Morgunblaðið - 24.02.2010, Side 26

Morgunblaðið - 24.02.2010, Side 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞANGAÐ TIL EIN KÝRIN ÁT HANN ÞANNIG VARÐ FYRSTI BEIKON- BORGARINN TIL HÉRNA ER GULLI BEIKON... HANN ÁTTI HEIMA OFAR Í GÖTUNNI HANN VAR LEIÐINLEGUR KRAKKI... STRÍDDI ALLTAF DÝRUNUM Á BÆNUM HUNDAMATURINN ER BÚINN. VILTU BRAUÐ OG MJÓLK? REIÐIN HJÁLPAR EKKI HELDUR EKKI GRÁTUR KOMDU BARA MEÐ MJÓLK OG BRAUÐ HMM... ÆTTI ÉG AÐ KOMA MÉR HEIM OG FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ... EÐA ÆTTI ÉG AÐ VERA ÁFRAM HÉRNA OG FÁ MÉR EINN BJÓR Í VIÐBÓT? ÞETTA ER MJÖG ERFIÐ ÁKVÖRÐUN LÁTTU MIG FÁ EINN BJÓR Í VIÐBÓT RUSLIÐ Á ÞAÐ TIL AÐ STAFLAST UPP HEIMA HJÁ HONUM RÚNAR SENDI OKKUR KORT FRÁ ÓLYMPÍULEIKUNUM HANN HLÝTUR AÐ VERA Í FIMLEIKUM. HANN SEGIST VERA VIÐ LÓÐRÉTTU SLÁRNAR EF ÞÚ VILT HEYRA Í SKRÍTNU FÓLKI SKALTU SETJA MYNDBAND AF MEINTUM GEIMVERUM Á NETIÐ INNHÓLFIÐ MITT ER FULLT AF VAFASÖMUM ÆVISÖGUM, SKRÍTNUM MYNDBÖNDUM OG ALLS KONAR RUSLI OG ÞAÐ VAR ÞAÐ EKKI ÁÐUR? NOKKUR FJÁRFESTINGAR- TÆKIFÆRI Í NÍGERÍU ERU EKKERT Í SAMAN- BURÐI VIÐ ÞETTA NÚ ERT ÞÚ ÖRUGGUR, JAMESON ÞÚ BJARGAÐIR MÉR BARA TIL AÐ LÁTA ÞIG LÍTA VEL ÚT ÞÚ GETUR GLEYMT ÞVÍ AÐ FÁ VERÐLAUN ENGAR ÁHYGGJUR. VERÐLAUN FRÁ ÞÉR ERU EINS OG FAÐMLAG FRÁ HULK ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÉG VITI ÞAÐ SJÁLFUR Týndur iPod LJÓSGRÁR iPod- spilari með svörtum heyrnartólum og svart- hvítum skjá tapaðist í miðbæ Hafnarfjarðar, líklega í eða við versl- unarmiðstöðina Fjörð eða Íslandsbanka, mið- vikudaginn 17. febrúar. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn um að hringja í síma 865- 7572. Þekkir einhver mennina? ÞESSAR myndir voru í einkasafni bandarísks hermanns, sem var hér á stríðsárunum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Sendið á icebacom@mmedia.is eða hringið í s.5530717. Vegurinn um Arn- kötludal MÉR finnst að menn heima í héraði megi ráða nafni vegarins. Þegar Vatnaleið fékk nafn á sínum tíma var það yfirmaður vega- mála sem ákvað nafnið sem í útboði hét Vatnaheiði. Heiði mátti ekki vera í nafninu, þá færi fólk síður um veginn, en nú vilja yf- irmenn Vegagerðar nefna veginn um Arnkötludal Þröskuld. Það finnst yfirmönnum Vegagerðar mátulegt á Vestfirðinga. Magnús Kristjánsson. Velvakandi Ást er… … hönd í hönd. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9, postulín. Grandabíó, kvikmyndaklúbbur, útskurður/ postulínsmálning kl. 13. Árskógar 4 | Handav., smíði/útskurður kl. 9, heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fót- snyrting, glerlist, brids/vist. Breiðholtskirkja | Samvera kl. 13.30, Kolfinna Sigurvinsdóttir íþróttafr. mæt- ir. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, leik- fimi kl. 10, verslunarferð kl. 13.40. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga kl. 10, dans, kl. 14, söngfélag FEB æfing kl. 17. Leik- félagið Snúður og Snælda sýna í Iðnó „Nakinn maður og annar í kjólfötum“ e. Dario Fo, á morgun fimmtud. kl. 14, uppl. á skrifst. FEB, s. 588-2111/Iðnó s. 562-9700. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30/10.30, glerlist kl. 9.30/13, fé- lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15- 16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, sam- kvæmisd. kl. 19. Á morgun, 25. feb. kl. 14 Góugleði í Gjábakka, vöffluhlaðborð. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, ganga kl. 10, leikf. kl. 12.45, postulín/kvennabrids kl. 13, Sturlunga kl. 16, Arngrímur Ísberg les. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8/9, kvennaleikfimi kl. 9.45/10.30/11.15, brids og bútas. kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, leikfimikl. 10.30, spilasalur op. frá hád, lagt af stað á Þjóðminjasafn kl. 13.30. Á morgun koma Korpúlfar í heimsókn, fjölbreytt dagskrá og kaffiv. kl. 13 í Breiðholtskirkju. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarh. kl. 14. Háteigskirkja | Brids kl. 13, komið saman um kl. 10, kl. 11 er bænaguðsþj., veitingar kl. 12, brids kl. 13 og kaffi. Hraunbær 105 | Handav,/trésk. kl. 9. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, pútt kl.10, bókm./sögu-klúbbur kl. 10, línu- dans kl. 11, handav. kl.13, tré-útsk. kl. 13, píla/ bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl.16.15, biljard, kjallari op. frá kl. 9. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/ 9.30/10.30, vinnustofa kl. 9, samver- ust. kl. 10.30, lestur og spjall. Hæðargarður 31 | Fastir liðir, hlát- urjóga kl. 13, frí tölvuleiðbein. kl. 13.15, örfyrirlestur um Dillon lávarð föstud. kl. 14.30. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópa- vogsskóla kl. 15.30. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 10 er pútt á Korpúlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfr. kl. 10.30, námskeið í glerm. kl. 13, myndl.námsk. kl. 13, kaffi kl. 14.30. Leshópur FEBK Gullsmára | Arngrímur Ísberg les Sturlungu, söguskýringar kl. 16, frítt inn. Neskirkja | Inga Backman kórstjóri kemur ásamt Litla kórnum, kór eldri borgara kl. 15. Við fáum að kynnast því hvernig er að vera í Litla kórnum og hvernig lögin eru æfð frá grunni. Kórinn flytur nokkur lög, ef til vill fáum við að taka lagið, kaffi á Torginu. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, hljóð- bók kl. 10.30, félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, mynd- mennt/postulínsm. kl. 9, Bónus kl. 12, tréskurður kl. 13, kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja opin allan daginn, morgunstund kl. 10, versl- unarferð kl. 12.20, framh.saga 12.30, bókband, ball kl. 14, Vitatorgsbandið spilar. Þórðarsveigur 3 | Handavinna með Huldu Guðmunds. kl. 9. Pétur Stefánsson er víðkunnurog frægur fyrir góðan kveð- skap og fyrstur til að viðurkenna það. Hann liggur ekkert á þeirri skoðun sinni, að hann yrði ekki hissa á því að sér yrði reistur veg- legur minnisvarði eftir dauðann: Þegar ég lífinu lýk, og legg frá mér holdsins flík, verður mér þá byggð hnarreist og há höggmynd í Reykjavík. Í framtíð ég fyrir mér sé, – og finnst að það ætti að ske, að styttan af mér fái heiðurspláss hér við hliðina á Tómasi G. Friðrik Steingrímsson er jafnan fyrstur manna til að kasta vísum til Péturs. Hann er með aðra uppá- stungu: Loks þegar hverfur hann lífinu frá er líklegt menn týni hans nafni. Svo stolt hans ei grafist í gleymskunnar dá má geym’ann á smámunasafni. Óttar Einarsson segist ekki alltaf átta sig á því, hvort ríkisstjórnin ætli að vernda almenning eða skuldirnar með skjaldborginni. Honum verður að orði: Okkur tekst á endanum, eins og dæmin sanna, að reisa skatta-skjaldborg um skuldir heimilanna! Bryndís H. Bjartmarsdóttir sá í Mogganum að menn voru að yrkja vísur um Esjuna og lagði orð í belg: Horfir Esjan hæruskotin hnípin voteyg yfir borg. Þar sem græðgin gegnumrotin geisar enn um stræti og torg. Vísnahorn pebl@mbl.is Af styttu, Pétri og Esju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.