Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 19
Umræðan 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
KÆRI lesandi og
þjáningarbróðir.
Ertu orðinn þreytt-
ur á Icesave-klúðrinu
og allri þeirri um-
ræðu? Ég líka og
stjórnvöld líka. En
gleymum ekki hverjir
komu klúðrinu á!
Leikmenn spila ekki
leikinn til enda, nema
leikreglur séu fyrir
hendi. Og hverjir búa til þessar
leikreglur? Jú, einmitt – þú hafðir
rétt fyrir þér. Stjórnvöld! Og til að
klóra yfir skítinn beina þau kast-
ljósinu nú að sjómönnum og ætla
sér þar að auki að skipa nefnd til
að rannsaka samþykkt Íslendinga
að Íraksstríðinu! Nei, þetta er orð-
inn einn allsherjar skrípaleikur!
Unga barnafólkið flyst búferlum til
útlanda, skúrkarnir komnir í skjól
Mr. Gordons Browns og við hin
sitjum eftir á sökkvandi skuldaeyju
í Norður-Atlantshafi. Mig langar í
framhaldi að tæpa á nokkrum stað-
reyndum sem blasa við almenningi
– lýðnum:
1) Slá skal skjaldborg utan um
heimilin í landinu! Þau orð voru
hjóm eitt. Nauðungarsölubeiðnir
bíða nú unnvörpum hjá litlum
lúðrasveitakóngum með hatt víðs
vegar á landinu öllu.
2) Ákvörðun stjórnvalda að „út-
rýma“ atvinnuleysi var einnig hjóm
eitt. M.a. átti ákveðinn hluti þeirra
starfa að tengjast íslenskri kvik-
myndagerð. Og hvað gerðist? Já,
einmitt – samdráttur hjá RÚV og
jafnvel rödd lýðsins að hverfa af
sjónvarpsskjánum, rödd þeirra
Spaugstofumanna. Gleymum ekki
réttlætingu nefskattsins svokallaða
vegna RÚV! Jú, hann átti að
tryggja landsmönnum öllum að-
gang að vönduðu íslensku efni og
þar með styrkja innviði lands og
tungu.
3) Nú beina stjórnvöld athyglinni
að sjómönnum og fyrningarleiðinni,
leið sem gengur ekki upp. Skipa
síðan rauðhærða valkyrju þar
fremsta í flokki. Og sú getur nú
aldeilis talað – en hef-
ur ekki hundsvit á
andmælum sjómanna.
Þetta getur nú ekki
verið flókið; þeir sem
mjólkuðu kvótakerfið
seldu sig hæstbjóð-
anda og þar með seldu
sig út úr kerfinu með
fullar „þjófahendur“
fjár. Punktur!
4) Og svo megum
við ekki gleyma þess-
um „bankaboltaleik“
auðmanna, bolta sem
er kastað fram og til baka; kross-
tengsl, venslatengsl og flokks-
mannatengsl eða er ég að gleyma
einhverju? Má vera en hvernig má
það vera, að jafnvel rótgróin fyr-
irtæki í landinu, fyrirtæki sem áður
voru í eigu fjölskyldna, eru nú í
eigu einhverra hluthafa sem enginn
veit hvorki haus né sporð á?
Er kannski fíni og flotti bílasal-
inn í vinnu hjá rússnesku mafíunni?
5) Ég spyr: Hvers vegna mega
þessir leikmenn sem tóku þátt í
þessum blekkingarleik ennþá spila
með? Hvers vegna eru þeir ekki
látnir vera á hliðarlínunni og bíða
a.m.k. í fjögur ár, rétt eins og hinn
almenni þegn þarf að gera lögum
samkvæmt um fyrningu skulda?
Kannski væri réttast að láta þá
bíða til eilífðarnóns, rétt eins og
margur hefur þurft að þola, þegar
kröfuvaktin lætur á sér kræla
„korteri fyrir kosningar“ eða rétt
áður en fyrningarfrestur skuldar
rennur út.
6) Húsnæðislánin eru í uppnámi.
Annars vegar fólk sem getur ekki
greitt og hins vegar fólk sem vill
ekki greiða lánin – lái þeim hver
sem vill. Eina útspilið sem stjórn-
völd hafa lagt fram er harla
ómerkilegt. Aðeins lengt í henging-
arólinni og greiðsluóvissan sett á
biðreikning. Þetta er ekki flókið:
Fólk vill að lánin verði færð aftur í
það horf sem þau voru fyrir hrun,
hrun sem svo einkennilega vildi til
að fleiri vissu um en fram kom. Til-
viljun? Held ekki. Stjórnvöld áttu
einfaldlega að frysta lánin og
frysta eignir landráðsmanna og það
strax!
7) Punkturinn yfir i-ið er nú MP
banki. Ég hafði vonast til að MP
banki yrði banki fólksins í landinu,
fólksins sem vildi losna undan oki
spillingarvalda og þ.m.t. banka. En
hvað gerist? Nærtækt dæmi er að
MP banki neitaði ónefndum, vænt-
anlegum viðskiptavini um debet-
kort og fyrirframgreitt kreditkort
– bauð aðeins viðskipti með banka-
bók. Ástæðan? Jú, viðkomandi
hafði lent í árangurslausu fjárnámi
fyrir alllöngu – það var víst skráð í
svörtu bókina. Þetta voru víst
reglur … Ég spyr: Veit MP banki
ekki um hvað málið snýst hérna á
Fróni? Hversu margir Íslendingar
munu vera í þessum sporum;
eignalausir og skuldugir, áður en
langt um líður? Jú, þeir verða því
miður margir, alltof margir. Og
þessi skilaboð MP banka eru nú
ekki uppörvandi fyrir fólkið í land-
inu, fólkið sem vill byrja nýtt líf og
m.a. skipta við nýjan viðskipta-
banka, banka sem gefur sig út fyrir
að vera ótengdur þessari spillingu,
fyrir utan að hafa átt hlutabréf í
Byr.
Niðurlag: Landráðsrotturnar
hafa yfirgefið hið sökkvandi skip.
Eftir situr hinn almenni Íslend-
ingur – skuldugur fram í andlátið
og gott betur vegna lygavefjarins
sem spunninn hefur verið utan um
„skjaldborg“ heimilanna í landinu;
debetkorta- og kreditkortalaus. Að-
eins með verðlausar krónur í far-
teskinu sem munu eigi koma hon-
um langt á tímum gjaldeyrishafta –
ófrjáls fangi í eigin landi …
Vér mótmælum allir – þjóðstjórn
strax!
Lýðurinn fastur í
„lygavef“ stjórnvalda
Eftir Magneu
Ólafsdóttur »Eina útspilið sem
stjórnvöld hafa lagt
fram er harla ómerki-
legt. Aðeins lengt í
hengingarólinni og
greiðsluóvissan sett á
biðreikning.
Magnea Ólafsdóttir
Höfundur er kennari og er
óflokksbundinn íslenskur þegn.
Kæra Ísland.
Við fréttum nýlega
af erfiðleikum þínum
vegna Icesave-
málsins og samninga-
viðræðunum um
greiðslur til inni-
stæðueigenda í Bret-
landi og Hollandi. Þú
og þjóð þín eruð síður
en svo í öfundsverðri
stöðu.
Mergur málsins er að samninga-
viðræðurnar, hver sem niðurstaða
þeirra verður, fela ekki í sér lausn á
vanda þínum. Náist nýtt sam-
komulag í viðræðunum mun það að-
eins segja til um umfang skuldavand-
ans sem þú þarft að glíma við á
komandi árum. Þess vegna þjónar
það hagsmunum þínum að ríkisstjórn
þín nái eins góðum samningi fyrir Ís-
land og mögulegt er og fjötri sig ekki
við óeðlilega tímaramma og nið-
urstöðu. Ranglega upp byggður eða
flausturslegur samningur gæti haft
mjög alvarlegar afleiðingar, meðal
annars leitt til vanskila ríkisins.
Nýja-Sjáland var á meðal auð-
ugustu og þróuðustu landa heims
megnið af 20. öldinni. Þetta breyttist
árið 1971 þegar Bretland gekk í sam-
eiginlega markaðinn í Evrópu. Efna-
hag Nýja-Sjálands var greitt þungt
högg á einni nóttu. Fyrir þann tíma
höfðu 95% útflutnings
Nýja-Sjálands farið til
Bretlands. Nýsjálend-
ingar urðu skyndilega
að finna nýja markaði og
viðskiptavini fyrir út-
flutningsvörur sínar
þegar Bretland lokaði
dyrum sínum fyrir
Nýja-Sjálandi. Stjórn-
völdin vildu ekki leggja
þetta áfall á efnahaginn
og reyndu að draga úr
áhrifum þess á tekjur og
lífskjör landsmanna
með því að greiða niður ýmsa efna-
hagslega starfsemi og fjármagna þau
útgjöld með nýjum sköttum og lán-
tökum á erlendum mörkuðum.
Lántökurnar héldu áfram. Íbú-
arnir voru ánægðir og enginn, ekki
einu sinni seðlabankinn og fjár-
málaráðuneytið, áttaði sig á því að
verið var að búa til hættulega skulda-
sprengju. Þessi sprengja hélt áfram
að stækka til ársins 1984. Í júlí það ár
skall á gjaldeyriskreppa og fjármagn,
sem jafngilti næstum 12% af vergri
landsframleiðsu Nýja-Sjálands á
einu ári, streymdi út úr landinu á
nokkrum vikum. Þessu fylgdu miklir
fólksflutningar því að tugir þúsunda
Nýsjálendinga flúðu heimaland sitt í
kjölfar alvarlegs efnahagssamdráttar
sem varð til þess að störfum fækkaði,
tekjur lækkuðu og landsmenn misstu
móðinn.
Reynslan á Nýja-Sjálandi er lær-
dómsríkt dæmi um hvernig ríkis-
skuldir geta leitt til vítahrings. Í
fyrsta lagi leiða vaxandi skuldir til
þess að finna þarf meira fé til að
greiða vexti. Nýsjálendingar fóru að
taka lán í hvaða gjaldmiðli sem var.
Erlendir lánardrottnar áttuðu sig á
því að þetta var áhættusöm stefna og
kröfðust hás áhættuálags af Nýja-
Sjálandi áður en þeir framlengdu lán-
in. Niðurstaðan var sú að bæði kostn-
aðurinn og áhættan vegna skuldanna
jókst hröðum skrefum.
Nokkur ár liðu þar til stjórn-
málamennirnir á Nýja-Sjálandi átt-
uðu sig á því að þeir þurftu að setjast
á rökstóla og ná samkomulagi um það
sem gera þyrfti. Stjórnmálamað-
urinn Roger Douglas var aðalhöf-
undur umbótaáætlunar sem fól í sér
að dregið var úr afskiptum ríkisins af
einkageiranum og niðurgreiðslum,
tollar voru lækkaðir, dregið úr öðrum
viðskiptahindrunum og greitt fyrir
frjálsum fjármagnsflutningum. Öll
kreppan stóð í tíu ár og batinn var
hægur. Ísland er núna í svipaðri
stöðu. Landinu hafði verið vel stjórn-
að og það var efnað. Og það hefur
aldrei áður glímt við slíkan skulda-
vanda.
Ef til vill skýrir þetta hvers vegna
umræðan á Íslandi hefur hingað til
ekki beinst að harkalegum áhrifum of
mikilla ríkisskulda. Íslendingar hafa
enga reynslu í því að leysa slík vanda-
mál vegna þess að þeir hafa aldrei áð-
ur staðið frammi fyrir slíkum vanda.
Því miður hefur skuldabyrði Ís-
lands stóraukist og er komin á hættu-
svæði.
Land telst vera komið inn á þetta
hættusvæði þegar skuldirnar eru
orðnar meiri en 50-60% af vergri
landsframleiðslu. Skuldir Nýja-
Sjálands árið 1984 námu um 60% af
vergri landsframleiðslu. Mexíkó fór
yfir mörkin með ívið hærra hlutfalli
tíu árum síðar. Mörg lönd í Evrópu
eiga núna við svipuð vandamál að
stríða, eru með of miklar skuldir mið-
að við landsframleiðslu. Gefa þarf
einnig sérstakan gaum að hlutfalli af-
borgana og vaxta annars vegar og
tekna ríkissjóðs hins vegar; ef hlut-
fallið nær 15-20% bendir það yfirleitt
til þess að vanskil séu yfirvofandi.
Okkur skilst að dregið hafi verið úr
opinberri þjónustu á mörgum sviðum
í sparnaðarskyni á Íslandi í tengslum
við þetta mál.
Fjölmörg önnur hættumerki og
áhyggjuefni þarf að hafa í huga þegar
mótuð er raunhæf, forsjál og útsjón-
arsöm áætlun um hvernig leysa eigi
vandamál vegna ríkisskulda. Ástand-
ið í hverju landi fyrir sig er einstakt
og mistök við uppbyggingu og stýr-
ingu skuldasafnsins geta leitt til mik-
illar áhættu og taps sem getur numið
hundruðum milljóna dollara. Til að
mynda hefur gengishrun krónunnar
orðið til þess að erlendar skuldir ykk-
ar eru nú tvisvar sinnum hærri í
krónum talið en fyrir tveimur árum.
Íslendingum væri akkur í því að
haga samningaviðræðunum um Ice-
save þannig að vandamál, sem tengj-
ast of mikilli skuldasöfnun, yrðu höfð
í fyrirrúmi. Þessi fjárhagslegu vanda-
mál íþyngja ykkur löngu eftir að blek-
ið á nýjum samningi hefur þornað.
Með kveðju frá okkur sem erum
hinum megin á hnettinum.
Nýsjálensku vinirnir ykkar.
Eftir Alex
Jurshevski
» Íslendingum væri
akkur í því að haga
samningaviðræðunum
um Icesave þannig að
vandamál, sem tengjast
of mikilli skuldasöfnun,
yrðu höfð í fyrirrúmi.
Ales Jurshevski
Alex Jurshevski er meðeigandi ráð-
gjafarfyrirtækisins Recovery Fund í
Toronto í Kanada. Ríkisstjórn Nýja-
Sjálands fékk Alex Jurshevski í þjón-
ustu sína í byrjun tíunda áratugarins til
að endurskipuleggja erlendar skuldir
ríkisins, eignir og ákveðin fyrirtæki í
eigu ríkisins. Hann átti hugmyndina að
áætlun sem varð til þess að allar er-
lendar skuldir Nýja-Sjálands voru inn-
leystar. Hann er með ríkisborgararétt í
Kanada og á Nýja-Sjálandi.
Bréf frá Wellingtonþjónustunnar, öryggi og verð meg-inmáli. Í þessu liggja tækifæri og áþessum grunni er nú sótt fram.
Samkvæmr áætlunum gætu orðið
til allt að 300 störf innan þriggja ára á
þessu sviði og skapað tekjur allt að
3,5 milljörðum króna – í beinhörðum
gjaldeyri!
Menntun og þjónusta
Heilsuferðaþjónusta snýst ekki
bara um að hjúkra sjúklingum. Oftast
nær fylgir hverjum sjúklingi/
viðskiptavini einn aðstandandi eða
fleiri. Þar liggur einmitt annar hluti
þessarar ferðaþjónustu – að sinna
fylgifiskum sjúklinganna. Og sann-
arlega höfum við upp á ýmislegt að
bjóða í okkar frábæru ferðaþjónustu.
Rétt er að leggja þunga áherslu á
að hér er um viðtæka þjónustu að
ræða. Þjónustu við sjúklinga fyrir og
eftir meðferð sem og þjónustu við að-
standendur. Til þess þarf vel mennt-
að og þjálfað fólk á öllum sviðum er
málið snertir. Hlutverk Keilis í þessu
ferli er að verða fyrirtækjunum stoð í
uppbyggingu og rekstri – einkum á
þeim sviðum er ekki hefur verið sinnt
í skólakerfi okkar. Ekki síst á það við
um þjónustustörf ýmiss konar en
einnig má nefna önnur svið, s.s.
sjúkranudd og aðrar stoðgreinar.
Starfsfólk Keilis hlakkar til hins
spennandi samstarfs við hina fram-
sæknu aðila og býður þá velkomna á
Ásbrú. Keili er ætlað að starfa náið
með þeim fyrirtækjum er hasla vilja
sér völl í nýsköpunarþorpinu Ásbrú.
Samstarfið við Iceland Healthcare
verður gott dæmi um það hlutverk.
Höfundar eru stjórnendur hjá Keili.
ÞAÐ ER í fréttum í
dag 20. febrúar 2010
að framkvæmdastjórn
ESB hafi látið semja
drög að nýjum laga-
reglum sem hugs-
anlega taka fljótt gildi
um innistæðutrygg-
ingar á svæði ESB.
Koma í stað þeirra
gömlu laga sem gilda í
dag um innistæðu-
tryggingar á svæði ESB. Þau lög
valda í dag skelfingu á Íslandi og
gera okkur gjaldþrota sem þjóð.
Samkvæmt fréttinni á með nýjum
lögum ESB um innistæðutryggingar
á bankasvæði ESB að setja fyrir að
svona peningahörmungar geti aftur
gengið yfir nokkra þjóð vegna ESB-
reglna eins og Icesave-lögin gera nú
hér á Íslandi. Halda á þjóð-
aratkvæðagreiðslu um greiðslu-
skyldu okkar.
Svona má ekki gerast aftur á
áhrifasvæði ESB, segja þeir ESB-
menn. Þess vegna hefur fram-
kvæmdastjórn ESB látið semja drög
að nýjum lögum eða reglum um inni-
stæðutryggingar sem setja fyrir
þennan bagalega leka eða galla á nú-
gildandi innistæðutryggingarkerfi
ESB. Lagar alla núverandi galla.
Þessi nýju drög eða nýju reglur
gera ráð fyrir því að hvert ríki hætti
eitt og sér að bera alla ábyrgð á inni-
stæðum sínum í sínum bönkum. Í
stað einkaábyrgðar hvers ríkis kæmi
sameiginlegur innistæðutrygg-
ingasjóður allrar Evrópu. Svona
hörmulegt peningaslys eins og Ice-
save er í dag gæti ekki orðið aftur.
Nú myndu Íslendingar glaðir
greiða í nýja tryggingarsjóðinn 2%
af öllum bankainn-
istæðum sínum hér á
landi eins og gert er ráð
fyrir þegar þessi nýi
öruggi og stóri inni-
stæðutryggingasjóður
tæki til starfa. Myndum
gleðjast mjög. Nú er
með þessum drögum að
nýjum ESB-reglum um
innistæðutryggingar í
raun og veru verið að
endurskoða sömu
gömlu reglurnar sem í
gildi eru í dag. Við sitjum uppi sem
smáþjóð með galla þeirrar gömlu
reglna sem voru vanhugsaðar. Get-
um ekki sem smáþjóð tekið á okkur
svona risafjárhagsábyrgðir eins og
Icesave er sem henta aðeins stór-
þjóðum. Menn sáu ekki þessi mistök
fyrir við upphaflega gerð á lögum
um ábyrgð á innistæðum. Nú er
hægt að leiðrétta þessi gömlu upp-
haflegu mistök með því að láta nýju
drögin að breytingum á ábyrgð á
innistæðum í Evrópu gilda aftur í
tímann, þannig að breytingarnar
næðu í tíma aftur fyrir stofnun inni-
stæðutrygginga Icesave í Bretlandi
og Hollandi. Hjálpar þeim líka. Nú-
verandi Icesave-mál Breta, Hollend-
inga og Íslendinga væri úr sögunni í
núverandi mynd. Væri með nýja
sjóðnum greitt af allri Evrópu sam-
eiginlega.
Fellur Icesave-
málið niður?
Eftir Lúðvík
Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
»Núverandi Icesave-
mál Breta, Hollend-
inga og Íslendinga væri
úr sögunni í núverandi
mynd.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.