Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 HELGINA 27.-28. febrúar nk. mæta um 870 hreinræktaðir hundar af 88 hundakynjum í dóm á hundasýn- ingu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin verður haldin í Reið- höllinni í Víðidal og verður byrjað að dæma kl. 9 árdegis báða dagana og stendur það fram eftir degi. Úr- slit hefjast upp úr kl. 14 á sunnudag og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Í anddyri Reiðhallarinnar verða kynningarbásar fyrir ólík hunda- kyn þar sem gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við eigendur þeirra. Meðfylgjandi er mynd af besta hundi haustsýningar 2009, írska setter hundinum C.I.B. Cararua Alana, ásamt Guðrúnu Dögg Sveinbjörnsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Hundasýning Í DAG, fimmtudag, kl. 13.30- 16.30, halda Samtök ferðaþjón- ustunnar ráðstefnu á Grand Hót- el Reykjavík sem nefnist „Dagur menntunar í ferðaþjónustu“. Til ráðstefnunnar hefur m.a. verið boðið tveim fyrirlesurum, Tito Livio Mongelli, framkvæmda- stjóra The Education Manage- ment Industry og eins helsta sér- fræðings í fræðslumálum í fyrirtækjum í Evrópu, og Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni, dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Í lok ráðstefnunnar verður starfsmenntaviðurkenn- ing SAF afhent í þriðja sinn því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í greininni. Dagur menntunar í ferðaþjónustu BARNA- og ung- lingamót Skauta- sambands Ís- lands verður haldið í Skauta- höllinni á Ak- ureyri dagana 27.-28. febrúar nk. Bæði A- og B- iðkendur frá Skautafélagi Ak- ureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum sýna listir sýnar á svellinu. Í öllum flokkum verða þeim sem ná þrem efstu sætunum veitt verðlaun. Allir eru velkomnir að koma að horfa á bestu skautara landsins etja þar kappi. Frítt er inn og foreldra- félag deildarinnar selur kaffi og með því á vægu verði til styrktar iðkendum. Skautasýning og keppni um helgina HÓTEL Saga við Hagatorg mun framvegis heita Radisson Blu Hótel Saga og 1919 Hótel við Póst- hússtræti fær nafnið Radisson Blu 1919 Hótel. Í tilkynningu frá hót- elkeðjunni segir að þegar vinna hófst við leit að nýju nafni hafi vinnuheitið á verkefninu verið Blu. „Blu er dregið af bláa kassanum í merki Radisson SAS. Nafnið minnir á söguna, þá virðingu og velgengni sem Radisson SAS hótelin hafa not- ið frá upphafi. Breytingin er ein- göngu bundin við nafnið og merkið, engar breytingar verða gerðar á hönnun, starfsemi eða þjónustu- framboði hótelanna.“ Hótelin heita nú Radisson Blu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Ný sending Póstsendum www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Full búð af glæsilegri vorvöru Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Nýjar vörur Svörtu buxurnar komnar, kvart og síðar. Str. 38-56 VERÐHRUN Verslunin hættir rekstri Síðustu dagar útsölunnar Opið virka daga 13-18 Lokað laugard. Laugavegi 63 • S: 551 4422 LÉTTAR STUTTKÁPUR STREYMA INN Aðhaldsundirföt - Ný sending Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is vera • Laugavegi 49 Sími 552 2020 Nýjar vörur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.