Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson,varaþingmaður Framsókn- arflokksins, spurði Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra á Alþingi út í umsóknina um aðild að ESB.     Spurningin var borin fram í tilefniþess að varaforseti Evrópu- þingsins sagði Íslendinga ekki mega líta á inngöngu í ESB eða evru sem skyndilausn á efnahagsvanda. Önn- ur ástæða var nýlegar kannanir sem sýna lítinn stuðning við aðild.     Sigurgeir nefndi einnig minnkandistuðning innan Alþingis og minnti á nýleg orð Ögmundar Jón- assonar um að hann hefði aldrei ver- ið andvígari aðild en einmitt nú.     Lítið gagn var í svörum Össurar,sem sagði m.a. að ef Alþingi end- urskoðaði afstöðu sína um að sækja um aðild „hefur það ákveðnar afleið- ingar eins og hv. þingmaður hlýtur að skilja“. Össur útskýrði þessar af- leiðingar ekki frekar.     Þó að Össur láti þannig að þvíliggja að stórhættulegt væri að hætta við umsókn þá er það vita- skuld ekki svo. Það hefur engar nei- kvæðar afleiðingar að láta ESB vita af því að hér sé ekki áhugi á aðild.     Jákvæðu afleiðingarnar eru hinsvegar töluverðar. Beinn fjárhags- legur sparnaður er heilmikill. Enn meiri sparnaður væri þó fólginn í því að þá gætu íslenskir ráðherrar farið að einbeita sér að hagsmunum Ís- lands í stað þess að vera sífellt með hugann við Brussel. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson „… ákveðnar afleiðingar …“ Össur Skarphéðinsson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -3 léttskýjað Lúxemborg 9 skúrir Algarve 19 léttskýjað Bolungarvík -6 snjókoma Brussel 3 þoka Madríd 8 skúrir Akureyri -5 skýjað Dublin 1 slydda Barcelona 17 léttskýjað Egilsstaðir -12 þoka Glasgow 3 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -3 heiðskírt London 2 skúrir Róm 16 léttskýjað Nuuk -2 heiðskírt París 12 skýjað Aþena 16 léttskýjað Þórshöfn -1 heiðskírt Amsterdam 3 léttskýjað Winnipeg -24 heiðskírt Ósló -12 snjókoma Hamborg 0 skýjað Montreal 1 snjókoma Kaupmannahöfn -3 alskýjað Berlín 2 skýjað New York 2 skúrir Stokkhólmur -9 heiðskírt Vín 6 skýjað Chicago -1 alskýjað Helsinki -7 snjókoma Moskva -5 léttskýjað Orlando 19 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 24. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.02 3,0 8.38 1,4 14.47 2,8 21.05 1,3 8:53 18:30 ÍSAFJÖRÐUR 4.06 1,7 10.52 0,7 16.54 1,5 23.08 0,6 9:05 18:28 SIGLUFJÖRÐUR 6.07 1,1 12.54 0,4 19.32 1,1 8:48 18:11 DJÚPIVOGUR 5.28 0,8 11.29 1,3 17.45 0,6 8:24 17:58 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Austan og norðaustan 10-15 m/s og sums staðar hvassari syðst á landinu. Víða snjókoma, en hægari vindur og dálítil él norðaustantil. Frost 3 til 15 stig, minnst syðst. Á föstudag Norðaustanátt með snjókomu, en úrkomulítið á Vesturlandi. Dregur úr frosti. Á laugardag og sunnudag Austlæg átt og ofankoma með köflum víða um land. Frost 0 til 8 stig, minnst við suðurströnd- ina. Á mánudag Útlit fyrir suðaustlæga átt og úrkomulítið, en líkur á slyddu og hlýnandi sunnanlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s en all- hvasst NV-lands. Áfram of- ankoma á norðanverðu landinu og einnig sums staðar sunn- anlands þegar líður á daginn. Frost 2 til 14 stig, mest inn til landsins. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FULLTRÚAR frá Íslandi sækja fund um heildarstjórnun makríl- veiða í Álasundi í Noregi um miðjan næsta mánuð. Hrefna M. Karls- dóttir, deildarsérfræðingur á Al- þjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðu- neytisins, segir Íslendinga sækja þennan fund sem fullgilt strandríki hvað varðar makrílveiðar. Í lok nóvember slitnaði upp úr við- ræðum Noregs, Evrópusambands- ins og Færeyja um stjórnun makríl- veiða í ár. Norðmenn og ESB deildu þá um heimild Norðmanna til veiða á makríl í lögsögu ESB. Tvíhliða sam- komulag náðist síðan milli Norð- manna og ESB í lok janúar um veiði- heimildir. Færeyingar vildu fá aukna hlutdeild í makrílkvótanum. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu í byrjun desember kemur fram að á fundinum í næsta mánuði verði m.a. rætt um aflahámark, skiptingu afla milli aðila, aðgang að lögsögu, vísindasamstarf og eftirlit með veið- um. Ráðherra hefur ákveðið að ís- lenskum skipum verði í ár heimilað að veiða 130 þúsund lestir af makríl í ár, en var í fyrra rúmlega 116 þús- und lestir. Í dag verður haldin opin málstofa á vegum sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins um veiðar og vinnslu á makríl. Ræða stjórn makrílveiða í næsta mánuði  Norðmenn og ESB hafa náð tvíhliða samkomulagi um veiðiheimildir Verðmæti Í fyrra veiddust rúmlega 116 þúsund lestir af makríl. VINNUHÓPUR sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði í ágúst í fyrra um makrílveiðar og vinnslu hefur skilað af sér. Í nið- urstöðum kemur fram að reynslan af því fyrirkomulagi sem viðhaft var við makrílveiðar í fyrra var ekki góð og fullyrt að veruleg verðmæti hafi farið í súginn. Því skipti öllu máli að betur takist til í framtíðinni og að skipulag og fyrirkomulag veiðanna verði með öðrum og betri hætti. Sem flestir geti veitt Í greinargerð vinnuhópsins segir: að til að hámarka verðmæti þessarar auðlindar sé nauðsynlegt að útgerðir viti hve mikið magn af makríl þær hafi til ráðstöfunar þannig að unnt sé að skipuleggja veiðar og vinnslu sem best. Það sé einnig mikilvægt við skipulagningu á veiðum og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Bent er á að því fyrr sem fyrirkomulag veiðistjórnunar næsta veiðitímabils liggur fyrir þeim mun betur geta út- gerðir og vinnslur skipulagt starf- semi sína þannig að sem mest verð- mæti fáist við veiðar og vinnslu á makríl. Starfshópurinn telur að tryggja beri möguleika sem flestra til að taka þátt í veiðunum með sem fjöl- breyttustum hætti og að hluta leyfi- legs aflamagns verði ráðstafað í þeim tilgangi. Formaður vinnuhópsins var Steinar Ingi Matthíasson, sjávar- útvegsráðuneytinu, og aðrir í hópn- um voru Friðrik J. Arngrímsson, LÍÚ, Sigurjón Arason, MATÍS, Sveinn Sveinbjörnsson, Hafrann- sóknastofnun, og Þórhallur Ottesen, Fiskistofu. aij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Vilja betra veiðiskipulag. Veruleg verð- mæti í súginn  Skipulag og fyrirkomulag makrílveiða þarf að verða með öðrum og betri hætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.