufleg styrk-
brigði, þó ekki skorti upp á agaða
samstillingu.
Meistaraverk Tsjækovskíjs frá
1882 hlaut hins vegar sannkallaða
hógmeðferð, þar sem blæðandi mel-
ódík Rússans naut sín til fullnustu í
skarpinnlifaðri hópúttekt er vakti
heitar og verðskuldaðar undirtektir.
Tólf tilbrigði lokaþáttar kölluðu á
margbreytilega túlkun, en TN stóð
að öllu leyti undir henni með fagleg-
um glæsibrag.
Þrjú klassísk píanótríó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tríó Nordica Auður Hafsteinsdóttir, Mona Kontra og Bryndís Halla Gylfadóttir skipa Trío Nordica.
Bústaðakirkja
Kammertónleikarbbbmn
Píanótríó eftir Haydn, Beethoven og
Tsjækovskíj. Trio nordica (Auður Haf-
steinsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir selló og Mona Kontra píanó).
Sunnudaginn 21. febrúar kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
MARGRÉT Erla Maack út-
varpskona á Rás 2 bættist
fyrir helgi í hóp valinkunnra
Íslendinga (Ragnheiður E.
Clausen, Ásdís Rán, Árni
Helgason) sem hefur verið
hent út af Fésbókinni, ein-
hverra hluta vegna.
Um helgina var svo stofn-
aður einhvers konar bar-
áttuhópur fyrir hennar hönd,
„Reinstate Margrét Erla Ma-
ack’s facebook profile“.
Margrét bloggar um þetta
ástand á http://barbara.cart-
land.net/ og fer mikinn.
Margréti
Erlu hent út
af Fésbók
Morgunblaðið/Golli
Virk Margrét Erla Maack
hefur verið inn virkasti
„búkkari“ landsins en hefur
nú verið hent út af Fésinu.
SÖNGKONAN Jennifer
Lopez hefur sagt skilið
við fyrirtækið Sony,
mun ekki gefa út plötur
á þess vegum í framtíð-
inni. Raunar er það
dótturfyrirtæki Sony,
Epic Records, sem Lo-
pez hefur slitið samn-
ingi við en ekki er ljóst
hvers vegna, hvort Lo-
pez hætti samstarfinu
eða Sony.
Næsta plata Lopez
ber titilinn Love? og
átti hún að koma út í
apríl en nú er ekki ljóst
hver mun gefa hana út.
Eitt lag hefur verið gef-
ið út af plötunni og hef-
ur það notið vinsælda,
„Fresh Out the Oven“.
Talsmenn Lopez
segja plötuna enn í
vinnslu og engan veg-
inn fullkláraða. Því er
ekki víst að hún komi út
í apríl.
Lopez
hætt hjá
Sony
Reuters
HLJÓMSVEITIN Interpol frá New York hefur
fengið þann heiður að hita upp fyrir U2 í tónleika-
ferð þeirra um Norður-Ameríku, nánar tiltekið í
júní og júlí næstkomandi. Ferðin nefnist 360 To-
ur. Interpol munu hefja upphitunina í Minnesota
6. júní og leika í Michigan, Ontario, Illinois, Flór-
ída og Pennsylvaníu. Þá er plata einnig á leiðinni
frá sveitinni, þ.e. Interpol, en sú síðasta, Our Love
To Admire, kom út árið 2007.
Interpol hitar
upp fyrir U2