Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 10

Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Íslendingar ættu að bjóða skamm-arlegu einelti birginn,“ segir í fyrirsögn á dálki eftir John Kay, prófessor við London School of Economics, í blaðinu Financial Times í gær. Þar segir Kay að þeg- ar íslensku bank- arnir fóru á hausinn hefði því í samræmi við reglurnar verið horft til hlut- aðeigandi tryggingasjóðs inni- stæðueigenda um bætur: „Í regl- unum gleymdist bara að gera ráð fyrir því að tryggingakerfið hefði burði til að greiða slíkar bætur. Innan kerfisins á Íslandi var sáralít- ill forði og sjóðurinn starfaði í gjaldþrota fjármálakerfi.“     Kay segir að fyrst peningarnirvoru ekki til hafi menn bæði á Íslandi og Bretlandi snúið sér að eina mögulega greiðandanum: eig- in skattborgurum. Bretar hefðu getað falið þessar aðgerðir vegna þess að á Bretlandi dreifðist kostn- aðurinn á 56 milljónir manna, en það hafi ekki verið hægt á Íslandi vegna þess að þar búi aðeins 320 þúsund manns. Kay skrifar: „Sú fullyrðing að innistæðueigendur í Kaupþingi og Landsbanka eigi kröfu á venjulegt fólk, sem var of varkárt til að leggja þar inn fé, eða átti ekki peninga til þess, hefur litla réttlætingu eða lagalega stoð.“     Svo bætir Kay við: „Réttlætingokkar fyrir að níðast á Íslend- ingum er réttlæting allra yfir- gangsseggja: við gerum það af því að við getum það. Eða af því að við héldum að við gætum það. Nú hafa Íslendingar aftur frumkvæðið. Ef þjóðaratkvæðið 6. mars fer fram mun almenningur í fyrsta sinn fá tækifæri til hafna þeirri kröfu að hann axli fjárhagslega ábyrgð á mistökum banka og bankamanna. Sá viðburður mun breyta leikregl- unum og því eru Bretar og Hollend- ingar sestir að samningaborðinu. Við ættum að skammast okkar.“ John Kay Íslendingar bjóði einelti birginn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -1 snjókoma Lúxemborg 7 þrumuveður Algarve 19 skýjað Bolungarvík -4 snjókoma Brussel 10 skýjað Madríd 11 skýjað Akureyri -5 alskýjað Dublin 5 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Egilsstaðir -6 alskýjað Glasgow 2 skúrir Mallorca 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -2 alskýjað London 10 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Nuuk -2 skýjað París 11 skýjað Aþena 15 léttskýjað Þórshöfn 1 heiðskírt Amsterdam 9 skýjað Winnipeg -19 heiðskírt Ósló -13 heiðskírt Hamborg 0 skýjað Montreal 1 snjókoma Kaupmannahöfn 0 skýjað Berlín 1 þoka New York 3 alskýjað Stokkhólmur -4 heiðskírt Vín 9 skýjað Chicago -4 snjókoma Helsinki -12 léttskýjað Moskva 2 alskýjað Orlando 16 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 25. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.28 3,3 10.02 1,1 16.07 3,1 22.18 0,9 8:49 18:33 ÍSAFJÖRÐUR 5.26 1,9 12.06 0,5 18.07 1,7 9:01 18:32 SIGLUFJÖRÐUR 1.06 0,6 7.27 1,2 14.05 0,3 20.37 1,1 8:44 18:14 DJÚPIVOGUR 0.35 1,6 6.58 0,7 12.58 1,4 19.04 0,4 8:21 18:01 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Austan og norðaustan 8-15 m/s, en hægari NA-lands. Snjó- koma S- og SA-lands, en ann- ars víða él. Frost 3 til 15 stig, kaldast til landsins nyrðra. Á laugardag og sunnudag Austlæg átt, víða 5-10 m/s og ofankoma með köflum víða um land. Frost 0 til 8 stig, minnst við suðurströndina. Á mánudag og þriðjudag Suðaustlæg átt og snjókoma eða slydda SA-lands, en annars úrkomulítið. Heldur hlýnandi. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-15 m/s á Vest- fjarðakjálkanum, en annars 5- 10 m/s. Snjókoma eða élja- gangur víðast hvar á landinu. Frost 2 til 13 stig, kaldast til landsins NA-lands. Eftir Matthías Árna Ingimarsson UNDANFARIN tvö ár hefur Góð- gerðarráð Verzlunarskóla Íslands staðið fyrir söfnunarátaki í skól- anum í svokallaðri góðgerðaviku. Á sínu fyrsta ári stóð nefndin fyrir byggingu skóla í Úganda í samvinnu við ABC barnahjálp og hlaut hann nafnið Litli-Verzlunarskólinn. Einn- ig hefur verið safnað fyrir vatns- brunni í Gíneu-Bissá og hér á landi fékk Mæðrastyrksnefnd styrk fyrir jólin. Í ár mun nefndin halda áfram uppbyggingu Litla-Verzló en á svæði skólans mun aðeins vera einn vatnsbrunnur og er fyrirhugað að bæta úr því. Nefndin hefur farið ýmsar leiðir í söfnun sinni. Stóð hún til dæmis fyrir íssölu í skólanum og var einnig efnt til knattleiks þar sem lið skólans atti kappi við stjörnulið sem samanstóð af landsþekktum einstaklingum á borð við Ingó Veð- urguð, Björgólf Takefusa og Loga Bergmann Eiðsson. Góðgerðarvikan nær svo hámarki í dag þegar áskor- endadagurinn fer fram. Meðal áskorendanna má nefna hóp drengja sem munu labba í skólann ofan af Akranesi, kennari mun klæðast bý- flugubúningi og einn nemandi mun syngja allt í heilan dag. Það ættu því að geta safnast dágóðar upphæðir í vikunni, en það sem af er árinu hafa safnast 600 þúsund krónur til styrkt- ar Litla-Verzló. Litli-Verzló í Úganda fær nýjan brunn  Áskorendadagurinn hefst í dag  Hafa þegar safnað 600 þúsund kr. Ljósmynd/Verzlunarskóli Íslands Glaðir Nemar Litla-Verzló í Úganda. Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 2. flokkur, 24. febrúar 2010 Kr. 1.000.000,- 1319 B 4627 B 10160 F 17770 H 21014 B 23542 E 31803 H 52739 F 56269 G 57456 E TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.